Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 7. september 1991 - DAGUR - 15 Gil í Jökuldal. Myndir: EHB „Ég var talínn bitsæll sláttumaður“ - spjallað við Vilhjálm Þórðarson, níræðan bónda frá Giljum í Jökuldal Vilhjálmur Þórðarson, fyrrver- andi bóndi á Giljum í Jökul- dal, verður níutíu ára á sunnu- daginn, en hann fæddist 8. september 1901. Vilhjálmur er hress þrátt fyrir háan aldur og blaðamaður notaði tækifærið til að spjalla við hann um liðna tíð. Foreldrar Vilhjálms voru Stef- anía Jónsdóttir og Þórður Þórðar- son. Stefanía var dóttir Jóns Guð- laugssonar úr Þingeyjarsýslu og Steinunnar Símonardóttur úr Skaftafellssýslu. Þórður Þórðar- son var frá Sævarenda í Loð- mundarfirði, síðar á Arnórsstöð- um á Jökuldal. Stefanía var síð- ari kona Þórðar, en hún var vinnukona á Arnórsstöðum áður en þau giftust. Frá Arnórsstöðum að Gauksstöðum „Ég fæddist á Arnórsstöðum. Þar eru systkini mín líka fædd, tví- burarnir Skúli og Þóra 21. júní 1900, ég ári seinna, síðan komu systkynin eitt af öðru, Sigsteinn, Þórður, Þorvaldína, María, Benedikt, Jónas, Álfheiður, Stefán og Flosi sem var yngstur, fæddur árið 1917. Foreldrar mínir fluttu frá Arnórsstöðum árið 1907 þegar þau keyptu Gauksstaði á Jökul- dal, en þar var ég alinn upp,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmi er margt minnisstætt frá þeim tíma er hann var að alast upp á Jökuldal. Eitt atvik er hon- um ofarlega í huga frá þeim tíma er foreldrar hans fluttu að Gauksstöðum. „Á Gauksstöðum bjó ég flest- öll mín bernsku- og unglingsár, eins og ég sagði áðan. Ég var á sjötta ári þegar ég man fyrst eftir mér þarna. Þá bjó þar kona sem átti tvo drengi, annar var alinn upp í Teigarseli en hinn á Eiríks- stöðum. Þetta var sama vorið og foreldrar mínir keyptu Gauks- staði. Faðir drengjanna var ekki við búskap og sonunum því kom- ið fyrir á þessum bæjum. Þessi kona tók mig tali og segir: „Viltu vinda fyrir mig upp af þessum hnykli þarna á gólfinu.“ Ég var þrjóskur og latur en gerði þó eins og hún bað. Þessi kona fór að tala við mig og ráðlagði hún mér hvað ég ætti að segja ef ég væri spurður að nafni. Þá átti ég auk þess að svara hvar ég ætti heima, hvað ég væri gamall og ýmislegt fleira í þeim dúr. Þetta vor, 1907, var búnaðarfélagssýning við Skjöldólfsstaði. Farið var með okkur krakkana frá Gauksstöð- um yfir Jökulsá á þessa sýningu. Benedikt hálfbróðir minn var með í þessari ferð. Ég kom ekki nálægt sýningunni en sá úr fjar- lægð hvar tveir menn voru að taka undir hesta og lyfta þeim milli sín. Þetta voru þeir Pétur á Hauksstöðum og Þorvaldur í Hjarðarhaga. Ég þekkti auðvitað þessa menn. Ég fór síðan eitt- hvað afsíðis að leika mér í læk sem þarna rann. Þá kemur til mín unglingspiltur sem spyr mig hvaðan ég sé, hvað ég heiti og fleiru því sem konan heima á Gauksstöðum spurði mig um þegar ég var að vinda af hnyklin- um. Ég gat svarað öllu vel og skilmerkilega sem ég var spurður um, og varð því feginn. Seinna var talið víst að þessi ungling- spiltur hefði verið Gunnlaugur Éiríksson frá Eiríksstöðum.“ Heyskapur með handverkfærum Vihjálmur segist hafa lært snemma að slá með orfi og ljá. „Ég var bitsæll og þess vegna var ég fyrst og fremst notaður við sláttinn. Við vorum taldir frekar sæmilegir sláttumenn, Gauks- staðabræður, sérstaklega Þórður og Sigsteinn. Skúli var ekki eins bitsæll en drjúgur sláttumaður samt. Eitt sinn vorum við bræður að slá fyrir nágranna okkar í Merki, og mér er minnisstætt að karl einn sem kom þaðan til okk- ar hafði orð á því við mig að sér þætti ég bitsæll. Ég var eitt sinn settur til að slá svolítinn teig á Gauksstaðanes- inu, þá aðeins unglingur að aldri. Teigur þessi er rétt neðan við götu þá sem lá eftir nesinu. Vik var þarna á milli en þar óx ein- tómur fjalldrapi. Þetta stykki átti að skíra Vilhjálmsteig, en það festist þó aldrei við. Eg man að ég var nokkra daga að slá þennan blett,“ segir Vilhjálmur. Þegar Vilhjálmur var á þrítugs- aldri fór hann í bændaskólann á Hvanneyri í tvo vetur. Gerði hann það til að undirbúa sig und- ir ævistarfið, en það átti fyrir honum að liggja að búa í heima- sveit sinni, Jökuldal. Á Giljum Árið 1927 urðu þáttaskil í ævi Vilhjálms, þá festi hann kaup á Giljum og flutti þangað. „Ég keypti Gil fyrir 3.300 krónur, en það var einu þúsundi hærra en jarðamatið. Þetta var þá lægst metna jörðin í sýslunni. Ekki átti ég fyrir kaupverðinu og var þetta því gert af bjartsýni einni saman. Ég segi ekki að ég hafi farið á hausinn á þessu, þetta slapp til eða reddaðist eins og sagt er. Þegar stríðið skall á 1939 og upp úr því að herinn kom til íslands 1940 breyttist allt. En þótt afurðaverð hækkaði var Gil aðeins reytingsjörð og varla hægt að lifa sæmilega af búskap þar fyrr en um það leyti sem ég hætti að búa fyrir um það bil tuttugu árum. Þá var búið að rækta upp fleiri hektara lands og gera mikí- ar jarðabætur. Pabba og mömmu leist ekki vel á að ég væri að brölta við að kaupa Gil. Ég þurfti reyndar ekki að borga neinar afborganir fyrstu þrjú árin en þetta var erfitt því jörðin var öll í órækt. Þarna voru miklar mýrar sem auðvelt var að rækta upp með vélum. Ég keypti upprunalega bústofn af gömlum manni, Magnúsi ívarssyni frá Hjarðarhaga. Hann drukknaði í Lagarfljóti nokkrum árum seinna,“ segir hann. Vilhjálmur segir að hann hafi aldrei liaft meira en um það bil eitt hundrað ær á Giljum að lifa af. Eftir að ræktað land jarðar- innar stækkaði var hægt að hafa fleira fé og hægt hefði verið að reka þarna glansandi kúabúskap ef samgöngur hefðu verið greið- ari. Ég vann dálítið í vegavinnu til að drýgja tekjurnar sem voru litl- ar af búinu. Ég vann við að leggja veginn upp Jökuldalinn á sínum tíma. Seinna fór ég tvisvar frá búinu til að vinna á Keflavíkur- flugvelli, í almenna verkamanna- vinnu. Ástæðan fyrir því að ég fór í þessa vinnu var sú að ég var að brjótast í ræktun og húsbygg- ingu á jörðinni og það kostaði auðvitað allt peninga. Þetta var snemma á 6. áratugnum," segir hann. Stundaði atvinnu til 79 ára aldurs Vilhjámur hætti búskap árið 1972 og flutti til Akureyrar. Þá hóf hann að starfa hjá Skinnaiðnaði Sambandsins þar sem hann vann til vors árið 1980, og náði hann því 79 ára aldri á því ári sem hann hætti að vinna. Vilhjálmur er allhress miðað við aldur. Minnið á liðna atburði er sæmilega gott en árið 1983 varð hann fyrir áfalli og getur hvorki lesið né skrifað eftir það. Þótti honum það einkum baga- legt vegna þess að hann var vanur að færa dagbók um ýmsa atburði. Heyrnin er þó þokkaleg og hlustar Vilhjálmur mikið á útvarp og hljóðsnældur fyrir sjónskerta. Vilhjálmur er í eðli sínu bókhneigður maður en vegna anna við búskapinn voru tækifæri til að sinna því áhuga- máli næsta fá. Hann segir að ef aðstæður hefðu verið aðrar hefði hann kosið að safna bókum og sinna ýmsu fræðagrúski. Kona Vilhjálms var Málfríður Árnadóttir frá Litla-Bakka í Hróarstungu. Hún var fædd 8. janúar 1898 en dó árið 1982. Vil- hjálmur og Málfríður eignuðust saman fjögur börn, Þórð, Örn, Stellu Sigríði og Stefaníu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.