Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. október 1991 - DAGUR - 3
Fréttir
Átta mánaða uppgjör Fiskiðjunnar:
Rekstrarhagnaður eykst um 70 miUjónir króna
Rekstrarhagnaður án afskrifta
og fjármagnskostnaðar eftir
fyrstu átta mánuði þessa árs
hjá Fiskiðjunni-Skagfirðingi á
Sauðárkróki, hefur hækkað
um rúmar 70 milljónir króna
miðað við sama tímabil á síð-
asta ári. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem forsvars-
menn Fiskiðjunnar-Skagfirð-
ings héldu í gær til að kynna
átta mánaða uppgjör fyrir-
tækisins. - Sjá töflu hér að
neðan.
Þessar tölur í uppgjöri Fisk-
iðjunnar-Skagfirðings eru á verð-
lagi hvors árs um sig, en hækka
þyrfti tölur ársins 1990 um 9-10%
til að fá þær á verðlag þessa árs.
„Það sem við horfum kannski
mjög mikið á í þessum rekstri er
rekstrarhagnaðurinn sem hefur
farið upp um 56% milli ára. Allt
árið í fyrra var þessi hagnaður
um 160 milljónir króna, en nú er
markmiðið að koma þessari tölu í
280-300 milljónir áður en árið er
á enda,“ segir Ingimar Jónsson
skrifstofustjóri.
Forsvarsmenn Fiskiðjunnar
segja að þessi aukning í rekstri
komi fyrst og fremst til vegna
kvótakaupa síðasta árs og kaupa
á Flraðfrystihúsi Hofsóss. Þeir
segjast hinsvegar ekki hafa keypt
mikinn kvóta undanfarið þar sem
verðið sé alltof hátt miðað við að
hann afskrifist á fjórum árum
héðan í frá.
Hin mikla hækkun á fjár-
magnskostnaði milli ára, segja
Fiskiðjumenn að stafi að stærst-
um hluta af vaxtahækkunum á
meðan byggingavísitalan stendur
svo að segja í stað. Einnig segja
þeir að gengissveifla dollars og
yens milli ára spili inn í fjármagns-
kostnaðinn með raunvaxta-
hækkuninni.
„Raunvextir eru að hækka hér
á landi og það er mikið áhyggju-
efni fyrir öll fyrirtæki því ef sú
hækkun heldur áfram þá fer allt í
vitleysu. Þrátt fyrir að fjármagns-
kostnaður í fyrra hafi verið óeðli-
legur þegar raunvextir gátu verið
í mínusstigum, þá hefur þetta
sveiflast öfganna á milli og þeir
eru orðnir alltof háir í dag,“ segir
Fiskiðjcm-Skagfirðingur - rekstraruppgjör fyrstu átta mánuði ársins 1991 1991 1990 AÁillj.kr. Millj.kr.
Rekstrartekjur 904.895 562.341
Rekstra rgjöld 708.542 436.839
Rekstrarhagnaður án afskrifta og fjárm.kostn. 196.353 125.502
Afskriftir (89.074) (63.967)
Fjármagnskostnaður (68.326) (13.627)
Hagnaður 45.679 32.908.
Eigið fé 566.372 492.361
Skuldir-veltuf jármunir 808.591 908.604
Þessar tölur eru á verðlagi hvors árs um sig, en hækka þyrfti tölur ársins 1990 að færa þær upp til verðlags þessa árs. um 9-10% til
íslenska briddssveitin leikur til úrslita við pólsku sveitina:
Árangur íslensku sveitarinnar
hefur gífurleg áhrif hér heima
Landsmenn hafa fylgst grannt
með frábæru gengi íslensku
briddssveitarinnar á heims-
meistaramótinu sem fram fer í
Japan um þessar mundir. Eftir
frækilegan sigur á Svíum í
gærmorgun, spilar íslenska
sveitin nú við þá pólsku um
sjálfan heimsmeistaratitilinn.
En hvað þýðir þessi árangur
fyrir briddsíþróttina á íslandi.
Dagur leitaði álits þeirra
Asgríms Sigurbjörnssonar á
Siglufirði og Hauks Jónssonar
formanns BA á því máli.
Báðir voru þeir félagar sam-
mála um að í Japan væri að skila
sér gott starf í landsliðsmálum að
undanförnu og að mikilvægt væri
að Bridgesamband íslands nýtti
sér þann meðbyr sem væri með
íþróttinni nú.
„Þetta er hreint stórkostlegur
árangur hjá íslensku sveitinni og
hefur greinilega mikil áhrif hér
heima. Það er mikið um það að
menn spyrji um bridds þessa dag-
ana. Það má h'kja þessari bylgju
sem nú gengur yfir, við þá bylgju
sem varð í skákinni er þeir Fisher
og Spassky tefldu hér á sínum
tíma. Nú þarf að fylgja þessum
árangri eftir og þar finnst mér að
ríkið þurfi að koma inn í og
styðja betur við bakið á íþrótt-
inni en gert hefur verið,“ sagði
Ásgrímur Sigurbjörnsson.
„Mér finnst ég merkja alveg
gríðarlegan áhuga á briddsíþrótt-
inni hér heima í kjölfar þessa
stórkostlega árangurs í Japan.
Það fylgjast allir með stöðunni og
þeir sem ekki eru alveg með t.d.
stigagjöfina á hreinu spyrja mjög
ntikið. Það er nú þannig að þegar
vel gengur vilja allir fylgjast með
og nú er bara að fylgja þessari
bylgju eftir og láta hana endast. -
Og þar kemur einmitt til kasta
okkar sem eru í forsvari fyrir ein-
stök félög. Briddsinn hefurstaðið
svolítið í skugganum af skákinni
en þessi árangur í Japan sýnir vel
að íþróttin hefur verið vel byggð
upp hér á landi á síðustu árum,“
sagði Haukur Jónsson. -KK
F élagsmálar áðherr a:
Ilúsbréfakerfínu og greiðslu-
erfiðleikalánum breytt
- hámarkslán í húsbréfakerfmu lækkuð
Jóhanna Siguröardóttir, félags-
málaráöherra, hcfur ákveðið
að gera nokkrar breytingar á
húsbréfakerfinu og greiðslu-
erfiðleikalánum. Helstu breyt-
ingar felast í lækkun hámarks-
Iána og að skuldabréfaskipti
vegna meiri háttar endurbóta
og endurnýjunar á notuðu
íbúðarhúsnæði verði heimiluð.
Hámarksfjárhæð fasteigna-
veðbréfs sem skipta mátti fyrir
húsbréf var 9,7 milljónir króna.
Eftir breytingu er hámarksfjár-
hæð veðbréfs vegna notaðra
íbúða 5 milljónir, 6 milljónir
vegna nýrra íbúða og 3 milljónir
vegna meiri háttar viðbygginga,
endurbóta og endurnýjunar á
notuðu íbúðarhúsnæði. Þá má
fasteignaveðbréf ekki nema hærri
fjárhæð en nemur mismun á sölu-
verði fyrri eignar íbúðarkaup-
anda eða húsbyggjanda að frá-
dregnunt áhvílandi lánum og
matsverði þeirrar íbúðar sem sótt
er um skuldabréfaskipti fyrir.
Heimild til skuldabréfaskipta
vegna meiri háttar endurbóta og
endurnýjunar á notuðu íbúðar-
húsnæði kernur til frantkvæmda í
áföngum. Á árinu 1992 verða
einungis afgreiddar umsóknir
þeirra sem eiga lánshæfar
umsóknir í lánakerfinu frá 1986
þannig að eftir I. febrúar næst-
komandi verða afgrejddar um-
sóknir þeirra sem sóttu um fyrir 1.
janúar 1990. Eftir 1. júní 1992
verða afgreiddar umsóknir þeirra
sem sóttu um eftir 1. janúar 1990
og fram til 1. sept. sl. Afgreiðsla
nýrra umsókna, þ.c. þeirra sent
sækja um eftir I. september sl.
hefst 1. janúar 1993.
Hámarkslán vegna greiðslu-
erfiðleika verða 2,5 milljónir
króna og verður umsóknarfrestur
vegna þeirra til 1. nóvember
næstkomandi. Afgreiðslu hús-
bréfa vegna greiðsluerfiðleika
lýkur um næstu áramót.
Samfara þessum breytingum er
ákveðið að þeir sem hafi gilt
gréiðslumat fái nýtt endurgjalds-
laust miðað við hinar nýju reglur.
JÓH
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri.
„Þessar tölur sýna að þetta fer
allt upp á við, en við skulum samt
ekki gleyma því að nú er búið að
skerða kvótann talsvert mikið og
því áhyggjuefni hvernig haldið
verður á málunum í framtíðinni
hvað varðar fjármagnskostnað og
afla,“ segir Ingimar.
Skagaströnd:
Marska hf. til sölu
Akveðið hefur verið að leggja
niður rckstur Marska hf. á
Skagaströnd í þeirri niynd sem
fyrirtækið hefur verið rekið frá
stofnun þess fyrir fimm árum.
Akvörðun þessa efnis var tekin
á stjórnarfundi fyrirtækisins sl.
sunnudag.
Marska hf. er einskonar dótt-
urfyrirtæki Skagstrendings hf. og
hefur sérunnið ýmsar sjávar-
afurðir síðustu fimm árin. Nú
segir Sveinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skagstrendings, að
þolinntæði sé hinsvegar á þrotum
hjá meirihluta stjórnarmanna þar
sem reksturinn hefur aldrei náð
að skila hagnaði. Hann segir að á
næstunni verði fyrirtækið auglýst
til sölu og eða leigu, en vinnu
verði samt haldið áfram þar til
einhver tekur við rekstrinum þar
sem ekki standi til að missa
markaðssambönd. SBG
Endurhæfmgarstöð hjarta- og
lungnasjúklinga á Akureyri:
Komin inn á ijárlög
Endurhæflngarstöð hjarta- og
lungnasjúklinga á Akureyri
fær eina milljón króna frá rík-
inu á næsta ári, samkvæmt
framkomnu fjárlagafrumvarpi.
Endurhæfingarstöðin hefur
ekki áður verið á fjárlögum.
Endurhæfingarstöð hjarta- og
lungnasjúklinga hefur aðstöðu í
Bjargi og þar taka sjúklingarnir
hraustlega á tvisvar í viku.
Starfsemi stöðvarinnar er vax-
andi og í vetur stunda þar um 50
manns æfingar.
Jón Þór Sverrisson, læknir,
sem hefur yfiruntsjón með endur-
hæfingunni, segir ánægjulegt að
þessi fjárveiting hafi fengist og
hún sé staðfesting á því að ef
menn leggist á eitt úti á lands-
byggðinni sé hægt að hrinda
ýntsu í framkvæmd. Jón Þórsegir
að samskonar endurhæfingarstöð
hafi verið starfrækt um nokkurt
skeið í Reykjavík og hún hafi
notið umtalsverðra fjárframlaga
frá hinu opinbera. Forsvarsmenn
endurhæfingarstöðvarinnar á
Akureyri hafi að sama skapi talið
eðlilegt að hún nyti fjárframlaga
frá ríkinu og sú skoðun hafi nú
skilað sér í fjárlagafrumvarpinu.
óþh
ÞJOÐARFLOKKURINN
Þjóöarflokksfélagar
NorÖurlandi eystra
Munið aðalfundinn á Hótel Húsavík, laugar-
daginn 19. október kl. 14.00.
Stjórnin.
AKUREYRARB/ÍR
Félagsmálanámskeið
Námskeið fyrir leiðbeinendur í félags-
störfum.
Kennarar: Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í
menntamálaráöuneytinu og Sigurður Albert
Jónsson, kennari viö Samvinnuskólann Bifröst.
Er í félagsmiöstööinni Lundarskóla 11.-13. októ-
ber, byrjar kl. 20.00 föstudaginn 11. október.
Þátttaka ókeypis.
Upplýsingar á skrifstofu Iþrótta- og tómstunda-
ráös, sími 22722.