Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 21. nóvember 1991
Skemmtiklúbburinn
Minning
Líf og fjör
Dansskemmtun
verður í Bláhvammi, Skipagötu 14,
laugardaginn 23. nóvember kl. 22-03.
Húsið opnað kl. 21.30.
Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið.
Félagar eru hvattir til að mæta snemma.
Sjáumst hress!
Stjórnin.
Ertu á hálum ís?
Vetrardekk
Hjá GV færðu ný og sóluð
vetrardekk undir fólksbílinn,
jeppann og vörubílinn.
Rafgeymar
Eigum einnig rafgeyma
í miklu úrvali, m.a. í snjósleða.
★ HAGSTÆTT VERÐ
GÚMMÍVINNSLAN HF. •
RÉTTARHVAMM11 • S. 96-26776
* Opið laugardaga
Aðventukransar
Aðventuskreytingar
Allt efni til ábventu-
og jólaskreytinga
Blómabúðin Laufás
OPIÐ: laugard. sunnud.
Hafnarstræti 10-18 10-18
Sunnuhlíð 10-18
Fagmennska
í fyrirrúmi
Getum bætt við okkur
fólki til sölustarfa
Þarf að hafa bíl og síma til umráða.
Góðir tekjumöguleikar.
Upplýsingar gefnar í síma 96-11116 frá kl. 9-16 mið-
vikud., fimmtud. og föstud.
Guðrún Jónsdóttir
Fædd 2. febrúar 1915 - Dáin 15. nóvember 1991
Guðrún Jónsdóttir, ein af fyrstu
kennurum heimavistarskólans á
Laugalandi í Hörgárdal - Þela-
merkurskólans er látin. Hún lést
föstudaginn 15. nóvember síðast-
liðinn tæplega 77 ára áð aldri.
Guðrún var fædd 2. febrúar
1915. Hún var dóttir hjónanna
Jóns járnsmiðs á Akureyri, Jóna-
tanssonar bónda á Höskuldsstöð-
um í Reykjadal, Hjálmarssonar
og bórunnar Friðjónsdóttur
bónda á Sandi í Aðaldal, Jóns-
sonar, systur Guðmundar bónda
og skálds þar.
Guðrún varð gagnfræðingur
árið 1932 og lauk síðan prófi frá
Kennaraskóla íslands árið 1937.
Árið 1938 gekk hún að eiga eftir-
lifandi mann sinn, Sæmund
Bjarnason frá Ögurnesi við ísa-
fjarðardjúp, en þau voru skóla-
systkin við Kennaraskólann og
útskrifuðust þaðan sama árið.
I byrjun vetrar árið 1963 tók til
starfa að Laugalandi á Þelamörk
heimavistarbarnaskóli. Að hon-
um stóðu þrír hreppar, Glæsibæj-
ar-, Skriðu- og Öxnadalshreppur,
og hlaut hann nafnið Pelamerk-
urskóli. Þá þegar réðist Guðrún
kennari við skólann ásamt manni
sínum Sæmundi, en hann tók síð-
an við skólastjórn þar, ári seinna.
Þau hjónin höfðu stundað barna-
kennslu æ síðan þau luku
kennaraprófi. Fyrst í Ögurskóla-
hverfi og síðan við barnaskólann
í Hrísey, þar sem Sæmundur var
skólastjóri og árið áður en þau
komu að Þelamerkurskóla höfðu
þau starfað við heimavistar-
barnaskólann að Kleppjárns-
reykjum í Borgarfirði til að
kynna sér rekstur heimavistar-
skóla. Þau stóðu síðan að mótun
og uppbyggingu Þelamerkur-
skóla og störfuðu þar samfleytt í
um 20 ár og Guðrún þó öllu
lengur.
Með tilkomu heimavistarskóla
hér í dalnum varð mikil breyting
á allri aðstöðu og skipan barna-
fræðslu í hreppunum þremur er
að honum stóðu. Áður hafði ríkt
hið gamla farskólakerfi að mestu.
Kennt var í ákveðinn tíma í stað
og börnin fóru daglega á milli,
heiman og heim.
Nú héldu börnin alfarið til í
skólanum helga á milli. Skólinn
varð þeirra annað heimili rúm-
lega hálft árið. Breytingin varð
því ekki eingöngu í framkvæmd
og tilhögun kennslu. Hið uppeld-
islega hlutverk skólans jókst og
viðhorf til hans hlutu að breytast.
Það kom í hlut þeirra hjóna
Sæmundar og Guðrúnar, strax
hið fyrsta starfsár, að byggja upp
og móta störf hins nýja skóía,
aðlaga hann þörfum nemend-
anna og koma til móts við óskir
og væntingar foreldra og
aðstandenda og valt, að sjálf-
sögðu, á miklu að vel og giftu-
samlega tækist til.
I þessu vandasama starfi var
hlutur Guðrúnar stór. Auk þess
að rækja sína ákveðnu og samn-
ingsbundnu kennsluskyldu varð
hún húsmóðirin á hinu stóra og
fjölmenna skólaheimili. Því hlut-
verki sinnti hún jafnhliða sínum
skyldustörfum og fyrir utan þau
og víst er um það að hún mun
hafa átt fáar frístundir meðan
skólinn starfaði alfarið sem heima-
vistarskóli. Börnunum og eink-
um þeim yngri gekk misjafnlega
að aðlagast hinum nýju aðstæð-
um og einkum kom það fram
þegar sest var að á kvöldin - þá
söknuðu þau bólsins síns heima
og áttu kannski bágt með að
komast í svefn. Þessum börnum,
mátti kalla að Guðrún gengi í
móðurstað eftir því sem unnt var
af vandalausri manneskju.
Ég minnist þess að ef ég var
staddur hjá þeim hjónum að
kvöldlagi að margar ferðirnar fór
Guðrún inn til barnanna í heima-
vistinni til að hugga og liðsinna
einhverjum sem ekki leið nógu
vel eða gekk illa að festa svefninn
og aldrei heyrði ég hana mæla
æðruorð þótt vinnudagurinn
lengdist. Guðrún hafði jafnan
gott lag á börnum. Þar kom til
hennar glaða og létta lundarfar
og eðlislæga hlýja. Hún var alltaf
uppörvandi.
Menn segja oft sem svo að ekki
þurfi að þakka fólki sérstaklega
fyrir að rækja störf sín, sem þeim
er greitt fyrir að sinna. Má vera
að nokkuð sé til í þessu, en þá má
ekki gleyma þeim mannlegu
dyggðum sem nefnast skyldu-
rækni og trúmennska. Þar skilur
á milli hins venjulega manns, sem
skilar ákveðnu samningsbundnu
verki og lætur það nægja og hins
sem vinnur til viðbótar, það sem
honum sýnist ógert, og finnst
þurfa að vinna og skeytir þá engu
hvort vinnutíminn nemur við
ákveðin mörk eður eigi. Þannig
var Guðrún í störfum sínum við
heimavistarskólann á Lauga-
landi. Hún fór aldrei eftir neinum
samningsbundnum tímamörkum.
Hún vann það sem henni þótti
þurfa og eiga að vinnast, og taldi
skyldu sína, og hún átti oftsinnis
lengri vinnudag en til mun hafa
verið ætlast. Hún „alheimti eigi
daglaun að kvöldum".
Guðrún var einstaklega hrein-
skiptin og einörð í allri fram-
komu og aldrei þurfti maður að
velkjast í vafa um skoðanir
hennar. Hún var ör í lund og
sagði meiningu sína á ákveðinn
og umbúðalausan hátt hverjum
sem í hlut átti.
Ég sat í skólanefnd Þelamerk-
urskóla í um 20 ár og átti oft leið
í skólann og þá gjarnan með við-
komu á heimili þeirra skóla-
stjórahjóna, sem ætíð stóð opið
gesti og gangandi.
Skoðanir okkar Guðrúnar féllu
ekki alltaf saman eins og gengur.
Hún setti mál sitt jafnan fram af
djörfung og hreinskilni og aldrei
vissi ég hana tvískipta til nokk-
urra mála og áhugi hennar á
málefnum Þelamerkurskóla var
ætíð heill og óskiptur. Það var
aldrei vafi á við hvað var átt eða
um var að ræða þegar Guðrún
sagði meiningu sína, hversu sem
mönnum líkaði, betur eða ver.
Við sem á þessum hnetti lifum
höfum yfir að ráða sívaxandi
tækni, sem vísindin afla okkur., á
flestum sviðum mannlegra þátta.
Þó vitum við svo sáralítið um
dauðann og erfitt er að skilja og
sætta sig við þegar sumir hverfa á
braut á unga aldri frá starfi sem
er rétt að hefjast. Aðrir ljúka
miklu verki og góðu og svo var
um Guðrúnu Jónsdóttur. Henni
má líkja við ræktunarmanninn,
því þótt hans lífi ljúki stendur
eftir allur sá gróður, er hann gaf
líf, allar þær plöntur, sem hann
gróðursetti. Allur sá gróðurvísir
þroska og menntunar sem Guð-
rún gróðursetti í hug og hjarta
nemenda sinna, sem nú eru
dreifðir víða um land og jafnvel í
öðrum löndum, stendur eftir og
lifir - kannski frá kyni til kyns.
Kona mikillar gerðar hefur kvatt
að loknu löngu dagsverki. Við
hjónin þökkum henni fyrir börn-
in okkar, sem að meira eða
minna leyti uxu upp og þroskuð-
ust undir hennar leiðsögn.
Aðstandendum hennar sendum
við einlægar samúðarkveðjur.
Stefán Halldórsson,
Hlöðum.
Plannjatíh
þakstál með stíl
BLIKKRÁS HF.
Hjalteyrargötu 6,
símar 27770,26524, fax 27737.
„Kirkjan játar“
- játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar
í aukinni og endurbættri útgáfu
Skálholtsútgáfan, útgáfufélag
þjóðkirkjunnar, hefur gefið út
bókina Kirkjan játar eftir dr.
Einar Sigurbjörnsson, prófessor í
Guðfræði við Háskóla íslands.
Kirkjan játar kom út í fyrsta
sinni árið 1980 og var það Salt,
bókaútgáfa sem gaf hana út. Hún
hafði að geyma játningarrit
íslensku þjóðkirkjunnar með
inngangi og skýringum.
Seinni útgáfan er mikið aukin
og breytt. Bókin er nú tvískipt. í
fyrri hlutanum sem er nýr, greinir
frá uppruna og mótun kristinnar
trúarjátningar. Síðan fylgir yfirlit
yfir helstu kirkjudeildir kristn-
innar.
í seinni hluta bókarinnar er að
finna játningarrit íslensku þjóð-
kirkjunnar með skýringum. Eru
skýringarnar víða umritaðar og
endurunnar frá útgáfunni 1980.
Bókin er alls 285 bls. með atriðis-
orðaskrá.
Kirkjan játar fæst í Kirkjuhús-
inu í Kirkjuhvoli í Reykjavík, í
bóksölu stúdenta svo og í öllum
helstu bókaverslunum landsins.