Dagur - 31.08.1991, Page 5
Laugardagur 31. ágúst 1991 - DAGUR - 5
Mannfjöldinn í Kreml á laugardagsmorgni.
Lára Margrét og Jóhannes Geir í Vilnius. Þegar myndin var tekin var nýbúiö að fjarlægja stóra
styttu af Lenín af stallinum sem sést vinstra megin á myndinni.
„Fólkið er mjög meðvitað
um þátt íslands í
sjálfstæðisbaráttuimi“
- spjallað við Jóhannes Geir Sigurgeirsson
en hann var staddur í Lettlandi og Litháen þá örlagaríku daga
þegar valdaránið í Sovétríkjunum fór út um þúfur
Jóhanncs Geir Sigurgeirsson,
alþingismaður, er nýkominn úr
ferð til tveggja Eystrasalts-
ríkja, Lettlands og Litháen, en
þangað fór hann á alþjóðlega
þingmannaráðstefnu. Tveir
íslenskir þingmenn sóttu þessa
ráðstefnu, auk Jóhannesar
Geirs sótti Lára Margrét
Ragnarsdóttir hana. Uppruna-
lega ferðaáætlunin var á þá
leið að haldið skyldi utan á
þriðjudegi, en vegna óvæntrar
þróunar heimsmála, þ.e. til-
raunarinnar til valdaráns í
Sovétríkjunum, var ferð þing-
mannanna frestað. Jóhannes
Geir kom til Riga, höfuðborg-
ar Lettlands, á miðvikudags-
kvöldi, en daginn eftir rann
valdaránið fræga út um þúfur
og varð hann því vitni að
atburðum sem telja má einna
sögulegasta í Evrópu um ára-
tugaskeið.
„Þegar við komum til Stokk-
hólms var ákveðið að bíða átekta
um stund eftir þróun mála. Þegar
ljóst varð að flótti var brostinn á
innan raða valdaránsmanna var
ákveðið að halda áfram til Riga.
Við fórum með sovéska ríkis-
flugfélaginu Aeroflot, og var það
ákveðin lífsreynsla útaf fyrir sig.
Klukkan var 18.00 að staðartíma
þegar við komum til Riga, en þar
var tekið á móti okkur af starfs-
mönnum lettneska þingsins. Þeir
fóru með okkur á Hótel Riga þar
sem við gistum eina nótt,“ segir
Jóhannes Geir.
Næsta dag fóru gestirnir á hina
alþjóðlegu þingmannaráðstefnu,
þ.e. þann hluta sem haldinn var í
Riga. Frá hádegi til kl. 17.00 var
dvalið í höfuðborg Lettlands, en
þaðan var ferðinni heitið til
Litháen, þar sem gestirnir dvöldu
tvo sólarhringa í Vilnius. Á laug-
ardegi var l'logið til Moskvu, og
þaðan héldu íslendingarnir til
Frankfurt að kvöldi sama dags.
Eystrasaltsþjóðunum svipar
um margt til norrænna þjóða
- Er þekking íslendinga á
Eystrasaltsþjóðunum ekki tölu-
vert takmörkuð, almennt talað?
„Jú, og ég viðurkenni að ég
vissi ekki mikið um þær. Ég
kynnti mér ýmsa þætti í sögu
þeirra eftir föngum áður en ég fór
og eins fengum við þingmennirn-
ir ýmis gögn í hendur aður en lagt
var af stað.
Þessar þjóðir eiga langa sögu
og fjölbreytta menningu. Eftir að
hafa dvalið þarna finnst mér
þeim svipa um margt til Norður-
landaþjóðanna. Talið er að mikil
samskipti hafi verið á fyrri öldum
milli norrænna þjóða og íbúa
Eystrasaltslandanna. Nægir að
minna á gamlar sagnir af ferðum
víkinga til Miklagarðs, en flestir
álíta að leiðir þeirra hafi legið
yfir Eystrasalt, upp ána Dnjepr
gegnum Lettland og þaðan niður
fljótin sunnan við til Mikla-
garðs,“ segir hann.
Sovétríkin unnu markvisst að
því að brjóta sjálfstæði þessara
þjóða niður eftir innlimun þeirra
í Sovétríkin. Jóhannes Geir segir
að íbúar ríkjanna hafi verið flutt-
ir hundruðum þúsunda saman til
annarra og fjarlægra landsvæða í
Sovétríkjunum. Rússar, asíuætt-
að fólk og fleiri þjóðflokkar voru
síðan fluttir til ríkjanna í staðinn.
í dag eru t.d. 40% íbúa Lettlands
Rússar. Þetta hlutfall er lægra í
hinum löndunum, og í Litháen
eru innlendir menn um 80% af
íbúafjöldanum.
Svarthúfusveitirnar unnu
mörg óhæfuverk
„Þegar við komum til Riga urð-
um við vör við að þeir sem tóku á
móti okkur voru spenntir vegna
ástandsins eftir valdaránið. Við
fréttum það að þetta sama kvöld
hefði sovéski herinn lofað að
draga sig til baka frá borginni, og
við sáum aðeins einn skriðdreka
frá þeim í borginni sjálfri. Þrátt
fyrir þetta loforð var sovéskur
skriðdreki við þinghúsið ásamt
tveimur bifreiðum frá svonefnd-
um svarthúfusveitum. Lettar
voru aftur á móti með tugi vopn-
aðra manna í þinghúsinu og
næsta nágrenni til að verja þingið
fyrir mögulegri árás. Þessu tauga-
stríði lauk með brotthvarfi leifa
sovéska hersins. Lettarnir voru
greinilega mjög smeykir við
svarthúfusveitirnar, en það eru
sérsveitir sem mér skilst að
stjórnað hafi verið af sovéska
innanríkisráðuneytinu. Enginn
virtist þó vita hver stjórnaði þess-
um sveitum. Yfirmaður sovéska
heraflans í Lettlandi kvaðst ekk-
ert hafa yfir þeim að segja. Ekki
varð betur sé en þessum sérsveit-
unt hafi beinlínis verið sleppt
lausum. Liðsmenn þeirra þekkj-
ast ekki frá öðrunt hermönnum,
þeir eru klæddir eins og ferðast
um á lögreglubílum sem skera sig
ekki heldur á neinn hátt frá öðr-
um venjulegum lögreglubílum.
Það er engin leið að þekkja þá
eða nálgast þá, sögðu Lettar, sem
nefndu þessa menn aldrei annað
en glæpamenn og morðingja. Tal-
ið er víst að þessar sérsveitir nafi
drepið landamæraverði í Lithá-
en, einnig var talið að þær hefðu
drepið rútubílstjóra og tækni-
mann sjónvarpsins fyrir nokkrum
dögum."
Óvissuástand
Jóhannes Geir segir að óvissu-
ástands hafi mjög gætt í Riga á
fimmtudagsmorgun bæði á ráð-
stefnunni og í heimsókn þing-
manna í lettneska þingið. Menn
hefðu orðað það svo að þeir ættu
þó von. Þeim var mjög í mun að
tryggja öryggi hinna erlendu
þingmanna á allan hátt. Þeg-
ar þeir heimsóttu þingið stóð þar
yfir fundur forsetans og yfir-
manns heraflans í Lettlandi, en
sá síðarnefndi kvaðst þá hvorki
geta ábyrgst öryggi né friðhelgi
þingsins. Það skipti engum tog-
unt að farið var með þingmenn-
ina á hálfgerðum hlaupum
gegnum þinghúsið og ekkert
stoppað, því menn vildu ekki
tefla í neina tvísýnu.
„Sem dæmi um þær aðstæður
sem þessir menn hafa búið við þá
sagði lettneskur þingmaður, for-
maður mannréttindanefndar, að
þingmenn hefðu sent fjölskyldur
sínar út í sveit og svæfu sjálfir
aldrei tvær nætur á sama stað. Þá
væri síður hægt að finna þá,“
sagði Jóhannes Geir.
En hvaða viðbrögð fengu ís-
lendingarnir frá Lettum og
Litháum? Jóhannes Geir segir
mótttökurnar allar hafa verið
hinar bestu, ekki síst í Litháen
þar sem bæði Alþingi og ríkis-
stjórn íslands hafa brotið ísinn
með því að viðurkenna sjálfstæði
þjóðanna. Menn minnast þess
t.d. þegar Steingrímur Her-
mannsson bauð Landsbergis for-
sætisráðherra til íslands í fyrra
þegar sovéski herinn réðist inn í
landið og hertók mikilvægar
byggingar. Upp frá því að ákveð-
ið að taka upp stjórnmálasam-
band milli ríkjanna, sem var
staðfest formlega í þesSari viku.
„Fólk sem við hittum, bæði opin-
berir embættismenn og almennir
borgarar, var mjög meðvitað um
þátt íslands í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar. Því til staðfestingar
hefur gata í Vilnius verið nefnd
íslandsgata og í Kórnas, sem er
næststærsta borg Litháens, er
búið að setja upp sérstakan
íslandskross. Við þinghúsið í
Vilnius er íslandskross meðal
minnismerkja um fólk sem fallið
hefur í árásum svarthúfusveita
undanfarið. ísland hefur skapað
sér varanlegan sess í sjálfstæðis-
baráttu Litháa. Um nóttina, þeg-
ar við kvöddunt Litháen á leið til
Moskvu, kvaddi þarlendur þing-
maður okkur. Hann var mjög
hrærður og kvað þjóðina aldrei
gleyma því sem ísland hefði gert
fyrir hana í þessunt málum.
Ég tel að góður grundvöllur sé
fyrir auknuni samskiptum þjóð-
anna í framtíðinni og lel mikil-
vægt að í því máli verði unnið.
Við eigum margt sameiginlegt.
Útifundurinn í Vilnius
Mér er það minnisstætt þegar
stóri útifundurinn í Vilnius var
haldinn, en þar voru ekki innan
við eitt hundrað þúsund manns.
Ég hafði farið í gönguferð ásamt
túlkum í gamla bæjarhlutann í
Vilnius til að skoða hann. Við
komum á fundarsvæðið stundar-
fjórðungi áður en fundurinn
hófst, og komumst því aldrei
nærri ræðumönnunum. Ég hafði
á tilfinningunni að þetta fólk
hefði ég alveg eins getað hitt á
förnum vegi í hvaða bæ eða sveit
á íslandi. Fólkið hefur í raun
ekki mjög sterk þjóðareinkenni,
það er eins og íslendingar hvað
snertir fjölbreytni í háralit, and-
litsfalli og öðru útliti,“ segir
hann.
Fréttir af viðburðunum í
Moskvu og annars staðar voru
stöðugt að berast til íslending-
anna meðan á þriggja daga dvöl
þeirra í Eystrasaltsríkjunum
stóð. Morguninn eftir komuna til
Rigu var þingmönnunum greint
frá því að æðsti maður komrnún-
istaflokksins í Lettlandi og yfir-
maður KGB þar hefðu verið að
fyrirfara sér. Um fjögurleytið á
föstudag flúðu starfsmenn KGB
aðalstöðvar sínar í Vilnius, og
boð barst til þingmannanna um
að koma á aðaltorg borgarinnar
klukkan 18.00 þar sem rífa átti
niður styttu Leníns. Á útifundin-
um stóra, 23. ágúst, var þess
minnst að 52 ár voru liðin frá inn-
limun landsins í Sovétríkin. Um
kl. 22.00 urn kvöldið bárust frétt-
ir af því að sovéski herinn hefði
umkringt aðalstöðvar svarthúfu-
sveitanna í Vilnius og héldi liðs-
mönnum þeirra innilokuðum þar.
„Þannig gerðist allt svo hratt að
atburðirnir sem verið var að
segja okkur frá að morgni voru
orðnir saga að kvöldi,“ segir
hann.
- En hver voru viðbrögð fólks
við fréttum af falli valdaráns-
manna og frelsisbylgju um lýð-
veldi Sovétríkjanna? Jóhannes
Geir segir að fólkið hafi í byrjun
ekki fundist að neitt það hefði
gerst sem horft hefði til varan-
legra breytinga. En að kvöldi
föstudagsins og eftir atburði þess
dags var greinilegt að slaknaði á
spennunni og fólk fann að hlut-
irnir voru breyttir. „Mér fannst í
raun að ég hefði engan rétt til að
vera á útifundinum í Vilnius því
þetta var þeirra dagur. Fundur-
inn var kyrrlátur, fólkið var
rólegt en hrært og maður sá víða
blika tár á hvörmum. Fólkið sá
fram á að ríkið var að verða
sjálfstætt,“ segir hann.
Hreyfing sem ekki
varð stöðvuð
Að sögn Jóhannesar Geirs var
greinilegt eftir þennan fund og
eins útför mannanna sem féllu
við að verja Hvíta húsið í
Moskvu, að hreyfing var komin
af stað sem ekki varð stöðvuð og
að endalok Sovétríkjanna blöstu
við.
„Þegar við komum inn í Lit-
háen var greinilegt að fólkinu
fannst tnikils virði að halda
alþjóðlega þingmannaráðstefnu í
landinu. Okkur var sagt að þetta
skipti verulegu máli. Við fundum
þetta einna best þegar við kont-
um að landamærum Litháens, þá
var tekið á móti okkur með
hljóðfæraleik og biskup héraðs-
ins var þar einnig. Borð var þar
úti undir berum himni, þar voru
veitingar; matur, ávaxtasafi og
heimagerður bjór. Þetta eru ein-
hverjar hlýjustu mótttökur sem
ég hef nokkru sinni fengið,“ segir
Jóhannes Geir. EHB