Dagur - 06.11.1991, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 6. nóvember 1991
Fréttir
Ályktun íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, vegna HM í handbolta 1995:
Staðið verði við gefin loforð svo
hægt sé að halda keppnina hér á landi
- áhugi áað kanna með byggingu handboltahallar áAkureyri verði hún ekki byggð í Kópavogi
Iþrótta- og tómstundaráð
Akureyrar, ályktaði á fundi
sínum á mánudag um heims-
meistarakeppnina í handknatt-
leik, þar sem m.a. skorað er á
alla þá sem hlut eiga að máli,
að standa við gefin loforð
þannig að hægt verði að halda
keppnina hér á landi árið 1995.
í ályktun íþrótta- og tóm-
stundaráðs segir orðrétt: „Á
undanförnum árum hefur mikil
vinna verið lögð í að fá heims-
meistarakeppnina í handknatt-
leik 1995 til íslands. Jafnframt
hefur veruleg uppbygging átt sér
stað í handknattleiksíþróttinni
víðs vegar um landið. Slíkur stór-
viðburður sem heimsmeistara-
keppnin er, myndi verða landi og
þjóð upplyfting á sviði ferðamála
og ráðstefnuhalds og festa ísland
endanlega í þá umræðu sem
raunhæfan vettvang slíkra stór-
viðburða.
íþrótta- og tómstundaráð
Akureyrar bendir á að mikil upp-
bygging hefur átt sér stað á Akur-
eyri, m.a. í þeim tilgangi að hægt
verði að halda a.m.k einn riðil
heimsmeistarakeppninnar á
Akureyri. Það er því nauðsynlegt
að standa þétt saman til að hægt
verði að íjúka lokaáfanganum.
Ef svo ólíklega færi að ekki yrði
af byggingu handknattleikshall-
arinnar í Kópavogi, er ráðinu
kunnugt um mikinn vilja all-
margra einstaklinga hér á Akur-
eyri til að athuga hvort slík bygg-
ing gæti orðið liður í stærri upp-
byggingu íþrótta- og ferðamála
hér á Akureyri.
Iþrótta- og tómstundaráð
Akureyrar skorar því á alla þá,
sem hlut eiga að máli, að standa
við gefin loforð þannig að hægt
verði að halda heimsmeistara-
keppnina í handknattleik 1995 á
íslandi.
Að hætta við þessa fram-
kvæmd nú að miklu undirbún-
ings- og kynningarstarfi loknu,
myndi vafalaust skaða mjög
ímynd íslands sem ráðstefnu- og
ferðamannalands." -KK
Landssamband smábátaeigenda:
Fleiri störf skapast við smábáta-
útgerð en frystitogaraútgerð
í ályktun aðalfundar Lands-
sambands smábátaeigenda,
sem haldinn var um síðustu
helgi, kemur fram að væri afla
tveggja hæstu frystiskipanna í
togaraflota landsmanna úthlut-
að á smábáta sköpuðust í
kringum það um 500 störf í
Verkíærakynning
á Holzher og Peugeot
handverkfærum verður í
verslun okkar á föstudag og laugardag
Kynningarafsláttur
s
kapii
illum 13 I Akuret
hf
Furuvöllum13 I Akureyri
Sími 96-23830
stað 120. Smábátasjómenn
benda því stjórnvöldum á að í
vaxandi atvinnuleysi yrði það
sterkur leikur hjá stjórnvöld-
um að hvetja til aukinnar
útgerðar smábáta.
Smábátasjómenn lögðu á aðal-
fundi sínum fram fleiri saman-
burðadæmi varðandi smábátana
og frystitogarana.
„Skoðum stofnkostnað 136
smábáta annars vegar og tveggja
frystiskipa hins vegar. Dýrustu
krókaveiðibátar í nýsmíði á ís-
landi í dag kosta um 7 milljónir.
Stofnkostnaður þeirra yrði því
um 952 milljónir króna. Erlend
nýsmíði frystiskipanna myndi
Iiggja nálægt 1.800 milljónum
króna. Stofnkostnaður smábát-
anna yrði því um helmingi minni
en frystiskipanna. Dæmið er enn
athyglisverðara sé skoðaður
stofnkostnaður hvers ársverks. í
frystiskipadæminu kostar árs-
verkið 15 milljónir króna, en hjá
smábátunum 1,9 milljónir
króna," segir í ályktun smábáta-
eigenda. JOH
Kjördæmisþing framsóknarmanna:
Vill þjóðaratkvæða-
greiðslu um EES samninginn
EES samningarnir eru ofarlega
á baugi þessa dagana og fram-
sóknarmenn sem héldu kjör-
dæmisþing sitt á Raufarhöfn
um helgina fjölluðu um þá í
stjórnmálaályktun sinni á
þessa leið:
„Mikilvægasta málið í stjórn-
málaumræðunni á næstu mánuð-
um verður samningurinn um
EES. Framsóknarmenn í NE
benda á að samningurinn liggur
ekki enn fyrir í endanlegri gerð,
en af fréttum má ráða að á við-
skiptasviðinu hafi náðst veruleg-
ur árangur og fyrirvari um fjár-
festingabann útlendinga í útgerð
og fiskvinnslu sé tryggður.
Vert er þó á hinn bóginn að
benda á að veigamiklir fyrirvar-
ar, sem fyrri ríkisstjórn setti, eru
fallnir út og í staðinn er kominn
einn allsherjar fyrirvari sem
menn greinir mjög á um hversu
mikið hald sé í.
Þá verður að ganga rækilega úr
skugga um hve mikil takmörkun
sjálfsforræðis, bein eða óbein, sé
í samningunum og tryggja að
þjóöin verði upplýst um það og
samningurinn síðan borinn undir
þjóðaratkvæði áður en Alþingi
tekur endanlega afstöðu til
hans.“ IM
Ávaxtahringur... 295,-
Jólakaka...........260,-
Tilboðið stendur frá 6. nóv.-15. nóv.
BRAUÐGERÐ
OALVIK
Dalvík:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð hefur samþykkt
eftirtaldar umsóknir um bú-
fjárhald í Ytra-Holti: Hilmar
Daníelsson, Hólavegi 15, 2
hross, Björn Gunnlaugsson,
Drafnarbraut 2, 2 hross og
Einar Hjörleifsson, Lynghól-
um 14, 10 hross.
■ Friðbjörn Baldursson hefur
verið ráðinn til starfa á Kríla-
koti.
■ Ný gjaldskrá fyrir íþrótta-
hús og sundlaug. Gjald fyrir
klukkustund í íþróttahúsinu
hækkar úr 1200 krónum í1350
krónur. Þá breytist verðskrá
sundlaugar úr kr. 100 í kr. 110
fyrir fullorðna, en barnagjaid
verður óbreytt kr. 50.
■ Daltré hf. hefur fengið út-
hlutað lóðinni nr. 5 við
Skógarhóla.
■ Olíufélagið hf. hefur fengið
leyfi bygginganefndar til að
grafa 1900 lítra olíugeymi fyrir
steinolíu á lóð félagsins að
Hafnarbraut 24.
■ Á fundi félagsmálaráðs
nýverið var samþykkt tillaga
Steinunnar Hjartardóttur. fé-
lagsmálastjóra, um starfshætti
og vefksvið leikskólanefndar.
í nefndinni skulu sitja 3 full-
trúar, starfsmaður félagsmála-
ráðs auk tveggja félagsmála-
ráösmanna. Fulltrúi starfs-
manna og fulltrúi foreldrafé-
lagsins eiga seturétt á fundum
með málfrelsi og tillögurétt
þegar þeir óska eftir því eða
nefndin ákveður þaö. Nefndin
hittist á 4 til 6 vikna fresti, eða
þegar ástæða þykir. Nefndin
stendur fyrir könnun meðal
íbúa sveitarfélagsins á heildar-
þörf fyrir leikskóla, skóla-
gæslu, gæsluvelli og gæslu í
heimahúsi, sbr. lög um leik-
skóla. Nefndin gerir tillögu að
ráðningu starfsfólks fyrir leik-
skólann og semur erindisbréf
fyrir þá. Nefndin leysir úr
ágreiningsefnum sem upp
kunna að koma milli leikskól-
ans og forráðamanna barna í
leikskólanum, t.d. varðandi
biðlista/inntöku. í samvinnu
við leikskólastjóra sér nefndin
um að fylgt verði eftir ákvörð-
unum varðandi viðhald og
framkvæmdir við leikskólann.
■ Á fundi húsnæðisnefndar
nýverið kom fram að fimm
aðilar hafa boðið eldri íbúðir
tii sölu. Þetta eru Lárus Gunn-
laugsson, Hjarðarslóð 2d,
Margrét Ásgeirsdóttir, Stór-
hólsvegi 4, Sigvaldi Gunn-
laugsson, Mímisvegur 4
(e.h.), Gunnlaugur Kárason,
Hjarðarslóð 2c og Torfi Sig-
urðsson, Hjarðarslóð 4b.
Húsnæöisnefnd lýsir yfir vilja
sínum til að kaupa eldri íbúðir
til endursölu samkvæmt
félagslega kerfinu. Jafnframt
er bent á að reglur Húsnæðis-
stofnunar um þetta séu Dal-
vík óhagstæðar þar sem þær
heimila ekki kaup á einbýlis-
húsum eða húsnæði sem er
eldra en 15 ára.