Dagur


Dagur - 31.08.1991, Qupperneq 6

Dagur - 31.08.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 31. ágúst 1991 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 A MANUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNN- ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÚRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Úr einum öfgum í aðrar Fiskeldi er ein þeirra atvinnu- greina sem einna mestar vonir voru bundnar við hér á landi til skamms tíma. Saga fiskeldisins undanfarinn áratug er um margt hin mesta sorgarsaga. Þrátt fyrir bjartsýni og góðan vilja margra ráðamanna þjóðar- innar og dugnað einstaklinga hafa áföllin í þessari grein kost- að þjóðarbúið stórkostleg útgjöld. Gjaldþrotin eru mörg og ekki öll kurl komin til grafar í því efni, fleiri eiga vafalaust eftir að bresta á. Þrátt fyrir þessar ófarir er engin ástæða til að afskrifa matfiskeldi sem arðvænlegan framtíðaratvinnuveg fyrir íslensku þjóðina. Margt bendir þvert á móti til að í fiskeldinu liggi miklir möguleikar. Því miður hefur verið haldið á þess- um málum á þann veg að til óheilla hefur horft, og nám í þeim reynslunnar skóla afar dýru verði keypt. Þeir sem þekkja sögu fiskeld- is hérlendis undanfarin ár eru sammála um að alltof hratt hafi verið farið í uppbyggingu greinarinnar. Unnið var af kappi en minni forsjá. Þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð er útkoman oftar en ekki tilviljun eða heppni undirorpin. Eitt mikilvægt atriði varðandi uppbyggingu fiskeldis hér á landi hefur of sjaldan verið rætt. Þegar kapphlaupið var sem mest um að byggja stórar eldisstöðvar vöruðu ýmsir við því að hafa stöðvarnar svo stórar. Bent var á að áhættan væri mikil samfara stórum og fjármagnsfrekum einingum. Heppilegra væri að fara sér hægar og beina fiskeldinu frek- ar inn á braut sem kenna má við fjölskylduiðnað. Hagstæð stærð væri þannig á bilinu tvö til þrjú hundruð tonna afkasta- geta á ári, en ekki mörg þúsund tonn eins og algengt var orðið að miða við. Samkeppnismöguleikar lítilla stöðva, t.d. rekinna af bændum og fjölskyldum þeirra, í sam- vinnu á svæðum þar sem auð- velt er að nálgast jarðhita, eru meiri en stærri stöðva að sumu leyti. Minni eldisstöðvarnar voru af þekktum sérfræðingum taldar standa sterkast að vígi vegna samkeppnisaðstöðunn- ar, því þær geta framleitt ódýr- ar en mögulegt er í stórum stöðvum. Litlar, fjölskyldurekn- ar stöðvar þyrftu ekki endilega að fást við laxeldi, þær gætu farið meira út í eldi á bleikju eða regnbogasilungi. Það er varla neinn vafi á að vonin um ævintýralegan og skjótfenginn gróða stjórnaði gerðum margra þeirra sem keyrðu uppbyggingu fiskeldis- ins áfram fyrir nokkrum árum, fyrirhyggjulítið. Að vísu er allt- af auðvelt að vera vitur eftirá, en á það skal bent að margir vöruðu við stefnunni sem fiskeldismálin tóku á sínum tíma. Ábyrgð ríkisins er mikil í þessu máli. Núverandi stjórn- völd mega ekki draga lappirnar til að styðja við áframhaldandi rannsóknir í greininni og gera þær ráðstafanir sem þarf til að forða frekari óförum og áföllum. Það væri mikil skammsýni að dæma fiskeldið úr leik vegna mistaka og ævintýramennsku tiltölulega fárra einstaklinga. Óskynsamlegt kapp við upp- byggingu fiskeldisins verður ekki bætt með algjörri kúvend- ingu sem leiddi til þess að hætt yrði við frekari tilraunir í þessa átt hér á landi. Skaðinn verður ekki bættur með því að fara úr einum öfgunum í aðrar. EHB Frá mínum bæjardyrum séð Birgir Sveinbjörnsson OftirMd um kartöflur, krækiber og fleira Að loknum hundadögum stendur maður frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að mjög hefur liðið á sumarið og þegar ágústmánuður endar er koma haustsins óhjá- kvæmilega á næstu grösum. Haustið hefur sína fegurð eins og aðrar árstíðir og mörgum þykir náttúran aldrei fegurri en þegar hún skartar sínum sterkustu haustlitum og fjöllin hafa sett upp hvíta kolla. Eftir einmunablítt sumar geta margir glaðst yfir góðri uppskeru á haustdögum. Krakkarnir í skólagörðunum koma margar ferðir heim með fangið fullt af alls kyns hollustufóðri og flestir minni kartöfluræktendur geta kæst yfir góðri uppskeru. Stórbændurnir í kartöflurækt- inni sjá hins vegar fram á offramboð á jarðeplum og þar með verðhrun og kjaraskerðingu. Þótt kartöflur séu mjög veigamikill þáttur í dagiegu mataræði íslendinga er ekki svo mjög langt síðan að þær bárust hingað til lands. Kartaflan er upprunnin í háfjöllum Suður-Ameríku og barst því fyrst til Evrópu nokkru eftir landafundina miklu. Á Spáni var farið að rækta kartöflur seint á 16. öld og á írlandi á svipuðum tíma. Frá þessum löndum breiddist svo kartöfluræktun út og sagt er að franskir húgenottar hafi komið með kartöfluna til Danmerkur árið 1719. Frumkvöðlar í kartöfluræktun hérlendis í bók sinni Brautryðjendur segir Jón R. Hjálmarsson frá upphafi kartöfluræktunar hér á landi á eftirfarandi hátt. „Hér á landi voru kartöflur fyrst ræktaðar sumarið 1758 að Bessastöðum. Gerði það Hastfer barón, er var sænskur aðalsmaður í þjónustu Danakonungs. En fyrst- ur íslendinga til að hefja þessa ræktun var Björn Hall- dórsson prófastur í Sauðlauksdal. Hann varð aðeins seinni til en baróninn, því að útsæði, sem hann pantaði frá Danmörku árið 1758 barst honum ekki fyrr en síðla sumars 1759. Setti hann það þó niður en fékk litla upp- skeru. Næsta ár gekk allt miklu betur og fékk hann fyrstu uppskeru sína af fullþroskuðum kartöflum haust- ið 1760. Síðan hafa kartöflur verið ræktaðar hér á landi með góðum árangri og mikils gagns í meira en tvær ald- ir og séra Björn jafnan verið talinn hinn raunverulegi frumkvöðull þessarar veigamiklu búgreinar." Víkur þá sögu til berja Kunningi minn einn sem er landfræðingur og mjög athugull maður segir að berjaspretta sé ævinlega mest á snjóþungum svæðum. Því til sannindamerkis bendir hann á að á Flateyjardal og í Fjörðum sé mikið og gott berjaland; einnig í Svarfaðardal, Skíðadal, Fljótunum, Múlanum og á Árskógsströnd. Fyrir margt löngu heyrði ég þá kenningu að í góðu berjaári væri það segin saga að verð á jeppum hækkaði. Eftir gott berjaár trúðu margir því að framundan væri snjóþungur vetur. Sam- kvæmt þessu ætti nú verð á jeppum að fara hækkandi og er það nú reyndar að bera í bakkafullan lækinn. Jafnhliða því geta skíðaseljendur vænst þess að óvenju stór skörð komi í lager þeirra á komandi vetri. Komum, tínum berin blá Mjög margar fjölskyldur fara á berjamó á hverju ári sér til gamans og búdrýginda. Þá er gjarnan farið á sömu slóðir ár eftir ár. Fólk lætur sig ekki draga um það að aka langar leiðir til að fara á berjamóinn, enda berin holl og tiltölulega auðgeymd annaðhvort í frysti eða í formi berjahlaups eða berjasafts. Sums staðar er nú hægt að fá að tína ber gegn vægu gjaldi á svæðum sem hafa verið algjörlega friðuð fyrir ágangi búfjár. Er því best að mæta á slíka staði strax fyrsta daginn sem opnað er og helst snemma morguns því þá er öruggt að fólk kemur að ósnertu og friðuðu berjalandi. Frétt hef ég af fólki sunnanlands, sem leggur það á sig á hverju síð- sumri að keyra af stað norður um miðja nótt til að ná á berjamóinn í bítið daginn þann sem byrjað er að selja inn. Erfitt mun reynast að friða berjalandið fyrir krumma karlinum sem er alþekktur berjaaðdáandi og sjómenn segja mér að sífellt meira beri á því að mávurinn gefi frá sér úrgang sem beri þess órækt vitni að hann sækir í æ ríkari mæli á berjamó. Að fara út um þúfur Oft eru skipulagðar hópferðir á berjamó og í eðlilegu árferði eru öll ber fullþroskuð um þessar mundir. Kunningi minn sem er í húsbílafélaginu „Flakkarar“ tjáði mér að þeir félagar ætluðu nú um helgina í hóp- ferð á berjamó á Bleiksmýrardal. Hefðu þeir fengið leyfi landeigenda til að fara þar út um þúfur eins og þeim sýndist. Taldi hann rétt að íslenskufræðingar skoðuðu hvort ekki mætti alveg nota ortakið „að fara út um þúfur“ í merkingunni að fara á berjamó. Þessi hús- bílakunningi minn tjáði mér einnig að þeir félagar mundu alveg láta það vera að losa salernin sín og skol- vatnið þarna frammi á dalnum. Eitt aðalmarkmið þeirra væri að ganga vel um landið og skilja hvergi eftir sig rusl eða ummerki. Sjaldan færu þeir um hálendi á bílum sínum og auk þess notuðu þeir salernispappír sem eyddist mjög fljótt. Þeir væru því alsaklausir af því að menga hálendi íslands og tærar bergvatnsár með sorpi og úrgangi og þótt eitthvað sæist í Fnjóská eftir helgina væri það alls ekki þeim að kenna. Veistu bara hvað, góða mín? Sumir sækja berjamóinn meira af kappi en forsjá og stundum hefur það viljað brenna við að karlpeningur- inn væri meira gefinn fyrir að borða berin heldur en strita við að tína þau. Á tímabili bjó ég á mjög snjó- þungu svæði þar sem berjaspretta var og er jafnan góð. Eitt sinn að haustlagi í norðaustan kalsaveðri og regn- slitringi kom fólk að sunnan í heimsókn. Það voru tvenn hjón og höfðu þau aðeins þennan eina dag til berjatínslunnar. Drifu þau sig fljótlega eftir hádegið út í móinn. Sá elsti í hópnum var á áttræðisaldri og var ekki sérlega mikið fyrir að strita við að plokka berin af lynginu. Hann átti það hins vegar til að luma á ofurlítilli brjóstbirtu og hafði komist í hana þegar hér var komið sögu og einhvers staðar leyndist lítill leki í viðbót. Hin þrjú helltu sér nú af ákafa út í berjatínsluna, enda tím- inn naumur og ekki notalegt að vera lengi við slíka iðju í kalsa og bleytu. Ekki leið á löngu uns uppgötvaðist að sá gamli var horfinn. Upphófst nú mikil leit og hróp og köll en aldursforsetinn virtist hafa horfið eins og jörðin hefði gleypt hann. Að lokum fannst hann sofandi svefni hinna réttlátu milli þúfna. Konan hans, sem bæði var orðin reið og hrædd brást ókvæða við og ætlaði að fara að hella yfir hann skömmum en áður en hún komst að sagði hann skjálfandi úr kulda og með mikilli rósemi: „Veistu bara hvað góða mín? Við hvað heldurðu að ég hafi vaknað? Mér fannst ég þurfa að loka glugganum!“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.