Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 - DAGUR - 5 Fundur FUF á Akureyri um atvinnumál: Frumskilyrði að lækka fjármagnskostnað - „sjávarútvegurinn verður að fá tækifæri til þess að skila arði og fysilegt verði fyrir almenning að leggja fé í sjávarútvegsfyrirtæki,“ sagði Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra „Unga fólkið í landinu er bundið á klafa hárra skuld- bindinga til langs tíma en ekki er að sama skapi hugsað um að tryggja því atvinnu,“ sagði Halldór Asgrímsson, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknar- flokksins á fundi Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri um atvinnumál í fyrrakvöld. Halldór lagði þunga áherslu á að frumskilyrði í efnahags- og atvinnumálum landsmanna væri að draga úr óhóflegum fjármagnskostnaði. Halldór sagði að ennfremur yrði að skapast eining um stefnu í sjáv- arútvegsmáluin því ótækt sé að undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar búi við það öryggis- leysi sem ágreiningur um stjórnun fiskveiða skapar. Þá sé einnig nauðsynlegt að fyrir- tæki í sjávarútvegi skili arði og viðskipti með hlutabréf í þeim fari fram á almennum fjár- magnsmarkaði. Halldór sagði að ýmsir erfið- lcikar blasi nú við í atvinnumál- um landsmanna og deildar mein- ingar séu um hvort eða með hvaða hætti ríkisvaldið eigi að hafa afskipti af málefnum atvinnulífsins. Hann sagði að haustið 1988 hefði það orðið hlutskipti ríkisvaldsins að bjarga sjávarútveginum frá því að stöðv- ast og benti á að stöðvun sjávar- útvegsins á þeim tíma hefði þýtt mun meira tap fyrir banka, sjóði og þjóðarbúið í heild heldur en þær fjárhæðir sem varið var til skuldbreytinga og endurskipu- lagningar. Þessar aðgerðir séu nú kallaðar sukk og óráðsía af núverandi ráðamönnum. Halldór ræddi síðan um hvað kosti að nota peninga í dag. Raunvextir óverðtryggðra lána séu nú 15,8% og fyrirtæki geti því annað hvort ekki notfært sér lánsfjármagnið eða séu að kikna undan vaxta- greiðslum. Halldór ræddi nokkuð um hús- bréfakerfið og sagði að gefin yrðu út húsbréf fyrir um 15 millj- arða króna á þessu ári. Heildar sparnaður í landinu væri hins vegar aðeins um 30 milijarðar og því væri spurning hvort íslenska þjóðfélagið hefði efni á að nota svo mikla fjármuni í þennan til- tekna málaflokk á svo skömmum tíma. Þar við bætist að afföll af húsbréfum séu allt að 22 til 24% Halldór Ásgrímsson. þannig að þeir 15 milljarðar sem útgefnir væru yrðu aðeins um 12 milljarðar í raun. Ríkisstjórnin hefði einnig mælst til þess að Seðlabankinn mæti húsbréf aðeins að hálfvirði sem peninga og ættu margir í erfiðleikum með að skilja þann hugsunarhátt er að baki því byggi. Halldór sagði að grundvallaratriði sé að halda atvinnuvegunum gangandi og á meðan svo væri ekki gæti þjóðin ekki lagt svo mikla fjármuni í húsnæðismálin. Halldór sagði að nú hefði opnast markaður fyrir húsbréfin á erlendum fjármagns- mörkuðum þar sem þau fengjust keypt á nafnverði og segði það ekkert annað en að erlend fjár- festingarfyrirtæki eigi aðgang að mun ódýrara fjármagni en hér sé á boðstólum. Halldór ræddi einnig um núll- stefnuna og það hugarfar sem ríkt hcfði gagnvart sjávarútvegin- um. Að ekki mætti myndast hagnaður af rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja. Nauðsynlegt sé að fyrirtæki í sjávarútvegi skili arði og að viðskipti með hlutabréf í þeim fari fram á almennum fjár- magnsmarkaði. Jóhannes Geir Sigurgeirsson sagði að þrátt fyrir árásir á byggð- astefnuna hefði margt áunnist á undanförnum árum. Hann minnti meðal annars á gjörbylt- Jóhanncs Gcir Sigurgeirsson. ingu í samgöngum þjóðarinnar, bæði innanlands og á milli landa, eflingu framhaldsskólakerfisins um allt land og uppbyggingu heilsugæslunnar á landsbyggð- inni. Hann sagði að nú væri reynt að færa klukkuna til baka aftur til ársins 1988 áður en þáverandi stjórnvöld gripu til margvíslegra aðgerða til þess að forða undir- stöðuatvinnuvegunum frá hruni. Nú væri að skapast trúnaðar- brestur á milli stjórnvalda og fólks úti um byggðir landsins sem meðal annars mætti rekja til ýmissa ummæla forsætisráðherra að undanförnu. Jóhannes Geir ræddi um álmálið og varpaði því fram hvort iónaðarráðherra ætli sér nú að sitja með hendur í skauti fram á miðjan áratuginn eða jafnvel lengur. Hann sagði að forráða- menn Atlantsálsfyrirtækjanna hefðu pólitíska framtíð ráðherr- ans í höndum sér þar sem hann hefði lagt mikið undir í þessu máli. Margar fyrirspurnir komu fram á fundinum og beindist athygli manna einkum að erfiðri stöðu atvinnulífsins um þessar mundir og sýnilegu áhugaleysi stjórn- valda til þess að takast á við vandann og leita leiða til þess að skapa atvinnuvegunum viðun- andi rekstrarskilyrði. Þ1 Kjallarinn: Annar Muti karaoke- keppninnar í kvöld í kvöld verður fram haldið undanúrslitakeppni Norður- landsineistaramótsins í karaoke söng í Kjallaranum í Sjallan- um. Fyrsti hluti keppninnar fór fram sl. fimmtudag og þá bar Sigrún Steinarsdóttir sigur úr býtum. 11 keppendur mættu til leiks fyrsta kvöldið og sýndu mikil tilþrif, reyndar mismikil eins og gengur. Sigrún tryggði sér sigur- inn eftir spennandi keppni en hún söng bítlalagið 1 Saw Her Standing There. 1 öðru sæti lenti Díana Hermannsdóttir frá Bakkafirði með gamla Patsy Cline laginu Walking After Midnight. Þessar tvær syngja til úrslita í Sjallanum 5. janúar og sigurvegarar í þeirri keppni halda síðan til Reykjavíkur viku seinna og keppa um Islandsmeistaratitil- inn í karaoke 1991 í Ölveri í Glæsibæ. Keppnin í kvöld hefst kl. 22. Upplýsingar og skráning eru í síma 22770. Köku- og munabasar Kvenfélagið Iðunn heldur köku- og munabasar í Laugarborg sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.30. Margt góðra muna til sölu. Kaffisala frá kl. 15. Nefndin. Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Góð tónlist allan sólarhringinn ★ Getraunir ★ Auglýs- ingar * Fréttapunktar ★ og ótalmargt skemmtilegt. Frostrásin FM 98,7 Sími 11657 * Útvarp með sál. Gúmmí og nælonslöngur STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Viltu vera sjálfstæður? Til sölu matvöruverslun í Innbænum í fullum rekstri. Góð velta. Upplýsingar í síma 25655 milli kl. 16 og 18. r--------------------- \ Bókaútgáfan Skjaldborg og Sögufélag Eyfirðinga Hafnarstræti 90, Akureyri Afgreiðslan verður opin 21.-29. nóv. kl. 11-18 virka daga. ★ í desember verður afgreiðslan opin frá kl. 10 og fram á kvöld eins og aðrar sölubúðir. ★ Allar fáanlegar útgáfubækur beggja fyrirtækjanna verða til sölu og einnig fleiri af eldri bókum á mjög lágu verði. ^Skjaldbwé Hafnarstræti 90, Akureyrf^^" s________________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.