Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 7. september 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖBN GUNN- ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Betur má efduga skal Á undanförnum árum hefur skilningur á málefnum fatlaðra aukist í þjóðfélaginu. Langþráð hugarfarsbreyting hefur að hluta orðið að veruleika. Sem betur fer eru þeir tímar liðnir þegar fatlaðir voru í felum og réttindi þeirra fótum troðin. Samtök fatlaðra hafa gengið rösklega fram í að kynna mál- staðinn og benda á þá stað- reynd að réttindabarátta fatl- aðs fólks er jafnréttisbarátta. Hugtakið fötlun felur í sér ákveðna skerðingu á möguleik- um viðkomandi aðila á ein- hverju sviði, einu eða fleirum. Áhrifin eru bæði líkamleg og félagsleg. í dag gildir það sjón- armið í þróuðum ríkjum að skylda samfélagsins sé að veita fötluðum þá þjónustu sem nauðsynleg er, en markmið þjónustunnar er um leið að stuðla að því að fatlaðir verði eins sjálfbjarga og aðstæður framast leyfa. Samfélagsleg hjálp miðar þannig að eflingu á möguleikum einstaklingsins í lífinu, til janfréttis við aðra þjóðfélagsþegna. Áratugum saman var álitið að besta lausnin á vanda margra fatlaðra, t.d. verulega hreyfihamlaðs fólks, væri sú að útvega því vist á til þess gerðri stofnun. í tímans rás hafa þó komið í ljós miklir ókostir við þá stefnu og hefur verið horfið frá henni að mestu leyti. Til þess liggja fyrst og fremst tvennar orsakir. í fyrsta lagi er bygging og daglegur rekstur slíkra stofnana óhemju fjárfrekur og miklu dýrari en heimaþjónusta. Bent hefur verið á að fyrir það fé sem fer til stofnana megi vinna að mun heppilegri lausn' fyrir marga fatlaða, enda hefur löggjafinn tekið upp allt aðra stefnu, eflingu heimaþjónustu. í öðru lagi er það mannlegi og félagslegi þátturinn. Viður- kennt er að besta lausnin fyrir marga fatlaða er að dvelja í eig- in íbúðum og njóta viðunandi heimaþjónustu og heimahjúkr- unar. í Danmörku er málum þannig fyrir komið að hreyfi- hamlaðir fá ákveðna fjárveit- ingu frá sveitarfélagi sínu til að ráða þá hjálp sem þeir þurfa, allt upp í 22 klukkustundir á sólarhring. Komist þeir af með minni þjónustu spara þeir af þessu fé og geta lagt til hliðar, t.d. fyrir ferðalögum eða öðru. í Danmörku er fyrir löngu viður- kennt að stórar stofnanir eru ekki það sem koma skal í þess- um efnum. Bent hefur verið á það að á Akureyri skorti mjög upp á að heimahjúkrun og heimaþjón- usta sé nægileg, ekki eingöngu fyrir fatlaða heldur líka fyrir aðra og miklu fjölmennari hópa, sjúklinga og aldraða. Stefna sjúkrahúsa er að út- skrifa fólk mun fyrr en áður tíðkaðist til að spara fé, og þetta fólk er oft sent heim í þörf fyrir mikla umönnun. Nú er boltinn hjá Akureyrarbæ, heilsu- gæslu og samtökum fatlaðra að knýja á um aukna þjónustu ríkisins, auk þess sem bærinn verður að fara að bjóða upp á þá heimaþjónustu sem laga- bókstafurinn kveður þegar á um. Full þörf er t.d. fyrir heima- þjónustu á kvöldin, og fyrir löngu tímabært að gera þar bragarbót á. Rétt er að benda á að heimaþjónustan hefur eflst og það ber að þakka sem vel er gert, en betur má ef duga skal. EHB Dulspeki Er tunglið Einar Guðmann holt að innan? ótrúlegt en líklegt Pað er ekki erfitt að ímynda sér að sá maður sem heldur því fram að tunglið sé holt að innan sé af flestum álitinn ofurlítið klikkaður. Þessi hugmynd hefði einhvern tímann ekki einu sinni þótt trúlegt viðfangsefni í vís- indaskáldsögu. Töluvert hefur verið fjallað um þetta efni á undanförnum árum og vísinda- menn hafa ósjaldan klórað sér í kollinum yfir ráðgátunum sem þessari spurningu fylgja. Pað er nefnilega margt sem vísinda- menn hafa komist að sem bend- ir til þess að tunglið sé alls ekki eðlilegur fylgihnöttur jarðarinn- ar. í bókinni Geimskipsmáninn dularfulli, eftir Don Wilson er farið nokkuð vel í saumana á þeim kenningum og rannsókn- um sem gerðar hafa verið og styðja þá hugmynd að tunglið sé holt að innan og sé í rauninni einhvers konar geimskip. Að sjálfsögðu er allt of langt mál að gera úrdrátt úr öllum þeim stór- merkilegu niðurstöðum sem þar eru birtar en við skulum í það minnsta velta fyrir okkur nokkrum atriðum þó ekki sé nema til þess að vekja frekari forvitni. Hugmyndir vísindamanna um aflfræðina sem stjórnar gangi himintunglanna og verkun þeirra sín á milli hafa breyst verulega frá tímum Appololeiðangr- anna. Walter Sullivan vísinda- rithöfundur segir: „Sérfræðing- ar um hreyfingar himinhnatta sem verða fyrir gagnverkandi þyngdaráhrifum hver frá öðrum - aflfræði himingeimsins - eiga erfitt með að útskýra hvernig tunglið hafi komist á svo reglu- lega hringlaga braut hafi það komið aðvífandi og aðdráttarafl jarðar hrifsað það til sín.“ Nákvæmnin sem þarf til þess að koma hlutum á braut um hnött er gríðarlega mikil. Stýriflaugar og annan hátæknibúnað þarf til að beina geimskipum á braut um leið og þau stefna framhjá tunglinu. Greinilegt er að tungl- ið hafði engar slíkar stýriflaugar og hvernig komst það þá á braut um jörðina? (New York Times, 9. nóv. 1969). Möguleikarnir á að tunglið hefði komist á næst- um því hringlaga braut sína um jörðu eru næstum því engir. Þetta er það sem fær okkur til að undrast hvers vegna tunglið sé yfirleitt þar sem það er, en Don Wilson hefur grafið upp meira en 50 meiriháttar sannan- ir sem benda til þess að um gervitungl sé að ræða. Spurn- ingin hvers vegna það hafi verið holað að innan eða hverjir hafi gert það er það stór að við skul- um láta hana liggja á milli hluta en velta fyrir okkur þess í stað þeim spurningum sem upp hafa komið þessu til stuðnings og nefndar eru í bókinni Geim- skipsmáninn dularfulli. „Af hverju ályktar viðurkenndur breskur tunglfræðingur, fyrr- verandi forstöðumaður tungl- deildar Breska Stjarnfræði- félagsins: „Allt bendir til að tunglið sé holt 30-50 km undir yfirborðinu." Hvernig stendur á því að vísindamenn í fremstu röð eru sammála um að nátt- úrulegur fylgihnöttur geti ekki verið holur að innan? Af hverju getum við ályktað að ef tunglið er holt að innan, þá hafi það verið holað á tæknilegan hátt? Af hverju kemur sú ályktun fram í athugun NASA frá því fyrir tíma Appoloferðanna að hreyfingar tunglsins bendi til þess að það sé holur hnöttur? Hvernig bendir þéttleiki tungl- grjóts sem tunglfararnir komu með til jarðarinnar til þess að tunglið kunni að vera holt að innan? Hvernig stendur á því að árekstrar af mannavöldum milli tunglsins og geimferðabúnaðar (tunglferja og útbrunninna eld- flaugahluta) fær tunglið til að „glymja“ eins og geysistór klukka eða trumba? Hvernig stendur á því að tunglið titrar í næstum því fjórar klukkustund- ir eftir það? Hvað bendir til þess að geimferðastofnun Bandaríkjanna hafi látið fram fara leynilegar athuganir til að ganga úr skugga um hvort í iðr- um tunglsins séu víðáttumikil holrúm? í hvaða skyni var það gert?“ Þessum spurningum er flest- um svarað á þann veg að allt bendi til þess að tunglið sé holt að innan og færir Don Wilson góð rök fyrir þeim öllum. En þetta er margslungnara efni en svo að það dugi að spyrja sig nokkurra vandsvaraðra spurn- inga til að sannfærast. Það er ekki einungis margt sem bendir til þess að tunglið hafi verið hol- að að innan á einhvern óút- skýranlegan og tæknilegan hátt heldur er einnig margt sem sýn- ir fram á að yfirborð þess sé eins konar varnarskel sem sé ótrú- lega sterk. Margar af þeim til- gátum sem lagðar hafa verið fram um þetta efni koma frá tveimur sovéskum vísinda- mönnum en samt sem áður eru ótrúlega margir sem hafa lagt þessum kenningum lið. Mikil leynd hefur hvílt á öll- um þeim rannsóknum sem snúa að þessu efni. Dr. Farouk E1 Baz sem var einn af fremstu vís- indamönnum NASA áður en hann hóf að starfa fyrir Smith- sonian Institute sem yfirmaður yfir geimrannsóknum, heldur því fram að NASA hafi grunað að inni í tunglinu væri holrúm og játar að stjórnin hafi fyrir- skipað og framkvæmt nokkrar tilraunir á tunglinu til að fá úr því skorið hvort svo væri. Hann heldur því fram að slíkar til- raunir hafi verið framkvæmdar sem ekki hafi verið skýrt frá opinberlega. Hver er tilgangur- inn með að halda þessum rann- sóknum leyndum? Hvers vegna hvílir slíkur leyndardómur yfir rannsóknum sem snúa að fljúg- andi furðuhlutum, vitsmunaver- um úti í geimnum eða öllu því sem bent gæti til þess að við séum ef til vill ekki einir í heim- inum? Er þess ef til vill skammt að bíða að lögð verði fram opin- berlega einhver uppgötvun sem gerbreytir heimsmynd okkar? Uppgötvun sem kemur til með að hafa sömu áhrif á líf okkar og starf eins og kenningar Kopernikusar og Galileo?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.