Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 - DAGUR - 3 4- ■ » » Fréttir Lokið verði byggingu hringvegarins: missir vinnu - segir í greinargerð með nýrri þingsályktunartillögu Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta kanna nú þegar möguleika á því að Ijúka iippbyggingu hringvegarins á næstu tveimur árum. Þjóð- hagsleg hagkvæmni fram- kvæmdarinnar verði könnuð sérstaklega, svo og hagkvæmni þess að vinna verkið nú þegar fyrirsjáanlegur er mikill sam- dráttur í allri verktakastarf- semi. Þá verði reynt að leggja mat á hvaða ný sóknarfæri skapast í atvinnulífi lands- manna við þessa framkvæmd. Stefnt verði að því að niður- stöður þessarar könnunar liggi fyrir það snemma að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta sumri ef niðurstaða gef- ur tilefni til.“ Flutningsmenn að þingsályktunartillögu þess- ari, sem nýkomin er fram á Alþingi eru Jóhanncs Geir Sig- Meindýraeyðirinn á Húsavík: „Farinn að glíma við flest“ - segir Árni Logi, og veiðir jafnt minka sem mölflugur Það er nóg að gera hjá mein- dýraeyðinum á Húsavík, Arna Loga Sigurbjörnssyni, og í mörgu að snúast. í haust hafa 14 minkar verið drepnir í Húsavíkurlandi, þar af hefur Árni Logi náð 13, en löndun- argcngið náði einum um borð í togaranum Júlíusi Havsteen. Árni segir að þetta sé þriðja árið í röð sem mikið veiðist af mink í bænum en þeir hafi aldrei verið fleiri. Hann segist vita af að minnsta kosti einum mink enn í bæjarlandinu, en í sumar hafi þar verið tvö greni, annað í Norður- garði en hitt á móts við Laugar- dal. Gott árferði veldur aukinni viðkomu ýmissa kvikinda sem fólk er ekki par hrifið af að hafa í eða við híbýli sín. í sumar segist Árni hafa eytt 14 geitungabúum í sýslunni, þar af níu á Húsavík. í haust var mikið að gera við að úða grenitré á Húsavík, eftir að þangað barst sitkalús. Árni hefur einnig unnið við að sótthreinsa hús fyrir bændur, þar sem skorið hefur verið niður vegna riðuveiki. »Ég er farinn að glíma við flest,“ sagði Árni, en hann segist m.a. hafa útrýmt óþrifum sem komið hafa á stofublóm. Hann segist vilja benda fólki, sem glími við silfurskottur eða mölflugu, á að gott sé að láta eitra og svæla hús áður en farið sé í jólahrein- gerningarnar. Hann sagðist hafa svælt vegna silfurskottna í nýjum húsum, en þær flyttust oft á milli með fólki, leyndust í húsgögnum og víðar og því eins gott að vera vel á verði. IM „Opið hesthús“ á Hólum nk. suiumdag Næstkomandi sunnudag, 24. nóvember kl. 13.30 til 16.00, verða nemendur hrossarækt- arbrautar og forráðamenn Bændaskólans á Hólum með „opið hús“ á Hólum, sem kannski væri réttara að kalla „opið hesthús“. Kynnt verður starfsemi hrossaræktarbrautar- innar, uppbygging námsins og sýndar í verki þær aðferðir sem beitt er við kennsluna. Að Iok- inni sýningu og kynningu býð- ur Bændaskólinn upp á kaffi í mötuneyti skólans. Undanfarin ár hefur kennsla í alhliöa hrossabúskap, hrossarækt og reiðmennsku verið stóraukin við Bændaskólann á Hólum. Mjög góð aðstaða er á Hólum til að stunda þessa kennslu, gott hesthús, reiðkennsluhús og aðstöðurými. Auk þess er mikið samstarf við Hrossakynbótabú ríkisins, sem bændaskólinn sér um rekstur á, og stóðhestastöðv- ar Norðurlands, sem er samstarfs- verkefni Bændaskólans og hrossa- ræktarsambanda á Norðurlandi. Nám við Bændaskólann tekur tvö ár og er hluti þess verknám hjá bændum/tamningamönnum, eða þrír mánuðir. Auk þess hefur verklegi þáttur námsins í skólan- um sjálfum verið stóraukinn þannig að skólinn er í dag öflug- asti reiðskóli landsins, samhliða kennslu í hrossarækt og hrossa- búskap. urgcirsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni er bent á að nú þegar liætt liefur verið við bygg- ingu álvers á Keilisnesi skapist alvarlegt ástand í verktakastarf- semi í landinu, fjöldi fólks muni missa vinnu sína og öflugur tækjakostur annaðhvort úreldist ónotaður eða verði seldur úr landi fyrir lítið verð. Þá er bent á að hjá flestum þjóðum sé af- kastamikið samgöngukerfi talin vera ein meginforsenda fyrir efl- ingu atvinnulífs og viðskipta. Með því að Ijúka byggingu hring- vegarins norður um land, um Akureyri, Möðrudalsöræfi og til Egilsstaða annars vegar en austur um Hornafjörð og sunnanverða Austfirði til Egilsstaða hins vegar, verði lokið einum mesta áfanga í samgöngusögu íslend- inga. Bent er á að þessi fram- kvæmd muni skapa ný skilyrði fyrir ísland sem ferðamannaland og möguleika Norður- og Austur- lands til þess að taka á móti ferðamönnum, sem koma beint frá útlöndum. Þá er einnig bent á í greinargerðinni að útflutningur á ferskum og unnum fiskafurðum krefjist aðgangs að greiðum sam- göngum til útlanda og að ineð bættum samgöngum viö Austfirði skapist aðstæður fyrir útskipun- arhöfn þar en sigling frá Aust- fjörðum til Evrópu tekur um sól- arhrings skemmri tíma en frá suðvesturhorni landsins. Flutn- ingsmenn tillögunnar telja að við núverandi aðstæður sé sjálfsagt að kanna hvort hér sé um þjóð- hagslega hagkvæma framkvæmd Stjóm Kaupinannafélags Akur- eyrar og Kaupfélag Eyfirðinga hafa ákveðið breytingar á opn- unartíma í deseinber, að öðru leyti en á sunnudögum sem nú er til athugunar. Auk hefð- bundins opnunartíma verða verslanir opnar sem hér segir: Æflngar eru hafnar hjá Leik- félagi Blönduóss á barnaleik- ritinun Gosa í leikgerð Brynju Benediktsdóttur. Brynja leik- stýrir verkinu sjálf og að sögn Jóns Inga Einarssonar, for- manns félagsins, er ætlunin að t'rumsýna í janúar. „Við ætlum okkur að æfa fram í miðjan desember, gera hlé yfir jólin og frumsýna síðan í janú- ar,“ segir Jón Ingi. Jón Ingi segir að nokkuð vel hafi gengið að manna verkið þrátt fyrir að alltaf sé erfiðara að að ræða og ef svo er sé fyllilega raunhæft að taka erlent lán til þess að fjármagna hana. ÞI 14. desember verður opið milli klukkan 10 og 18. Fimmtudaginn 19. desember verður opið til kl. 22 um kvöldið og laugardaginn 21. desember verður opið milli 10 og 22. Mánudaginn 23. desem- ber, Þorláksmessu, verður opið milli kl. 9 og 23 en á aðfangadag verður opið fyrir hádegi, eða milli kl. 9 og 12. “ JÓH koma fólki í gang á haustin en á vorin. í sýningunni eru níu aðal- leikarar, en um þrjátíu manna hópur stendur að uppsetning- unni. „Ég held áhugi fyrir leiklist sé alltaf fyrir hendi hér á Blönduósi. Hinsvegar er það alveg ljóst að við erum í bullandi samkeppni við alla aðra afþreyingarmiðla. Spurningin er bara að koma með eitthvað sem höfðar til fólksins og við höfum ekki sett upp barnaleikrit í fjölda mörg ár svo við vonum að áhorfendur skili sér,“ segir Jón Ingi. SBG Jólaverslunin: Opmmartími verslana ákveðinn Laugardagana 7. desember og Leikfélag Blönduóss: Gosi á íjalirnar í janúar JÓLATILB OÐ Bökunarvörur Niðursoðið grænmeti Niðursoðnir ávextir Kynnum: Euro Disney leik Coca Cola fimmtudag kl. 15-18 föstudag kl. 14-19 laugardag kl. 10-14 TILBOÐ Lambagrillkótilettur 698 kr. kg. stórlmliVk^ösverdi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.