Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. desember 1991 - DAGUR - 11
Fréttaannáll ársins
Aðfaranótt 28. ágúst varð stórbruni á bænum Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit.
Á fimmta tug gripa brunnu inni í fjósi á bænum en fjósið, sem og hlaða
brunnu til grunna. I hlöðunni voru 1600 hestar af lieyi.
haft eftir Atla Vigfússyni, for-
manns Æðarræktarfélags Eyja-
fjarðar og Skjálfanda að átaks sé
þörf í eyðingu vargfugls í Eyja-
firði og heilbrigðisfulltrúi segir
nauðsynlegt að endurskoða fugla-
friðunarlögin.
26. Pað þótti ganga krafta-
verki næst að flugmaður og tveir
farþegar skyldu komast lífs af
þegar fjögurra sæta flugvél frá
Akureyri hrapaði við Mývatn en
vélin var talin gjörónýt.
31. Reglugerð sjávarútvegs-
ráðuneytisins um veiðar í atvinnu-
skyni á næsta fiskveiðiári er kol-
svört fyrir þjóðarbúið að mati út-
gerðarmanna. Haft er eftir hags-
munaaðilum að þetta komi hrika-
lega við sjómenn og sé blátt
áfram áfall.
Agust
1. Fangelsismálastofnun segir að
úrbóta sé þörf ef vista á fanga í
fangelsinu á Akureyri í framtíð-
inni. Er aðstaðan á Akureyri
ekki talin nógu góð.
3. „Gallabuxnamálið" skýtur
upp kollinum en falsaðar galla-
buxur voru gerðar upptækar hjá
handknattleiksdeild KA, sagði í
forsíðufrétt í Degi. Gerði rann-
sóknarlögreglan lagerinn upp-
tækan. Seinna kom í ljós að fjár-
svikamenn höfðu gert KA-mönn-
um grikk og voru þeir grunlaus
fórnarlömb í þessu máli sem eins
og í ævintýrunum, fór vel að
lokum. Þá er á þessum tíma mik-
ill viðbúnaðar hjá löggæslumönn-
um á Norðurlandi vegna kom-
andi verslunarmannahelgar.
7. Verslunarmannahelgin er
gengin um garð og hafði Húnaver
lítið aðdráttarafl þrátt fyrir
væntingar mótshaldara.
8. Skýrsla sérfræðinganefndar
um Mývatnsrannsóknir hefur
verið lögð fram. 1 henni kom
fram að bein áhrif Kísiliðjunnar
hf. á lífríki vatnsins eru mun
minni en óttast var. Fjórir mögu-
leikar voru lagðir fram varðandi
rekstur Kísiliðjunnar en nefnd-
in tók ekki afstöðu til þeirra en
formaður hennar sagði þá fyrst
og fremst pólitíska ákvörðun.
Hótel Stefanía á Akureyri hef-
ur verið úrskurðað gjaldþrota.
Rekstri þess er þó haldið áfram
af rekstrarfélaginu Stefanía-hótel
og standa sömu aðilar að því og
gjalþrotahótelinu.
10. Landverðir á Norðurlandi
eystra mótmæla lagningu Fljóts-
dalslínu á hálendinu og segja það
hræðilegasta umhverfisslys á Is-
landi ef af verður.
13. Meindýraeyðir í Þingeyj-
arsýslu segir Akureyri uppeldis-
stöð fyrir vargfugl en hvergi mun
vera meira af þeim ófögnuði en á
Akureyri. Segir meindýraeyðir-
inn að Akureyringar setji fuglinn
á og telur hann að gera þurfi
gangskör í eyðingu fuglsins.
14. Pappírspokaverksmiðjan
Serkir hf. á Blönduósi hefur ver-
ið úrskurðuð gjaldþrota að
beiðni forsvarsmanna fyrirtækis-
ins.
16. Sænska ráðgjafafyrirtækið
Rectus/Elas leggur til að stofnað-
ar verði söluskrifstofur, ferða-
skrifstofa og heilsumiðstöð í
Kjarnalundi til eflingar atvinnu-
lífs á Akureyri, en fyrirtækið var
fengið af atvinnumálanefnd Ak-
ureyrarbæjar til þess að gera út-
tekt á stöðu atvinnulífs í bænum.
Pá segir í frétt á baksíðu þennan
dag, að ófremdarástand ríki í
húsnæðismálum geðsjúkra á
Akureyri og að þörf sé á tveimur
sambýlum til viðbótar.
17. Ákveðið hefur verið að
Akureyrarbær gerist eignaraðili
að fyrirtæki sem stofna á á rúst-
um gamla Álafoss hf. Hefur bær-
inn falið Iðnþróunarfélagi Eyja-
fjarðar að vinna að stofnun fyrir-
tækisins. Pá íhugar Gosan hf. í
Reykjavík, eigandi Viking Brugg
að sameina gosdrykkja- og bjór-
framleiðslu en með því var hætta
á að verksmiðjan yrði flutt suður
um heiðar.
22. Upp er komið deilumál
innan Tónlistarskólans á Akur-
eyri. Nokkrir kennarar sögðu
störfum sínum lausum og í bígerð
er að stofna einkarekinn tón-
listarskóla með gítardeild. Og
þótt ótrúlegt megi teljast, eru
kartöflubændur ekki of ánægðir
með óvenju góða uppskeru því
þá sjá þeir fram á offramboð og
verðfall á kartöflunum.
23. Fyrr á árinu var sagt frá
fjölgun kirkjulegra brúðkaupa á
Akureyri, en nú segir frá fjölgun
hjónaskilnaða. Segir sr. Þórhall-
ur Höskuldsson að aðal orsaka-
valdurinn sé vandræði í peninga-
málum.
28. Gott veður á Suður- og
Suðvesturlandi dró úr ferða-
mannastraum til Norðurlands og
kom það m.a. fram í fækkun gisti-
nátta á hótelum á Norðurlandi.
29. Stórtjón varð í bruna á
bænum Gullbrekku í Eyjafjarð-
arsveit og brunnu á fimmta tug
nautgripa inni. Pá eyðilögðust
fjós, hlaða og 1600 hestar af heyi
í brunanum. Þessa nótt gekk
mikið hvassviðri yfir Norðurland
sem gerði slökkvistarf erfitt.
í veðrinu fór hús á Siglufirði á
hliðina og þök lyftust á hlöðum í
Skagafirði í hvassviðri fyrr í vik-
unni.
30. Um 100.000 ferðamenn
komu til Mývatnssveitar sl.
sumar. Gengu ferðamennirnir
mjög vel um svæðið og segir að
þáttur fararstjóra sé geysilega
stór í þessu sambandi.
Mikil hátíðarhöld voru í Hrísey í tilefni 60 ára afmælis hreppsins. Fjöldi gesta tók þátt í þeim í blíðskaparvcöri og
var gestum m.a. boðið upp á dýrindis afniælistertu sem var í laginu eins og eyjan með líkönum af mannvirkjum á
staðnum.
VIÐ STYÐJUM
FLUGELDASÖLU
HJÁLPARSVEITAR SKÁTA
AKUREYRI
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
___Jil viðskiptamanna_____
banka og sparisjóða
Lokun
2. jjanúar
ogeindagar
víxla.
Vegna áramótavinnu verða
afgreiðslur banka og sparisjóða
lokaðar fimmtudaginn
2. janúar 1992.
Leiðbeiningar um eindaga víxla
um jól og áramót
liggja frammi í afgreiðslum.
Reykjavík, 17. desember 1991
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BALDVIN ÞORSTEINSSON
skipstjóri,
Kotárgerði 20,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 28. des-
ember kl. 11.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Lands-
samtök hjartasjúklinga.
Björg Finnbogadóttir,
Þorsteinn Már Baldvinsson,
Margrét Baldvinsdóttir,
Finnbogi A. Baldvinsson.
Ástkær móður okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Stóru-Giljá,
til heimilis að Víðilundi 14 i, Akureyri
er lést 23. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 3. janúar nk. kl. 13.30.
Þeim, er vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri.
Erla Hallgrímsdóttir, Johann Karl Sigurðsson,
Elísabet Hallgrímsdóttir, Óskar Þór Árnason,
Sigurður J. Hailgrímsson, Ásta Gunnlaugsdóttir,
H. Ásgeir Hallgrímsson, Anna Hallgrímsdóttir,
Jónas Hallgrímsson, Drífa Þorgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
JÓN ÞÓRARINSSON,
frá Skeggjastöðum,
Ránargötu 29, Akureyri,
sem andaðist 19. desember verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hins
látna er bent á líknarstofnanir.
Halla Jónsdóttir, Þráinn Jónsson,
Herdís Jónsdóttir, Þórey Jónsdóttir,
Guðni Jónsson, Ævar Jónsson,
Sæbjörn Jónsson
og aðrir vandamenn.