Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 12
HfiðHK Akureyri, miðvikudagur 9. október 1991 heimsendingar- þjónusta alla daga Sunnudaga til fimmtudaga kl. 12.00-22.30 Föstudaga og laugardaga Hádegis- tilboð ullu dugu kl. 12.00-04.30 glerárgötu 20 « » 26690 AlvÖrU VeÍtÍllgahÚS Þjófar gripnir á Dalvík Þeir hafa verið matarþurfi þjófarnir er brutust inn í Vig- dísi BA 77, er liggur í Dalvík- urhöfn. Málið er upplýst og fer rétta boðleið. Aðfaranótt þriðjudags var brotist inn í Vigdísi BA 77, þar sem skipið liggur í Dalvíkurhöfn. Að sögn lögreglunnar á Dalvík, eru skemmdir ekki miklar. Þjóf- arnir stálu tóbaki, tölvu, vöfflu- járni og sviðahausum. Þrír ungir menn voru teknir í gærmorgun vegna gruns um að vera valdir að innbrotinu. Um miðjan dag í gær höfðu þeir viðurkennt verknað- inn og málið verður sent áfram rétta boðleið. ój Fiskiðjan-Skagfirðingur: Flæðilína í notkun á næsta ári Fiskiðjan-Skagfirðingur mun að öllum líkindum taka í notk- un flæðilínu í frystihúsi sínu á Sauðárkróki á næsta ári. Einar Svansson, framkvæmdastjóri, segir samt ekki búið að ákveða af hvaða gerð flæðilínan verði, en búið sé að skoða flæðilínur bæði hér á landi og í Færeyj- um. „Við höfum verið að skoða þessi mál alvarlega núna að undanförnu og ég myndi segja að miklar líkur væru á að við færum í að setja upp flæðilínu í frysti- húsinu á næsta ári. Allar línur sem eru á markaðnum hafa verið skoðaðar og væntanlega munum við stefna á að taka þá flæðilínu sem talin er best í dag. Aftur á móti er framþróunin svo hröð í þessu núna að sjálfvirkni línanna eykst stöðugt og við viljum nátt- úrlega helst fara eins langt og við komumst í því, ef við förum út í þessa breytingu á annað borð,“ segir Einar Svansson. Að sögn forsvarsmanna Fisk- iðjunnar er flæðilínan fljót að borga sig upp og afkastaaukning mikil við að taka hana í notkun. Athugað með markað fyrir skó og bjór í Svíþjóð Undirrituö hefur verið viljayfir- lýsing milli Slippstöövarinnar hf. á Akureyri og sænska fyrir- tækisins Rectus/EIas um fram- leiðslu á tækjum til skólp- hreinsunar. Þetta kom m.a. fram í máli Heimis Ingimars- sonar, formanns atvinnumála- nefndar á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Fram kom hjá Heimi að á veg- um Rectus/Elas væri nú m.a. unnið að markaðssetningu ytra á skóm frá Strikinu og bjór frá Víking-Brugg. Þá upplýsti hann að 13. októ- ber nk. væru væntanlegir til Akureyrar aðilar frá sænskri ferðaskrifstofu, sem sérhæfir sig í vetrarferðum, til þess að kynna sér aðstæður hér. Einnig kom fram í máli Heimis að innan skamms verði gengið frá stofnun ferðaskrifstofu í bænum með aðild KEA, Flugfélags Norðurlands, Hölds, Sérleyfis- bíla Akureyrar og Ferðaskrifstof- unnar Nonna. Hlutafé skrifstof- unnar verður 20 milljónir sem greiðist á fjórum árum. óþh Við slíka breytingu segja þeir einnig að laun fiskvinnslufólks hækki og vinnuaðstaða batni til mikilla muna. SBG Hvítar fjallahúfur á Norðurlandi eru til vitnis um að vetur er í nánd. Þessi mynd var tekin austur yfir Eyjafjörð og gefur hér að líta Rauðuvík á Árskógsströnd. Mynd: Golli , Umhverfisdeild Akureyrarbæjar: Utivistarsvæði við Klettagerði í biðstöðu vegna mótmæla íbúa í síðustu viku var haldinn borgarafundur með íbúum við Klettagerði og nágrenni og fulltrúa Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar vegna fram- kvæmda deildarinnar við opið svæði við Klettagerði. Fram- kvæmdir höfðu verið stöðvað- ar eftir að mótmæli bárust frá íbúum. Að sögn Árna Steinars Jóhannssonar, umhverfisstjóra, var niðurstaða fundarins sú að framkvæmdir við útivistarsvæðið verða settar í salt fram á vor. í rauninni hefði ekki staðið til að gera meira í ár, en málið kæmi aftur upp á yfirborðið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Á umræddu svæði var búið að setja undirstöður undir verönd en hugmyndin var að hafa þarna notalegan og skjólgóðan áning- arstað. Örn Ingi Gíslason, fjöl- listamaður og íbúi við Kletta- gerði, átti hugmyndina að skipu- lagi svæðisins og sögusagnir voru á kreiki um að hann ætlaði að nota það í eigin þágu. Árni Stein- stefnt að gerð áningarstaða víða um bæinn ar segir það af og frá. „Örn Ingi fékk aldrei neitt svæði og það stóð ekki til. Þetta er opið svæði og hugmyndin var að skapa þarna starfsvettvang fyrir athafnasama unglinga í unglingavinnunni hjá okkur, en það kom upp óánægja meðal íbúanna og málið er í biðstöðu og skoðun í framhaldi af því,“ sagði Árni Steinar. Hann sagði að Umhverfis- deildin hefði verið að velta fyrir sér hvernig hægt væri að nýta ýmis opin svæði og hugmyndir hefðu t.d. komið upp um áning- arstaði fyrir eldra fólk, þar sem það gæti tyllt sér niður á bekki og hvílt sig. Einnig hefðu aðilar í ferðaþjónustu lagt áherslu á gerð slíkra áningarstaða. „Möguleikarnir liggja víða um bæinn og við erum að skoða þá. Okkar umhverfisstefna hefur á síðustu tíu árum byggst á því að fara í grófum dráttum um allan bæinn, en núna getum við farið að skoða hlutina í öðru ljósi með fínheit í huga. Síðustu tvö árin höfum við búið okkur undir að Hitaveitufélag Miðfirðinga: Nvia dælustöðin komin í gasmið Ný dælustöð Hitaveitufélags Miðflrðinga á Laugabakka var tengd um síðustu helgi og er nú komin í gagnið löngu áður en til stóð, en ekki var reiknað með að hægt væri að taka hana í notkun fyrr en um næstu ára- mót. Hitaveitufélag Miðfirðinga er sameignarfélag hitaveitu Hvamms- tanga og hitaveitu Laugabakka, en heitu vatni er dælt frá Lauga- ö o bakka og út á Hvammstanga. Að sögn Bjarna Þórs Einarssonar, sveitarstjóra Hvammstanga- hrepps, á með tilkomu þessarar nýju dælustöðvar, að komast á jafnari þrýstingur og betri vatns- nýting, en gamla dælustöðin var að miklu leyti handstýrð. Hin nýja dælustöð er aftur á móti með fullkominn stýribúnað og kostnaður við hana um 22 millj- ónir króna samkvæmt áætlun. SBG gefa bænum meiri lit með því að efla ræktunarstöð okkar og fara meira út í fjölær blóm og skraut- runna. Þetta sést allt á næstu fimm árum,“ sagði Árni Steinar. SS Framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar 1992-1994: Rekstrargjöld verði bundin ákveðnu hlutfaJli skatttekna - áætluninni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn Bæjarstjórn Akureyrar af- greiddi í gær til síðari umræðu áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir í bænum á árun- um 1992-1994. Halldór Jóns- son, bæjarstjóri, fylgdi áætlun- inni úr hlaði á bæjarstjórnar- fundi í gær og lagði á það áherslu að hún væri stefnu- markandi plagg, sem lýsti í stórum dráttum þeim áhersl- um, sem bæjarstjórn Akureyr- ar ætlist til að fylgt verði varð- andi rekstur, fjármál og fram- kvæmdir á næstu þrem árum. Fram kom að áætlunin verður kynnt deildarstjórum og for- stöðumönnum hinna ýmsu stofnana bæjarins á næstunni. í máli bæjarstjóra kom fram að eitt af meginmarkmiðum þessar- ar áætlanagerðar væri að rekstr- argjöld yrðu bundin sem ákveðið hlutfall af skatttekjum og gert væri ráð fyrir að það yrði ekki hærra en 71%. „Þetta þýðir í reynd að nýmæli í rekstri eða breytingar á núverandi rekstri, sem í eðli sínu ættu að leiða af sér hækkun rekstrargjalda, verða því aðeins tekin upp að skatttekjur bæjarins aukist, eða hægt verði að ná fram hagræðingu, sparnaði eða breytingu í núverandi rekstri, þannig að svigrúm skap- ist til nýs eða breytts þjónustu- framboðs. Ég tel að þetta mark- mið sé afar mikilvægt og í reynd nauðsynlegt að gæta þess vel að hlutfall rekstrargjalda af skatt- tekjum hækki ekki takmarkalítið á hverju ári,“ sagði Halldór. Hann sagði annað mikilvægt mark- mið með áætluninni vera að lækka langtímalán bæjarins, önnur en lán til bygginga félagslegra íbúða, um sem næst 5 prósent á ári. Gert er ráð fyrir að verja 412 milljónum króna í gjaldfærða fjárfestingu á næstu þrem árum. Þar af verði 220 milljónum varið til gatna, holræsa og umferðar- mála. Til eignfærðar fjárfestingar verði hins vegar varið 748 millj- ónum króna. Stærstu liðir í þeirri tölu eru íþróttamál með 130 milljónir og sambýli aldraðra með 127 milljónir króna. í lok ræðu sinnar sagði bæjar- stjóri að mikilvægt væri að auka tekjur bæjarins, en til þess að það mætti verða, væri nauðsynlegt að íbúum fjölgaði og atvinnulífið efldist. Áfram yrði að leita leiða fyrir nýmæli í atvinnustarfsem- inni á Ákureyri, til þess að skapa traustari grunn fyrir enn sterkari byggð á svæðinu. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.