Dagur - 06.11.1991, Síða 11

Dagur - 06.11.1991, Síða 11
Miðvikudagur 6. nóvember 1991 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Knattspyrna: Nói þjálfar og leikur með Magna á Grenivík Nói Björnsson hefur ákveðið að þjálfa og leika með knatt- spyrnuliði Magna frá Grenivík næsta sumar. Nói hefur leikið í 15 ár í meistaraflokki Þórs og er langleikjahæsti lcikmaður félagsins frá upphafi. „Þetta er auðvitað mikið stökk. Maður hefur verið alla sína tíð í sama félaginu og þekkir önnur ekki nema af afspurn. Það hefur líka tekið sinn tíma að taka þessa ákvörðun og ég get ekki neitað því að hún var erfið,“ sagði Nói. Nói liefur leikið í 15 ár í meist- araflokki Þórs. Hann hefur leikið 164 leiki í 1. deild en leikirnir fyr- ir liðið eru alls um 350 talsins. Hvers vegna valdi hann að hætta núna? „Það var nú aldrei meiningin. í haust stóð aldrei annað til en að halda áfram með Þór en síðan „Það er auðvitað mikið áfall fyrir Þórsliðið að missa Nóa. Það er engin spurning,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs. „Nói er búinn að vera fyrirliði til ntargra ára og hefur unnið geysilega mikið starf fyrir félagið og það er auðvitað alltaf slæmt að missa menn eins og liann. Það er hins vegar mjög eðlileg þróun hjá honum að vilja reyna fyrir sér sem þjálfari og það er ekkert hægt að vera að nudda í manni sem er búinn að skila slíku breyttist ýmislegt hjá mér og þetta varð niðurstaðan.“ Nói segir að eftirminnilegustu stundirnar séu þegar liðið liafi spilað best, t.d. 1985 þegar það hafnaði í þriðja sæti í 1. deild og komst í undanúrslit bikarkeppn- innar. En um leið viðurkennir hann að hafa orðið fyrir von- brigðum. „Það ár áttum við raun- verulega möguleika á að vinna titla en klúðruðum því illa og komumst á endanum ekki einu sinni í Evrópukeppni. Það er í sjálfu sér ekki merkilegur árang- ur sem liðið hefur náð allan þennan tíma. Við komumst þó ansi nálægt því að komast í alvöru úrslitaleik í sumar og sennilega er undanúrslitaleikur- inn gegn Val stærstu vonbrigðin á ferlinum.“ Nói segir að það hafi lengi blundað í sér að gerast þjálfari og hlakkar til að takast á við það starfi," sagði Sigurður. Þórsarar hafa nú misst bæði Nóa og Friðrik og heyrst hefur að Þorsteinn Jónsson væri á förum. Sigurður sagðist ekki kvíða keppnistímabilinu þrátt fyrir þetta. „Það er alltaf slæmt að missa leikmenn en það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum í dag. Við eigum nóg af efnilegum strákum og ég er bjartsýnn. Það er alveg ljóst að við byrjum með 11 menn inná í öllum leikjum næsta sumar,“ sagði Sigurður Lárusson. verkefni. „Magnaliðið féll úr 3. deildinni í sumar og ætti að eiga góða möguleika á að endur- heimta sætið þar. Ég þekki þessa stráka ágætlega, hef spilað rnarg- oft á móti þeim flestum, og líst vel á liðið. Mér er sagt að þeir ætli allir að halda áfram nema kannski Stjáni [Kristján Kristjáns- son] - það er stóra spurningin með hann.“ En hvernig líst nýja Magna- þjálfaranum á Nóalausa Þórsara í 1. deildinni? „Mér líst vel á þá og held að það sé ekki spurning að þeim á eftir að vegna vel. Það kernur maður í manns stað og sennilega er þetta leiðinlegast fyrir áhorf- endur sem fá ekki að njóta þess að sjá limaburð minn á vellinum. Svo er þetta auðvitað áfall fyrir einstaka menn sem hafa fengið að skamma mann úr fjarlægð öll þessi ár,“ sagði Nói Björnsson. Guðjón þjálfar og leikur á Dalvík Guðjón Guömundsson hef- ur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Dalvíkinga. Hann mun einnig ieika með liðinu. Guðjón kom til Dalvíkur um síðustu helgi og gekk frá sínum málum. Hann fór síðan nteð liðinu til Akureyrar þar sem það tók þátt í Coca-Cola mótinu í innanhússknatt- spyrnu. Guðjón hefur þjálfaö og leikiö með Haukum úr Hafn- arfirði undanfarin ár. Hann er 31 árs gamall og hefur gífur- lega reynslu sem leikmaður, hefur m.a. leikið 88 leiki í 1. dcild mcð Þór og FH. „Áfall að missa Nóa“ - segir Sigurður Lárusson Friðrik fer til Ejja - Lárus Sigurðsson í Þór Friðrik Friðriksson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu og leikmaður Þórs sl. tvö ár, hef- ur ákveðið að leika með ÍBV næsta sumar. I hans stað hafa Þórsarar fengið Lárus Sigurðs- son sem verið hefur varamark- vörður Vals undanfarin ár. Eins og komið hefur fram hef- ur Friðrik ekki fengið vinnu við Handknattleikur: Breiðablik-KA í kvöld KA-menn mæta Breiðabliki í kvöld í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. KA-menn hafa nú leikið fjóra leiki í deildinni og hlotið tvö slig. Þeir unnu sinn fyrsta sigur í síð- ustu umferð eftir heldur laka byrjun, sigruðu þá Hauka með sjö marka mun á Akureyri. Þeir ættu að eiga þokkalega mögu- leika á sigri í kvöld þar sem Breiðablik hefur tapað öllum sín- um leikjum og situr á botni deild- arinnar. Leikurinn fer fram í Digranesi og hefst kl. 20. sitt hæfi á Akureyri og tók því þá ákvörðun að fara. Lárus Sigurðsson er sonur Sigurðar Dagssonar, fyrrum landsliðsmarkvarðar, og þykir mjög efnilegur. Hann er aðeins tvítugur að aldri og hefur leikið einn leik í I. deildinni - einmitt gegn Þór. Friðrik Friðriksson hefur leikið með Þór sl. tvö ár en skiptir nú yfir í ÍBV. M ISUZU Sports Cab, upphækkaður með ýmsum aukahlutum. Laugardag frá kl. 10.00 til 17.00 Sunnudag frá kl. 11.00 til 16.00 Léttar veitingar frá Viking brugg. Ostakynning frá KEA. ÞÓRSHAMAR HF Glerárgötu 36, sfmar 1 1036 & 30470 Nói í baráttu við fyrruin KA-mann, Antony Karl Gregory. Eins og sjá má á höfði Nóa var ekkert gefið eftir í þessum lcik. Sleða- og bílasýning Konungur fjallanna mættur BB vélsleðar og aukahlutir AUGLYSING um leyfi til leiguaksturs Skv. 10. gr. reglugerðar nr. 308/1989 auglýsist hér með til umsóknar atvinnuleyfi til leiguaksturs fólks- bifreiðar á Akureyri. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Bif- reiðastöðvar Oddeyrar. Umsóknarfrestur er til 30. nóv. 1991. Nánari upplýsingar veitir formaður nefndarinnar í síma 26899. F.h. Umsjónarnefndar fólksbifreiða, Heimir Ingimarsson, formaður. 1

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.