Dagur - 29.10.1991, Side 9

Dagur - 29.10.1991, Side 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 29. október 1991 Þriðjudagur 29. október 1991 - DAGUR - 9 Iþróttir Úrvalsdefld A-riðill Haukar-Tindastóll 106:103 ÍBK-SnæfelI 106:77 Skaliagrímur-Valur 80:90 Þór-KR 109:111 UMFG-UMFN 89:74 KR 5 4-1 496:416 8 UMFN 5 4-1 432:393 8 Tindastóll 5 2-3 450:452 4 Snæfell 5 1-4 358:446 2 Skallagrímur 5 0-5 374:458 0 B-riðill ÍBK 5 5-0 510:392 10 UMFG 5 4-1402:378 8 Haukar 5 3-2 451:473 6 Valur 5 2-3 432:443 4 Þór 5 0-5 393:447 0 Handknattleikur 1. deild KA-Haukar 24:17 Selfoss-Stjarnan 26:25 IBV-FH 27:29 Grótta-UBK 18:17 HK-Víkingur 17:25 Fram-Valur 17:29 FH 5 5-0-0 143:109 10 Víkingur 4 4-0-0 111:86 8 Stjarnan 5 3-1-1 125:112 7 HK 4 2-1-1 94: 89 5 Selfoss 5 2-1-2 134:134 5 Haukar 5 2-1-2 111:113 5 Fram 5 1-3-1104:115 5 Valur 4 1-1-2 104:102 3 Grótta 5 1-1-3 89:111 3 KA 4 1-0-3 99:106 2 ÍBV 3 0-1-2 76: 79 1 UBK 5 0-0-5 79:117 0 2. deild HKN-ÍH 28:24 Völsungur-Ármann Þór-Ármann Ögri-UMFA 1R Þór HKN UMFA Ármann KR ÍH Völsungur ÍH Fjölnir Ögri 4 4-0 3 3-0- 3 3-0- 4 3-0. 5 2-0- 3 1-0- 2 1-0- 3 1-0. 3 1-0. 4 1-0- 5 0-0- 24:28 26:20 17:27 94:62 8 88:53 6 83:49 6 87:69 6 104:96 4 65:52 2 51:41 2 67:75 2 60:70 2 65:85 2 5 79:134 0 Blak 1. deild karla Þróttur N.-ÍS Víkingur Völsungur ÍS UBK KA HK Þróttur N. Sindri 3 3-0 3 3-0 3 2-1 4 2-2 2 1-1 3 1-2 1:3 9:1 6 9:2 6 7:6 4 6:8 4 4:3 2 6:6 2 5 1-4 6:12 2 3 0-3 0:9 0 1. deild kvenna Þróttur N.-ÍS 1:3 Þróttur N.-ÍS 0:3 Umf. Skeið-HK 0:3 IS HK Þróttur N. KA Þróttur R. Umf. Skeið 4 4-0 12:2 8 4 3-1 10:6 6 6 2-4 11:13 4 1 1-0 3: 1 2 4 1-3 6:112 3 0-3 0: 9 0 Handknattleikur: Langþráður sigur hjá KA-mönnum KA-menn brutu loksins ísinn og unnu sinn fyrsta sigur á Is- landsmótinu í handbolta þegar þeir mættu Haukum á Akur- eyri á föstudagskvöldið. Sigur- inn var bæði verðskuldaður og sannfærandi, 24:17. „Við höf- um verið að detta niður á ansi Iágt plan í fyrri leikjum en sluppum við það núna og spil- uðum vel allan tímann. Eg er sérstaklega ánægður með bar- áttuna í vörninni og stuðningur áhorfenda var frábær,“ sagði Pétur Bjarnason, fyrirliði KA. Það var greinilegt strax í upp- hafi hvert stefndi. KA náði for- ystunni í byrjun, Haukar jöfnuðu 3:3 en eftir það skildu leiðir og það var aldrei spurning hvort lið- ið myndi sigra. Haukar áttu í miklum vandræðum með að finna leiðir í gegnum geysisterka vörn KA-manna og ef það tókst strönd- uðu skot þeirra æði oft á Axel sem var í banastuði í markinu. í sókninni léku KA-menn af mun meiri yfirvegun en þeir hafa gert til þessa og árangurinn lét ekki á sér standa. Munurinn jókst jafnt og þétt, varð 12:7 fyrir hlé og lengi 8 mörk í seinni hálfleik. Haukarnir reyndu þá að taka bæði Alfreð og Erling úr umferð en allt kom fyrir ekki. „Ég er rosalega ánægður með þennan leik. Loksins small vörn- in saman hjá okkur og við unnum þetta fyrst og fremst á varnarleik. Ég var svolítið stressaður í byrj- un en það var sem betur fer ástæðulaust, við náðum að sýna að við erum mun betri en fyrstu leikirnir gáfu til kynna,“ sagði Sigurpáll Árni Aðalsteinsson sem átti enn einn stórleikinn fyrir KA og skoraði hvert markið öðru glæsilegra úr vinstra horninu. Hann nýtur góðs af því að vera búinn að fá Alfreð við hliðina á sér og nýtist nú liðinu eins og hann á að gera. Alfreð var grfðar- lega sterkur í vörn og sókn, þrátt fyrir að hann væri tekinn úr um- ferð lengst af, og sama má segja um Erling sem átti frábæran leik en hefði mátt skjóta meira. Þá átti Jóhann Jóhannsson sinn langbesta leik til þessa og virðist vera að finna sig í KA-búningn- um. Haukarnir voru hálfdaprir og fljótir að gefast upp. Lykil- mennirnir þrír fyrir utan, Halldór, Páll og Baumruk kom- ust lítið áleiðis í sókninni og þá var ekki mikið eftir af liðinu. Flestir leikmennirnir og þjálfari (nema hvað?) létu lélega dóm- gæsluna fara alltof mikið í taug- arnar á sér og máttu í lokin ekk- ert vera að því að spila handbolta fyrir nöldri. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 10/4, Alfreð Gíslason 5, Jóhann Jóhanns- son 4, Erlingur Kristjánsson 2, Pétur Bjarnason 2, Þorvaldur Þorvaldsson 1. Axel Stefánsson varði 13/2 skot og Björn Björnsson 1. Mörk Hauka: Petr Baumruk 7/4, Halldór Ingólfsson 3/1, Páll Ólafsson 3/1, Jón Örn Stefánsson 2, Sveinberg Gíslason 2. Magnús Árnason varði 6/1 skot og Páll Poulsen 1. Dómarar: Runólfur Sveinsson og Hlynur Jóhannsson. Æ, æ, æ. Erlingur Kristjánsson átti stórleik og varnarmönnum Hauka virtist nákvæm- lega sama þótt hann væri í nýjum búningi. Mynd: Goiii Handknattleikur, 2. deild: Þriðji sigur Þórsara í röð Þórsarar láta ekki staðar num- ið í 2. deildinni í handknattleik og á laugardag unnu þeir öruggan sigur á Ármenning- um, 26:20. Leikurinn var þó jafn framan af og staðan í hléi var 10:8. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og Ármenningar yfirleitt skrefinu á undan. Þeir höfðu forystuna 8:7 en Þórsarar skoruðu þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik og létu for- ystuna ekki af hendi eftir það. Þeir höfðu greinilega undirtökin í seinni hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. „Ég er nokkuð ánægður með þetta. Ármenningar eru með ágætis lið og það er greinilega mun meiri alvara í þessu hjá þeim en í fyrra. Það hefur verið vandamál hjá okkur að nýta dauðafærin og við fórum illa með ein 15 í fyrri hálfleik. Það vantar meiri vandvirkni. Annars finnst mér liðið spila skemmtilegan handbolta og það er synd hvað fáir fylgjast með leikjunum. Fólk Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Haukar lögðu Tindastól Haukar sigruðu Tindastól 106:103 í mjög fjörugum og skemmtilegum leik í Hafnar- fírði á laugardag. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en 8 stig Hauka í röð á lokamínútunum gerðu gæfu- muninn. Sóknarleikurinn hafði forgang í leiknum en varnarleikurinn sat á hakanum. Mikill hraði var all- ann tímann og liðin hittu vel. Leikurinn var í járnum allan tím- ann og munurinn sjaldnast meiri en 5-6 stig. Staðan í hléi var 56:56 og í seinni hálfleik voru Stólarnir lengst af skrefinu á undan. Skömmu fyrir leikslok höfðu þeir náð 6 stiga forystu, 98:92, en þá kom slæmur leikkafli og Hauk- arnir skoruðu 8 stig í röð og héldu forystunni eftir það á æsi- spennandi lokasekúndum. Einar Einarsson fór á kostum í liði Tindastóls í fyrri hálfleik og skoraði þá 18 stig, 12 úr þriggja stiga skotum. Hann skoraði hins vegar ekki stig í seinni hálfleik. Valur var sterkur allan tímann og Ivan Jonas og Haraldur Leifsson voru góðir í seinni hálfleiknum. Ivan var mjög sterkur undir körf- unni og Haraldur sýndi á sér nýja hlið og raðaði niður þriggja stiga skotunum. Haukaliðið var jafnt en mest bar á þeim ívari Ásgrímssyni og Jóni Arnari Ingvarssyni sem báð- ir áttu stórleik. RK/JHB Stig Hauka: Ivar Ásgrímsson 27, Jón Arnar Ingvarsson 26, Mike Dizaar 14, Jón Örn Guðmundsson 13, Pétur Ingvarsson 10, Reynir Kristjánsson 8, Eggert 6, Tryggvi 2. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 26, Ivan Jonas 25, Haraldur Leifsson 25, Einar Einarsson 18, Karl Jónsson 7, Kristinn 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Krist- inn Óskarsson. Dæmdu vel. virðist fara eftir andstæðingunum þegar það ákveður hvort það á að koma en mér finnst að menn ættu að mæta og styðja sitt lið, sama við hverja það er að spila,“ sagði Jan Larsen, þjálfari Þórs. Leikur Þórsara lofar góðu en styrkur þeirra kemur þó ekki í ljós fyrr en þeir fara að spila við sterkustu liðin í deildinni. Varn- arleikurinn virðist vera nokkuð gloppóttur ennþá en sóknar- leikurinn lítur vel út. Ole Nielsen fer þar fremstur í flokki, mjög skemmtilegur og fjölhæfur leikmaður. Rúnar og Jóhann eru báðir sterkir fyrir utan og Sævar lék mjög vel í horninu í seinni hálfleik. Mörk Þórs: Ole Nielsen 8, Jóhann Samúelsson 5, Rúnar Sigtryggsson 5, Sævar Árnason 5, Atli Rúnarsson 1, Ingólfur Samúelsson 1, Kristinn Hreins- son 1. Mörk Ármanns: Ásgeir Sveinsson 6, Ein- ar Naby 6, Ingólfur Steingrímsson 3, Magnús Guðmundsson 3, Einar Benón- ýsson 2. Dómarar: Kristján Sveinsson og Þorlák- ur Kristjánsson. Haustmót Júdósambandsins: Freyr Gauti og Guðlaugur með gufl Freyr Gauti Sigmundsson og Guðlaugur Halldórsson, KA, unnu báðir yfírburðasigra í sín- um þyngdarflokkum á Haust- móti i Júdósambands Islands sem fram fór í Laugardalshöll og æfíngahúsnæði Júdódeildar Ármanns um helgina. Þrír KA-menn kræktu sér alls í fern verðlaun og tveir Skag- fírðingar náðu í tvenn brons- verðlaun. Freýr Gauti hafði mikla yfir- burði í -78 kg flokknum og sama má segja um Guðlaug í -86 kg flokknum. Guðlaugur stóð sig einnig mjög vel í opna flokknum, hafði yfir á móti Sigurði Bergmann allt þar til í lok glímunnar en tap- aði og sagan endurtók sig í viður- eign hans við Halldór Hafsteins- son og Guðlaugur mátti sætta sig við bronsið. Þá stóð Jón Jakobs- son lengi uppi í hárinu á Sigurði í +95 kg flokknum. Tveir piltar frá Varmahlíð tóku þátt í sínu fyrsta móti og krækti hvor í bronsverðlaun. Voru þeir báðir mun léttari en mótherjarnir og lofaði frammi- staða þeirra góðu. Færri keppendur frá KA tóku þátt í mótinu en til stóð. Bæði Jón Óðinn Óðinsson og Baldur Stefánsson meiddust á síðustu æfingu fyrir mót og Ari Kolbeins- son meiddist snemma í mótinu og var þar með úr leik. Þess má geta að Freyr Gauti Sigmundsson undirbýr sig nú fyr- ir Evrópumeistaramót 21 árs og yngri sem fram fer í lok nóvem- ber í Finnlandi. Úrslit um helgina urðu þessi: - 60 kg fl. karla 1. Höskultíur Einarsson JFR 2. Jóhanm Hallgrímsson UMFG 3. Gils Matthíasson Umf. Self. -65 kg fl. karla 1. Hilmar Kjartansson UMFG 2. Snorri Karlsson Árm. 3. Eyjólfur Sigurðsson Árm. Freyr Gauti vann -78 kg flokkinn með yfirburðum. -71 kg fl. karla 1. Helgi Júlíusson 2. Karl Erlingsson 3. Eiríkur I. Kristinsson -78 kg fl. karla 1. Freyr Gauti Sigmundsson 2. Karel Halldórsson 3. Kristján Ársælsson -86 kg fl. karla 1. Guðlaugur Halldórsson Handknattleikur, 2. deild: Enn ósigur hjá Völsungi Árm. 2. Sigurjón Hreinsson JFR +95 kg fl. karla Árm. 1. Sigurður Bergmann UMFG Árm. 2. Jón Jakobsson Opinn flokkur karla KA KA 1. Sigurður Bergmann UMFG Árm. 2. Halldór Hafsteinsson Árm. JFR 3. Guðlaugur Halldórsson -60 kg fl. unglingar A KA KA 1. Gígja Gunnarsdóttir Árm. Völsungar máttu sætta sig við fjögurra marka ósigur, 24:28, gegn Ármenningum á Húsavík á föstudagskvöldið. Völsungar fóru vel af stað en afleitur leikkafli í fyrri hálfleik gerði út um vonir Völsunga. Heimamenn héldu forystunni þar til staðan var 9:8 en þá hljóp allt í baklás. Liðið missti einbeit- inguna, sofnaði í vörninni og hver mistökin ráku önnur í sókn- inni og Ármenningar röðuðu inn sjö mörkum í röð á skömmum tíma. Staðan var 10:16 í hléi og þar með voru úrslitin ráðin. Völsungar náðu reyndar að klóra í bakkann í seinni hálfleik og minnkuðu þá muninn einu sinni í tvö mörk en allt kom fyrir ekki. Erfitt er að taka út menn úr jöfnu Völsungsliði en hjá Ármenningum var Einar Naby yfirburðamaður. Mörk Völsungs: Vilhjálmur Sigmunds- son 6, Ásmundur Arnarsson 6, Skarp- héðinn ívarsson 6, Haraldur Haraldsson 4, Sveinn Freysson 2. Mörk Ármanns: Einar Naby 11, Ingólfur Steingrímsson 4, Magnús Guðmundsson 4, Jörgen Magnússon 3, Einar Benónýs- son 2, Ásgeir Sveinsson 2, Jón Sigurðs- son 1, Þorvaldur Ingimundarson 1. Fimmti ósigur Þórsara í úrvalsdeildinni: KR-sigur á efleftu stundu „Þetta var stórkostlegt. Eg er búinn að spila körfubolta upp alla yngri flokkana og í meist- araflokki síðan ég var 17 ára en hef aldrei áður skorað körfu á síðustu sekúndunni,“ sagði Páll Kolbeinsson eftir að hann skoraði sigurkörfuna á elleftu stundu í æsispenn- andi viðureign Þórs og KR á Akureyri á sunnudagskvöld- ið. Staðan var 109:109 og 11 sekúndur eftir þegar KR-ing- ar hófu sókn, Páll fór fram með boltann og út á vænginn, fann ekki samherja og skaut þá sjálfur af löngu færi og tryggði KR-ingum sigurinn í skemmtilegasta körfubolta- Ieik á Akureyri í langan tíma. Þórsarar hafa því tapað öllum fimm leikjum sínum en þess verður vart langt að bíða að þeir fari að hala inn stig. Liðið átti reyndar undir högg að sækja í fyrri hálfleik en það var fyrst og fremst fyrir góðan leik gestanna, þeir hittu frábærlega og náðu á tímabili 14 stiga for- skoti. Staðan í hléi var 51:58. Seinni hálfleikur var geysi- lega spennandi og skemmtileg- ur. Hraðinn var í fyrirrúmi, lið- in skoruðu grimmt en lítið var hugsað um varnarleik. Þórsarar voru mjög ákveðnir og söxuðu smátt og smátt á forskotið uns þeir náðu að jafna 64:64. Leikurinn var í járnum eftir það, KR-ingar yfirleitt skrefinu á undan en þegar staðan var 107:109 og 11 sekúndur eftir fengu Þórsarar tvö vítaskot. Sturla Örlygsson, besti maður vallarins, hitti úr báðum en Páll Kolbeinsson gerði vonir Þórs- ara um sigur að engu eins og fyrr er lýst. „Þetta var erfiður leikur og ég var heppinn að hitta. Ég er dauðfeginn að vera búinn með Þórsara hér á Akureyri, þeir spiluðu vel og verða ekki auð- unnir með þennan útlending. Hann er einn sá besti sem ég hef séð hér á landi og Sturla var frábær,“ sagði Páll. Það er óhætt að taka undir orð Páls. Þórsarar sýndu að þeir geta gert góða hluti og mega vera ánægðir með frammistöðu sína. Sturla átti stórleik, var hreinlega óstöðvandi og hugs- anlega hefði niðurstaðan orðið önnur ef honum hefði ekki ver- ið kippt tvisvar útaf á viðkvæm- um augnablikum. Var erfitt að sjá hvað vakti fyrir Casey þá. Hvað nýja „Kanann“ snertir virðast Þórsarar hafa dottið í lukkupottinn. Hann fór rólega af stað en lék mjög vel í seinni hálfleik, „teknískur,“ útsjónar- samur og baráttuglaður. Leik- maður sem á greinilega eftir að verða Þórsurum dýrmætur. ,Ég var ekki ánægður með sjálfan mig. Ég get spilað betur og veit að við hefðum unnið ef ég hefði gert það en boltinn hérna er nýr fyrir mér. Mér fannst liðið spila vel og sérstak- lega Stulli sem var frábær,“ sagði Harge. Það má reyndar hrósa flest- um í Þórsliðinu, Gunnar lék af gífurlegum krafti, Konráð var injög frískur og Georg skoraði mikilvægar þriggja stiga körfur. Þrátt fyrir að KR-ingar hafi haft heppnina með sér í lokin áttu þeir sigurinn skilinn. Þeir léku mjög vel allan tímann og sýndu mikinn „karakter" í lokin. Hittnin hjá þeim var oft á tíðum ótrúleg og þeir skoruðu t.d. úr 11 þriggja stiga skotum. Guðni var drjúgur allan tím- ann, Baer lengi í gang en geysi- lega sterkur í lokin og Axel skil- aði sínu eins op venjulega. Þá sýndi Lárus Arnason frábær tilþrif í byrjun og skoraði m.a. úr fjórum þriggja stiga skotum í röð. Stig Þórs: Sturla Örlygsson 42, Joe Harge 20, Gunnar Örlygsson 18, Kon- ráð Óskarsson 16, Georg Birgisson 9, Björn Sveinsson 4. Stig KR: Guðni Guðnason 28, Jon Baer 24, Axel Nikulásson 19, Lárus Árnason 16, Hermann Hauksson 13, Páll Kolbeinsson 8, Óskar Kristjánsson 3. Dómarar: Helgi Bragason og Leifur Garðarsson. Dæmdu mjög vel. Sturla Örlygsson var algerlega óstöðvandi og skoraði 42 stig gegn KR. 2. Berglind Ólafsdóttir Árm. 3. Pétur Ómarsson Varmahl. -60 kg fl. unglinga B 1. Gils Matthíasson Umf. Self. 2. Gunnar Sölvason Árm. 3. Theodór Karlsson Varmahl. , -71 kg fl. unglinga 1. Ari Sigfússon Árm. 2. Ríkharður Róbertsson Árm. 3. Friðjón I. Guðmundsson Árm. -25 kg fl. drengja 1. Atli Davíð Smárason UMFG 2. Víðir Jóakimsson Umf. Self. 3. Sigurður Már Davíðsson Árm. -30 kg fl. drengja 1. Haraldur J. Jóhannesson UMFG 2. Snævar Már Jónsson Árm. 3. Leon Hafsteinsson JFR -35 kg fl. drengja 1. Hartmann Pétursson Umf. Self. 2. Hlynur Helgason UMFG 3. Bogi Hallgrímsson UMFG -40 kg fl. drengja 1. Ólafur Baldursson JFR 2. Þorsteinn Baldursson Árm. 3. Funi Sigurðsson JFR -45 kg fl. drengja 1. Víðir Hermannsson Árm. 2. Jónas Þ. Oddsson JFR 3. Hróðmar V. Steinsson Árm. -50 kg fl. drengja 1. Magnús Óli Sigurðsson UMFG 2. Bjarni Skúlason Umf. Self. 3. Magnús Þór Samúelsson Árm. +50 kg fl. drengja 1. Atli Haukur Arnarson Árm. 2. Sigurður Þór Birgisson UMFG 3. Atli Gylfason Árm. Körfuknattleikur: sigurgöngu ÍBK? í kvöld mætast Tindastóll og Keflvíkingar í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki. Leikurinn hefst kl. 20. Búast má við hörkuleik því Stólarnir eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja en mótherj- arnir eru ekki af verri endanum. Keflvíkingar hafa átt góðu gengi að fagna, unnið alla sína leiki og eru greinilega með eitt sterkasta liðið í dag. I kvöld mætast einnig Vals- menn og KR-ingar í Valsheimil- inu. Handknattleikur: Þór-Völsungur íbikamum Þór og Völsungur mætast í kvöld í 1. umferð í bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 20.30. Þór og Völsungur léku einnig í fyrstu umferð á Akureyri í fyrra og unnu Þórsarar þá öruggan sigur. Þórsarar hafa nú fullt hús stiga í 2. deildinni, hafa unnið alla þrjá leikina, en Völsungar hafa hlotið tvö stig. Leiðrétting: Ágústknattspymu- maður Dalvfloir í síðasta föstudagsblaði slæddist inn villa í myndatexta um Dal- víkurliðið í knattspyrnu. Þar var sagt að Gísli Davíðsson hefði verið kjörinn knattspyrnumaður ársins á Dalvík en það var hins vegar Ágúst Sigurðsson sem varð fyrir valinu. Er beðist velvirðing- ar á þessu. Loksins sigur hjá Bayem ■ Bayern Múnchen vann loksins lang- þráðan sigur um helgina, 3:0 á Borussia Mönchengladbach. Gamla kempan Tony Schumacher stóð í marki Bayern og vilja menn að miklu leyti þakka honum sigurinn enda stjórnaði hann vörninni eins og herf- oringi. Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer eru nú orðnir varaforsetar liðsins og eitt blað sló upp fyrir sögninni: „Keisarinn kom Bæjurum aftur í leður- buxurnar," en leðurbuxur eru hluti af þjóðbúningi Bæjara og síðustu vikur þykja þeir hafa haft þær á hælunum. Augenthal- er tók sér stöðu í vörninni og þótti standa sig vel. Þótt Bayern hafi kannski ekki lcik- ið neina stórkostlega knattspyrnu voru greinilcga batamerki á ieik liðsins og Beckenbauer sagði í viðtali við Bild enn væru möguleikar á að komast áfram í Evrópukeppnina. Til þess þarf liðið að sigra B-1903 frá Danmörku 4:0. ■ Schumacher er rúmlega helmingi eldri en yngsti leikmaður Bayern sem lék urn helgina. Sá er 18 ára en Schumacher 37 ára. ■ Stuttgart skrapp til Dortmund og gerði markalaust jafntefli. Eyjólfur byrjaði á varamannabekknunt en kom inn á í seinni hálfleik í stöðu tengiliðs. Kickers gerði grín að því að Daum, þjálfari Stuttgart, sagði fyrir leikinn að þarna mættust tvö mestu sóknarlið Þýskalands. Sagði Kickers að Daum hefði þarna kynnt nýja „sóknar- taktík“ sem fælist í að hafa 10 menn í eigin vítateig lengst af en Stuttgart þótti leika stífan varnarleik. ■ Frankfurt tapaði 0:1 á heimavelli fyrir Leverkusen. Éina mark leiksins var sjálfsmark. ■ Köln gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Werder Bremen í Köln, 5:0. Þetta var fyrsti heimasigur Köln á tímabilinu. Liðið þótti leika aldeilis frábæra knattspyrnu en það hefur átt í miklum vandræðum með að vinna leiki á tímabilinu og gert mikið af jafntefluin. ■ Stuttgarter Kickers og Schalke gerðu 1:1 jafntefli. ■ Núrnberg hefur cnn ekki tapað leik á heimavelli og á því varð engin breyting um helgina. Liðið sigraði Wattenscheid 3:1. Eckstein skoraði eitt markanna og er orð- inn markahæstur með 9 mörk. ■ Bochum sigraði Hansa Rostock 3:2 þannig að Holger Osieck, þjálfari Bochum. heldur vinnunni a.m.k. eina viku til viðbótar. Þykir nokkuð öruggt að hann hefði fengið að fjúka hefði liðið tapað. ■ Dynamo Dresden sigraði Fortuna Dússeldorf 2:0. Þar var aðeins eitt lið á vellinum eins og oft vill verða í Dresden en Dynamo vinnur hins vegar afar sjaldan á útivelli. ■ Staðan: Frankfurt Bayer Leverkusen Stuttgart Kaiserslautern Duisburg Borussia Dortmund Núrnberg Schalke Hamburger Hansa Rostock Werder Bremen FC Köln Bayern Múnchen Karlsruher Stuttgarter K. Bochum Dynamo Dresden Wattenscheid 15 8-4-3 34:17 20 15 6-7-2 17:11 19 15 7-4-4 26:15 18 15 7-44 25:17 18 15 5-8-2 19:14 18 15 74-4 28:27 18 15 64-5 26:22 16 15 64-5 24:20 16 15 4-8-3 15:15 16 15 6-3-6 25:23 15 15 5-5-5 21:19 15 15 2-11-2 19:19 15 15 5-4-6 20:23 14 15 54-6 18:26 14 15 4-4-7 20:23 12 15 4-4-7 19:28 12 15 5-2-8 11:2112 15 3-5-7 17:25 11 Bor. Mönchengladbach 15 4-3-8 13:23 11 Fortuna Dússeldorf 15 3-4-8 18:27 10 Einar Stefánsson, Þýskalandi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.