Dagur - 06.11.1991, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 6. nóvember 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Að vinna að heill
sinna heimahaga
Atvinnuleysi hefur aukist verulega á Akureyri á síðustu
dögum. Fyrir um mánuði síðan voru 127 skráðir atvinnu-
lausir hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni í bænum. Nú í byrjun
nóvembermánaðar var tala atvinnulausra komin upp í 174
og eru karlar án vinnu heldur fleiri en konur. Miklar líkur eru
á að atvinnuleysi eigi eftir að aukast á Akureyri það sem
eftir er ársins og ef fer fram sem horfir er alveg óvíst að úr
þessu ástandi rætist það sem eftir er vetrar. Fyrirtæki í bæn-
um eru að segja upp fólki með fyrirvara og hæst ber þar erf-
iða verkefnastöðu skipaiðnaðarins og uppsagnir hjá Slipp-
stöðinni og Vör hf.
Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna
á Akureyri, sagði í samtali við Dag nýverið að mjög þung-
lega horfi fyrir málmiðnaðarmenn á þessu svæði ef upp-
sagnirnar hjá Slippstöðinni komi til framkvæmda. Hann
kvaðst halda fast í þá von að unnt verði að endurráða þá
menn, sem nú hafa fengið uppsagnarbréf því staða annarra
fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu sé með þeim hætti að þau
geti ekki tekið við þessum mönnum. Hákon sagði ennfrem-
ur að verði tekin ákvörðun um að skera Slippstöðina niður
úr stórfyrirtæki í meðalstórt fyrirtæki þá hafi slík aðgerð víð-
tækar afleiðingar sem virkað geti mjög neikvætt fyrir málm-
iðnaðarmenn á Akureyri og einnig á bæjarfélagið sem heild.
Þótt þunglega horfi nú með atvinnu fyrir skipasmiði og
aðra málmiðnaðarmenn á Akureyri er langt frá því að vandi
þeirra sé einsdæmi. Mikill samdráttur hefur orðið í bygging-
ariðnaðinum á undanförnum árum og aðeins veik von að úr
honum rætist á næstunni. Byggingariðnaðurinn er samof-
inn öðrum atvinnugreinum og þegar almennur samdráttur
verður í atvinnulífi á tilteknum stað hættir íbúum að fjölga
og færri kalla eftir nýju húsnæði. Gildir þar einu um hvort
fólk eða atvinnufyrirtæki eiga í hlut.
Þótt tekist hafi að reisa nýjan rekstur á rústum Álafoss hf.
á Akureyri og ástæða sé til að binda ákveðnar vonir við þá
starfsemi í framtíðinni leysir hún ekki nema hluta af þeim
atvinnuvanda er erfiðleikar ullaiðnaðarins höfðu skapað.
Tímarnir eru breyttir og hið nýja fyrirtæki nær ekki að veita
vinnu þeim fjölda fólks er starfaði á við ullarvinnslu og fata-
framleiðslu á Gleráreyrum þegar best lét á árum áður.
Samdráttur í landbúnaði hefur einnig tekið sinn toll af
eyfirsku atvinnulífi. Færri hendur þarf til að vinna úr þeim
framleiðsluafurðum sem nú berast til úrvinnslufyrirtækj-
anna og þjónustustarfsemin við sveitabyggðirnar hefur
minnkað að undanförnu.
Eins og sakir standa virðist sjávarútvegurinn vera í
mestu jafnvægi allra atvinnugreina á Eyjafjarðarsvæðinu.
Nokkur traust og vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki eru starf-
andi við fjörðinn er draga björg í bú og veita fólki atvinnu-
tækifæri. En vaxtarmöguleikar útvegs og fiskvinnslu eru því
miður litlir. Takmarkanir á sókn í sjávarafla halda lífskjörum
þjóðarinnar niðri um þessar mundir og óvíst er hvort fiski-
stofnamir við landið ná að skapa auknar afurðir á næstunni.
Þótt áfram verði unnið að málefnum orkufreks iðnaðar með
Eyjafjarðarsvæðið í huga mun einhver tími líða áður en sú
vinna nær að skila raunverulegum árangri í atvinnulegu til-
liti. Ef Eyjafjarðarsvæðið og raunar Norðurland allt á að
standast hinar erfiðu horfur í atvinnumálum má ekki láta
neitt tækifæri til atvinnusköpunar framhjá fara. Menn verða
að taka höndum saman og vinna af heilindum að heill sinna
heimahaga. ÞI
Einar Kristjánsson, veislustjóri, faðir hans Kristján Benediktsson og Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri Víkurblaðsins
og ræðumaður kvöldsins, á góðri stundu.
Herrakvöld Þórs:
Um 140 Þórsarar og aðrir
velumiarar félagsins skemmtu
sér konunglega saman
Þórsarar héldu sitt árlega
herrakvöld í félagshcimili sínu
Hamri sl. laugardag. Þar voru
mættir um 140 Þórsarar og
aðrir velunnarar félagsins og
skemmtu sér konunglega
saman. Herrakvöldið heppn-
aðist með miklum ágætum
enda var dagskráin sem boðið
var uppá ekki af lakara taginu.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, for-
maður Þórs bauð gesti vel-
komna og þakkaði þeim Antoni
Benjamínssyni og Olafi Hilm-
arssyni sérstaklega fyrir þeirra
hlut en þeir báru hita og þunga
af undirbúningi kvöldsins.
Aðalsteinn gaf síðan veislu-
stjóra kvöldsins, Einari Kristj-
ánssyni orðið en Einar stjórn-
aði samkomunni af röggsemi.
Eftir að gestir höfðu gætt sér á
kræsingum frá Kjarnafæði, sté
Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri
Víkurblaðsins á Húsavík, í pontu
en hann var ræðumaður kvölds-
ins. Jóhannes gerði m.a. að
umtalsefni samskipti sín sem
Völsungs við Þór og einstaka
Þórsara og skaut hann bæði fast
og hnitmiðað. Margt fleira bar á
góma en miðað við viðbrögð
gesta, var greinilegt á öllu að
Jóhannes hitti í mark.
Því næst tók Eyjólfur Kristjáns-
son við og söng hann nokkur lög
með aðstoð herrakvöldsgesta.
Eins og Eyjólfs var von og vísa,
tókst honum vel upp og fékk
Eyjólfur Kristjánsson söng nokkur
lög og fékk herrakvöldsgesti til þess
að taka duglega undir.
hann menn til að taka duglega
undir.
Jóhannes Kristjánsson eftir-
herma sté á svið á eftir Eyjólfi og
lét gamminn geysa góða stund.
Hann bæði sagði brandara og
hermdi eftir nokkrum sívinsælum
stjórnmálamönnum, eins og
Ólafi Ragnari, Steingrími Her-
mannssyni, Halldóri Blöndal,
Eyjólfi Konráð Jónssyni, Halldóri
Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni.
Jóhannes á ótrúlega auðvelt með
að herma eftir þessum köllum og
tókst honum vel upp, ef marka
má viðbrögð gesta.
„Þórsarar ársins“ voru valdir á
herrakvöldinu og urðu þeir bygg-
inganefndarmenn, Hallgrímur
Skaptason og Guðmundur Sigur-
björnsson fyrir valinu að þessu
sinni. Sértaklega þótti þeim hafa
tekist vel upp, er þeir völdu gólf-
dúk á skrifstofur aðalstjórnar og
deilda félagsins og fengu þeir
afhentan bút af þeim dúk í
ramma til minja.
Uppúr miðnætti fóru gestir að
tínast úr Hamri, ýmist til síns
heima eða á danshús bæjarins
þar sem menn skemmtu sér fram
eftir nóttu. -KK
Haraldur Helgason, fyrrverandi formaður Þórs og Anton Benjamínsson,
sem ásamt Olafi Hilmarssyni bar hita og þunga af undirbúningi herrakvölds-
ins, fylgjast með gangi mála á sviðinu.
Jóhannes Kristjánsson, eftirherma
og brandarakarl, fór á kostum á
herrakvöldinu og beitti m.a. fyrir sig
röddum landsþekktra ráðherra og
alþingismanna.
Það var glatt á hjalla í Hamri sl. laugardag...
...og inargt af því sem þar var sagt og gert, kitlaði hlát-
urtaugarnar. Mynd. kk