Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 1
(iaotlai í
74. árgangur
Akureyri, laugardagur 28. desember 1991
246. tölublað
Fréttaannáll ársins - bls. 7, 8, 9, 10, 11.
Tilboði frá Skretting í eignir þrotabús ístess hafnað:
Verður fóðurverksmiðjan áfram á Akureyri?
- nýtt tilboð í athugun sem líklega er frá Laxá hf.
Helgarveðrið:
Hæg suðvestan-
átt um ailt
Norðurland
„Um helgarveðrið á Norð-
urlandi er fátt eitt að segja.
Að vísu verður ekki jafn
hlýtt, enda er ekki hægt að
fara fram á slíkt á þessum
árstíma,“ sagði talsmaður
Veðurstofu íslands í gær.
Samkvæmt spákorti veður-
stofunnar verður hæg suðvest-
anátt um allt Norðurland um
helgina. Lengst af verður
nokkuð bjart og hitastig um
frostmark. Á mánudag verður
aftur komin bullandi hláka. ój
Eyjafjörður:
Rólegjólahátíð
hjá lögreglu
og slökkvOiði
Jólahátíðin var róleg hjá
lögreglumönnum sem og
slökkviliðsmönnum á Akur-
eyri.
Á aðfangadag sinnti Slökkvi-
lið Akureyrar tveimur útköll-
um. Hið fyrra var kl. 13.30, en
kviknað hafði í frystikistu að
Höfðahlíð 13. Síðara útkallið
kom kl. 15.18 frá Fjórðungs-
sjúkrahúsinu. Hitavatnslögn
hafði fariö í sundur í risi
sjúkrahússins og heitt vatn lak
niður á næstu hæð þar sem
barnadeildin er til húsa.
Skemmdir urðu óverulegar.
„Einn minniháttar árekstur
varð á jóladag. Útköll vegna
ölvunar voru fá. Petta var
smánudd sem alltaf. Einn
maður gisti fangageyslur
vegna ölvunar. Á föstudags-
morguninn var tilkynnt inn-
brot í kirkjuna í Glerárhverfi
þar sem er til húsa barna-
heimili. Rúða var brotin og
stór steinn lá á eldavél, cn
einskis er saknað. Málið er í
rannsókn hjá rannsóknarlög-
reglunni,“ sagði Árni Magnús-
son, varðstjóri.
Hjá lögreglunni á Dalvík og
Siglufirði var ekkert mál fært
til bókar, en í Ólafsfirði var
einn ökumaður tekinn vegna
meints ölvunaraksturs. ój
Enn hafa veður skipast í lofti í
baráttunni um eignir þrotabús
fóðurverksmiðjunnar Istess hf.
á Akureyri. Tilboði frá norska
fyrirtækinu Skretting A/S upp
á eina milljón dollara hefur
verið hafnað og nýtt tilboð,
sem líklega er frá Laxá hf. á
Akureyri þótt það hafi ekki
fengist staðfest, er nú í athug-
un og virðist koma sterklega til
greina.
Sú staða var komin upp í mál-
inu að nýja tilboðið frá Skretting
sió lilboðum frá Laxá og Fóður-
verksmiðjunni í Reykjavík við og
var fastlega búist við að tilboðinu
yrði tekið. En nú hefur tilboði
Skretting verið hafnað og norska
fyrirtækið þá væntanlega út úr
myndinni nema enn komi nýtt til-
boð frá því.
Jóhannes Sigurðsson, bústjóri
þrotabús ístess, staðfesti í sam-
tali við Dag í gær að tilboðinu frá
Skretting hefði verið hafnað og
nýtt tilboð hefði borist og nú væri
verið að skoða það. Hann sagði
það trúnaðarmál frá hverjum
þetta nýja tilboð væri og upp á
livaða fjárhæð það hljóðaði.
„Eins og staðan er í dag eru
miklar líkur á því að það verði
gengið að þessu tilboði," sagði
Jóhannes um framhaldið.
Eins og Dagur hefur greint frá
létu hagsmunaaðilar á Akureyri
hendur standa fram úr ermum til
að kanna möguleika á því að
halda fóðurverksmiðjunni í bæn-
urn og þar fengu Laxármenn
sterka bakhjarla, þ.e. Kaupfélag
Eyfirðinga.og Akureyrarbæ. Nýtt
tilboð var í þígerð í nafni Laxár
hf., sem er með hús og vélar
þrotabús ístess á leigu til ára-
móta, og því er sennilegt að þetta
nýja tilboð sem nú er verið að
skoða sé frá Laxá. Verði tilboð-
inu tekið mun fóðurverksmiðjan
þar af leiðandi verða starfrækt
áfram á Akureyri, en menn
höfðu séð fram á enn eitt áfallið í
atvinnulífinu í bænum ef verk-
smiðjan hefði verið lögð niður og
framleiðslutækin flutt til Noregs,
eins og við blasti. SS
u. leið og við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða,
þá óskum við viðskiptavinum okkar sem og landsmönnum öllum
gæfu og gleði á komandi ári
Auglit hf.