Dagur - 31.08.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 31. ágúst 1991
Hestar
Kristín Linda Jónsdóttir
Hrossasjúkdómar
- Elfa Ágústsdóttir dýralæknir situr fyrir svörum
Fyrir um j»að bil ári síðan birtist í þessum þætti í Degi viðtal
við Elfu Agústsdóttur dýralækni þar sem fjallað var um með-
ferð meiðsla og sára á hestum.
Eigendur hesta þurfa ekki aðeins að hafa samband við
dýralækna þegar hestar meiðast því það kemur fyrir bestu
hesta að veikjast. Þá er vissara að bregða skjótt við og leita
ráða hjá dýralækni. í þættinum í dag leitum við ráða hjá Elfu
og að þessu sinni um algengustu hrossasjúkdóma og hvernig
best er að bregðast við þeim.
Er hesturinn veikur??
- Ef grunur leikur á að hestur sé
veikur eða að veikjast hvernig er
þá best að ganga úr skugga um
hve alvarlegt ástand hans er?
„Oft blasir við þegar litið er á
hrossið að það er veikt, það
hímir, lítur ekki við fóðri, veltir
sér í sífellu eða hefur önnur sjá-
anleg einkenni.
Pað er alltaf mjög hættulegt ef
hross sem eru veik éta ekki. Pá
ganga þau á fituforða líkamans
og geta orðið fyrir lifrarskemmd-
um sem geta dregið þau til
dauða.
Ef einhver vafi leikur^á hvort
hrossið sé veikt eða ekki er núm-
er eitt að mæla það. Hestar eiga
aldrei að vera með yfir 38 stiga
hita, það er nokkurs konar rauð
lína. Ef hestur fer yfir 38 stiga
hita á að hringja í dýralækni. Það
er mjög gott að hafa það fyrir
reglu að hitamæla hross áður en
hringt er í dýralækninn. Þá getur
hestaeigandinn gefið dýralæknin-
um mikilvægar upplýsingar um
ástand hestsins strax.“
- Hvaða hrossasjúkdómar eru
hættulegastir eða jafnvel ólækn-
andi?
„Það er til dæmis þegar hestur
fær hrossasótt og garnaflækja er
með í spilinu. Það er illlæknan-
legt og dregur hesta oft til dauða
á mjög skömmum tíma.
Öndunarfærasýkingar sem
ekki eru meðhöndlaðar í tæka tíð
geta leitt til lungnabólgu sem
ýmist dregur til dauða eða veldur
ólæknandi skemmdum. Stíf-
krampi er ekki algengur hér á
landi en hann er yfirleitt algjör-
lega ólæknandi.
„Að drepast úr þreytu“?
- Hver eru algengustu veikindi
hrossa, fjarri byggð, það er að
segja í ferðalögum og í göngum?
„Þegar farið er í ferðalög er
hestum oft gefið hey sem þeir eru
ekki vanir og þá er talsverð hætta
á hrossasótt. Því ætti hitamælir
alltaf að vera með í för svo hesta-
eigendur geti greint á milli hvort
nægilegt sé að gefa hestinum
hrossasóttarlyf eða hvort hann
þurfi líka fúkkalyf.
Það er talsvert algengt að hest-
ar fara að dragst aftur úr í rekstri
á ferðalögum og eru þá greinilega
mjög þreyttir eða veikir. Þá er
nauðsynlegt að mæla hestinn til
að ganga úr skugga um hvort
hann sé veikur.
Ef hann er hitalaus verður að
vega og meta hvort hann geti
haldið áfram með rekstrinum.
Ef hesturinn örmagnast verður
að skilja hann eftir og ef hann
nær sér ekki á strik og fer að éta
verður að kalla til dýralækni fyrr
en seinna. Ef hesturinn hímir og
lítur ekki við fóðri og dýralæknir
er ekki kallaður til fyrr en eftir 2-
4 daga getur verið vonlaust að
bjarga hestinum. Hann hefur þá
örmagnast svo af þreytu að það
dregur hann til dauða ef hann fær
ekki meðhöndlun og lyf nægilega
snemma.
Það er líka nauðsynlegt að
gæta þess að hross ofkælist ekki
eftir að riðið hefur verið á þeim
og fái þá öndunarfærasjúk-
dóma og jafnvel lungnabólgu."
Svo versnaði honum aftur!
- Hverjar eru algengustu orsakir
meltingarfærasjúkdóma og hver
er meðferðin?
„Fyrst og fremst fóðurbreyting-
ar, sketnmt fóður og vatnsleysi,
auk þess eru hestarnir veikari fyr-
ir ef þeir lenda í álagi. Algeng-
ustu meltingarfærasjúkdómar eru
hrossasótt, sem skiptist í marga
undirflokka sem óþarfi er að
tíunda hér, og garnabólgur og
garnaflækja. Einkenni á garna-
bólgum og hrossasótt eru mjög
svipuð og því nauðsyn að draga
upp hitamælinn til að greina þar á
milli.
Vísustu hestamenn hafa gefið
hesti með hrossasóttareinkenni
hrossasóttarlyf. Þá bráir af hest-
inum í nokkra klukkutíma, því
hrossasóttarlyf er krampalosandi
verkjalyf, en svo versnar honum
aftur. Þá er aftur gefið hrossa-
sóttarlyf sem slær á verkina um
tíma, en svo versnar hestinum
aftur. Að einhverjum tíma, jafn-
vel sólarhringum liðnum er kall-
að á dýralækni. Þá kemur í ljós
að hesturinn er með hita og sýk-
ingu í görnum og vegna þess hve
seint er kallað í dýralækni er sýk-
ingin búin að skemma garnavegg-
inn og erfitt ef ekki ómögulegt að
lækna hann. Garnaflækja er eins
og að linri slöngu sé ýtt inn í
sjálfa sig. Görnin verður þá tvö-
föld á parti og blóðstreymi til
þess hluta stöðvast og drep kem-
ur í tvöfalda vegginn á görninni.
Hér á landi hefur verið reynt að
skera hesta upp við garnaflækju.
í einstaka tilfellum þegar allt
gengur upp hefur tekist að bjarga
þeim.“ ;
Hestur með hálsbólgu
- Geta hestar fengið kvef, háls-
bólgu eða barkabólgu?
„Já, já, þeir geta fengið sjúk-
dóma bæði í efri og neðri öndun-
arfæri. Þeir skiptast í sýkingar
annars vegar, þá eru hestarnir
með hita, og hins vegar nokkurs
konar ofnæmi eins og til dæmis
heymæði.
Ef um sýkingu er að ræða geta
þeir til dæmis fengið mjög svæsna
barkabólgu. Þá er oft um vírus að
ræða og háan hita. Hesturinn er
þá lystarlaus slappur og sljór og
þarf á lyfjameðferð að halda og
jafnvel næringu í æð. Slæmar
sýkingar géta endað í lungna-
bólgu ef þær hafa þá ekki byrjað
þegar í upphafi sem lungnabólga.
Ef hestur fær lungnabólgu er
alltaf hætta á að það verði svo
mikið ör í lungunum að hesturinn
verði aldrei fullkomlega heil-
brigður aftur. Hann verður þá
mæðinn og þollaus, ónothæfur
reiðhestur. Hestar geta líka feng-
ið slæmar ennisholubólgur sem
geta verið ansi þrálátar og leiðin-
legar viðureignar.
Ef um ofnæmi er að ræða kem-
ur bjúgur í lungun og getur
skemmt þau. Ef hestur byrjar að
hósta og hnerra og það lekur úr
nösunum á honum þegar verið er
að gefa verður að hafa samband
við dýralækni. Meðhöndlunin er
oftast sú að ofnæmislyfi er
sprautað á heyið og það renn-
bleytt. Þá er hægt að halda hey-
mæðinni niðri og koma í veg fyrir
lungnaskemmdir; hesturinn er þá
nothæfur til reiðar.
Helsta orsök heymæði er
skemmt hey og ættu hestaeigend-
ur að hafa það í huga þegar þeir
velja hrossum sínum hey.“
Þvagfærasjúkdómar
- Hverjir eru helstu þvagfæra-
sjúkdómar hjá hestum?
„Þvagsteinar eru algengastir.
Þá taka hestaeigendur eftir því
að hestinum gengur illa að míga.
Ef hestar fá skaufabólgu getur
hún verið afleiðing af þvagstein-
um en svo getur hún líka verið
afleiðing af skyndilegri kyrr-
stöðu; stöðubjúgur. Meðferðin
felst í því að fjarlægja þvagstein-
inn. Ef hestar þjást af stöðubjúg
þurfa þeir fyrst og fremst á hreyf-
ingu að halda en í slæmum tilfell-
um er hægt að gefa þeim bjúg-
eyðandi lyf.
Þvagsteinn háir hestum geysi-
lega mikið, er bæði sársaukafull-
ur og andlega niðurdrepandi."
Kvikuslit og spatt
- Hverjir eru algengustu sjúk-
dómar í hófum?
„Fyrir utan ýmsa áverka geta
hófsprungur verið mjög slæmar
til dæmis sprungur sem ná alveg
upp í kviku, svokallað kvikuslit.
Það þarf að meðhöndla eins og
hvert annað sár og fá kvikuslitið
til að gróa.
Hófsperra er sjúkdómur sem
yfirleitt kemur í kjölfar fóður-
breytinga og er einskonar ofnæmi
fyrir fóðri til dæmis fóðurblönd-
um. Þá standa hestarnir yfir
mikilli jörð hófar hitna og í þeim
er æðasláttur. Dýralæknir með-
höndlar hófsperru með bólgu-
eyðandi ofnæmislyfjum."
- Hvað er spatt og af hverju fá
hross spatt?
„Spatt er í tveimur neðstu
hækilliðum hestsins. Þar myndast
beinhrúður á liðköntunum, veld-
ur sársauka og hestarnir hlífa sér
við hreyfingu á liðnum.
Það veit enginn af hverju hross
fá spatt. Hvaða hestur sem er
getur fengið spatt, fjögurra vetra
hestur sem aldrei hefur verið not-
aður, gömul stóðmeri eða kepp-
nishestur í toppþjálfun.
Spatt er í sjálfu sér ólæknandi
en í Reykjavík hafa verið gerðar
tilraunir til að skera upp spatt,
með nýtilkomnum aðferðum og í
sumum tilfellum hefur náðst
nokkur árangur.
„Þegar sígur á gæðinginn“
- Hvað getur dýralæknir gert
þegar „sígur á“ fætur hesta?
„Ef sígur á hesta bjúgur að
lokinni þjáfun er mjög gott að
vefja fæturna með teygjubind-
um. Vefja með jöfnum þrýstingi
alveg niður á hófa og ekki fastar
en svo að fingur kornist vel á
milli. Ef hins vegar er um meiri
bólgur að ræða en bjúg þurfa
dýralæknar að meðhöndla
hestinn.
Ef hestar fá slæmar bólgur á
sinar og eru ekki meðhöndlaðir
tímanlega getur orðið erfitt að
losna við bólguna og nauðsyn að
hvíla hestinn í hálft til eitt ár.“
- Hvað viltu segja um múkkið?
„Hestaeigendur þurfa að fylgj-
ast vel með hvort hestarnir séu að
fá múkk og ef svo er fá þá strax
gott krem hjá dýralækni sem eitt-
hvert gagn er í. Múkk krefst þess
að hestaeigandi nostri við hestinn
beri á hann krem á hverjum degi
oft í langan tíma og yfirleitt tvis-
var á dag. Þegar múkkið fer að
skána þýðir ekkert að gleyma því
það verður að fylgjast sífellt með
og hefja meðferð um leið og það
lætur á sér kræla.“
Of seint er of seint!
- Hvaða skilaboðum viltu koma
til hestaeigenda frá þínum sjón-
arhóli sem dýralæknir?
„í fyrsta lagi er ekkert sem
dýralækni leiðist jafn mikið og að
koma of seint þegar um er að
ræða tilfelli sem hægt hefði verið
að bjarga. Það eru svörtustu
stundirnar í starfinu.
í öðru lagi er áríðandi að
hestaeigendur og dýraeigendur
almennt séu vakandi yfir heilsu
og velferð dýranna. Fylgist vel
með ástandi hvers einstaklings og
hvort allar aðstæður dýrsins séu í
lagi. Bæði hestar og kýr hafa t.d.
veikst vegna þess að vatnsdallur-
inn bilaði og enginn tók eftir því!
Eða þegar lækir í hestahólfum
þorna upp.
Það getur líka reynst ótrúlega
erfitt fyrir dýralækna að fá eig-
endur hesta til að hvíla hesta sem
veikjast eða slasast nægilega. Það
er geysileg pressa á dýralækna að
lækna allt með einni sprautu.
Ef dýralæknir segir að hvíla
verði hestinn í viku eða hálfan
mánuð er það alvarlegt mál að
mati eigandans hvað þá ef urn
lengri tíma er að ræða. Stundum
hef ég bent óþolinmóðum hesta-
mönnum á að sjúkrahúsin eru
full af fólki sem þarf að sætta sig
við að verða ekki heilbrigt eftir
eina sprautu.
Allir hestaeigendur verða að
reikna með því að þurfa ein-
hverntímann að hlúa að veikum
eða slösuðum hesti. Það er þolin-
mæðisverk og krefst umhyggju“
sagði Elfa að lokum.
éV5 >
- oo.
lærleggur
lærleggstoppur
setbein
hælbein
hnjáliöur
hófskeggs-
eða kjúkuliður kjúkusinabein (köggul-f
hófhvarfliður kjúka (köggull)-
hvarfbein/skammkjúka (köggulll;
hófliður hófbein
Stuðst við Líffæri búfjárins og störf þeirra eftir Þóri Guðmundsson.