Dagur - 08.01.1992, Side 5
Miðvikudagur 8. janúar 1992 - DAGUR - 5
Utvörðurirm í norðri í stórhættu
Eins og glöggt má sjá á þcssu korti stækkar efnahagslögsaga íslands verulega
vegna Kolhcinseyjar (sein svarar skyggða svæðinu - alls 9400 ferkílómetrar).
Kort: Óskar Þór Halldórsson
Fyrir Alþingi liggur nú þings-
ályktunartillaga fímm þing-
manna úr öllum flokkum, meö
Steingrím J. Sigfússon, sem
fyrsta ilutningsmann, um
styrkingu Kolbeinseyjar, sem
oft hefur verið nefnd „útvörð-
ur Islands í norðri“.
Þingsályktunartillagan hljóöar
svo: „Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni að láta gera svo
fljótt sem við verður komið áætl-
un um styrkingu Kolbeinseyjar. í
þessu skyni verði lokið úrvinnslu
gagna sem aflað var við eyjuna
1989 og 1990 og frekari rann-
sóknir framkvæmdar næsta sum-
ar reynist þeirra þörf. Síðan verði
unnin áætlun um varanlega styrk-
ingu eyjarinnar þannig að hún fái
sem lengst staðist ofan sjávar.
Aætlunin skal einnig taka mið af
hagnýtingu eyjarinnar í öryggis-
og vísindaskyni, svo sem með
uppsetningu sjálfvirkrar veður-
athugunarstöðvar og jarðfræði-
og haffræðirannsóknum. Áætlun-
in skal unnin í samráði við við-
komandi nefndir Alþingis og
lögð fyrir þingið til staðfestingar
fyrir árslok 1992.“
Ótvíræð þýðing
Kolbeinseyjar
í greinargerð með tillögunni segir
að lengi hafi verið ljóst að Kol-
beinsey eigi mjög í vök að verjast
sökum ágangs sjávar, hafíss og
veðra. Mcð samanburði við
heimildir frá fyrri öldum sjáist að
mjög hratt hafi gengið á eyjuna
og nálgist hún nú óðfluga að telj-
ast sker í úthafinu. en aö verð-
skulda sitt glæsta nafn.
Tekið er fram að engum bjöð-
unt sé um það að fletta að þýðing
Kolbeinseyjar sem grunnlínu-
punkts við afmörkun íslensku
landhelginnar sé ótvíræð og nægi
þar að nefna að ef erigin hefði
verið Kolbeinseyjan hefði flat-
armál íslensku efnahagslögsög-
unnar orðið unt 9.400 ferkíló-
metrum minna við útfærsluna í
200 mílur.
Fjárveitingavaldið er tregt
Málefni Kolbeinseyjar hafa áöur
verið í umræðunni á Alþingi.
Þannig var samþykkt þingsálykt-
unartillaga árið 1982 þar sem
ríkisstjórninni var falið að sjá um
að sjómerki yrðu sett upp á eyj-
unni og athuga með varðveislu
hennar. í framhaldi af þessu var
safnað töluverðum upplýsingum
um eyna og ber þar hæst för
Sigurðar Sigurðssonar og Kristjáns
Sæntundssonar út í Kolbeinsey
árið 1985. Það var hins vegar lítið
aðhafst fyrr en sumarið 1989,
þegar ráðist var í rannsóknir og
byggingu þyrlulcndingarpalls
með innbyggöum sjómerkjum á
eynni. Sumarið 1990 var áfram
unnið að athugunum við eyjuna
og var þá jarðfræði hennar könn-
uð með köfun, auk þess scm sjó-
mælingar voru geröar. Ætlunin
var aö úr þessum athugunum yröi
unnið og í framhaldi af því tekn-
ar ákvarðanir um framhaldiö. En
til úrvinnslu þarf fjármagn og í
fjárlögum fyrir árið 1992 er ekki
gert ráð fyrir einni einustu krónu
til þessa verkefnis. Steingrímur J.
Sigfússon flutti rcyndar brcyt-
ingatillögu við fjárlagafrumvarp-
ið við þriðju umræðu þess
skömmu fyrir jól, þar sern lagt
var til að 3,5 milljónum króna
yrði varið til rannsókna og undir-
búnings að styrkingu Kolbeins-
eyjar. Tillagan t'ékk ekki stuðn-
ing meirihluta Alþingis.
Kolbeinseyjar fyrst getið
í Hauksbók Landnámu
Kolbeinseyjar cr fyrst getið í
Hauksbók Landnámu, sem rituð
var rétt eftir 1300. Aftur er getið
um eyna í Svarfdæla sögu, sern
talið er að hafi verið rituö á síðari
hluta 14. aldar, og segir þar að
Kolbeinsey sé klettur í útnorður
undan Grímsey. Sagan segir að
Guðbrandur Þorláksson. Hóla-
biskup, hafi gert út menn í
leiðangur til Kolbeinseyjar í
kringum 1600 og hann hafi mælt
stærð eyjunnar 400 sinnum 16
faðma. Hennar er og getiö í rit-
um Arngríms lærða. Olaviusar
og Eggerts Ólafssonar. auk
erlendra leiðsögubóka fyrir sæ-
farendur við ísland. Stærðin hef-
ur greinilegá vcrið verulega á
reiki. enda höfðu menn í þá daga
ekki yfir að ráða tækni til þess að
mæla hana nákvæmlega. Fyrsti
leiðangurinn, sem vitað cr til að
gerður liafi verið út til þess gagn-
gert að mæla Kolbeinsey, var far-
inn sumariö 1933 á varðskipinu
Ægi. Eftir þá ferð var stærð
eyjarinnar gefin upp 70 m x 30-60
m, hæðin 8 m og 450 m í
„boðann". Næst var Kolbeinsey
mæld árið 1962, af leiðangri á
varðskipinu Albert. Þá var hún
talin 52 m N-S og 32,5 m A-V og
hæðin 7.5 m. Níu árunt síðar var
eyjan aftur mæld af varðskips-
mönnum og reyndist þá vera 41
m N-S, 39 m Á-V og hæðin 6-8
m. Enn var mælt árið 1978 og þá
sýndi málbandið 37,7 m N-S.
42,8 m A-V og 5,4 m á hæð. Loks
mældi Sigurður Árnason. skip-
herra á Tý, eyna þanri 30. júní
1986. Niðurstaða hans var 32 m
N-S og 42 m A-V að meðtöldu
skeri vestan viö eyna.
Kolbeinsey/Mevenklint
Kolbeinsey hefur lengi borið t\ö
nöfn. íslenska heitið er frá 13.
öld eða lengra aftur í aldir og að
mati Kristjáns Sæmundssonar,
jaröfræðings. gæti bent til þess að
hún hafi veriö dökk og sæbrött.
þegar það \ar gefiö. Eyjarnafnið
ber hún vart með réttu lengur og j
jafnvel þegar á dögum Arngríms
lærða var það rangnefni. Hitt
nafnið. Me\enklint. var gefið af
hollenskum sjómönnum. sem
stunduðu veiðar í norðurhöfum á
17. og 18. öld. Nafnið bendir til
þess að þá hafi fuglabyggð sett
svip á eyna og er það í samræmi
við lýsingar af henni franr um !
1900. Kristján Sæmundsson scgir
í „Heimildakönnun og jarðfræði-
lýsingu um Kolbeinsey" að nafn-
endingarnar -ev og -klint kunni
að benda til að Kolbeinsey hafi
minnkað til muna milli þess sent
nöfnin urðu til.
Stendur á sökkli sem er
4 km í þvermál
Víkjum þá næst að jarðfræði
Kolbeinseyjar.
Eyjan er á virku eldstöðva- og
sprungubelti svðst á Kolbeinseyj-
arhrvgg og kemur fram í ritum
Sigurðar heitins Þórarinssonar að
þar liafi orðið eldgos á söguleg-
um tíma.
Kristján Sæmundsson. jarð-
fræðingur. segir í „Heimilda-
könnun og jarðfræðalýsingu" um
Kolbeinse\ að hún standi á
sökkli. sem sé nálægt 4 km í
þvermál. Um hálfan kílómeter
norðvestur af eynni sé boði og
umlyki 10 m dýptarlína hann og
eyna. Sökkullinn undir Kolbeins-
ey sé um 300 m hár að austan og
\ estan. en um 150 m að norðan
og sunnan. Hann sé svipaður að
lögun og sum móbergsfjöllin í
gosbeltum íslands og efnismagn
s\ipað og í þeim. Hliðstæður á
þurru landi séu dyngjur. Lögun
og stærð sökkulsins og hins vegar
hraungrýtið í eynni og boðum
umh\erfis hana gæti bent til að
hvort tveggja sé myndað í einu
gosi. Sem náði að hlaðast upp úr
sjó og mynda venjulegan stapa.
Orðrétt segir Kristján: „Ekki
\eröur ráðið af dýptarkortum
hvað djúpt er á skilin milli
hraunsins í Kolbeinsey (með
nálægum boðum og grunnbrot-
um) og skálögóttu bólstrabergs-
og móbergsmyndunarinnar
undir. Skilin þar á milli myndu
marka sjávarborð á þeirn tíma
sem Kolbeinseyjarstapinn varð
til. Sjávarborð gæti hafa hækkað
eftir að stapinn myndaðist ef
hann er frá ísöld (eldri en ca.
10.000 ára). Einnig gæti sig hafs-
botnsins hafa valdið þ\ i að skilin
eru nú neðansjávar. Þessi skil eru
veikleiki gagnvart sjávarrofi og
myndi eyjan með grunnbrotum
sennilega hafa þurrkast út niður
að rofmörkum (nálega 40-50 m í
lausiim gosefnum á þessu svæði)
hraðar en raun er á ef þau væru
ofan þess dýpis."
Rof af völdum hafíss
og brims
Eins og frani hefur komið hafa
náttúruöflin verið iðin við að
brjóta af Kolbeinsey í tímans rás.
Einkum hefur brimið og rekísinn
átt þar stóran hlut að máli.
Kristján Sæmundsson telur að
haftsinn skrapi eyna duglega að
utan og skríði líklega yfir hana.
þegar mikil ferð sé á honum.
Samkvæmt hafísskýrslum
Veöurstofu íslands var hafís við
Kolbeinsey í allt að fimm mánuði
á ári á hafísárunum 1964-1972 og
á þeim tfrtna hvarf klettastapi af
eynni norðvestast og hún lækkaði
að vestanverðu.
Rof brimsins verður með þeirn
hætti að við það að öldur skella á
berginu þrýstist sjór í sprungur
og glufur og þjappar lofti á undan
sér. Sjórinn rennur síðan til baka
í útsogi og loftið dregst inn í
Kolbcinsey. Myndin er tekin úr flugvél Landhelgisgæslunnar 4. júní 1991. Eins og sjá má er þyrlupallurinn veglegt
inannvirki.
sprungurnar. Þessi stanslausi
ágangur sjávar fleygar sprungur
með tímanum í sundur og brýtur
niður bergið.
Samkvæmt athugunum jarð-
vísindamanna, m.a. með saman-
burði á loftmyndum teknum árin
1958 og 1985. hefur grafist 4-5
metra djúp skora inn í sprungu-
kerfi, sem liggur yfir miðja eyna
frá SSV til NNA. Af austurhöfð-
anum norðan og sunnan megin
hafa brotnað blokkir, sem náðu
unr það bil 1-1,5 m upp úr sjó.
Vesturhöfðinn hefur rofist mest
frá 1958 til 1985 og telur Kristján
Sæmundsson skýringuna á því
vera þá að þar séu tiltölulega
auðgfæfir láréttir eða lítið hall-
andi skilfletir og blöðrurákir sem
nái langt inn í betgið og valdi því
að það flettist upp með lögum.
Hvað er til ráða?
Sumariö 1990 könnuðu sér-
fræðingar frá Vita- og hafnamála-
stofnun og Orkustofnun, ásamt
köfurum frá varðskipinu Tý, Kol-
beinsey. í skýrslu Árna Hjartar-
sonar. jarðfrLeðings. keniur franr
að þessar athuganir hafi staðfest
þá tilgátu kollega hans, Kristjáns
Sæmundssonar, að lárétt skil í
hrauninu á fárra metra dýpi skapi
veikleika. sem valdi undangreftri
s\o stórar bergblokkir losni og
hverfi í brimiö. Líklegt verði að
teljast að móberg sé undir hraun-
inu. en Ijóst sé að það sé á meira
en 20 metra dýpi (og gæti jafnvel
! verið á meira en 100 metra dýpi),
altént dýpra en svo að skil þess
j og hraunsins myndi veikleikalag
! sem rofið vinni á.
í skýrslu sinni setur Árni fram
lauslegar hugmyndir um hvernig
beri að standa að rofvörn fyrir
Kolbeinsey. Orðrétt segir hann:
„Innviði eyjarinnar þarf að
styrkja með s.k. grautun. Hún
| felst í þ\ í að bora allmargar holur
um 20 m djúpar og dæla niður í
þær sementsgraut sem fyllir
sprungur og holrými í berginu. I
lok grautunar ætti aö setja
steypustyrktarjárn í hverja holu.
Allt í kring um eyna þarf að
hlaða upp varnargarð. Innst má
hann vera úr stórgrýti en yst þarf
að vera brynja úr steinsteyptum
dolosum. Garðurinn þarf að ná
frá botni á 10-15 m dýpi og upp
undir sjávarmál og hafa góðan
fláa. Hann á að verja veikleika-
lagið og draga úr afli brimöld-
unnar \ ið eyna. Vegna hafíss og
ánauðar af hans völdum þarf að
binda dolosana kyrfilega saman
með keðjum. Ofan á dolosana
þarf að steypa vel styrktan kraga
sem nter upp fyrir sjó. Bolta þarf
santan allar helstu sprungur sem
sjást ofan sjávarmáls og renna
þær í steypu til að slétta og ávala
yfirborðið svo brirn og ís nái sem
minnstum tökum á því. Allt eru
þetta vel þekktar aðgerðir sern
reynsla er af hérlendis. Með
þessu móti ætti að vera unnt að
lengja lífdaga Kolbeinseyjar
umtalsvert. Vafalaust má deila
um hvort hún teljist löglegur
grunnlínupunktur fyrir landhelg-
ina eftir þessar hanteringar en í
innsta eðli sínu heldur Kolbeins-
ey þó áfram að vera náttúrulegt
útsker þótt hinn ytri hjúpur verði
af mönnum gerr."
Svo rnörg voru þau orð Árna.
Af þeim má ljóst vera að eigi að
koma í veg fyrir að þessi mikil-
vægi grunnlínupunktur heyri sög-
unni til innan ekki mjög langs
tíma. verður að hafa snör
handtök. En það er með þetta
mál eins og svo mörg önnur, að
það strandar á peningahliðinni.
Fjármunina skortir og kannski
vantar líka töluvert upp á skiln-
ing á mikilvægi málsins fyrir
þjóðina. óþh