Dagur - 06.11.1991, Qupperneq 5
Miðvikudagur 6. nóvember 1991 - DAGUR - 5
Sveinn Ólafsson:
Fyrir atvik sem forsjónin ein
kann skil á, lágu leiðir mínar
óvænt í sumar á stað, sem ég
hafði aldrei komið á áður, að
Reykhólum við Breiðafjörð, þar
sem rekið er að sumarlagi athygl-
isvert og skemmtilegt heilsubót-
arhótel af þeim ágætishjónum
Þóri Barðdal, myndhöggvara og
Sigrúnu Ó. Olsen, listmálara. Þar
upplifði ég meðal annars, að hitta
yfirlætislausan aldinn bónda, sem
hafði í fórum sínum nokkur ein-
tök af litlu kveri, sem Hörpuút-
gáfan á Akranesi er nú á leið að
gefa út eftir hann - og senda á
markað.
Það skal játað að í byrjun gerði
ég mér litla grein fyrir innihaldi
þessa kvers, þótt aðrir sem voru
þarna staddir virtust fullir áhuga
á þessari - þá fyrir mér óþekktu
ritsmíð - en þó einkum og sér í
lagi frú Guðrún Ásmundsdóttir,
leikkona, sem hafði þegar í byrj-
un dvalar komist í snertingu við
þetta kver. Og fyrstu dagana sem
ég var þarna las hún upp í heyr-
anda hljóði nokkur atriði, sem
hún hafði hrifist af. Þetta voru
stuttar setningar - en satt best að
segja, náði þetta ekki nema tak-
markað til mín þá. Og að sinni
gaf ég því ekki frekari gaum, þótt
ég yrði var við umsagnir og
umtal, - ekki fyrri en sérstök
atvik gerðu það að áhugi minn
vaknaði, og ég ákvað að verða
mér úti um eintak af kverinu.
Tókst mér að ná í eitt af síðustu
eintökunum, sem þarna voru
tiltæk.
Þegar heim kom fór ég að
glugga í bókina, og því meira
sem ég las, þess meiri undrun
varð ég sleginn á víðfeðmi þeirra
hugsana og spekimála, sem hinn
lífsreyndi, yfirlætislausi bóndi
hafði þarna sett fram, en þetta
mun vera afrakstur hugleiðinga
bóndans um langan æviveg - í
einsemd og önnum búverkanna,
og meðal búsmalans úti í hinni
íslensku náttúru - einn með Guði
sínum.
Ég hefi kynnst mörgum speki-
ritum úr ólíkum áttum og frá
ýmsum tímum, en það sem þarna
gat að líta snart mig sem einstakt
og óvænt. Og þótt það opnist við
lesturinn, þá leynir það vissulega
á sér hverjar hugsanir og lífsleið-
sögn er hér að hafa - þjappað
saman í stuttar meitlaðar setning-
ar.
Sýnist mér að þetta bókarkorn,
þótt það láti lítið yfir sér og sé
ekki stórt í sniðunum, megi
skoðast sem einstakt í sinni röð -
margt einmitt hliðstætt við hina
öldnu speki - og að því hljóti að
teljast verulegur fengur fyrir alla.
Á þetta að mínu mati bæði við
um hina eldri sem og hina yngri,
- og þó ekki síst fyrir hina síðar-
nefndu, sem gjarnan eru að leita
að kjarna lífsins, og oft vanhagar
um leiðsögn um þá villugjörnu
vegaslóða sem blasa við og liggja
í all^s áttir - og erfitt er að henda
reiður á, nema leiðsögn reynsl-
unnar komi til.
Þetta litla kver, sem ég hefi hér
talað um nefnist því ágæta nafni:
„Óðurinn til lífsins" sem telja má
að sé vel við hæfi. Höfundur þess
er Gunnþór Guðmundsson, sem
nú býr á Hvammstanga, eftir að
hafa sest í helgan stein að loknu
ævistarfi sínu sem bóndi. Ég vil
ekki láta hjá líða að benda ung-
um og öldnum á að þetta frábæra
litla kver, sem er eins og áður
segir, gefið út af Hörpuútgáfunni
á Akranesi, er nú að koma á
bókamarkaðinn. - Ég get þó ekki
látið hjá líða í þessu sambandi að
benda á, að það eina sem mér
finnst vanta í sambandi við útgáf-
una er efnisyfirlit, til að gera það
mögulegt að finna aftur ákveðin
atriði, eftir að hafa lesið textann
allan yfir - ef maður vildi síðar
geta gengið að og notað ein-
hverja spekikjarna sem þarna er
alls staðar að finna, en eru ó-
flokkaðir, þannig að saman
blandast ólík og óskyld efni á
ýmsum stöðum. - Ég vona því,
að ef þessi ágæta ritsmíð myndi
njóta þeirra vinsælda, eins og
mér sýnist hún eiga skilið, að
verða gefin út aftur, að þá verði
bætt úr þessu.
Ég get ekki lokið þessum orð-
um án þess að nota tækifærið til
að óska höfundinum til hamingju
með þetta fallega framlag til feg-
urra mannlífs og göfugri hugsun-
ar - og það svo rækilega á eigin
hönd. Slíkt verður að teljast tals-
vert afrek séð frá sjónarhóli
þeirra sem skoða þennan afrakst-
ur frjórrar hugsunar úr fjarlægð.
Að fá að kynnast þessu bókar-
korni gefur fulla ástæðu til að
vera forsjóninni þakklátur. Ogég
er illa svikinn ef hún á ekki eftir
að verða mörgum hinna yngri til
hjálpar og stuðnings á lífsgöng-
unni, eins og áður er bent á, auk
þess sem hún ætti einnig að geta
orðið til ánægju og veitt birtu inn
í líf ýmissa hinna eldri, sem hugs-
anlega finna þörf fyrir að víkka
sjóndeildarhringinn og dýpka
skilning sinn á lífinu, en einmitt
þetta er að hafa í þesu kveri, í
svo einfaldri og aðgengilegri
mynd, að öllum ætti að vera auð-
velt að meðtaka þann vísdóm
sem þar er að finna.
Sveinn Ólafsson.
Höfundur er fyrrverandi verslunarmað-
ur.
Námskeið
í sjálfsþekkingu
verður haldið á Akureyri dagana 9.-10. nóvem-
ber 1991.
Kennt veröur meöal annars:
★ Hvernig þú hreinsar sjálfið af neikvæðni.
★ Hvernig þú hreinsar húsið þitt af neikvæðum hugarform-
um.
★ Hreinsun orkustöðvanna.
★ Að þekkja eigið orkusvið og annarra.
★ Nauðsyn þess að við eflum eigið innsæi og hugmyndun-
arhæfileika okkar.
★ Sjálfsheilun.
★ Tækni til að eyða eigin takmörkunum.
★ Hugleiðslur.
★ Hvernig við vinnum með Alheims Kærleik.
Og margt fleira.
Upplýsingar gefa Árný og Michael í síma 21312,
milli kl. 19 og 21 á kvöldin.
Barnaspítali Hringsins:
Jólakort seld norðan heiða
Kvenfélagið Hringurinn í
Reykjavík hefur nú um árabil
látið hanna jólakort fyrir sig til
fjáröflunar. Allt okkar fé fer
eingöngu til Barnaspítala
Hringsins og eru náttúrlega
ótæmandi verkefni þar.
Helsta ósk okkar er að byggja
alveg nýjan barnaspítala. Það
er draumur, sem vonandi cin-
hvern tíma rætist.
Kortasala fyrir jólin virðist
vera orðin ansi vinsæl af mörg-
um félögum. Svo nú ætlum við
að reyna nýjar leiðir, þ.e. að
breikka sjóndeildarhringinn því
auðvitað er Barnaspítalinn nýtt-
ur af börnum utan af landi eins
og á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Kortið er íslensk hönnun,
teiknuð af ungri íslenskri konu,
unnið af íslenskri prentsmiðju
og ágóðinn fer til umönnunar
og lækninga lítilla íslenskra
barna. Þaðeru lOstk. í pakkan-
um, 5 blá og 5 rauð og 10 um-
slög, sem kostar 600 kr. Um-
boðsaðiii okkar á Akureyri hef-
ur síma 96-25632
Góð bók sem athygli á skilið
„Óðurinn til lífsins...“
- eftir Gunnþór Guðmundsson, bónda, nú búsettan á Hvammstanga