Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. október 1991 - DAGUR - 11
Iþróttir
Saga glímunnar á nútíniavísu hófst á Akureyri og nú er verið að gera átak í
að rífa þjóðaríþróttina upp á nýjan leik.
Innanfélagsmót Óðins í sundi:
Þorgerður vann besta afrekið
og varð Akureyrarmeistari
Þorgerður Benediktsdóttir varð
á dögunum Akureyrarmeistari
í sundi. Titilinn tryggði hún sér
með því að vinna besta afrekið
á innanfélagsmóti Óðins en
hún hlaut 577 stig fyrir að
synda 100 m skriðsund á
1:05.73. Besta afrek karla og
pilta vann Ómar Arnason sem
hlaut 563 stig fyrir tímann
58:64 í 100 m skriðsundi.
Úrslit á mótinu urðu eftirfar-
andi: 100 m baksund karla 1. Ómar Þ. Árnason 1:08.10
2. Hlynur Túliníus 1:09.80
3. Jósef Þ. Sigmundsson 1:41.14
100 m baksund kvenna 1. Sonja S. Gústafsdóttir 1:21.26
2. Svava H. Magnúsdóttir 1:21.71
3. Þorgerður Benediktsdóttir 1:22.04
100 m flugsund karla 1. Ómar Þ. Árnason 1:06.93
2. Hlynur Túliníus 1:15.04
100 m flugsund kvenna 1. Fjóla M. Ágústsdóttir 1:18.13
2. Þorgerður Benediktsdóttir 1:23.03
3. Rut Sverrisdóttir 1:24.65
100 in skriðsund karla 1. Ómar Þ. Árnasön 58.64
2. Hlynur Túliníus 58.81
3. Jósef Þ. Sigmundsson 1:25.40
100 m skriðsund kvenna 1. Þorgerður Benediktsdóttir 1:05.73
2. Fjóla M. Ágústsdóttir 1:07.51
3. Sonja S. Gústafsdóttir 1:08.68
100 m bringusund karla 1. Ómar Þ. Árnason 1:17.93
2. Hlynur Túliníus 1:19.96
3. Jósef Þ. Sigmundsson 1:47.82
Glíma:
Grunnskólamót og flokkaglíma
- stofnar Þór glímudeild?
Fyrsta grunnskólamót Akur-
eyrar í glímu var haldið í
íþróttaskemmunni á laugar-
dag. Þar mættu 32 nemendur
úr grunnskólunum á Akureyri
og reyndu með sér í þjóðar-
íþróttinni. Samhliða mótinu
var flokkaglíma Akureyrar
haldin í fyrsta sinn þar sem
fulltrúar íþróttafélaga bæjarins
reyndu með sér. Var þetta í
fyrsta sinn sem fulltrúar frá
Þór, KA og UFA eiga fulltrúa
á glímumóti og reyndust Þórs-
arar skæðir í glímunni og sigr-
uðu með yfirburðum.
Gunnar Gunnarsson, íþrótta-
kennari, hefur um mánaðarskeið
unnið að glímukynningu í skól-
um Akureyrar og í framhaldi af
því var mótið haldið. Forystu-
menn Glímusambands íslands
mættu á staðinn og störfuðu við
mótið. Aðaldómarar voru Rögn-
valdur Ólafsson og Garðar
Erlendsson en glímum stjórnuðu
Jóhannes Jónasson og Jón M.
ívarsson. Glímt var á tveimur
völlum samtímis og urðu úrslit
eftirfarandi:
Strákar 4. bekkur
1. Gunnar V. Gunnarsson Síðuskóla
2. Helgi Arason Lundarskóla
3. Kjartan P. Þórarinsson Lundarskóla
Strákar 5. bekkur
1. Gunnar B. Arason Síðuskóla
2. Jörgen B. Snædal Lundarskóla
Strákar 6. bekkur
1. Atli S. Pórarinsson Lundarskóla
2. Hallgrímur Hallgrímsson Lundarskóla
3. Sigurbjörn Gunnarsson Síðuskóla
Strákar 7. bckkur
1. Andri G. Viðarsson Lundarskóla
2. Hafþór Einarsson Lundarskóla
3. Sigurður Gunnarsson Síðuskóla
I 8. bekk mætti Vilhelm
Jónsson, GA, einn til leiks og
sömuleiðis var Haukur Gunnars-
son, Síðuskóla, einn í níunda
bekk. Glímdu þeir eina auka-
glímu og sigraði Vilhelm.
Strákar 10. bekkur
1. Björn S. Baldursson Síðuskóla
2. Kristján G. Steinarsson GA
3. Sigurður Sigurðsson GA
Stúlkur 4. bekkur
1. Nanna Ýr Arnardóttir Lundarskóla
2. Selma Sigurðardóttir Oddeyrarskóla
3. Una Jóhannsdóttir Oddeyrarskóla
Stúlkur 5. bekkur
1. Kristín D. Jónsdóttir Síðuskóla
2. Sigríður E. Kristjánsdóttir Síðuskóla
3. Sigurlilja Kolbeinsdóttir Síðuskóla
Stúlkur 6. bekkur
1. Birna Baldursdóttir Lundarskóla
2. íris Rán Arinbjarnard. Barnask. Ak.
3. Heiðdís Dröfn Bjarkad. Barnask. Ak.
Stúlkur 7. bekkur
1. Sandra Halldórsdóttir Síðuskóla
2. Katrín Ólafsdóttir Síðuskóla
3. Margrét ísleifsdóttir Síðuskóla
Mótið var jafnframt stiga-
keppni milli skóla og hlaut sigur-
skólinn farandbikar gefinn af
JMJ á Akureyri. í keppni 4.-7.
bekkjar var keppni geysilega jöfn
og spennandi. Þar sigraði
Lundarskóli með 32 stig en á
hæla honunr kom Síðuskóli með
31 stig. Næstir komu Barnaskóli
Akureyrar og Oddeyrarskóli
með 6 stig hvor. í keppni 8.-10.
bekkjar sigraði Gagnfræðaskóli
Akureyrar með 5 stig og síðan
kom Síðuskóli með 4 stig.
Flokkaglíma Akureyrar
í fyrsta sinn
Keppendur í Flokkaglímunni
voru margir hinir sömu og á
skólamótinu. Er óhætt að segja
að hér hafi verið um sögulegan
viðburð að ræða því á Akureyri
hófst saga glímunnar á nútíma-
vísu þegar þáverandi Ungmenna-
félag Akureyrar stóð fyrir fyrstu
Íslandsglímunni árið 1906. Nú er
hugur í mönnum að endurvekja
glímuna á Akureyri og hefur
UFA ráðið Gunnar Gunnarsson
sem glímuþjálfara í vetur.
Úrslit á rnótinu urðu þessi:
Hnátuflokkur 10-11 ára
1. Heiðdís D. Bjarkadóttir Þór
2. Birna Baldursdóttir KA
3. íris Rún Arinbjarnardóttir Þór
Telpnaflokkur 12-13 ára
1. Sandra Halldórsdóttir Þór
2. Margrét ísleifsdóttir Þór
3. Katrín Ólafsdóttir Þór
Hnokkaflokkur 10-11 ára
1. Atli S. Þórarinsson KA
2. Hallgrímur Hallgrímsson KA
3. Gunnar B. Arason Þór
Piltaflokkur 12-13 ára
1. Vilhelm Jónsson KA
2. Sigurður Gunnarsson Þór
3. Valdimar G. Valdimarsson KA
Sveinaflokkur 14-15 ára
1. Sigurður Sigurðsson UFA
2. Haukur B. Gunnarsson Þór
3. Kristján G. Viðarsson UFA
í stigakeppni félaga sigraði Þór
með yfirburðum og hlaut 26 stig.
Næst kom KA með 17 stig og
UFA rak lestina með 6 stig.
Hlutu Þórsarar farandbikar að
launum.
100 m bringusund kvenna
1. Svava H. Magnúsdóttir 1:24.69
2. Fjóla M. Ágústsdóttir 1:26.26
3. Þorgerður Benediktsdóttir 1:27.69
Besta afrek telpna vann Svava
H. Magnúsdóttir, 515 stig fyrir
1:24.69 í 100 m bringusundi.
Besta afrek sveina vann Jósef Þ.
Sigmundsson, 1:47.82 í 100 m
bringusundi, og besta afrek meyja
Svana Karlsdóttir, 1:16.03 í 100
m skriðsundi. Ómar Þ. Árnason
hlaut bikarinn fyrir besta afrek í
100 m baksundi og Rut Sverris-
dóttir bætti eigið met sjónskertra
í 100 m baksundi, 1:25.76.
Þorgerður Benediktsdóttir.
Landsliðið í knattspyrnu:
Fiiran breytingar
Asgeir Flíasson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, hefur
valið liðið sem mætir Kýpur í
æfingaleik ytra eftir viku. All-
nokkrar breytingar hafa orðið
á hópnum síðan í leiknum gegn
Spánverjum á dögunum.
Eftirtaldir leikmenn skipa
hópinn:
Markverðir:
Birkir Kristinsson Fram
Friðrik Friðriksson Þór
Aðrir leikmenn:
Valur Valsson Breiðabliki
Sigurður Jónsson Arsenal
Atli Einarsson Víkingi
Atli Helgason Víkingi
Baldur Bjarnason Fram
Eyjólfur Sverrisson Stuttgart
Arnór Guðjohnsen Bordeaux
Þorvaldur Örlygsson Fram
Hlynur Stefánsson ÍBV
Andri Marteinsson FH
Hörður Magnússon FH
Kristinn R. Jónsson Frain
Sævar Jónsson Val
Ólafur Kristjánsson FH
Fimm breytingar hafa orðið frá
síðasta leik. Pétur Ormslev,
Guðni Bergsson, Kristján
Jónsson, Ólafur Þórðarson og
Sigurður Grétarsson eru allir
fjarri góðu gamni en í þeirra stað
koma inn Atli Einarsson, Atli
Helgason, Arnór Guðjohnsen,
Kristinn R. Jónsson og Ólafur
Kristjánsson.
Liðið fer utan sunnudaginn 13.
október og kemur heim fimmtu-
daginn 17.
Körfuknattleikur:
Ingram
löglegur
Michael Ingram, körfuknatt-
leiksmaður í Þór, er orðinn
löglegur með liði sínu.
Staðfesting barst frá FIBA á
mánudag en hún var ekki komin
um síðustu helgi þegar Þór lék í
Grindavík og Ingram var því
ekki með. Hann verður hins veg-
ar með á sunnudagskvöldið þegar
Þór tekur á móti Keflvíkingum.
Handknattleikur:
Víkingur-KA í kvöld
í kvöld leika KA-menn fyrsta
leik sinn á Islandsmótinu í
handknattleik þegar þeir mæta
Víkingum í Laugardalshöll kl.
20.
Ljóst er að KA-menn eiga erf-
itt verkefni fyrir höndum enda
allt útlit fyrir að Víkingsliðið sé
gríðarlega sterkt. Liðið vann
auðveldan sigur á Breiðabliki í 1.
umferð, 26:17, og um síðustu
helgi tryggði það sér sæti í 2.
umferð Evrópukeppni félagsliða,
sló út norska liðið Stavanger
þrátt fyrir tveggja marka ósigur í
seinni leiknum. Þau úrslit ættu þó
að vera KA hagstæð frekar en
hitt. Þá meiddist Sovétmaðurinn
Trufan, einn sterkasti leikmaður
Víkinga, í Evrópuleiknum og
verður að öllum líkindum ekki
með í kvöld.
Trimmlandskeppnin hafin
Sjötta Norræna trimmlands-
keppnin hófst með formlegum
hætti þann 2. október sl. þegar
hópur fatlaðra og ófatlaðra
gekk frá Hótel Loftleiðum að
Perlunni í Öskjuhlíðinni.
Þetta er um 30 mínútna gangur
fyrir fatlaðan mann en það er sá
tími sem hver og einn þarf að
trimma til þess að hljóta stig. Þær
greinar sem keppt er í og hægt er
að fá stig fyrir eru ganga, hlaup,
hjólreiðar, siglingar, hjólastóla-
akstur, hestamennska og leik-
fimi/líkamsrækt.
Það vakti mikla athygli að Ein-
ar Vilhjálmsson, spjótkastari,
tók þátt í göngunni. Með þátt-
töku sinni var hann að sýna sam-
stöðu með hinum fötluðu íþrótta-
mönnurn og hvetja aðra fatlaða
íþróttamenn til að taka þátt í
keppninni og leggja þannig sitt af
mörkurn til sigurs íslands í henni.
Allar frekari upplýsingar varð-
andi skrásetningu og tilhögun
keppninnar fást á skrifstofu
íþróttasambands fatlaðra,
íþróttamiðstöðinni Laugardal.