Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 - DAGUR - 7 Leikfélag Sauðárkróks frum- sýnir leikritið „Köttur á heitu blikkþaki“ eftir Tennessee Williams fimmtudaginn þann 28. nóv. nk. í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Sýning- in er Islandsfrumsýning, því þetta þekkta verk hins ameríska rithöfundar, hefur aldrei verið sýnt hér á Iandi áður. „Ég verð spenntari og spennt- ari og bjartsýnni og bjartsýnni með hverjum deginum sem líður og hef trú á að við náum upp mjög heilsteyptri og góðri sýn- ingu. Annað væri líka ósann- gjarnt eftir alla þá vinnu sem fólk hér er búið að leggja á sig,“ segir Andrés Sigurvinsson, leikstjóri „Kattarins“. Tilefni þess að Leikfélag Sauð- árkróks ræðst í svo stóra sýningu er 50 ára afmæli félagsins. Miklu er til kostað og m.a. var Rósberg Snædal fenginn til að hafa umsjón með búningum og Egill Arnason hannar lýsingu. auk þess sem Jónas Þór Pálsson hann- ar leikmynd. En um hvað fjallar verkið? „Petta verk fjallar um mann- eskjuna, styrkleika hennar og veikleika og þá kannski fyrst og fremst átök hennar. Persónur leikritsins neyðast til vegna breyttra aðstæðna að endurskoða allan sinn lífsgrundvöll, standa á tímamótum! Við það kemur ýmislegt í ljós, bæði vont og gott. Spurningin er, hvernig koma þær út úr þessum uppgjörum." Blanda gamans og alvöru „Leikritið er blanda af gamni og alvöru, það er heljarinnar húmor í því og það er heiðarlegt. í verk- inu er flest sem þarf að prýða gott leikrit og við ættum að eiga alla möguleika á að ná fram í þessari sýningu leiklist, eins og hún getur gerst best; að á milli leikaranna annarsvegar og áhorfendanna hins vegar, kvikni sá neisti sem verður að báli í gegnum flutning textans og leiks, án þess að grípa þurfi til fíflagangs eða skrum- skælingar. Höfundurinn gjör- þekkir leikhús og hann brýtur verkið upp með skemmtilega neyðarlegum atvikum sem eru tragíkómísk í sjálfu sér,“ segir Andrés. Tvímælalaust fyrir alla - Er þetta verk sem allir ættu að fara á? . „Köttur á heitu blikkþaki“: Fjallar um manneskjuna - spjallað við Andrés Sigurvinsson leikstjóra „Já, tvímælalaust. Þó ekki væri nema vegna þess að verið er að kynna nýtt verk eftir þekktan höfund sem lítið hefur verið sinnt í íslenskum leikhúsum. Ég hef það mikla trú á áhorfendanuin að ég treysti honum til að heyra ennþá og hlusta á texta. Ég á von á að þeir sem koma að sjá þetta verk muni finna til samsvörunar við eigið líf og annarra, jafnvel leiða hugann að eigin samtíð og þá er tilganginum náð og þeir munu ganga ríkari út. Þetta leikrit gæti líka sem best átt sér stað á hvaða heimili sem er á ís- landi dagsins í dag, þó það gerist á sjötta áratugnum í Suðurríkj- um Bandaríkjanna," segir Andrés. Krefst mikils af leikurum Um fimmtíu manns taka þátt í sýningu „Kattarins" og leikendur eru: Haukur Þorsteinsson, Helga Hannesdóttir, Karl Bergmann, Elsa Jónsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Elva Björk Guð- mundsdóttir, Hafsteinn Hannes- son, Guðni Friðriksson, Ásdís Ásgeirsdóttir, Gísli Magnason, íris Sveinbjörnsdóttir, Garðar Gunnarsson, Hrefna Björnsdótt- ir, Hrafnhildur Viðarsdóttir og Ásgeir Andrésson. „Leikritið er erfitt í leik og krefst mjög mikils af leikurunum. Leikfélag Sauðárkróks er svo heppið að eiga leikara sem ráða við þetta og þar byggir fyrst og fremst á gamla kjarnanum sem býr að því að hafa unnið með góðum leikstjórum í gegnum tíð- ina. Þessi kjarni og raunar allir vilja gera þetta að amtör-profess- ional sýningu, en ekki hlaupa í þetta eins og leikhúsið sé ein- Bændaskólinn á Hvanneyri: Góð adsókn á starfsmenntunamámskeið Bændaskólinn á Hvanneyri liefur á undanförnum árum skipulagt ýmis stutt námskeiö sem einkum eru ætluö fólki í dreifbýli. Námskeiðin njóta fjárhagslegs stuðnings Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins og hefur sjóðurinn tekið þátt í dvalarkostnaði þátttakenda og ferðakostnaði. Ahugi fólks á þessari starfsmenntun er mikill og á síðasta ári sóttu tæplega 500 manns námskeið á Hvann- eyri. Samkvæmt upplýsingum frá Bændaskólanum á Hvanneyri má ætla að miðað við undirtektir við þeim námskeiðum sem verið hafa þá verði námskeiðshaldið eflt og námsmöguleikunum fjölgað. Meðal þeirra námskeiða sem boðið hefur verið upp á við skól- ann má nefna námskeið í skatt- skilum, sauðfjárrækt, málmsuðu, tölvunotkun, búreikningahaldi, úrvinnslu á kanínufiðu, kanínu- rækt, framleiðslustjórn á kúabú- um og vatnanýtingu. Ennfremur námskeið í ferðaþjónustu í sveit- um, matjurtarækt, skógrækt, bleikjueldi og rúllubaggaverkun. Eins og áður segir er í bígerð að auka fjölbreytnina og meðal þeirra námskeiða sem hugmyndir eru uppi um eru námskeið í bókbandi, tóvinnu, stofnun fyrir- tækis, kanínurækt og skinnaverk- un, framhaldsnámskeið í rúllu- baggaverkun og námskeið í við- haldið og viðgerðum húsa í sveit- um. JÓH hvert hobbí og þar skilur á milli feigs og ófeigs.“ Leikhús ekkert án áhorfenda „Leikhús verður aldrei til án áhorfenda og það verður gaman að vita hvort áhorfendur muni láta sjá sig á þessari sýningu. Við- Frá æfíngu á „Kettinum“, Andrés annar frá hægri. (Vegna mistaka birtist þessi mynd með óskyidu cfni í blaðinu í gær og biðjumst við vel- virðingar á því). horfið sem er svo víða, að aldrei sé neitt gert, né nokkuð á boð- stólum fyrir fólk í heimabyggð er alltof ríkjandi hjá okkur íslend- ingum. Óg svo þegar einhverjir sýna það frumkvæði að gera eitthvað, þá er því sýndur lítill áhugi. Mitt álit er að bæjarfélög eins og Sauðkrókur hafi ekki efni á að hunsa svona félagastarfsemi,“ segir Andrés Sigurvinsson. Félag íslenskra organleikara: Jakob Tryggvason heiðursfélagi Sl. sunnudag var Jakobi Tryggvasyni, fyrrverandi org- anista Akureyrarkirkju, form- lega afhent skjal til staðfesting- ar á því að hann hefur verið gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra organleikara. Á heiðurskjalinu stendur að Jakobi sé með því þökkuð farsæl störf í þágu kirkjutónlistar á ís- landi undangengna áratugi. óþh Jakob Tryggvason. 0 ittur afkj'oíu/n oíj-mmimjM oj niMt 21. nóomiLoHil 16. c/mmlcr 'liólcvnfetólun JSíelnunnat. Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214----- V/SA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.