Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 30. janúar 1992 20. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Lögreglan á Akureyri: - „virðist endalaust hægt að elta bíla vegna hraðaksturs,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn Alls voru 618 ökumenn stöðv- aðir á Akureyri á síðasta ári vegna hraðaksturs. Þessum til- vikum fjölgaði verulega frá árinu 1990 þegar þau voru 443. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðar- yfírlögregluþjónn á Akureyri, segir þessar tölur eftirtektar- verðastar þegar litið er yfír verkefni lögreglunnar á síðasta ári og svo megi ætla að enda- laust sé hægt að elta bfla fyrir of hraðan akstur. Ökumenn verði því að fara að taka sig á í þessu efni. Ólafur segir að á árinu hafi lög- reglan fengið annan fólksbíl með föstum radarmæli og því hafi hún verið meira á ferðinni í radar- mælingum. „Ég les því út úr þess- ari aukningu að fyrst og fremst sé um að ræða aukið eftirlit lögregl- unnar,“ sagði Ólafur. menn voru stöðvaðir á árinu 1991 og þá voru kærur vegna ölvunar tæplega 200 á árinu. Loks má nefna útköll lögreglu í tilfellum þar sem fólk hefur læst lykla inni í bifreiðum sínum. Lögreglan á Akureyri þurfti að sinna tæplega 240 slíkum tilfell- um á árinu og var fjöldi tilfella svipaður frá einum mánuði til annars ef tveir eru undanskildir. Gleymnastir virtust bæjarbúar á lykla sína í september en fæst útköll af þessu tagi fékk lögregl- an í nóvember, eða aðeins 7. JÓH Nú er veður til að þrífa. Ekkert lát virðist vera á suðlægum hlýjum vindum og sér Veðurstofan ekki fram á verulegar breytingar næstu daga. Mynd: Goiii Pormóður rammi og Hraðfrystistöð Þórshafnar kaupa Vöku SU og Hörpu RE: Skipin verði aflient 19. febrúar nk. Ilraðaksturstilfellum fjölgar umtalsvert - Vaka gerð út frá Siglufirði og Hraðfrystistöðin fær loðnukvótann Á árinu 1991 urðu 134 árekstr- ar sem lögreglan á Akureyri gerði skýrslur á en árekstrar sem hún gerði ekki skýrslur á voru 301. Sambærilegar tölur fyrir árið 1990 eru 133 og 328. Fjöldi tilfella þar sem ölvaðir ökumenn voru stöðvaðir var næfellt jafn mikill milli ára, þ.e. að lögregla hafði afskipti af 88 drukknum ökumönnum árið 1990 en 85 árið 1991. „Allt útiit er fyrir að kartöflu- uppskera síðastliðins árs dugi ekki fram að næstu uppskeru. Samkvæmt nýlegri könnum á kartöflubirgðum í landinu þyk- ir Ijóst að allt að þrjú þúsund tonn hafí eyðilagst af völdum kartöflumyglu á Suðurlandi,“ sagði Sveinberg Laxdai for- maður eyfírskra kartöflu- bænda og stjórnarmaður í landssamtökum þeirra í sam- tali við Dag. Sveinberg sagði að kartöflu- uppskeran í fyrra hefði verið litlu meiri en uppskera í meðalári þrátt fyrir hlýtt sumar og hér á Eyjafjarðarsvæðinu hefði hún verið heldur minni. Þá sé talið að af 14 til 15 þúsund tonna heildar- uppskeru hafi þrjú þúsund tonn þegar eyðilagst af völdum myglu á Suðurlandi auk eðlilegra affalla og því væri alls óvíst hvort þær birgðir sem til eru í landinu muni duga þar til ný uppskera kemur á markað í sumar. Þormóður rammi hf. á Siglu- fírði og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. hafa í sameiningu fest kaup á fjölveiðiskipinu Vöku SU-9 og loðnuskipinu Hörpu RE-342 af Eskfírðingi hf. á Reyðarfírði. Undir kaupsamninginn var skrifað sl. mánudag með fyrirvara um samþykki stjórna hlutaðeig- andi fyrirtækja og hrepps- Sveinberg Laxdal sagði að þrátt fyrir þessar upplýsingar hafi verð á kartöflum ekki hækkað að nýju en það er komið niður fyrir 30 krónur fyrir kíló til framleið- enda, sem er ríflega helmingi lægra verð en grundvallarverð. í>ó megi búast við verðbreyting- um á næstunni. Hann kvaðst ekki vita til að bændur séu farnir að geyma kartöflur í von um verð- hækkun nema á Hornafirði en þó gæti það átt sér stað víðar. Hvað eyfirska framleiðendur varðar kvaðst hann telja þá koma til með að losna við alla sína fram- leiðslu. Sveinberg sagði að hið lága verð á kartöflum væri þegar farið að segja til sín og ættu bændur í erfiðleikum vegna þess - dæmi væru um að framleiðend- ur skulduðu fyrir útsæði og áburð frá síðasta ári og einnig væri farið að auglýsa jarðir á nauðungar- uppboðum sem væri afleiðing þess að söluverð stæði engan veg- inn undir framleiðslukostnaði. ÞI nefndar Reyðarfjarðarhrepps, en lögum samkvæmt eru slík viðskipti ekki heimil nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórnar. Óneitanlega vekja þessi kaup athygli, ekki síst vegna þess að kaupendur eru tvö sjávarútvegs- fyrirtæki í tveim byggðarlögum. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. horfir fyrst og fremst til 16 þús- und tonna loðnukvóta, sem fylgir Hörpu, en hugmyndir forráða- manna Þormóðs ramma eru að gera Vöku út á rækju og jafnvel úthafskarfaveiðar. Óhætt er að segja að útgerðar- saga Vöku sé ein hryggðarsaga. Ætlunin var að færa kvóta Hörpu yfir á Vöku, en ekki fengust nauðsynleg leyfi til þess. Þá var ætlun forráðamanna Eskfirðings hf. að búa Hörpu út á loðnuveið- ar, en í þann mund er skipið var að verða tilbúið til veiða stór- skemmdist það í eldsvoða og var þar með dæmt úr leik. Vaka SU-9 er glæsilegt skip, sem að mestu hefur verið bundið við bryggju eystra án veiðiheim- ilda síðan það kom frá Spáni, þar sem það var smíðað, á síðasta ári. Skipið hefur eðlilega íþyngt Eskfirðingi hf. verulega og nú rambar fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Vaka er 620 brúttó- rúmlesta skip, samkvæmt upplýs- ingum Siglingamálastofnunar, með fullkomnasta tæknibúnaði. Eftir eldsvoðann er Harpa lítils virði og ekkert annað liggur fyrir en að úrelda hana og það hyggj- ast nýir eigendur gera. Harpa er rúm 300 tonn, smíðuð í Hollandi árið 1967 og lengd og yfirbyggð tíu árum síðar. Hún hefur 16 þús- und tonna loðnukvóta fyrir yfir- standandi vertíð, sem er 2,8% af heildarloðnukvótanum, auk 240 tonna þorskígilda botnfiskkvóta og 297 tonna rækjukvóta. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, segir að með þessum kaupum sé ætlunin að styrkja rekstur fyrir- tækisins. Hugmyndin sé að frysta rækju um borð í Vöku og landa hluta hennar til vinnslu í rækju- vinnslu Þormóðs ramma. Þá sé horft til þess að senda frysta rækju á Japansmarkað, sem gefi dágott verð um þesssar mundir. Ólafur segir að vissulega sé kaup á skipinu gott mál fyrir atvinnu- lífið á Siglufirði, enda sé gert ráð fyrir um 20 manna áhöfn auk allrar þjónustu við það í landi. Komi ekkert óvænt upp á er við það miðað að nýir eigendur taki við Vöku og Hörpu þann 19. febrúar nk. Konráð Jóhannsson, stjórnar- formaður Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf., segir ekkert laun- ungarmál að Hraðfrystistöðin horfi fyrst og síðast til loðnu- kvóta Hörpunnar í þessum kaup- um. Vaka verði gerð út af Þor- móði ramma frá Siglufirði og útgerð hennar verði Hraðfrysti- stöðinni óviðkomandi. Konráð segir að til greina komi að láta útgerðir loðnuskipa hafa hluta af þessum 16 þúsund tonna loðnukvóta. „Það er hægt að gera ýmislegt hafi maður yfir loðnu- kvóta að ráða. Það virðist vera lykilmál í dag í sambandi við þessi viðskipti. Ef sú staða kæmi upp að loðnuskip skorti kvóta mætti hugsa sér að bjóða mönn- um að landa loðnu hér gegn því að fá kvóta,“ segir Konráð. Loðnuvertíðin hefur sem kunnugt er gengið heldur brösug- lega til þessa, en Konráð segir að þrátt fyrir það séu forráðamenn Hraðfrystistöðvarinnar ekki hræddir við að leggja út í þessa fjárfestingu. „Við höfum í bak- höndinni þann möguleika að fleiri taki þátt í kaupum á þessum kvóta og jaar með dreifðist áhætt- an. Þetta er því ekki mikil áhætta fyrir Hraðfrystistöðina,“ segir Konráð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort kvóti Hörpunnar, sem ekkert hefur enn verið veitt af, nýtist Hraðfrystistöðinni á þess- ari vertíð. En getur eitthvað komið f veg fyrir að af þessum kaupum verði, þrátt fyrir að búið sé að skrifa undir kaupsamninginn? „Já, það eru vissulega hlutir sem geta komið í veg fyrir að þetta gangi eftir. Mér skilst að Reyðfirðingar séu jafnvel að fara af stað og leggi ofurkapp á að halda þessu heima. Reyðarfjarðarhreppur á eftir að samþykkja kaupin og sömuleiðis eiga stjórnir fyrirtækj- anna eftir að samþykkja kaupin endanlega," segir Konráð. óþh Loðnuveiðin: Líflegt í íyrrakvöld Góð loðnuveiði var á svæðinu úti fyrir Hvalsnesi í fyrrakvöld. Loðnan er nú komin upp á grynningar og hafa bátarnir því verið að skipta yfír á grynnri nætur. Sjómenn sem haft var samband við í gær segja að það eina sem nú vanti sé að lát verði á suðvestan rokinu sem verið hefur síðustu sólarhring- ana. Síðdegis í fyrradag fengu nokkrir bátar góða veiði úti fyrir Hvalsnesi en veiðin var góð til miðnættis. Dæmi var um að bátar næðu nokkur hundruð tonnum í kasti. Einhverjir bátar fengu afla í gærmorgun en lítið hafði gerst þegar síðast fréttist í gærkvöld. Öll norðlensku skipin eru á mið- unum, þ.e. Guðmundur Ólafur ÓF, Súlan EA, Þórður Jónasson EA og Björg Jónsdóttir ÞH. Rúmlega 50 réttindalausir öku- Kartöfluuppskeran: Dugir tæplega fram að næstu uppskeru - verðfall farið að valda bændum erfiðleikum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.