Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 7. september 1991 íslenska tónlistarsumarid einstakalega vel heppnað - spjallað við Pétur W. Kristjánsson, hljómplötuútgefanda Fyrir þeim sem eitthvað hafa fylgst með íslenskri dægurtón- list í gegn um tíðina, þarf vart að kynna Pétur W. Kristjáns- son. Pétur var um árabil í fremstu röð söngvara í poppbrans- anum og gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Svanfríði, Pelican, Paradís og Start m.a. Hin síðari ár hefur hann hins vegar lítið komið við sögu sviðsljóssins, en þess í stað verið virkur að tjaldabaki í útgáfumálum hjá Steinum Skífunni og nú síðast ps músík, sem hann á sjálfur. Ps músík Pétur var nú fyrir skömmu staddur hér á Akureyri í annað sinn í sumar við sölu á hljómplöt- um, geisladiskum o.fl. og tók Dagur við hann spjall af því tilefni. Var fyrst forvitnast um það hjá Pétri hvernig stæði á veru hans hér við sölumennskuna. Tilgangurinn að bjóða landsbyggðarfólki upp á það sama og íbúum höfuðborgarsvæðisins „Þetta kom þannig til að við kon- an mfn vorum að kaupa húsnæði og var þetta ein hugmyndin sem kom upp til að fjármagna kaupin. Eins og gert hafði verið áður þá var talað um það hjá Steinum að senda mann út á land, en bara á þessa stærri staði, hingað, til Eyja og til Keflavíkur m.a. Ég mundi hins vegar eftir því að þeg- ar ég var smápolli, 10-11 ára, þá fór ég nokkur skipti með pabba og mömmu hringinn í kringum landið, en þau voru með verðlista í boði. Voru það yfirleitt minni staðirnir á Austfjörðum sem reyndust bestir í þessum ferðum og því ákvað ég með þetta í huga að prófa hvort svo yrði ekki líka nú. Það reyndist vera raunin og t.d. gaf Djúpivogur, sem er um 400 manna bær, meira af sér en Siglufjörður sem er margfalt stærri. Með þessu er verið að bjóða landsbyggðarfólki upp á tónlist á góðu verði líkt og er gert í Reykjavík eftir jól, eða á vorin og eftir sumarið." - Borgar þetta sig svo: „Já, a.m.k. hafðist fyrsta afborgunin af íbúðinni.“ - Hvernig kom það til að þú stofnaðir ps músík? „Það var nú þannig að ég var búinn að vera samtals í ellefu og hálft ár í íslenska útgáfubransan- um, fyrst hjá Steinum í níu og hálft ár og síðan tvö ár hjá Skíf- unni. Fannst mér því eftir allan þennan tíma, að nú ætti ég að fara að gera þetta upp á eigin spýtur. Ég hafði í nokkurn tíma verið að hugsa um höfundarréttarmál og ákvað því að stofna slíkt fyrir- tæki. En á sama tíma var Steinar einmitt líka að hugsa um að setja slíkt fyrirtæki á stofn, þannig að við ákváðum að stofna hlutafélag saman ásamt Sigurjóni Sighvats- syni og Jónatani Garðarssyni. Eins og er er ég eini starfsmaður- inn, sem er hálfgert brjálæði, því þetta er mikið starf og þessar söluferðir út á land eru einhvers konar andleg upplyfting í „sumarfrí“ frá þeim.“ Mikið að gerast þessa dagana í útgáfu- málum erlendis - Nú ertu m.a. að reyna að koma íslenskri tónlist á framfæri í Skandinavíu. Hvernig gengur það? „í þeim málum er einmitt mik- ið að gerast þessa dagana. Við vorum búnir að gera samning við Sonet um dreifingu í Skandi- navíu á okkar efni, en nú hefur það gerst að einn risinn í popp- heiminum PolyGram keypti Sonet fyrir skömmu. Þegar við fréttum þetta vorum við í óvissu hvað þetta þýddi fyrir okkur, hvort PolyGram vildi þetta efni okkar eða ekki og þar sem svör um hvað yrði voru ekki fáanleg fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði ákváðum við að hætta við samn- inginn. Hins vegar vissum við af áhuga hjá öðru fyrirtæki CNR, sem er hollenskt og er að setja upp útibú í Skandinavíu. Yfirmaður þess þar er gamall samstarfsmaður Steinars sem áður hefur sýnt íslenskri tónlist áhuga. Nú hefur verið gerður samn- ingur við þetta fyrirtæki um útgáfu á fjórum til fimm plötum á ári og það ekki bara í Skandi- navíu, heldur einnig í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, því móð- urfyrirtækið hreifst líka af íslenska efninu. Fyrstu útgáfurn- ar verða með plötum Todmobile, Sálarinnar, Friðriks Karlssonar og að öllum líkindum Rikshaw.“ Það kom einnig fram hjá Pétri að hér er um tvöhundruðföldun á markaði að ræða eða 50 milljóna íbúa svæði. Þá mun framhaldið vera á þá lund að nú þann ellefta munu Todmobile, Friðrik og Sálin koma fram í Kaupmannahöfn í tengslum við mikla ráðstefnu sem hagsmunaaðilar í Skandinavísku poppi halda þar, og verður þetta í fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt í slíkri ráðstefnu með tilkomu ps músík. Síðan munu Pétur og Steinar Berg halda til Hollands þar sem þeir kynna frekar það sem er á döfinni að gefa út t.d. Stjórnina á ensku. íslenska tónlistarsumarið vel heppnað - Svo aftur sé haldið heim. Hvernig sýnist þér að hafi til tek- ist með íslenska tónlistarsumar- ið? „Það hefur á allan hátt tekist mjög vel og staðreyndin er sú að þegar allir leggjast á eitt, út- gefendur jafnt sem fjölmiðlar, þá getur dæmið gengið upp eins og raunin hefur orðið. Það að um 95 til 98 prósent útgefinna platna á ári hafa komið út síðustu tvo mánuði ársins, hef- ur reynst mjög óheilbrigt fyrir markaðinn og löngu orðið tíma- bært að breyta til. Ég ákvað því að reyna að dreifa þessu meira og á merki ps músík komu út fyrstu þrjár plötur ársins, með Rocky Horror söngleiknum, Tómasi R. Einarssyni og Stjórninni. Með tónlistarsumrinu hefur þetta sem sagt gengið upp og er ég sannfærður um að plötur munu framvegis koma miklu dreifðar út yfir árið. Til dæmis mun ég sjálfur gefa út plötu með Valdimar Flygenring nú í sept- ember og væntanlega plötur með Eyjólfi Kristjánssyni og KK Band í október. Það sem er svo skemmtilegast við hversu tónlistarsumarið hefur heppnast vel, er að spilunin í útvarpi hefur stóraukist. Einn dagskrárgerðarmaður á Rás tvö tjáði mér að í samantekt fyrir eina viku sem gerð var sýndi að spilun á íslenskri tónlist væri yfir 80%, sem er hreint frábært í ljósi þess að spilun á íslenskri tónlist hefur verið 18-19% á ársgrund- velli á Rás tvö. Með þessu endur- speglast vilji hlustenda Rásar tvö vel, því staðreyndin er sú að níu af hverjum tíu óskalögum sem beðið er um, eru íslensk. Hins vegar hafa menn verið tregir að spila svona mikið af íslenskri tónlist vegna STEF-gjalda.“ Pétri varð tíðrætt um margt fleira varðandi tónlistarsumarið en í hnotskurn sagði hann að það hefði skilað þeim árangri að lyfta öllum þáttur poppstarfseminnar upp, sem sæist á því að salan hefði aukist og aðsókn á dans- leiki og tónleika sömuleiðis. Langslagið valið á tónlistardaginn Að lokum barst talið að Lands- lagskeppninni sem haldin verður í þriðja sinn í haust, en Pétur kemur þar við sögu. „Já, ég verð útgefandi ásamt Axel Einarssyni á plötu með lögunum tíu sem keppa til úrslita í Landslagskeppninni, sem koma mun út að henni lokinni. Þar af leiðandi er ég sjálfskipaður í dómnefndina, en auk mín í henni eru Eyjólfir Kristjánsson, sigur- vegari síðustu Landslags- og Eurovisionkeppna, Snorri Sturluson dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni og Þorkell Jensson, mikill áhugamaður um íslenska tónlist síðustu 25 árin. Við erum búnir að velja lögin tíu og eru höfundar þeirra m.a. Pálmi Sigurhjartarson úr íslands- vinum, Hörður G. Ólafsson, Yngvi Þór Kormáksson og Frið- rik Karlsson og Birgir Birgisson. Úrslitakvöldið verður svo 25. október og verður Landslagið 1991 valið kl. 12 á miðnætti, en þá er runninn upp hinn íslenski tónlistardagur 26. október, sem þykir vel við tilefnisins hæfi.“ Þess má svo að lokum geta að Pétur verður fertugur á næsta ári og hyggst hann fagna þeim áfanga m.a. með því að gera eina veglega sólóplötu. Mun hann með henni ætla að setja punktinn yfir i-ið á glæstum söngferli. Verður spennandi að sjá hvernig til tekst. BJÖRN SIGURÐSSON - HÚSAVÍK Garöarsbraut 7 - 640 Húsavík - Sími 96-42200 - Fax 42201 VETRARAÆTLUN HÚSAVÍK-AKUREYRI-HÚSAVÍK Gildistími frá 2. september 1991 sun. mán. þri. mið. fim. fös. Frá Húsavík 17.00 08.00 ★ 08.00 10.00 08.00 Frá Akureyri 19.00 16.00 ★ 16.00 16.00 16.00 ★ Sérstök vöruferð á þriðjudögum áætluð brottför frá Akureyri kl. 14.30. Afgreiðslur: Garðarsbraut 7, Húsavík, sími 42200, Umferðamiðstöðin, Akureyri, sími 24442. Geymiö auglýsinguna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.