Dagur - 06.11.1991, Page 1
74. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 6. nóvember 1991
211. tölublað
klæddur tum frá ^rnhardi lerrabudin
| HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 ■ BOX 397
Aðgerðir í mjólkurframleiðslunni til að draga úr birgðasöfnun:
Bændum verða greiddar 35 krónur á
hvem lítra sem þeir framleiða ekki
- hugmynd uppi um að mjólkursamlögin framleiði
úr 2,7 milljónum lítra af mjólk á eigin ábyrgð
Mjólkurframleiðendur hafa nú
fengið í hendur tilboð Fram-
kvæmdanefndar búvörusamn-
inga um að þeir afsali sér hluta
framleiðsluheimilda á yfir-
standandi verðlagsári í því
skyni að draga úr birgðum
mjólkurvara sem vaxið hafa
hraðbyri að undanförnu. Alls
er áætlað að kaupa upp sem
svarar 5 milljónum lítra og
greiða bændum 35 kr. fyrir
hvern lítra. Auk þessa er sú
hugmynd nú komin upp að
mjólkursamlögin taki við og
framleiði úr 2,7 milljónum lítra
af mjólk á eigin ábyrgð sem
þýðir að þau yrðu að koma
afurðum úr þessari mjólk á
erlenda markaði. Óskar Gunn-
arsson, formaður Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði,
staðfestir að óformlegt tilboð í
þessa veru sé komið frá ríkis-
valdinu en hann segir að í
byrjun næsta mánaðar skýrist
hvort af þessu verði.
í bréfi sem Framleiðsluráð
landbúnaðarins hefur sent mjólk-
urframleiðendum kemur fram að
ástæður birgðasöfnunar mjólkur-
vara á síðustu mánuðum eru fyrst
og fremst þær að framleiðsla
mjólkur hefur aukist, lítilsháttar
samdráttur hefur orðið í sölu
mjólkurvara innanlands og erfið-
leikar varðandi sölu mjólkurvara
á erlendum markaði hafa aukist.
Eins og áður segir býðst mjólk-
urframleiðendum að selja hvern
Ferskar afurðir:
Svínakjötið
vinsælt
„Ég vildi helst ekkert fá nema
svínakjöt núna, því markaður-
inn fyrir það virðist vera í jafn-
vægi í dag. Þessi tími er líka
góður í svínakjötssölunni, því
allir eru að gera sig klára fyrir
jó)aösina,“ segir Sigfús Jóns-
son í Ferskum afurðum á
Hvammstanga.
Sauðfjárslátrun er lokið hjá
Ferskum, en slátrað var um 6000
fjár og var allt kjöt sent sam-
dægurs suður á markað. Að sögn
Sigfúsar mun tíminn fram að ára-
mótum því aðallega fara í nauta-
og folaldaslátrun auk þess sem
verið er að lóga svínum.
„Eftirspurn eftir svínakjöti er
mikil og allt sem maður nær að
festa hönd á er fljótt að seljast.
Svínabú hér í kring eru aftur á
móti orðin frekar fá,“ segir
Sigfús.
Sigfús segir sölu á folalda- og
hrossakjöti vera daufa á þessum
tíma árs enda fólk með hugann
við annað en hrossakjötsát.
Hann segir þá kjöttegund því
vera þá einu sem verði að frysta,
en annað fari beint suður til
kaupenda sem fersk afurð. SBG
lítra af framleiðsluheimildum
sínum fyrir 35 kr. en þessir samn-
ingar eiga ekki að skerða fram-
leiðsluheimildir næsta verðlags-
árs, sem hefst 1. september næst-
komandi. Geri bændur samninga
fyrir 15. desember fá þeir
greiðslu 10. janúar en samningar
sem gerðir eru á tímabilinu 15.
desember til 1. mars verða ekki
greiddir fyrr en 1. apríl.
Ljóst er að uppkaup á 5 millj-
ónum lítra af framleiðsluheimild-
um mjólkurframleiðenda nægja
ekki til að ná niður birgðum og
því er sú hugmynd nú komin upp
að mjólkursamlögin taki 2,7
milljónir lítra til vinnslu á eigin
ábyrgð. Óskar Gunnarsson segir
að spurningin sé sú hvort samlög-
in vilji gera þetta en í þessum
mánuði muni verða reiknað út
hvort fjárhagslega sé rétt af þeim
lað vinna úr þessu magni til út-
flutnings.
„Þetta verður skoðað á næstu
vikum og svar höfum við ekki
fyrr en í byrjun desember. Þá
þarf að vera skýrt hvað á að gera
en eins og allir sjá eru afurða-
stöðvarnar á fá á sig mikið kjafts-
högg því þessar aðgerðir nú þýða
færri mjólkurlítra til vinnslu og
þar af leiðandi hærri vinnslu-
kostnað á hvern lítra,“ segir
Óskar. JÓH
Fjármögnun Iðnþróunarfélags EyjaQarðar:
Stendur í Akureyringiim
Töluveröar umræöur spunnust
í bæjarstjórn Akureyrar í gær
um fjármögnun Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar hf. í bókun
bæjarráðs frá 24. október sl. er
lagt til að Akureyrarbær leggi
fram 480 kr. á íbúa til félagsins
á þessu ári, í samræmi við sam-
þykkt síðasta aðalfundar Iðn-
þróunarfélagsins, og jafnframt
kemur þar fram að meirihluti
bæjarráðs telji eðlilegt að öll
fjárframlög sveitarfélaga til
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
verði í formi hlutafjárfram-
laga.
í samþykkt aðalfundar Iðn-
þróunarfélagsins 14. júlí sl. var
lagt til að helmingur þeirrar upp-
hæðar sem sveitarfélög, er aðild
eigi að félaginu, leggi fram skoð-
ist sem rekstrarframlag og helm-
ingur hlutafjárframlag. Björn
Jósef Arnviðarson (D) lagði til á
bæjarstjórnarfundinum í gær að
Akureyrarbær setti það sem skil-
yrði fyrir framlagi bæjarins að
það verði allt hlutafé.
Skiptar skoðanir voru um til-
löguna og lýsti Gísli Bragi Hjart-
arson (A) einn sig fylgjandi svo
róttækri hugmynd.
Tillaga Björns var felld með 8
atkvæðum gegn atkvæðum þeirra
Gísla Braga og málinu í heild var
vísað aftur til bæjarráðs. óþh
„O, ætli við fáum ekki ineiri snjó en þetta í vetur. En það er best að taka
forskot á sæluna.“ Mynd: Golli
FSA bráðvantar hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild:
„Trulega er kaup ekki í
samræmi við ábyrgð og á!ag“
- segir Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri bráðvantar hjúkrunar-
fræðinga á gjörgæsludeild, en
illa gengur með mannaráðn-
ingar þrátt fyrir auglýsingar og
fyrirspurnir um land allt.
Að sögn framkvæmdastjóra
Fjórðungssjúkrahússins, Inga
Björnssonar, eru níu stöður
hjúkrunarstarfsmanna leyfðar
við gjörgæsludeildina, en á deild-
inni vinna nú aðeins sex faglærðir
starfsmenn. Deildin telur fimm
gjörgæslurúm auk herbergis þar
sem fólk bíður þess að vakna eft-
ir minni háttar aðgerðir. Her-
bergið gengur undir nafninu
„vöknun“. Góð vinnuaðstaða er
á deildinni og aðlögun nýrra
hjúkrunarfræðinga fer fram með
reyndum hjúkrunarfræðingum.
„Við náum ekki að manna þær
stöður hjúkrunarfræðinga er við
höfum heimild fyrir. Þegar einn
hjúkrunarfræðingur af gjörgæslu-
deild fær barnsburðarleyfi og
enginn kentur í hans stað skapast
vandræðaástand sem eðlilegt er
þar sem deildin er undirmönnuð.
Starfið á gjörgæsludeild er afar
sérhæft og krefjandi. Enginn
gengur inn í slfkt starf án hald-
góðrar starfsreynslu. Orsök þess
að svo illa gengur að manna
deildina er trúlega að kaup er
ekki í samræmi við ábyrgð og
álag starfsfólks, en við verðum að
finna lausn á vandanum fljótt og
vel,“ sagði Ingi Björnsson. ój
„Hundamálið“ á Dalvík:
Eiganda hundsins gert að greiða
150 þúsund krónur í skaðabætur
- og 78 þúsund krónur í málskostnað auk vaxta
Dómur er fallinn í bæjarþingi
Dalvíkur í skaðabótamáli er
Björn Víkingsson, lögreglu-
varðstjóri á Dalvík, höfðaði
gegn Gylfa Gunnarssyni á
Akureyri. Málið var höfðað
vegna líkamlegs og andlegs
áverka er lögregluvarðstjórinn
taldi sig hafa orðið fyrir er
hann reyndi að handtaka hinn
stefnda við Sæluhúsið á
Dalvík.
Um er að ræða „hundamálið“
svokallaða, þarsem stefndi sigaði
hundi sínum á stefnanda fyrir
utan Sæluhúsið á Dalvík í lok
ágúsl 1990, með þeim afleiðing-
um að hann hafi hlotið af því var-
anlegan áverka, andlega sem lík-
amlega, auk þcss sem fatnaður
hans hafi eyðilagst.
Stefnandi fór fram á kr.
15.000,- í fatatjón og kr.
485.000,- í ófjárhagslegt tjón. í
dómi Freys Ófeigssonar, héraðs-
dómara, er stefnda gert að greiða
stefnanda kr. 150.000,- ásamt
vöxtum og kr. 78.000.- í máls-
kostnað ásamt dráttarvöxtum.
Nánar er fjallað um dóminn á
bls. 3. -ój
Akureyri:
við sundlaug
Kona slasaðist í Glerársund-
laug síðastliðinn mánudag
og var flutt með sjúkrabif-
reið á Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri.
Þær upplýsingar fengust á
varðstofu slökkviliðsins á
Akureyri að konan hefði
handleggsbrotnað og hiotið
aðra áverka.
Tildrög slyssins voru þau að
konan rann til í tröppum sem
liggja að heitu pottunum á úti-
svæði sundlaugarinnar og
handleggsbrotnaði hún við
fallið. Fór hún þá inn í sturtu-
klefann en fékk aðsvif og hlaut
áverka á andliti er hún datt á
gólfið. SS