Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. september 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Unnið að uppsetningu á fullkomnu tölvukerfi við hafnir: Hafnastarfsmenn á Norðurlandi komast í beint samband við Þorstein upplýsingar um afla verða mun skilvirkari og berast íyrr til ráðuneytisins en áður „Lóðsinn“ er nafn á tölvu- kerfi, sem síðustu daga hefur verið sett upp á hafnaskrifstof- um eða við hafnavogir í ver- stöðvum á Norðausturlandi. Með tilkomu þess verða þær allar beintengdar við stóra móðurtölvu í sjávarútvegs- ráðuneytinu og Hafrannsókna- stofnun við Skúlagötu í Reykja- vík og er ætlunin að með þess- ari nýju tækni verði unnt að senda upplýsingar um landað- an afla um alit land því sem næst daglega til sjávarútvegs- ráðuneytisins. Á næstu dögum, jafnvel í næstu viku, verður hafist handa um upp- setningu þessa tölvukerfis í verstöðvum á Norðvestur- landi. Á síðasta ári var farið að huga að gerð tölvukerfis fyrir hafnir landsins og hefur undirbúningur verið í höndum nefndar á vegum Hafnasambands sveitarfélaga. Að málinu komu einnig m.a. sjávarútvegsráðuneytið og Tölvuþjónusta sveitarfélaga. „Lóðsinn“ er margþætt tölvu- Lögfræðingur vaxtarræktar- og kraftlyftingamanna: Aðstoðarlandlæknir og Pétur Péturs- son eru samheijar í ofsóknunum Ólafur Sigurgeirsson, lögfræð- ingur vaxtarræktar- og kraft- lyftingamanna, segir það ein- kennilega tilviljun að Land- læknisembættið sendi svar við Húsavík: Meðalvigt hálft fimmtánda kfló Meðalvigt þeirra 1950 diika, sem lógað var hjá Kaupfélagi Þingeyinga sl. miðvikudag og flmmtudag, reyndist vera rúm- lega hálft fímmtánda kfló. Um var að ræða forslátrun dilka víðsvegar úr Suður- Þingeyjarsýslu, mest þó af Tjör- nesi og úr Mývatnssveit. Þorgeir Hlöðversson, slátur- hússtjóri, segir að lömbin virðist frekar smá, en allvel feit. Regluleg slátrun hefst hjá KÞ nk. mánudag og verður byrjað að slátra dilkum úr Bárðardal og síðan Mývatnssveit. óþh kvörtun sinni sama dag og meiðyrðamál á hendur Pétri Péturssyni, heilsugæslulækni, er tekið fyrir í bæjarþingi Akureyrar. Hann segir svar embættisins sýna að Matthías Halldórsson, aðstoðarland- læknir og Pétur Pétursson séu samherjar í ofsóknum á hend- ur þessum hópum íþrótta- manna. „Nei, mér kom ekki á óvart að fá þessi svör frá Landlæknis- embættinu. Ég óskaði eftir því fyrr í sumar við Matthías Hall- dórsson að fá afrit af bréfi því sem hann sendi út til lækna en svör við því eru nú rök fyrir steranotkun vaxtarræktar- og kraftlyftingamanna. Þetta bréf hef ég ekki fengið og ætla nú að leita aftur eftir því,“ sagði Ólafur Sigurgeirsson. Ólafur segir það ekki koma ærumeiðingarmáli á hendur Pétri Péturssyni við hvort aðstoðar- landlæknir telji steranotkun með- al vaxtarræktar- og kraftlyftinga- manna útbreidda eða ekki. „Ég tek því þessu plaggi með fyrirvara. Ég er líka að kynna mér reglugerð um Landlæknis- embættið því ég get ekki ímynd- að mér að landlæknir eigi að afla gagna fyrir heilsugæslulækni á Akureyri í meiðyrðamáli, eins og þetta plagg greinilega er,“ segir Ólafur. JÓH kerfi, sem án efa mun létta róður hafnastarfsmanna um allt land. Segja má að kerfið sé þríþætt. í fyrsta lagi gefur það möguleika á skráningu upplýsinga um ferðir skipa, skipakomur og brottfarir. í öðru lagi er „Lóðsinn“ aflabók, þar sem skráðar eru upplýsingar um allan afla, sem berst á land í viðkomandi byggðarlagi, hvort heldur hann er veginn á hafnar- vog eða ekki. Þessar upplýsingar er síðan hægt að senda beint suð- ur í sjávarútvegsráðuneyti. Upp- lýsingar um afla verða þannig mun skilvirkari og berast mun fyrr til ráðuneytisins en áður. í þriðja lagi gefur tölvukerfið færi á beintengingu við gagnabanka í sjávarútvegsráðuneytinu, þangað sem hafnastarfsmenn geta sótt ýmsar gagnlegar upplýsingar. Valur Þórarinsson hjá Tölvu- þjónustu sveitarfélaga segir að gert sé ráð fyrir að fyrir lok þessa mánaðar verði „Lóðsinn“ kom- inn upp við allar hafnir landins. Sjávarútvegsráðuneytið ber kostnað af tölvukerfinu sjálfu, en viðkomandi höfn kostar nauð- synlegan vélbúnað. óþh Stefnt að einum riðli í HM-95 á Akureyri: Munum óska eftírviðræðum við bæjaiyflrvöld Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleiks- sambands Islands, segir að Akureyri sé inni í myndinni sem keppnisstaður fyrir einn riðil í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik árið 1995 og á næstunni verði óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld á Akureyri um þetta mál. „Akureyri er að sjálfsögðu inni í myndinni, ég tala ekki um þegar þar verða komin eitt eða tvö ný íþróttahús til æfinga. Auk þess er hótelaðstaða á svæðinu stórlega að batna. Við munum innan skamms óska eft- ir formlegum viðræðum við Akureyrarbæ og íþróttabanda- lag Akureyrar um þann mögu- leika að hafa einn riðil keppn- innar á Akureyri,“ sagði Jón Hjaltalín. Gert er ráð fyrir að liðunum verði skipt upp í fjóra riðla og sex lið verði í hverjum riðli. Að riðlakeppninni lokinni tekur við útsláttarkeppni, sem er breyting frá núverandi fyrir- komulagi á heimsmeistara- keppninni, þangað til tvö lið standa uppi í úrslitum, sem væntanlega verða í væntanlegri handboltahöll í Kópavogi. óþh Blönduós: Reglur varðandi auglýsingaskilti - samþykktar af bæjarstjórn „Við höfum ekki haft neinar reglur um þetta hingað til og á nærri því hverju ári hafa kom- ið upp allskyns mál vegna umsókna um uppsetningu skilta við þjóðbrautina sem liggur hér í gegn. Þessar reglur koma því til með að auðvelda afgreiðslu slíkra mála mikið,“ segir Guðbjartur Óiafsson, bæjartæknifræðingur á Blöndu- ósi. Bæjarstjórn Blönduóss sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðjudag reglur varðandi auglýsingaskilti við þann hluta þjóðbrautar sem liggur innan bæjarmarkanna. Reglunum svipar til reglna vega- málastjóra og náttúruverndar- ráðs um auglýsingaskilti við þjóð- vegi. Meginatriðin eru þau að skilti verða að vera meira en 15 metra frá miðlínu vegar og meira en 20 metra frá gatnamótum, vegvísum og öðrum umferðarút- búnaði. Einnig getur aðeins lóð- arhafi sótt um leyfi fyrir uppsetn- ingu auglýsingaskiltis og á hverja 70 metra íanga lóð eða lóðarhluta í stefnu samsíða þjóðbrautinni, má einungis setja tvö skilti. Að sögn Guðbjarts standast trúlega flest þau auglýsingaskilti, sem nú eru við þjóðbrautina, þessar reglur. Þó í ljós komi að svo sé ekki er eins árs umþóttun- artími varðandi reglurnar og eig- endum gefinn kostur á að sækja um að nýju áður en gamla skiltið er fjarlægt. SBG hefet mánudag*® 9, septeuö>e'f opið laugaídaga tórútsalft \ ^ kl. LÖ-12. Akureyr'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.