Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 9. október 1991
Fréttir
Slysavarnafélag Islands:
Vöm fyrir börn
- landsátak í slysavörnum barna
| Nýi viðlegukanturinn á SigluHrði. Þessa dagana er unnið við að steypa ofan
á hann en með tilkomu kantsins eykst viðlegurými í höfninni á Siglufirði og
var ekki vanþörf á. Mynd: Ás
Spummgakeppni UMSE
hefst á fóstudagskvöld
Stjórn Slysavarnafélags íslands
hefur ákveðið að hefja lands-
átak í slysavörnum barna undir
kjörorðinu „Vörn fyrir börn“.
Þessum þætti slysavarna hefur
ekki verið sinnt tneð skipu-
lögðum hætti á íslandi. Á
hverju ári koma um 11 þúsund
börn á slysadeild Borgarspítal-
ans vegna slysa og áverka en
upplýsingar vantar um fjölda
barna sem koma af sömu
ástæðu á heilsugæslustöðvar í
Reykjavík og á Iandsbyggðinni
og á sjúkrahús úti á landi.
í tilkynningu frá stjórn Slysa-
varnafélagsins kemur fram að
ekki er fráleitt að áætla að um 20
þúsund börn verði fyrir slysum af
margvíslegum ástæðum hvert ár
hér á landi. Fullyrt hefur verið að
slys á börnum hér á landi séu tíð-
ari en í nágrannalöndunum, en
samkvæmt upplýsingum frá
Evrópubandalagslöndunum
valda slys dauða fleiri barna eftir
níu mánaða aldur en nokkur ann-
ar áhættuþáttur. Talið er að 10
þúsund börn látist árlega í
Evrópubandalagslöndunum af
Gert er ráð fyrir að framlög
vegna útfiutningsuppbóta
landbúnaðarafurða, beinna
greiðslna til bænda og kostn-
aðar vegna uppkaupa á full-
virðisrétti nemi 3.122 milljón-
um króna á næsta ári sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi því
er lagt var fram nýverið. Fram-
lög vegna útflutningsuppbóta
verða 1,060 milljónir og er
stærstur hluti þeirra eða 435
milljónir áætlaðar vegna út-
flutnings á ostum og um 400
milljónir eru áætlaðar vegna
útflutnings á kindakjöti. Fram-
lag til Jarðasjóðs verður aukið
verulega eða úr 25 milljónum
króna í 100 milljónir á næsta
ári en framlög til Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins verða
dregin saman um helming frá
yfirstandandi ári. Framlög til
íandgræðslu og skógræktar
hækka hins vegar nokkuð.
völdum slysa og eru þá ótalin þau
börn sem hljóta alvarleg meiðsl
og örorku svo ekki sé talað um
mannlegan harmleik og sam-
félagslegan kostnað.
Slysavarnafélagið hefur leitað
samstarfs við fjölmarga aðila og
efnt til funda víða um land til að
að vekja athygli á þessum mála-
flokki. Félagið hefur hrint af stað
sérstöku átaki í samvinnu við
bæjar- og sveitarfélög undir heit-
inu „Gerum bæinn betri fyrir
börnin“ og eru Njarðvík og Kefla-
vík fyrstu bæjarfélögin sem taka
þátt í átakinu með formlegum
hætti.
Fundaherferð er framundan
svo og gerð leiðbeiningabæklings
og stuttmyndar. í maí á næsta ári
er fyrirhuguð landssöfnun til
styrktar þessu starfi. Orðrétt seg-
ir í tilkynningu Slysavarnafélags-
ins: „Þörfin fyrir auknar slysa-
varnir barna eykst í réttu hlutfalli
við aukna tæknivæðingu og sífellt
flóknari heim. Verkefni af þessu
tagi verður því ekki tímasett,
enda munu slysavarnir barna
verða á verkefnaskrá SVFI um
ókomin ár.“ SS
Samkvæmt búvörusamningi frá
síðast liðnum vetri nema útgjöld
ríkissjóðs vegna beinna greiðslna
til bænda 50% af áætluðu grund-
vallarverði kindakjöts. Áætlað er
að heildar greiðslumark vegna
afurða verðlagsársins 1992 til
1993 nemi um 8.600 tonna fram-
leiðslu og er kostnaður ríkissjóðs
áætlaður um 1.770 milljónir
króna á verðlagsárinu 1992. Þá er
kostnaður vegna uppkaupa á full-
virðisrétt' til framleiðslu sauð-
fjárafurða talinn verða 292 millj-
ónir króna á næsta ári en þar er
um að ræða kostnað vegna förg-
unar 55 þúsund fjár og uppkaupa
á virkum rétti til framleiðslu
1.100 tonna og 600 tonna af
bundnum fullvirðisrétti.
Þá eru framlög í Jarðasjóð
fjórfölduð í fjárlagafrumvarpinu
og er það einnig gert í tengslum
við nýgerðan búvörusamning.
Veitt verður 100 milljónum
Eftir viðburðaríkt sumar er
vetrarstarf UMSE hafið. Fyrsta
verkefnið er spurningakeppni
milli aðildarfélaga þar sem 16
lið mætast.
Fyrsta umferð fer fram föstu-
dagskvöldið 11. október og hefst
króna í sjóðinn á næsta ári, sem
ætlað er að auðvelda bændum að
bregða búi og selja jarðir sínar. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
afla fjár til uppkaupa á bújörðum
með sölu ríkisjarða. Framlög til
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins
eru aftur á móti skert um það bil
helming. Þau lækka úr 676,4
milljónum á yfirstandandi ári í
340 milljónir á næsta ári.
Framlög til landgræðslu og
skógræktar hækka um 27% á
milli ára, eða úr 350,2 milljónum
á þessu ári í 445,2 á næsta ári.
Framlög til skógræktar hækka
um 43,5 milljónir vegna þeirra
skógræktarstarfa bænda, sem
stofnað var til í kjölfar nýs
búvörusamnings. Þá hækkar
framlag til Landgræðslu ríkisins
um 34,3 milljónir á milli ára og
verður hækkuninni aðallega var-
ið til landgræðsluverkefna á upp-
blásturssvæðum. ÞI
kl. 21.00. Keppt verður á fjórum
stöðum:
Freyvangi (Æskan, Árroðinn,
Vorboðinn og Framtíð).
Melum (Umf. Öxndæla, Umf.
Skriðuhrepps, Dagsbrún og
Möðruvallasókn).
Árskógi (Reynir, Narfi, Þor-
steinn Svörfuður og stjórn
UMSE).
Víkurröst (Umf. Svarfdæla,
Golfklúbburinn Hamar, íþrótta-
deild Hrings og Skíðafélag Dal-
víkur).
Tvö lið komast áfram í keppn-
inni á hverjum stað. Fólk er hvatt
til að mæta og styðja sín lið.
Vísitala
framfærslukostnaðar:
Verðbólga 8,8%
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar
miðað við verðlag í október-
byrjun 1991. Vísitalan í októ-
ber reyndist vera 159,3 stig
eða 0,8% hærri en í september
1991.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 8,2%. Undanfarna
þrjá mánuði hefur vísitalan
hækkað um 2,1% og jafngildir sú
hækkun 8,8% verðbólgu á heilu
ári.
Hækkun vísitölunnar frá sept-
ember til október dreifist á flesta
flokka vísitölunnar en verður
ekki rakin sérstaklega til ein-
stakra meiriháttar breytinga.
Fj árlagafrumvarpið:
Aukið flármagn til kaupa á
jörðum og til skógræktar
Brúnkaka 260
Rúlluterta , hvít 260
Tilboðið stendur frá
2. til 11. okt.
flSfl
BRAUÐGERÐ
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá Stöð 2, þar sem leit-
að er liðsinnis við gerð
skemmtiþáttarins „Óska-
stund“, sem verður fluttur
vikulega í vctur, m.a. með til-
nefningu í skemmtinefnd í
hverjum kaupstað. Kostnaður
verður greiddur af Stöð 2.
Bæjarráð vísaði málinu til
menningarmálanefndar.
■ Bæjarráði voru nýlega
kynnt drög að samningi milli
Hitaveitu Akureyrar og
hreppsnefndar Glæsibæjar-
hrepps um sölu á heitu vatni í
hluta af Glæsibæjarhreppi ef
til virkjunar kemur og leitt
verður heitt vatn til Akureyrar
frá Laugalandi á Þelamörk.
■ Bæjarráð leggur til að við-
talstímar við bæjarfulltrúa á
komandi vetri hefjist rnánu-
daginn 14. okt. nk. og verði
annan hvern mánudag í þeirri
viku sem ekki er bæjarstjórn-
arfundur.
■ Byggingarfyrirtækið SS
Byggir hefur sótt um lóðirnar
merktar A, B og C við Viðju-
lund til að byggja á iðnaðar-
húsnæði. Bygginganefnd hefur
samþykkt að veita fyrirtækinu
lóðirriar merktar B og C við
Viðjulund. Bygginganefnd
veitti Stefáni B. Árnasyni lóð-
ina merkt A við Viðjulund til
að byggja á iðnaðarhúsnæði.
■ Skipulagsnefnd tók fyrir á
fundi sínum nýlega, erindi frá
Hagkaup hf., þar sem óskað
er eftir að athugað verði hvort
til álita komi að hliðra Hjalt-
eyrargötu til austurs og stækka
þá bílastæði við Hagkaup.
Nefndin telur sig ekki geta
orðið viö erindinu.
■ Formaður skipulagsnefnd-
ar, Tómas Ingi Ólrich, hefur
látið af störfum í nefndinni en
hann var scm kunnugt er kjör-
inn á Alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í síðustu kosningum.
■ íþrótla- og tóritstundaráði
barst nýiega bréf frá Starfs-
mannafélagi Akureyrarbæjar,
þar sem þess er farið á leit við
ÍTA að ráðið veiti félags-
mönnum STAK 20% afslátt af
30 miða korti í Sundlaug
Akureyrar. Erindinu var vísað
til bæjarráðs, þar sem því var
hafnað.
■ Áfengisvarnanefnd leggst
ekki gegn vínveitingaleyfi fyrir
skemmtistaðinn Sjallann.
Nefndin bendir hins vegar á að
vínveitingastöðum sé enginn
greiði gerður með því fyrir-
komulagi að heimila 18 ára
gömlu fólki inngöngu meðan
neysla áfengis er ekki heimil
yngri mönnum en 21 árs.
■ Áfengisvarnanefnd leggst
ekki gegn endurnýjun á vín-
veitingaleyfi fyrir veitingastað-
inn Lindina við Leiruveg. í
fundargerð nefndarinnar kcm-
ur fram, að um engan annan
stað hafa komið jafnmargar
athugasemdir og ábendingar
um áfengislagabrot en vitneskja
sem hún hefur aflað sér, m.a.
frá eftirlitsmanni vínveitinga-
húsa, bendir eindregið til þess
að reksturinn hafi í þessu efni
verið færður til betri vegar.