Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 12
Óhapp í Ólafsfirði: Bifreið rann á Bamaskólann - alls 120 metra leið niður brekku Það óhapp átti sér stað á Ólafsfirði um miðjan dag á þriðjudag að bifreið hrökk úr gír á Túngötu og rann af stað niður brekkuna. Bifreiðin fór 120 metra leið og hafnaði á húsi Barnaskólans á Ólafsfirði. Bifreiðin var mannlaus en skemmdist mikið. Engin hætta skapaðist vegna mannaferða. Bifreiðin var glæný og í eigu aðkomufólks sem var í heimsókn á Túngötunni. Hún var búinn að standa þar í um hálftíma þegar hún rann af stað. Eitt vitni var að ökuferðinni sem sá bifreiðina fara á mikilli ferð og nánast stökkva fram af brekkubrúninni. Við lendingu læstust hjólin og bifreiðin fór í boga að skólahús- inu og hafnaði á suðurenda hússins. Hefði bifreiðin farið meter sunnar hefði hún sloppið við skólann en hefði hún farið tveim metrum norðar hefði hún lent inn um glugga að skólastofu þar sem m.a. eru tölvur og fleiri dýrmæt tæki. Við norðurenda Barnaskól- ans voru múrarar að verki en voru í kaffi þegar óhappið átti sér stað. -bjb Austurdalur: Merkigilsár- brú endurbyggð í haust Brúin yfír Merkigilsá í Aust- urdal er afar illa farin enda orðin hálfrar aldar gömul. Brúin, sem er byggð úr timbri, er eingöngu ætluð ríðandi og gangandi umferð, eins og kunnugt er, en hún er brotin og talið næsta víst að hún muni ekki hanga uppi öllu lengur óviðgerð. Endurbyggja verður brúna og lagfæra grjóthleðslur sitt hvorum megin árinnar. Töluverð umferð er um Merkigil á sumrin, aðal- lega er um að ræða hestamenn en einnig gangandi fólk. Oftast er Merkigilsá ófær hrossum, en hún getur orðið mjög vatnsmikil. Því er nauðsynlegt að brúin sé traust. Pálmi Runólfsson í Hjarðar- haga á sæti í Samgöngumála- nefnd Skagafjarðarsýslu. Honum var falið að útvega sjálfboðaliða til verskins á sameiginlegum fundi samgöngumálanefndar og starfsmanna Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki. Pálmi segir að til greina hafi komið að Vegagerðin útvegi efni það sem nota þarf. Ætlunin er að hefja verkið seint í sumar eða í haust, en það á ekki að þurfa að taka nema nokkra daga. „Annað er ekki að frétta af málinu sem stendur, en ég tel að ekki verði nein vandræði að fá sjálfboðaliða til verksins,“, segir Pálmi. EHB Æ, œ! Berjasprettan: MiMð af blábeijum og krækibeijuin Berjasprettan er góð þessa dagana. Þar sem blaðið hefur spurnir af á Eyjafjarðarsvæð- inu er mikið af bláberjum og krækiberjum en minna af aðal- bláberjum. Berjalönd eru nú opnuð eitt af öðru fyrir almenn- ingi, um viku fyrr en í fyrra. Helga Jensdóttir í Stærri-Ar- skógi á Árskógsströnd segist opna berjalönd sín næstkomandi laugar- dag. „Ástandið er sæmilega gott. Aðalbláberin hafa látið dálítið á sjá í kuldunum í vor en þetta er misjafnt eftir því hvernig landið liggur við sólu,“ segir Helga. Svipaða sögu var að segja í Svarfaðardal. Mikið er af bláberj- um og talsvert um aðalbláber þeg- ar hærra kemur í hlíðar. Bláberin eru að verða vel sprottin en aðal- bláber vantar nokkra daga góða enn til að ná fullri sprettu. JÓH Deilan um Fljótsdalslínu 1: Stórskemmir Qallasín til Herðubreiðar og Öskju segir Þorvarður Árnason landvörður Stjórn Skipulags ríkisins fund- ar ásamt forsvarsmönnum Nátt- úruverndarráðs um lagningu Fljótsdalslínu 1 í Mývatnssveit í dag. Fram hefur komið að Náttúruverndarráð dró leyfí Landsvirkjunar til utanvega- aksturs og mælinga á línuleið- inni til baka. Forráðmenn Landsvirkjunar líta svo á að Náttúruverndarráð geti ekki afturkallað leyfíð, þrátt fyrir vilja Náttúruverndarþings um að leggjast gegn lagningu há- spennulínu á þessari leið. Þorvarður Árnason, landvörð- ur í Ásbyrgi, segir að nokkurs misskilnings hafi gætt í fjölmiðl- um varðandi fundarhöld land- varða á Norðurlandi eystra sl. föstudag. Landverðir fóru ekki í verkfall til að mótmæla lagningu Fljótsdalslínu 1, en héldu aðeins fund í hádeginu og gengu annars til starfa sinna. Málið snérist fyrst og fremst um leyfi Landsvirkjun- ar til utanvegaaksturs. Að sögn Þorvarðar kom línu- málið þó talsvert til umræðu á fundinum, og var gagnrýnt að Orkustofnun hefði látið setja nið- ur mælistikur í friðuðu landi, sem væru þar mjög til óprýði fyrir utan það að ekkert leyfi var fyrir slíku. Fundarmönnum virtist sem umrætt leyfi væri veitt vegna þrýstings frá Landsvirkjun, og að það byggðist á einhverri skyndi- ákvörðun. „Þetta leyfi var veitt á skyndifundi framkvæmdastjóra og formanns ráðsins, og senni- lega hafa verið þarna einn eða tveir meðlimir Náttúruverndar- ráðs. Það er því greinilegt að Landsvirkjun hefur þrýst á fram- kvæmdastjóra ráðsins til að gefa eftir, og þetta var gert með því að fara bakdyramegin að hlutunum og fá óformlegt leyfi fyrst form- legt leyfi fékkst ekki,“ segir hann. Þorvarður gagnýnir mjög óformleg leyfi sem Náttúru- verndarráð hefur gefið ýmsum aðilum, t.d. í Þjórsárverum. „Þrátt fyrir friðlýsingu breytir Landsvirkjun ekki sínum áætlun- um,“ segir hann. Fram hefur komið að Lands- virkjun telur fimm sinnum dýrara að leggja línuna í stokk en með hefðbundnum hætti. Skipulag ríkisins benti á þann möguleika að leggja línuna í stokk á stöðum þar sem háspennumöstur spilltu útsýni, einkum við Öskju og Herðubreið. Þorvarður segir að sér finnist einkennilegt að á sama tíma og verið sé að spá í að leggja sæstreng til Bretlands fyrir millj- arða króna megi ekki verja fé til Spretta hefur verið einstaklega góð bæði í túnum .og úthaga í sveitum Skagafjarðar í sumar. í Akrahreppi bíða bændur eft- ir þurrki til að slá seinni slátt, og er ekki nema einn bóndi í hreppnum búinn að tvíslá. Broddi Björnsson, bóndi í Framnesi í Akrahreppi, segir að stöðugt sé að verða algengara að bændur slái tvisvar. „Menn eru farnir að byrja sláttinn fyrr og því er minna sprottið í fyrri slættin- um. Þeir stefna á að tvíslá ein- hvern hluta túna sinna. Menn selja almennt ekki mikið hey, en nota hey meira í sinn búpening en áður, nota bæði minna af fóð- urbæti og gefa hrossum miklu meira en áður var. Seinni sláttur- inn er alls staðar eftir á bæjunum hér í kring, sumir eru byrjaðir en urðu að hætta vegna rigninga. Votviðrið tefur okkur núna, því túnin eru orðin nógu sprottin fyrir seinni sláttinn," segir Broddi. Stefán Jónsson, bóndi á Grænumýri í Akrahreppi, náði að slá seinni slátt og lauk við að að leggja línu neðanjarðar á há- lendinu. „Mér finnst skjóta skökku við að ræða lagningu sæ- strengs á sama tíma og menn treysta sér ekki til að leggja há- spennulínu í jörð á 50 til 60 kíló- metra kafla. Kostnaður við að leggja línur neðanjarðar fer lækkandi. Landsvirkjun vill fara þessa ákveðnu leið því það er ódýrara en að fylgja Byggðalín- unni. Þetta er fljótt að safnast saman ef línan kostar 15 milljónir á hvern kílómetra. En lína á þessari leið skemmir fjallasýnina til Herðubreiðar og Öskju og koma heyi í hús 4. ágúst, áður en rigningarnar brustu á. „Ég gæti farið að slá í þriðja sinn en það hvarflar ekki að mér, ég beiti það bara,“ segir Stefán. „Sprettan hefur verið framúrskarandi og alveg einstök nú seinni hluta sumars. Ég hef aldrei séð annað eins gras, t.d. á Kílunum hérna gjörbreytir öllu andrúmsloftinu á svæðinu, eins og þessi náttúra sé einskis virði," segir hann. Þorvarður benti að lokum á að sameining Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú til að mynda 50 ferkílómetra uppistöðulón á Eyjabökkum væri að sínu mati varhugaverð, en ein afleiðing þess væri að vatnsmagn í Detti- fossi minnkaði rnikið, súrefni kæmist að berginu sem skapaði hættu á veðrun, og næsta víst væri að Fossarnir myndi gjör- breyta um svip frá því sem nú er. EHB fydr neðan, en það er óræktað svæði. í fyrri slætti kom ekki dropi í hey hjá mér og sáralítið í hána fyrr en allra síðast, og þá í fáeina bagga í þrumuveðrinu sem gekk hér yfir,“ segir hann. Stefán byrjaði heyskap 11. júní og var búinn að hirða þrítugasta dag sama mánaðar. EHB Einstakt heyskaparsumar í Skagafirði: „Gæti farið að slá í þriðja siim“ - segir Stefán Jónsson á Grænumýri í Akrahreppi Stefán Jónsson á Grænumýri segist aldrei hafa séð annað eins gras og í sutnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.