Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. desember 1991 - DAGUR - 7 Fréttaannáll árið 1991 Það er við hæfí um áramót að líta um öxl og rifja upp liðna atburði. Dagur hefur að venju, að aðstoða lesend- ur sína við upprifjunina með því að stikla á stóru varð- andi fréttir sem birst hafa í blaðinu það ár. Hér á eftir fer slík upprifjun þar sem hver mánuður er tekinn saman. Eflaust mun einhver sakna frétta í annál sem þessum, enda er ekki hægt að minnast á allt sem skrifað var um, en taka verður viljann fyrir verkið og vonum við að einhver fróðleikur hljótist af. Janúar í miklu óveðri l'yrslu daga ársins raskaðist flugumferð verulega. Starfsmenn flugvalla höfðu því í mörg horn að líta við að svara spurningum farþega en það var ekki fyrr en 5. janúar sem byrjað var að fljúga milli Rcykjavíkur og Akureyrar. 3. Segja má að útsíður Dags hafi verið undirlagðar fréttum af óveðri og áhrifum þess fyrstu daga ársins. Þennan dag segir frá miklu eignatjóni á Siglufirði í af- takaveðri aðfaranótt 2. janúar og þá er líka rætt við Ólaf Gauta Sigurðsson, 17 ára pilt sem féll 100 metra í Burstafelli í Vopna- firði á gamlársdag. Þá segir líka að fæðingum á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri hafi fjölgað mjög á árinu áður. 4. Áframhaldandi norðangarri, veðurguðir hamla allri flugum- ferð og mikið eignatjón í Húna- vatnssýslum, segir í fyrirsögnum á forsíðu. Á Húsavík varð að skammta rafmagn til fyrirtækja og íbúðahverfa og bændur not- uðu haugsugur og dráttarvélar til þess að knýja mjaltakerfin í Reykjahverfi. 5. Óhemju tjón varð á línum Laxárvirkjunar í óveðrinu undan- farna daga og sömuleiðis ríkti ófremdarástand í Eyjafirði vegna rafmagnsbilana en tugir staura brotnuðu og línur slitnuðu vegna ísingar. Sömu sögu var að segja af fleiri svæðum og þennan dag segir veðurspáin, að veðrið verði vont áfram. 6. Haft er eftir rafveitustjóra ríkisins, að tjónið á rafveitukerf- inu hafi verið það mesta frá upp- hafi, en samkvæmt talningu brotn- uðu 490 rafmagnsstaurar á Norð- urlandi. Dökk mynd er dregin upp í skýrslu Brunamálastofnun- ar um Krossanesbrunann og kemur þar fram hörð gagnrýni á þá aðila sem báru ábyrgð á fyrir- tækinu og uppbyggingu þess. Á baksíðu segir að fjöldi farþega sem beðið höfðu eftir að komast með flugi til Reykjavíkur frá því fyrir áramót, hafi ekki komist fyrr en laugardaginn 5. janúar, en daginn eftir var aftur orðið ófært og enn einhverjir sem biðu flugs. Þennan dag segir líka frá því að á bensínstöðvum á Akur- eyri hafi verið mikil eftirspurn eftir gasi, rafhlöðum og vasaljós- um frá fólki á rafmagnslausum bæjum í nágrenninu. 10. Starfsmenn Viking Brugg á Akureyri komu að vinnustað sínum innisigluðum vegna tug- milljóna króna vanskila fyrir- tækisins við ríkissjóð. Þá voru trillukarlar á Norðurlandi áhyggju- fullir vegna nýafstaðinnar úthlut- unar veiðiheimilda og funduðu um málið á Akureyri. 11. Júgurbólga veldur stór- tjóni hjá kúabændum og Orku- stofnun hyggst bora í Öxarfirði næsta sumar til þess að afla gagna um gas og háhita. 12. Sagt er frá því að Slipp- stöðina vanti 5-10 stálsmiði og haft er eftir Sigurði Ringsted, að verkefnastaða næstu mánaða stefni í að verða góð. Þá er líka til athugunar að stofna hlutafélag um rekstur Eyjafjarðarferjunnar Sæfara. 15. Iðja, félag verksmiðju- fólks og Lífeyrissjóður Iðju, gerðu kröfu um lögtak í Viking Brugg vegna skulda fyrirtækisins við Iðju. Krafan var tekin fyrir hjá bæjarfógeta, en lögtakinu var frestað. Verksmiðjan er á þess- um tíma, enn lokuð. Þá segir að daginn áður hafi verið haldin friðarstund í flestum grunnskól- um vegna yfirvofandi stríðshættu við Persaflóa. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað 13. janúar og var mikil aðsókn gesta á fyrsta degi. 16. Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands segir mönnum hægt og bítandi vera að blæða út vegna loðnu- veiðibannsins sem staðið hafði frá því í desember og sjávarút- vegsráðherra framlengdi daginn áður um óákveðinn tíma. Um 500 raflínustaurar brotnuöu í ísingarveðrinu sem gekk yfir í byrj- un janúar. Slæmt ástand skapaðist víða vegna rafmagnsleysis, sérstak- lega í sveitum, en starfsmenn raf- veitna áttu annríkt við að koma lín- um í nothæft lag. Endanleg viðgerð á línuin stóð fram á sumar. 17. Á útsíðum eru fengin við- brögð við loðnuveiðibanninu og kemur mönnum saman um að út- litið sé svart, erfitt verði að standa við skuldbindingar hjá verksmiðjum og Bjarni Bjarna- son, skipstjóri Súlunnar EA segir að sjávarútvegsráðherra verði að skera á hnútinn. 18. Bjórverksmiðja Viking Brugg hefur verið opnuð á ný eft- ir tíu daga lokun, en fyrirtækið gerði upp skuldir sínar við ríkis- sjóð. Þá er sagt frá því að verð á vinsælustu fasteignunum á Akur- eyri nálgist verðlag á sambærileg- um eignum í Reykjavík. 19. Eftir tíu ára hvíld, fór Hekla að gjósa og féll gjóska frá henni víða á Norðurlandi. 22. Enn gerir veður usla á Norðurlandi og geysaði fárviðri á Akureyri daginn áður. Nokkuð tjón varð á húsum og bifreiðum en vindhraði á Akureyrarflug- velli mældist mestur 105 hnútar eða tæplega 200 km á klukku- stund. Þá sökk bátur á Hofsósi í óveðrinu og sjómanns frá Greni- vík var saknað eftir að trilla hans fannst mannlaus við Gjögurtá. Þá hvetur ríkisstjórn íslands landsmenn til að spara eldsneyti vegna stríðsins við Persaflóa en óttast var að heimsmarkaðsverð á olíu ryki upp. 24. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu, að hlutur ríkisins í Þormóði ramma hf. á Siglufirði, hafi verið seldur á allt of lágu verði. Fjármálaráðherra er gagnrýndur harðlega fyrir hvernig staðið var að sölunni. 25. Það vorar á Norðurlandi í byrjun Þorra og mældist hiti á Akureyri 10 gráður. Eyfirskir kartöflubændur stokka upp dreif- ingarkerfi sitt og framkvæma á við flugvelli á Norðurlandi fyrir tæpar 100 milljónir króna á ár- inu. 29. Kylfingar halda Þorramót í golfi í veðurblíðunni sem talið var harla óvenjulegt miðað við árstíma. Þá gengur vel hjá Leik- félagi Akureyrar og Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson stefndi í að verða vinsælasta verk sem sett hefur verið upp hjá leik- húsinu. 30. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar var harðlega gagn- rýndur fyrir fjárhagsáætlun sem nýlega var lögð fram. Minnihluti bæjarstjórnar segir marga lausa enda í áætluninni og að ekkert bólaði á nýsköpun. Þá hamlar hafís loðnuleit á vestursvæðum en þar telja sjómenn að nokkuð sé um loðnu, sem er andstætt því sem fiskifræðingar hafa lialdið fram. Febrúar 3. Mjólkurkýrnar á Brakanda í Skriðuhreppi í sérflokki á síðasta ári, segir í fyrirsögn, þær mjólk- uðu mesta magn sem sögur fara af hérlendis árið áður. 5. En geysar óveður og varð af mikið tjón á skíðasvæði Akureyr- inga í Hlíðarfjalli, gríðarlegt eignatjón varð líka á Blönduósi og þakplötur, bílar, hænur og heyvagn fuku um bæjarstæðið á Koti í Svarfaðardal. Þá varð sömuleiðis mikið tjón á Dalvík, Grenivík og á Hofsósi og nær- sveitum. 6. Brunamálastjóri segir and- varaleysi forráðamanna Krossa- nesverksmiðjunnar hafa boðið upp á eldsvoða og telur hann að full ástæða hafi verið til að reyna að stöðva rekstur verksmiðjunn- ar. Þá var talið að útlitið á næstu grásleppuvertíð yrði gott og að mun hærra verð fengist fyrir hrognin. 7. Snjóleysi hamlar skíðafólki á Akureyri að iðka íþrótt sína og fékk ívar Sigmundsson, „Fjall- kóngur“ dularfulla sendingu með flugi frá Siglufirði. Reyndist það vera kassi fullur af siglfirskum snjó sem Kristján Möller sendi honum í kjölfar frétta um snjó- leysið. 8. Góð tíðindi berast úr ullar- iðnaðinum því sagt er að 40 manns vanti til starfa hjá Álafossi á Akureyri í kjölfar samninga við Rússa. 9. Áframhaldandi hlýindi gera að verkum að gróður tekur við sér og sjá mátti allt að 15 cm há grös í túnum. Þá voru menn farn- ir að setja sumardekkin sín aftur undir bíla sína. En Sigurlaug „spákona“ á Kárastöðum spáði því að trúlega myndi kólna um miðjan febrúar og að marsmán- uður yrði svalur. Reyndist hún bara hafa nokkuð rétt fyrir sér varðandi þetta. 13. íslensk refa- og minnka- skinn seljast á góðu verði á skinna- uppboði í Kaupmannahöfn og var hækkunin mun meiri en menn höfðu þorað að vona. Þá er á for- síðu ljósmynd af norðlenskum þokkadísum sem hyggjast keppa með sér í Fegurðarsamkeppni Norðurlands. Vöðvadýpt og fitu- þykkt mæld með hljóðmynda- tækni segir líka í fyrirsögn á for- síðu sama dag. Þar er ekki átt við aðferðir dómnefndar í fegurðar- samkeppninni heldur tækni sem notuð er við val á líflömbum. 14. Loðnuveiðibanninu aflétt af sjávarútvegsráðherra og leyfir hann veiðar á 175 þúsund tonn- um til viðbótar. Ekki var talið líklegt að mikið magn bærist til Norðurlands. 15. Deilur um fiskverð rísa á Raufarhöfn og segir stjórnarfor- maður Fiskiðjunnar að þeir geti vel leigt kvótann og farið í frí ef þeir vilja, en hugsa verði lengra fram í tímann. 19. Fyrsta loðna ársins berst til Krossaness eftir rúmlega 40 tíma siglingu af miðunum. Loðnuverð var hátt og kepptust verksmiðj- urnar um bátana. Þá eru húsnæð- Golfvöllur Akureyringa er venjulegast á kafl í snjó í janúar en svo var ekki í ár. Kylflngar þurftu því ekki að láta kylfur sínar rykfalla yflr vetrarmánuð- ina og tóku þeir upp þá nýbrcytni að efna til Þorramóts í golfí. Snjóleysi var oft í fréttum síðastliðinn vetur cnda er slíkt ástand ekki vinsælt hjá skíðamönnum. Kristjáni Möller á Sigluflrði þótti nóg um ástandið í Hlíð- arfjalli og sendi félaga sínum Ivari Sigmundssyni, forstöðumanni Skíðastaða í Hlíðarfjalli, kassa fullan af snjó ef það mætti bæta úr ástandinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.