Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. ágúst 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Óvissa um framkvæmdir Akureyrarbæjar rædd í bæjarstjórn „Getum ekki staðið að frestun framkvæmda“ - segir Úlíhildur Rögnvaldsdóttir en tillaga um óbreytta framkvæmdaáætlun var felld Tillaga bæjarfulitrúa Fram- sóknarflokksins um að unnið verði samkvæmt samþykktri framkvæmdaáætlun ársins í ár var felld á fundi bæjarstjórnar í þriðjudag með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags gegn fjórum atkvæðum flutningsmanna. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá. Röksemd framsókn- armanna fyrir tillögunni var sú að vegna margvíslegra þreng- inga í atvinnulífinu á Akureyri mætti bæjarstjórn ekki verða til að rýra atvinnutækifærin enn frekar en orðið er með því að fresta framkvæmdum án þess að vitað væri hvert tap bæjarins yrði af gjaldþrotum fyrirtækja undanfarna mánuði. Eins og fram hefur komið er endurskoðun fjárhagsáætlunar ekki lokið, og verklegar fram- kvæmdir bíða á meðan. Ný dag- vist er stærsta verkefnið en frá- gangur á nýju slökkvistöðinni er einnig inni í dæminu. Tillaga framsóknarmanna hljóðaði þannig: „Bæjarstjórn felur bæjarráði að vinna samkvæmt samþykktri framkvæmdaáætlun Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. ársins 1991, enda er ekki-fyrirséð hver tekjumissir bæjarsjóðs verð- ur á árinu.“ „Sá grunur læðist að manni að verið sé að láta tímann vinna með sér,“ sagði Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, sem mælti fyrir tillög- unni. Hún minnti á að sumarið væri tími margvíslegra fram- kvæmda á vegum bæjarins, og mikilvægt væri að nota hann vel. Hún spurði hvort ætlunin væri að fresta mörgum stórum verkefn- um á vegum bæjarins. „Okkur fulltrúum Framsóknartlokksins finnast þessi vinnubrögð vera fyr- ir neðan allar hellur. Við getum ekki staðið að því að fresta þess- um fnmikvæmdum. Hvenær á að taka ákvörðun? Það er ekki fyrir- séð hver tekjumissir bæjarins verður á árinu, og okkur finnst skynsamlegra að bærinn haldi sig við samþykkta áætlun þegar komið er fram á þann tíma þegar huga þarf að fjárhagsáætlun næsta árs,“ sagði Úlfhildur. Hún mælti með að tekið yrði tillit til tekjumissis bæjarins á næstu fjár- hagsáætlun og reynt yrði að dreifa vandanum á næstu ár. „Vinnubrögðin í bæjarráði gefa okkur ekki tilefni til að treysta því að farið verði í að endur- skoða fjárhagsáætlunina í þessari eða næstu viku,“ sagði Úlflúldur að lokum. Heimir Ingimarsson sagði á fundinum að ekki væri vitað nákvæmlega hver tekjumissir bæjarins yrði vegna ýmissa áfalla og gjaldþrota á árinu. Hann Hólmsteinn Hólmsteinsson: Óæskilegt að skera bæjarframkvæmdir mikið niður telur Qárfestingarsjóð til eílingar atvinnulífmu góðan kost Hólmsteinn Hólmsteinsson sagði á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag að mikilvægt væri að allir bæjar- fulltrúar stæðu saman um að styrkja atvinnulífið á erfið- leikatímum. Áhugamannahóp- ur um eflingu atvinnulífs á Akureyri og nágrenni hefði áhuga á að koma á fót fjárfest- ingarsjóði á Eyjafjarðarsvæð- inu og væru þeir í samstarfi við Kaupþing Norðurlands um það mál. Að sögn Hólmsteins er hug- myndin sú að sveitarfélög, fyrir- tæki og einstaklingar sameinist um slíkan sjóð. Margir einstakl- ingar ættu fé aflögú og keyptu hlutabréf í fyrirtækjum, og ástæða væri til að ætla að fólk hefði áhuga á að kaupa bréf í fjárfest- ingarsjóði til að efla atvinnulíf á svæðinu og uppbyggingu á Akur- eyri. Um tillögu framsóknar- manna til eflingar atvinnulífi á Akureyri, sem áður hefur verið geint frá hér í blaðinu, sagði Hólmsteinn að hún gengi skemmra en hugmyndir áhuga- mannahópsins, en hún væri þó Hann varð eftir í Húnaveri Eins og allir vita er Húnavershátíðin afstaðin og síðustu daga hefur svæðið verið fínkembt og sviðið tekið niður. Eins og með- fylgjandi mynd sýnir þá eru ekki allir farnir af svæðinu, a.m.k. var þessi bíldrusla enn í Húnaveri þegar Dagur var þar á ferð- inni nýlega. Ekki eru miklar líkur á að þessi bíll fari nokkuð og örlög hans ráðast sennilega í brotajárnsverksmiðju. Hann er búinn að sinna sínu síðasta hlutverki, þ.e. að koma eigendum sínum í Húnaver um verslunarmannahelgina. Mynd: -bjb Hólmsteinn Hólmsteinssun. ágætis vísir að því sem koma skyldi. Hólmsteinn kvaðst sammála Þórarni E. Sveinssyni um að þrátt fyrir mörg gjaldþrot væru þau fyrirtæki sem betur fer enn fleiri sem hefðu traustan fjárhag og væru vel rekin. Menn mættu því ekki fyllast svartsýni. Bærinn ætti ýmsa möguleika, einn þeirra væri sala á eignarhlutnum í Landsvirkjun. Hann vildi láta skoða þann kost mjög vel en ekki mætta kasta höndunum til ákvörðunar um hvað gera skyldi við fjármagnið sem fengist fyrir eignarhlutinn. Hugsanlega mætti skoða sölu á fleiri eignum bæjar- ins. Um Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. væri það að segja að þar ætti bærinn mikilvægan varasjóð, 57 prósent hlutafjárins sem væri metinn á 1,2 til 1,3 milljarða króna. Ef 5 til 6 prósent af þessu hlutafé væru seld væri bærinn kominn mcð yfir 100 milljónir sem hægt yrði að nota til að halda fullurn dampi á framkvæmdum, en mjög óæskilegt væri að þurfa að skera mikið niður af bæjar- framkvæmdum vegna þeirra lægðar sem atvinnulífið væri í. Hann benti að lokum á að ekkert hefði verið ákveðið um niöur- skurð í framkvæmdum bæjarins í ár. EHB ræddi um að sér finndist það óábyrgur málflutningur að tala um að skekkjur kæmu ekki að sök og menn mættu ekki velta vanda líðandi stundar yfir á fram- tíðina. Birna Sigurbjörnsdóttir sagði búast hefði mátt við að fram- sóknarmenn létu verulega í sér heyra þegar þrír varabæjarfull- trúar frá meirihlutanum sætu fundinn. Bæjarfulltrúum minni- hlutans væri vel kunnugt um að ákvörðun um frestum fram- kvæmda hefði verið tekin með tilliti til endurskoðunar fjárhags- áætlunar og að sá frestur ætti aðeins að standa skamman tíma. Hún benti á að margir starfs- menn bæjarins væru í sumarleyfi og því hefðu hlutirnir e.t.v. geng- ið dálítið á afturfótunum. „Mér finnst þessi tillaga alls ekki tíma- bær og geri það að tillögu minni að henni verði vísað frá," sagði Birna, og minnti á að þrátt fyrir margvíslega erfiðleika fyrirtækja á Akureyri bæru bæjarfulltrúar þá ábyrgð að þeir mættu ekki setja bæjarsjóð á kaf í skuldir. Betra væri að staldra við en veru- lega yrði tekið á málinu á næsta fundi bæjarráðs, cn hann verður haldinn í dag. Kolbrún Þormóðsdóttir gerði athugasemd við ummæli Birnu um varabæjarfulltrúana, og kvaðst treysta þeim fullkomlega til að hafa sjálfstæða skoðun á málunum, þótt þeir sæktu að jafnaði ekki fundi bæjarstjórnar. Gunnar Jónsson, várabæjarfull- trúi, þakkaði Kolbrúnu fyrir þessi ummæli. EHB Valgerður Hrólfsdóttir um atvinnumálin á Akureyri: Nauðsynlegt að stuðla að bjartsýni í atvinnumálum - og grípa til aðgerða til að bæta ástandið Valgerður Hrólí'sdóttir (S) kvaðst geta tekið heilshugar undir niargt af því sem minni- hluti Franisóknarflokksins hafði fram að færa varðandi atvinnu- málin á síðasta fundi Bæjar- stjórnar Akureyrar. Hún sagði að þrátt fyrir skiptar skoðanir væru bæjarfulltrúar allir að starfa fyrir sinn bæ og stefndu að sama inarki. í máli Valgerðar kom fram að hún telur nauðsynlegt að stuðla að bjartsýni í atvinnumálum, en í viðræöum ntanna á meðal gætti mjög ótta við slæmt atvinnu- ástand þegar styttist í að vetur gengi í garð. Hún sagði að fólk velti fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sínu því margir væru atvinnulausir. „En það er ekki nóg að tala um að við verðum að vera bjartsýn, það verður að gera eitthvað,“ sagði hún. Valgerður brýndi fyrir bæjar- fulltrúum nauðsyn þess að ala á jákvæðum hugsunarhætti. Hún varaði við þeim hugsunarhætti að atvinnulífið væri í volæði á Akur- eyri og að fáir þyrðu að flytja til bæjarins af þeim sökum. Hún kvaðst gleðjast yfir hverju atvinnufyrirtæki sem risi upp í bænum, en kvaðst eiga erfitt með að líta framhjá þeirri staðreynd að mörg fyrirtæki heföu átt erfitt uppdráttar undanfarið. Uni til- lögur minnihlutans sagði Val- gerður að þær væru um margt ágætar og í svipuðum anda og umræður hefðu verið á bæjar- málafundi Sjálfstæðismanna sl. mánudagskvöld, þótt vissulega væru mismunandi áherslur á ýms- um málum. Að lokum undirstrik- aði Valgerður að hún vildi fá send gögn frá bænunt um ntikil- væg mál, ekki síst sem snerta nefndir sem hún á sæti í. en hún taldi skorta upp á að afhending slíkra gagna hefði verið fullnægj- andi. EHB * Valgerður Hrólfsdóttir. Snjóbræðslurör, mátar og tengi. Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.