Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 16
imm,
Akureyri, fímmtudagur 21. nóvember 1991
heimsendingar-
þjónusta alla daga
Sunnudaga til fimmtudaga
kl.12.00-22.30
Föstudaga og laugardaga
kl. 12.00-04.30
VEITINGAHUSID
tilboð
ullct daga
Glerárgötu 20» g 26690 AlvÖrU veitingahús
Fyrstu loðnufarmar
að landí í dag
Fyrstu loðnufarmar á vertíð-
inni gætu borist á land í dag.
Sex loðnuskip voru að veiðum
úti af Melrakkasléttu í fyrrinótt
og voru öll koinin með ein-
Lengsta og lélegasta
veiðiferðin:
Fiskast ekki
uppá hund
- segir Porsteinn
Vilhelmsson, skip-
stjóri á Akureyrinni EA
„Það fískast ekki uppá hund.
Við erum að ljúka túr og hann
er sá lengsti og lélegasti sem
við höfum gert,“ sagði Þor-
steinn Vilhelmsson, skipstjóri
á Akureyrinni EA um miðjan
dag í gær.
Togarar eru dreifðir um öll
mið í leit að fiski. Lítið hefur
veiðst að undanförnu, en þó kom
Hrímbakur EA til löndunar í gær
með 110 tonn. Aflinn var að
mestu þorskur. Kaldbakur EA
landaði 120 tonnum í vikunni og
fór til veiða á þriðjudagskvöldið.
„Við erum norður af Grímsey
á leið austur og höfum ekki feng-
ið bein frá því snemma í gær-
morgun. Til frétta telst ef einhver
fær þrjú tonn í hali. Ég get sagt
með sanni, að ekki hafi fiskast að
gagni frá miðju sumri. Útlitið er
dökkt. Á Hornbanka var ekki
uggi þegar togslóð var opnuð að
nýju,“ sagði Þorsteinn Vilhelms-
son. ój
Hauganes:
FéD af bryggju
ofan í bát
Vinnuslys varð laust fyrir kl.
18.00 á þriðjudag er verið var
að vinna við Víði Trausta EA í
höfninni á Hauganesi.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Dalvík barst henni
tilkynning um að maður hefði
fallið af bryggju á þilfar Víðis
Trausta. Læknir frá Dalvík var
kallaður til. Ekki þótti ástæða til
að senda manninn á sjúkrahús, en
hann hafði hlotið höfuðhögg og
misst meðvitund. ój
hvern afla en ætluðu að reyna
fyrir sér á þessari slóð á ný í
nótt.
Aðfaranótt mánudags urðu
skipin vör við veiðanlega loðnu
skammt austur af Kolbeinsey en
loðnan stóð djúpt og gaf lítil færi
á sér. Tunglsljós hefur líka gert
að verkum að loðnan kemur ekki
upp en í fyrrinótt dró fyrir tungl
og þá fór veiðin að glæðast örlítið.
Skipin voru þá komin út af Mel-
rakkasléttu.
Súlan EA var komin með um
500 tonn í gær og gerði Bjarni
Bjarnason ráð fyrir að reyna fyrir
sér aftur í gærkvöld og nótt ef
veður leyfði. Að öðrum kosti
yrði stefnan tekin í land með afl-
ann og þá í Krossanes. JÓH
Iðnaðarmenn eru nú að störfum í íþróttahúsi KA en unnið er að því að setja saman áhorfendabekki í húsið. Eins
og sjá má á myndinni eru þessir bekkir hið mesta púsluspil en uppsetningu þeirra á að vera lokið síðdegis á morgun
þannig að bekkirnir verða vígðir á heimaleik handknaftleiksliðs KA gegn Selfossi. Mynd: Golli
Fargjöld Strætisvagna Akureyrar hækka um 7,5 til 15% frá 1. desember:
Ekki rétt að hækka þjónustugjöld
á tímum lausra kjarasamnmga
var álit Qögurra fulltrúa í minnihluta bæjarstjórnar Akureyrar
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum sl. þriðju-
dag að heimila 7,5-15 prósent
hækkun fargjalda Strætisvagna
Akureyrar frá 1. desember nk.
Skiptar skoðanir komu fram á
fundinum og töldu fjórir af
fulltrúum minnihlutans ekki
rétt af Akureyrarbæ að heim-
ila slíka hækkun þjónustu-
gjalda á sama tíma og aðilar
vinnumarkaðarins væru að
undirbúa gerð nýrra kjara-
samninga.
Strætisvagnar Akureyrar ósk-
uðu eftir hækkun á bilinu 7,5 til
22 prósent, en samkvæmt tillögu
bæjarráðs frá 14. nóvember sl.,
sem bæjarstjóm síðan staðfesti sl.
þriðjudag, nemur hækkunin á
bilinu 7,5 til 15 prósentum. Ein-
stök fargjöld fullorðinna hækka
úr 65 í 70 krónur, einstök far-
gjöld barna úr 24 í 27 krónur, 20
miðar fullorðinna kosta frá 1.
desember 1150 krónur, en kosta
nú 1000 krónur, 20 miðar aldr-
aðra hækka úr 450 krónum í 500
krónur, 20 miðar barna hækka úr
330 krónum í 370 og 25 rniðar
framhaldsskólanema hækka úr
930 krónum í 1000 krónur.
Gísli Bragi Hjartarson (A)
Hnupl í íþróttahúsi KA:
Helgln var nokkuð slæm
- segir Siguróli Sigurðsson, starfsmaður KA
Að sögn kunnugra hefur tölu-
vert borið á hnupli í nýja KA
íþróttahúsinu. Skór, föt,
íþróttavörur og peningar hafa
horfíð úr búningsklefum og
þykir mörgum nóg um.
„Að mínu mati er þetta allt
orðum aukið. Að vísu var helgin
nokkuð slæm. Þá hurfu úr bún-
ingsklefa sex til sjö þúsund krón-
ur frá sama manninum. Einnig
var nýr íþróttagalli tekinn sem og
nýlegar flauelsbuxur og hitahlíf-
ar. Þarna hafa trúlega verið að
verki unglingar sem eru hagvanir í
húsinu og þekkja allar útgöngu-
leiðir. Þetta hefur ekki verið kært
til rannsóknarlögreglu en hús-
stjórn er með málið til athugun-
ar,“ sagði Siguróli Sigurðsson
starfsmaður KA. ój
sagði að ekki væri hægt að rétt-
læta hækkun á þjónustugjöldum
hins opinbera á sama tíma og
kjarasamningar væru lausir.
Mikilvægt væri að viðhalda
stöðugleika í landinu og slík
hækkun væri ekki til þess fallin.
Bæði Sigfríður Þorsteinsdóttir
(B) og Kolbrún Þormóðsdóttir
(B) tóku undir þessa gagnrýni og
það sama gerði Jakob Björnsson
(B). Hann sagði ekki hægt að
réttlæta slíka hækkun á sama
tíma og umræður væru uppi um
að launþegar þyrftu jafnvel að
taka á sig launalækkun í stað
launahækkana.
Björn Jósef Arnviðarson (D)
benti á að rekstrarkostnaður
Strætisvagna Akureyrar hefði
aukist umtalsvert á síðustu mán-
uðum. Hann benti ennfremur á
að í samanburði við önnur sveit-
arfélög væri rétt að hafa í huga að
börn á aldrinum 12-16 ára
greiddu barnagjald í strætisvagn-
ana á Akureyri, en fullorðins-
gjald annars staðar á landinu.
Sex fulltrúar meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðubandalags
ásamt Þórarni É. Sveinssyni,
bæjarfulltrúa Framsóknarflokks,
greiddu hækkuninni atkvæði, en
Jakob Björnsson og Gísli Bragi
Hjartarson greiddu henni mót-
atkvæði. Sigfríður Þorsteinsdótt-
ir og Kolbrún Þormóðsdóttir sátu
hjá.
Þess má geta að Strætisvagnar
Reykjavíkur hækkuðu fargjöld
sín 9. nóvember sl. Þau eru nú:
Einstök fargjöld fullorðinna 70
krónur, 8 miða kort fullorðinna
500 krónur, 20 miða kort fullorð-
inna 1000 krónur, 20 miða kort
aldraðra 500 krónur, barnafar-
gjald 25 krónur og 22 miðar fyrir
börn 300 krónur. óþh
Músaflóð í Pingeyjarsýslu:
Illa lyktandi skemmdarvargar
ráðast á bíla og rúllubundið hey
„Það er geðveikur músagang-
ur og það stoppar ekki síminn
hjá mér,“ sagði Árni Logi Sig-
urbjörnsson, meindýraeyðir á
Ilúsavík, aðspurður um músa-
gang í Þingeyjarsýslu. Árni
sagði að mýs hefðu valdið
bændum stórtjóni í haust með
því að naga sundur umbúðir á
rúllubundnu heyi. Einnig
hefðu mýs skemmt tvo bíla.
Annan með því að naga sund-
ur vatnshosu frá vatnskassa
svo farið hefði að sjóða á bíln-
um við notkun, og einnig hefði
bfll verið stórskemmdur er mýs
hefðu tætt sundur sæti og nag-
að rafmagnsleiðslur í mæla-
borði.
Árni Logi sagði að mýsnar
væru bæði í norður og suðursýsl-
unni og óhemja af þeim í jaðar-
byggðum Húsavíkurbæjar. Hann
sagðist t.d. hafa náð músum í
tveimur íbúðarhúsum á Húsavík,
yfir 20 í hvoru húsi. Á mánudag
flúði húseigandi úr húsi sínu und-
an musagangi.
Árni telur að músaflóðið stafi
af góðu árferði undanfarin misseri
Aðallega er um hagamýs að
ræða og tímgunin það ör að
stofnstærðin er fljót að margfald-
ast við góð skilyrði. Árni segir að
auk þess sem mýsnar séu miklir
skemmdarvargar fylgi þeim megn
ólykt. Hann vinnur aðallega á
músunum með eitri, en á stöku
stað í heimahúsum notar hann
límbakka eða gildrur, og hann
leiðbeinir húseigendum um
hvernig best sé að leggja gildrur.
Árni hefur til sölu nýja gerð af
músagildrum, sem eru gerðar
þannig að ekki þarf að snerta
mýsnar þegar þær eru losaðar.
Árni sagði að einnig væri mikill
rottugangur norður á Sléttu og
þar fyrir austan. IM
Blönduós:
Útibú frá Fjölbrauta-
skólanum á næsta árí
Bæjarstjórn Blönduósbæjar
samþykkti á fundi sínum sl.
þriðjudag að hefja rekstur úti-
bús Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Blönduósi á
næsta skólaári, 1992-1993.
Bæjarstjórnin samþykkti fund-
argerð bæjarráðs þar sem lögð
vaf fram tillaga um útibúið.
Bæjarstjóra var falið að útvega
húsnæði fyrir Fjölbrautaskólann
og skólastjóra og skólanefnd var
falið að vinna að framgangi máls-
ins varðandi stofnbúnað og
kennslufræðilegan þátt málsins. r
SBG