Dagur


Dagur - 29.10.1991, Qupperneq 3

Dagur - 29.10.1991, Qupperneq 3
Þriðjudagur 29. október 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Lögreglan á Dalvík: Leitað að stúlkum - fundust í góðu yfirlæti Á sunnudagskvöld var lög- reglan á Dalvík beðin að svip- ast um eftir stúlkum sem höfðu farið akandi frá Akra- nesi klukkan hálf íimm um daginn og ætlað að ná Hrís- eyjarferjunni frá Árskógs- strönd. Þær höfðu lofað að láta vita þegar þær kæmu á leiðarenda en þegar ekkert hafði til þeirra spurst skömmu fyrir miðnætti var haft samband við lögregluna. Björn Víkingsson, lögregtu- varðstjóri á Dalvík, sagði að lögreglan hefði farið að leita að bílnum og einbeitt sér að þeim vegarköflum á leiðinni að Ár- skógssandi þar sem bíllinn hefði hugsanlega getað farið út af og ofan í skurð. „Þær höfðu hringt úr Þela- merkurskóla og grennslast fyrir um hvort ferjan gæti beðið eftir þeim. Hringurinn var því að þrengjast og við leituðum fram eftir nóttu. Björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Dalvík var í viðbragðsstöðu, en eftir allt þetta umstang fundust þær í bændagistingu í nágrenninu. Þær höfðu í einhverju hugs- unarleysi gleymt að láta vita af sér,“ sagði Björn. SS Slippstöðin hf.: Uppsagnir í gær og á fóstudag Öllum starfsmönnum í yfír- stjórn Slippstöðvarinnar var sagt upp sl. föstudag og í gær bárust mörgum iðnaðarmönn- um uppsagnarbréf. Eins og fram kom í Degi fyrir helgi samþykkti stjórn stöðvarinn- ar að segja allt að 40 iðnað- armönnum upp störfum. Síð- degis í gær var ekki Ijóst hve mörgum iðnaðarmönnum yrði sagt upp að þessu sinni. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, segir að upp- sagnir iðnaðarmanna verði því minni sem fleiri verkefni fáist. Því sé róið að því öllum árum að fá verkefni fyrir veturinn. í yfirstjórn verður hins vegar fækkað varanlega starfsmönn-. um. „Við ætlum að verða minni um einhvern tíma en ætlunin er að rísa upp aftur þegar mál þróast á betri veg,“ segir Sigurður. Hjá iðnaðarmönnum verður flestum málmiðnaðarmönnum sagt upp, enda sú starfsstétt fjöl- mennust í stöðinni. Þá verður sagt upp rafvirkjum og trésmið- um en lítil verkefni eru fyrir- sjáanleg hjá þessum starfshóp- um í vetur. JÓH Að afloknu stjórnarkjöri í Verkamannasanibandi íslands. Frá vinstri: Björn Grétar Sveinsson, formaður, Jón Karlsson, varaformaður, og Sævar Frímannsson, formaður Einingar. Mynd: ehb Þing Verkamannasambands íslands: Miklar breytingar á stjóm - Björn Grétar Sveinsson kjörinn formaður og Jón Karlsson varaformaður Þingi Verkamannasambands íslands lauk sl. föstudag með kosningum og urðu töluverðar breytingar á skipan fram- kvæmdastjórnar. Björn Grétar Sveinsson, verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn í Hornafírði, var kjörinn formaður í stað Guð- mundar J. Guðmundssonar og Jón Karlsson, verkamannafé- laginu Fram á Sauðárkróki, tekur við af Karli Steinari> Guðnasyni sem varaformaður. Björn Grétar hlaut 112 atkvæði til formannsembættisins á móti 26 atkvæðum Jóns Kjartanssonar úr Vestmannaeyj- um sem einnig var í framboði til formanns. Hrafnkell A. Jónsson frá Eskifirði var í mótframboði gegn Jóni Karlssyni til embættis varaformanns. Jón hlaut 95 atkvæði, en Hrafnkell 43. í fram- boði til gjaldkera sambandsins voru þau Halldór Björnsson úr Dagsbrún, Elínbjörg Magnús- dóttir frá Akranesi og Sigurður T. Sigurðsson úr Hafnarfirði. Atkvæði milli þeirra féllu þannig að Halldór hlaut 71, Elínbjörg 56 og Sigurður 12 atkvæði. Karítas Pálsdóttir var ein í framboði til ritara sambandsins og einróma kjörin í það embætti. Auk þess- ara fjögurra sitja í hinni nýju framkvæmdastjórn: Guðmundur J. Guðmundsson, Hervar Gunn- arsson, Guðmundur Finnsson, Enn um hellurnar á Ráðhústorgi á Akureyri: „Vandamálið liggur í hönnun verksins“ - segir Friðrik Bjarnason, verktaki, og svarar ummælum framkvæmdastjóra Malar og sands í Degi sl. föstudag „Ég vil mótmæla ummælum Hólmsteins T. Hólmsteinsson- ar, framkvæmdastjóra Malar og sands hf. í Degi er hann segir, að svo virðist sem þung- um tækjum hafi verið ekið inn á hellulögnina áður en búið var að læsa henni með sandburði og því hafí hellurnar brotnað á vissum hluta torgsins á mjög sérstakan hátt, þ.e. á hornum þess flatar er snýr inn að miðju torgsins,“ segir Friðrik Bjarna- son, verktaki við hellulagningu á Ráðhústorgi. Friðrik segir rétt að hellur hafi brotnað óeðlilega mikið á vissum afmörkuðum svæðum torgsins. Hann telur að ekki sé um að kenna gallaðri framleiðslu. Þær hellur er reyndust gallaðar frá framleiðanda hafi ekki verið not- aðar. Hluti hellna af stærðinni 20x10 hafi ekki staðist útboðs- og verklýsingu sem og hellur af stærðinni 30x30x6. Þá segir Friðrik að borið hafi á að stærri hellurnar væru með of gróft neðraborð og því ekki verið notaðar. Allar gallaðar hellur voru bættar af framleiðanda. „Hólmsteinn vill kenna ófag- lærðum mönnum um ófarirnar og segir, að í byrjun verks hafi fag- lærðir menn unnið verkið, en svo sé ekki nú í jafn ríkum mæli. Þess- ar ásakanir Hólmsteins eru til- hæfulausar með öllu. Þeir sem unnu hér í upphafi eru ekki fag- lærðir og þeir sem vinna hér nú eru ekki faglærðir. Hellulögn er ekki faggrein. Hins vegar hef ég sem og flestir þeir er hér vinna dágóða reynslu af hellulagningu. Ekki er hægt að kenna starfs- mönnum um það sem úrskeiðis hefur farið. Vandamálið liggur í hönnun verksins og að hellur sem eru jafnar á kant eru lagðar í hring. Þetta hefðu tæknimennirn- ir og arkitektarnir átt að sjá. Sök- in er þeirra. Ég benti í upphafi verks á vandamálið. Óeðlileg spenna er í fletinum á vissum stöðum er veldur broti,“ sagði Friðrik Bjarnason. ój Sigurður Ingvarsson og Björn Snæbjörnsson. SBG Loðniikvótinn: Rúm 187 þúsund tonn í hlut íslendinga Sjávarútvegsráðuneytið gaf á föstudag út leyfílegan bráða- birgðakvóta á loðnu. Kvótinn er í samræmi við tillögu Haf- rannsóknastofnunar, eða 240 þúsund tonn. Af þessum kvóta koma 187.200 lestir í hlut íslands en 52.800 tonn skiptast jafnt á milli Noregs og Grænlands. Þorsteinn Pálsson, sjávar- útvegsráðherra, fundaði með hagsmunaaðilum á föstudag og eftir þann fund var bráðabirgða- kvótinn gefinn út. Vegna smá- loðnu á hluta þess svæðis sem loðnan er nú á hafa allar loðnu- veiðar verið bannaðar á tveimur svæðum. Sjávarútvegsráðuneytið ætlar að senda eftirlitsmenn með loðnuskipunum til að fylgja þessu banni eftir en eftir fyrstu viku nóvembermánaðar munu haf- rannsóknaskipin tvö halda á ný til loðnumælinga og eiga nýjar niðurstöður að liggja fyrir um 25. nóvember. JÓH Gunnar H. Jóhannesson: Athugasemd vegna greinar um hellulögn á Ráðhústorgi Miðvikudaginn 23. október hringdi ój blaðamaður á Degi í mig og bar undir mig athuga- semdir verktaka við hellulögn Ráðhústorgs um gæði á 10x20 cm hellum sem lagðar voru á Skipa- götu alls um 50 fm. Vegna ónákvæmni í framsetn- ingu á viðtalinu kemur ekki fram um hvaða galla er verið að ræða í sambandi við hellurnar. Við útboð á helluframleiðsl- unni var einkum lögð áhersla á eftirtalin atriði. Brotþol, frostþol, nákvæmni í stærð og áferð. Þeir 50 fm af gölluðum hellum sem rætt var um í viðtalinu brugðust fyrst og fremst í stærð- arnákvæmni. Brot- og frostþol þeirra upp- fyllir uppgefnar kröfur eins og aðrar hellur á torginu. Áferð hef- ur í stórum dráttum verið góð einkum á 30x30 cm hellunum sem er langstærsti hluti verksins, en þar hefur þó lítillega molnað úr hornum en á því er ekki ein- hlít skýring svo sem fram kemur í viðtalinu. Áður en viðtalið fór fram var búið að ræða þetta mál við hellu- framleiðandann og fullt sam- komulag um úrbætur. Samtalið við mig gaf á engan hátt tilefni til að fjalla um þetta mál á þann hátt sem gert var og fyrirsögnin gefur mjög villandi hugmynd um það sem fjallað var um í viðtalinu. Ef grein blaðamannsins hefur því orðið til að lesendur blaðsins álíti að allar hellur á torginu standist ekki gæðakröfur er það alrangt þar sem málið snerist ein- göngu um stærðarnákvæmni á til- tölulega fáum fermetrum af alls 2500 fm af hellum. Gunnar H. Jóhanncsson, deildarverkfræðingur. Odýrir frottésloppar á böm og fullorðna Bróderuð koddaver og svæfilver. Blúndudúkar • Ungbarnanærföt. Jakkapeysur • Kjólar í úrvali. Sokkabuxur, 3 í pakka. Verið velkomin Khbavershm Sigurbar Gubmundssouarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.