Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. október 1991 - DAGUR - 7 „Skotveiðimennska á Man rétt svo lengi sem farið er að lögum og virðing sé borin fyrir bráðinni“ - sagði Agnar Tómasson, veiðimaður frá Akureyri Nú er árstími skotveiðimanna. Um sveitir landsins óma skot- hvellir og gæsin á nær hvergi griðland. Stöðugt dregur nær rjúpnaveiðitímanum. Samtök voru stofnuð á dögunum henni til verndar. Nú skal friða rjúp- una og þykir mörgum að fyrr hefði mátt taka á málum. Agn- ar Tómasson á Akureyri er landsþekktur veiðimaður. Blaðamaður Dags hafði tal af Agnari fyrir nokkru þar sem skotveiði bar á góma. „Ég er afar undrandi á skoðun Ævars Petersen, fuglafræðings, þegar hann heldur því fram að skotveiði hafi aldrei haft áhrif á stofnstærð rjúpunnar. Ljóst er að allt í lífríkinu lætur undan ofveiði. Hins vegar held ég því ekki fram að rjúpnastofninn sé í hættu, en að því gæti komið. Margt bendir til slíks. Því þykir mér undarlegt að ekki skuli vera hægt að fækka veiðidögum um helming þegar stofninn er í lág- marki. Stofnstærð rjúpunnar sveiflast til og frá. Fræðimenn í dag tala um tíu ára sveiflu. Hér áður fyrr var talað um sjö ár. Þegar rjúpan er t' lágmarki er ekki hægt að tala um að hún sé hrunin, heldur er oft á tíðum að hún hefur flutt sig um set milli landshluta, jafnvel til Grænlands. Þar ræður beitiland ferð“. I dag er rjúpan skotin á hálendinu á friðunartíma „Rjúpan var nær drepin upp á íslandi árið 1919. Þetta veit ég, því ég hef þetta frá föður mínum og föðurbræðrum. Er svo var komið var hún friðuð í tvö ár. Þá voru veiðar leyfðar að nýju. Eftir tvö ár var komið í sama farið og Neytendasamtökin mótmæla ákvörðun samgönguráðuneytis- ins, að hafna beiðni flugfélagsins SAS um 6 nátta fargjald til Norð- urlanda. Með ákvörðun sinni er samgönguráðuneytið að koma í veg fyrir að neytendur geti keypt ferðir á lægra verði en nú er og hamla gegn eðlilegri samkeppni í millilandaflugi. Ástæðan sem talsmaður ráðuneytisins gefur er sú, að ef fallist hefði verið á beiðni SAS um 6 nátta fargjald hefði það náð til stórs hluta af utanlandsferðum landsmanna á viðkomandi flugleiðum. Það þýðir, að hefði beiðnin verið samþykkt, þá hefði orðið veruleg verðlækkun fyrir neytendur á stórum hluta af utanlandsferðum þeirra. Neytendasamtökin telja það óhæfu, að stjórnvöld skuli banna breytingar á verðlagningu í milli- landaflugi til að halda uppi verði og um leið hindra eðlilega sam- keppni í millilandaflugi. Það er mikilvægt til að við- halda frjálsri samkeppni og eðli- legri verðlagningu til neytenda, að komið sé í veg fyrir samráð þeirra sem selja vöru og þjón- ustu. Slíkar samkeppnishömlur Agnar Tómasson. fuglinn var því friðaður á ný til ársins 1931. í gamla daga náðu menn ekki til rjúpunnar á sama hátt og í dag. Þá voru heimalöndin aðeins gengin. Haustið 1919 var mikið jarð- leysi. Þá bjó faðir minn að Víð- um í Reykjadal. Jarðleysið staf-1 aði ekki af miklum snjóum held- ur storku. Karlar ráku þá sauði upp í Viðafellið, vestur af Másvatni. Sauðirnir voru látnir brjóta skelina og síðan voru þeir reknir af svæðunum. Kindum var þá beitt á svæðin. Þessir krafs- staðir fylltust svo af rjúpum, sem komu úr skógunum. Þeir karlar tveir frá Víðum skutu þarna í meira en viku fjögur hundruð rjúpur á dag. Víðar var þessu svo varið í sveitum norðanlands og stofninn var nær drepinn upp. f dag er öldin önnur. Fjórhjól, snjósleðar og fjallabílar eru not- aðir til að komast á staði er ekki halda uppi verði til neytenda. Talsmaður samgönguráðuneytis- ins virðist ekki átta sig á þessum mikilvægu atriðum í frjálsu hag- kerfi. Þannig lýsir hann því yfir, að það sé dapurlegt, að flugfélög- in skuli ekki geta náð samkomu- lagi um fargjöld á vetrarpakkan- um. Ummælin þýða, að það sé dapurlegt, að flugfélögin skuli ekki hafa getað náð samkomulagi um að halda uppi háu verði á þjónustu sinni. Neytendasamtökin telja mjög mikilvægt, að íslendingum bjóð- ist á hverjum tíma sem hagstæð- ust verð á millilandaflugleiðum. Nú þegar liggur fyrir, að íslend- ingar þurfa að gjalda meira verð fyrir farmiða sína til og frá land- inu en ýmsir þeir sem kaupa far- miða sína erlendis. Það á að vera hlutverk samgönguráðuneytisins, að sjá til þess, að íslendingar sitji við sama borð og aðrir hvað varðar verð á farmiðum í milli- landaflugi, en það er ekki hlut- verk ráðuneytisins að stuðla að því að takmarka samkeppni, banna hana og halda uppi háu verði á þessari þjónustu. Slík afstaða er andstæð hagsmunum neytenda og með öllu ósamrým- var skotið á áður. Hvergi er griðland. Skotveiðimönnum fjölgar ár frá ári. Því er stofnun félags til verndar rjúpunni eðli- legur mótleikur þeirra fjölmörgu er hafa áhyggjur af náttúru íslands. Fyrir nær ári var viðtal við landvörðinn á Hveravöllum. Þar kom að útvarpsmaðurinn spurði, hvort ekki væri einmanalegt að gegna starfi landvarðar á Hvera- völlum? „Nei“, sagði landvörður- inn, „því hér hafa verið rjúpna- skyttur í allt haust". Af þessu má ráða hvað er að gerast á hálend- inu þar sem ekki er hægt að koma lögum yfir menn.“ Vargfuglastofninn við Eyjafjörð telur 3000 fugla Eftir að við Agnar höfðum rætt lengi um rjúpuna barst talið að vargfuglinum. „Af blaðagreinum og viðtölum anleg sjónarmiðum um frelsi í viðskiptum og bann við sam- keppnishömlum. Dagur frímerkisins: Kynning á íslenskum Mmerkjum í tilefni af degi frímerkisins sem er 9. október efnir Póstur og sími til kynningar á íslenskum frí- merkjum á annarri hæð Kringl- unnar. Á kynningunni verður sett upp safn allra íslenskra frímerkja sem hafa verið gefin út frá lýðveldis- stofnun og auk þess verða sýnd frímerki frá á annað hundrað þjóðlöndum. Einnig verða til sýnis teikningar af frímerkjum sem koma út þennan dag en það er frímerki sem sýna gömlu póst- skipin og frímerki sem gefið er út í tilefni af aldarafmæli Stýri- ntannaskólans. Sýningin í Kringl- unni hefst í dag og henni lýkur næsta laugardag, 12. október. má ráða að Eyjafjörðurinn sé uppeldisstöð vargfugla. Hér sé ekkert gert í málum annað en að fóðra fuglinn á sorphaugum og við fiskvinnslustöðvar. Þetta er rangt. Ég hef starfað til fjölda ára á vegum flugmálastjórnar og hreppsnefndar Glæsibæjarhrepps að eyðingu vargfugls. í fyrra fór- um við í sílamáfinn, en áður höfðum við skotið veiðibjölluna. Um átta hundruð fugla skutum við félagarnir þrír. í ár er talan komin í níu hundruð og ég er enn að, er að skjóta fyrir Ákureyrar- bæ. Ég hef verið að plokka varg- inn niður við sláturhúsið, rækju- vinnsluna og frystihúsið. Þegar ég tala um varginn þá á ég við sílamáfinn, silfurmáfinn og veiði- bjölluna. Ég hef ekki hróflað við hettumáfnum en hann er friðaður yfir sumartímann. Hettumáfur- inn er vandamál í byggðum Eyjafjarðar og á málum verður að taka, en breytt löggjöf verður að koma til. Árni Logi, meindýraeyðir á Húsavík, hefur haldið því fram að Eyjafjörðurinn sé gróðrarstía vargfugls og í blaðagrein hefur Árni sagt, að hann sé búinn að veiða 9000 hrafna frá 1978 og 45000 veiðibjöllur. Fuglastofnar í landinu hafa verið rannsakaðir. Fræðimenn hafa fylgst vel með veiðibjöllustofninum þá sérstak- lega í sambandi við æðarræktina. Stofninn er ríflega áætlaður 25.000 fuglar. Árni er því búinn, að eigin sögn, að taka tvöfaldan stofninn á þessu tímabili. Ég véfengi þessar tölur, dæinið gengur ekki upp. Á innanverðu Eyjafjarðarsvæðinu er áætlað í dag að vargfuglastofninn sé um 3000 fuglar, sem er of mikið, enda er unnið að grisjun." Ekki örlar fyrir veiöimenningu á Islandi „Sé litið til gæsarinnar, þá er ekki nokkur vafi að stofnarnir umhverfis þéttbýlisstaðina hafa dalað. Þetta er vegna eggjatínslu á vorin. Á Akureyri eru til menn sem eru sem versti vargur. Einn veit ég um, sem fór um Eyja- fjarðarárbakkana og tók 240 gæsaegg á einum dagparti. Þessir eggjaþjófar stunda einnig iðju sína á Moldhaugnahálsi. í fyrra voru fjörutíu pör í varpi á hálsin- um, en í vor voru þau aðeins tólf. Úr þessum tólf hreiðrum komst enginn ungi á legg. Öllum eggj- um var stolið. Þetta er alvarlegt mál. Gæsin er drepin í stórum stíl á vorin víða um land. Menn fara á vélsleðum og strádrepa fuglinn. Við svo má ekki búa. Þessar veiðar verður að stöðva enda er fuglinn friðaður. Eitt vil ég nefna. Gæsin verður að fá frið í náttstað. í dag liggja veiðimennirnir á þessum stöðum. Náttstaðirnir inn með Eyja- fjarðaránni, sem voru taldir þrír hér áður fyrr, eru allir ónýtir. Sé farið með byssur og skotið í náttstað gæsarinnar þá forðast fuglinn þessa kjörstaði. Fyrir tveimur árum voru náttstaðir gæsarinnar í hólmum Skjálfanda- fljóts norðan Þingeyjar eyðilagð- ir. Skotveiðimenn ruddust yfir landið og skutu í kvöldhúminu. í fyrra var sami leikur endurtek- inn. Gæs hefur ekki sést svo nokkru nemur síðan í náttstað. Bretinn leyfir ekki veiðar við náttstað að kvöldi og að morgni með takmörkunum. Þá verður fjarlægðin frá náttstaðnum að vera einn kílómeter hið minnsta. Þetta ættu íslendingar að taka upp. Af langri reynslu er mér Ijóst að friðun fuglastofna er ekki algild lausn. Langt í frá. Hins vegar verðum við að fara að lögum. Margir þessir kappsömu inenn eru hættulegir lífríkinu. Skotveiðimennska á fullan rétt svo lengi sem farið er að settum reglum og virðing sé borin fyrir bráðinni," sagði Agnar Tómas- son, veiðimaðurinn kunni frá Akureyri. ój /------------------ > Langar þig að starfa í björgunarsveit? Flugbjörgunarsveitin býöur þeim sem hafa áhuga á björgunarsveitastarfi á kynningarfund í húsi sveitarinnar aö Galtalæk fimmtudaginn 10. okt. 1991 kl. 20.00. Viö leitum að fólki frá 17 ára aldri sem hefur áhuga á björgunarstörfum, námskeiðum og ferðalögum tengdum þeim. Flugbjörgunarsveitin Akureyri v____________________________> Neytendasamtökin: Mótmæla ákvörðun samgönguráðuneytisins - um að hafna beiðni SAS um 6 nátta fargjald til Norðurlanda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.