Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 28. desember 1991 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson 55 An ábyrgöar íí fyrír vikuna 28. desember '91- 3. janúar 1992 T ■H 21. mars -19. apríl Þú ert á hættusvæöi í dag og á morgun. Þaö eru kínverjar og ýlusprengjur á hverju strái og þetta gæti sprungiö framan í þig ef þú ferö ekki varlega. Áramótin sjálf veröa róleg og á nýársdag, fimmtudag og föstudag leikur þú viö hvern þinn fingur. Ástin fer brátt aö láta á sér kræla. Gleöi- legt ár. /\)aut 20. apríl - 20. maí Mánudagur, gamlársdagur sem og nýárs- nótt eru sérlega hættulegur tími fyrir þig. Þú gætir fengiö rakettu í hausinn eöa eitt- hvaö þaðan af verra. Vertu vel klædd(ur) ef þú ferö út á gamlárskvöld, sem ég myndi reyndar ráöa þér frá. Á gamlársdag lýkur ákveönu erfiöleikatímabili í ástamál- unum. Gleöilegt ár. n Tvíb 21. maí - 20. júní Þú leikur á als oddi í dag og á morgun og kvöldiö í kvöld tilvalið til skemmtanahalds. Áramótin veröa róleg, en á nýársdag, fimmtudag og föstudag þarftu aö fara vel meö þig og gæta oröa þinna. Eftir hádegi á gamlársdag hefst ákveöiö erfiöleika- tímabil í ástamálum tvíbura sem vara mun út janúar. Gleðilegt ár. K^abbi i 21. júní - 22. júlí Þú þarft aö fara aö gá betur aö heilsunni. í dag og á morgun veröur vegiö aö þér úr öllum áttum, en seint á sunnudagskvöld snýst dæmiö alveg viö og þú munt leika viö hvern þinn fingur fram á nýársmorgun. Þú og þín fjölskylda munuö þræöa brennurnar og syngja saman „Nú áriö er liðiö..." undir stjörnubjörtum nýárshimni. Gleöilegt ár. Á) L)6n W V* 23. júlí - 22. ágúst Þú leikur viö hvern þinn fingur í dag og á morgun, en á mánudagsmorgun fer þig aö gruna aö ekki sé allt meö felldu í fjöl- skyldunni, svo aö áramótin fara aö mestu framhjá þér. Á nýársdag leikur svo allt í lyndi aftur. Og nú fer ástin aö blómstra. Gleöilegt ár. Tfí’ ia yMeyj< 23. ágúst - 22. september Þú vaknar óvenju hress á mánudags- morgun og viti menn; mánudagur, sem og gamlársdagur og nýársnótt veröa besti tími þessarar viku. Á nýársdag, fimmtu- dag og föstudag veröa hins vegar ýmsar hindranir á vegi þínum. Ákveönu ham- ingjutímabili í ástamálum er nú lokið, en viö taka erfiðleikar á því sviöi. Annars er bjart framundan. Gleöilegt ár. °9 23. september - 22. október Ætlir þú á áramótadansleik skaltu gera þaö í kvöld, því aö í dag og fram á annað kvöld leikur lífið viö þig. Áramótin sjálf veröa hins vegar róleg hjá þér. Nýársdag- ur, fimmtudagur og föstudagur veröa síöan sérlega hagstæöir til vinnu, heim- sókna eöa skemmtana; alls nema fjár- málaspekúlasjóna. Gleðilegt ár. % 3porðd^eki 23. október - 21. nóvember Ákveönu byltingartímabili í ástamálum, sem varað hefur síöan 7. desember lýkur á gamlársdag og upp frá því verður lítilla breytinga aö vænta á því sviði. En þetta gamlárskvöld er sporödrekakvöld og þaö er víst aö sporðdrekar munu veröa í aðal- hlutverkinu, hvar sem þeir koma þessa nýársnótt. Gleðilegt ár. Bog rnaðuÞ 22. nóvember - 21. desember Þú veröur í skemmtilegum félagsskap í dag, í kvöld og á morgun. Á hádegi á gamlársdag kemur Venus inn í bog- mannsmerkið og færir þér mýkt og hlýju, kannski ástarævintýri. Nýársnótt verður róleg, en nýársdagur, fimmtudagur og föstudagur veröa þínir dagar. Allt gengur bogmönnum i hag þessa þrjá fyrstu daga nýja ársins. Gleðilegt ár. VT S'l'eiiAge.i+ 22. desember- 19.janúar Faröu varlega í dag og á morgun. Kín- verjar geta jú sprungið hvar sem er, en þaö geta Islendingar líka og þaö af minnsta tilefni. Mánudag, gamlársdag og nýársnótt munu margir óvæntir og skemmtilegir atburöur gerast og þú veröa í þínu albesta nýársskapi, berandi eld aö stjörnuljósum og flugeldum. Gleöilegt ár. Vatrvsbe ri 20.janúar- 18. febrúar Ákveönu óvissuástandi sem varaði hefur í ásta- og/eöa vináttumálum síöan um miöjan desember lýkur á gamlársdag og viö taka hlýlegri tímar í mannlegum samskiptum. f dag og á morgun veröur þú i góöum félags- skap, en á mánudag finnur þú aö eitthvaö er ekki eins og þaö á aö vera og áramótin hjá þér fara í fyrirfram tapaöa baráttu viö þér sterkari öfl. Fyrstu þrír dagar nýja ársins veröa þér aftur á móti einstaklega ánægju- legir. Gleöilegt ár. X Biskat* 19. febrúar - 20. mars Mánudagur, gamlársdagur og nýársnótt veröa þinn tími. Á gamlárskvöld þegar him- inninn glitrar og allir eru vinir, syngur þú og dansar inn í nýja áriö viö álfa og huldufólk sem fiskar einir þekkja. Mundu samt aö vera komin(n) til mannheima fyrir dagrenn- ingu, svo aö þú veröir ekki aö steini. Nýárs- dagur veröur þrúgandi. Gleðilegt ár. Af erlendum vettvangi Þegar fólk fær ekki nægilegan svefn, bregst líkaminn þannig við, að hann eykur streymi streituhormóna út í blóðið. Þá dregur úr brennslu fituefna og kolesterolmagnið vex. Of lítill svefti eykur kolesterol Hafi maður sofíð vel og hvflst, lækkar kolcsterolmagnið í blóð- inu. Sérfræðingar á sviði lækna- vísinda ráðleggja fólki að leggja sig, þegar það fínnur verulega til þreytu og líkaminn kallar á hvfld, - ekki að bíða þess að „klukkan sé komin“. Það er mjög greinilegt sam- band milli kolesterol-magns í blóðinu og of lítils svefns, full- yrða amerískir vísindamenn við háskólann í Miami. Ef menn kenna þreytu snemma kvölds, eiga þeir að fara í rúmið, en ekki streitast við að vera á fótum þangað til klukkan er orðin þetta eða hitt. Eitt til tvö kvöld í viku ættu menn alltaf að gæta þess að fara snemma í háttinn. Sé þessum ráðum fylgt, er nær öruggt að kolesterol-magn blóðsins minnkar. Vísindamennirnir gátu ekki fundið neitt samband milli svefn- tíma og kolesterols hjá þeim, sem að staðaldri sofa minna en almennt gerist, en eru eigi að síð- ur hressir og vel fyrir kallaðir. Aftur á móti er sambandið aug- ljóst hjá þeim, sem sofa of lítið og kvarta um þreytu og vanlíðan, þegar líður á daginn. Skýringin er sú, að þreyta, sem er haldið við með of litlum svefni eykur streymi streituhormóna út í blóðið, og þessir hormónar tefja fyrir brennslu fitu í blóðinu. (Fakta 4/91. - Þ.J.) Verða þörungar notaðir tfl að vinna gnll? Pörungar eiga auðvelt með að safna í sig þungmálmum, og um þessar mundir fást lífefnafræð- ingar við háskólann í Nýja Mexíkó-ríki í Bandaríkjunum við tilraunir til að nota þörunga til gullvinnslu. Fram til þessa hafa tilraunirnar lofað góðu. Með hjálp þörung- anna hafa menn unnið gull úr vökvum, sem gull finnst í. Það er mjög hagkvæmt, því að kostnað- ur við þessa tegund „gullgraftar“ er aðeins brot af því, sem vinnsl- an myndi kosta með því að nota aðrar efnafræðilegar aðferðir við vinnsluna. Sú tegund þörunga, sem best hentar til að vinna gull úr vökvum, heitir Chlorella vulgar- is. Það hefur sýnt sig, að jafrtvel eftir að þessir þörungar eru dauð- ir halda þeir áfram að draga góð- málminn til sín. (Fakta 4/9i. - þ.j.) Til eru þeir vísindamenn, sem halda því fram, að hægt sé að nota sumar teg- undir þörunga til að vinna gull úr sjó. Upphitaðar rallínur tfl vamar ísingu Víða um lönd, og ekki síst á ís- landi, veldur mikil snjókoma og fsing oft vandræðum, þegar snjór hleðst á raflínur og þær slitna. Fyrirtæki eitt í Bretlandi hefur nú fundið ráð til að leysa þetta vanda- mál. Meðfram háspennuleiðslunni er Iögð önnur lína með miklu lægri spennu. Ef efni það, sem einangrar leiðslurnar hvora frá annarri leið- ir rafmagnsstraum, veldur straumurinn í gegnum efnið því að línurnar hitna. Efnið, sem þetta breska firma hefur valið til notkunar, er gervi- efni, sem því aðeins leiðir raf- straum, að hitinn sé undir ákveðnu lágmarki. Jafnskjótt og hitinn fer aftur uppfyrir þetta mark hættir efnið að leiða rafmagn. (Fakta4/9i.-pj.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.