Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. janúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Akureyri: Kári feykti skúr um koll Veðurstofan spáir að enn um sinn ríki suðlægar hlýjar áttir á landinu með tilhcyrandi hvassviðri. í fyrrinótt er óhætt að segja að hafi verið hávaðarok víða á Norðurlandi og tré svignuðu undan ofurkrafti Kára. Meira að segja skúrinn á KA-svæðinu á Akureyri, sem meðfylgjandi mynd sýnir, tókst á loft og end- aði á girðingu við Pingvaliastræti. í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir áframhaldandi hvassri suð- vestlægri átt um norðanvert landið. Á morgun er ekki mikilla breytinga að vænta. Þó er jafn- vel búist við smá rigningu, síst norðanlands. Hiti verður hátt í 10 stig á Norðurlandi báða dag- ana. óþh Niðurskurðurinn í menntakerfmu: Mun bitna mest á iðnnemum Iðnnemar telja að þær tillögur sem sendar hafa verið til skóla- stjórna framhaldsskólanna um hvernig ná skuli niðurskurði í menntakerfinu muni bitna verst á iðnnámi. Sambands- stjórn Iðnnemasambands Is- lands hefur fjallað um aðgerðir þær í ríkisfjármálum sem nú standa yfir og mótmælir harð- lega þeim lagasetningum sem snúa að niðurskurði í mennta- kerfinu. „Sú staðreynd að nánast engu fjármagni sé veitt til tækjakaupa í verknámsskólum og að Iðn- ikólanum í Reykjavík sé ekki ætluð ein einasta króna á þessu Niðurgreiðslur: Hæstu niðurgreiðslur á smjöri og dilkakjöti - neyslufiskur niðurgreiddur á móti virðisaukaskatti Niðurgreiðslur á smjöri hækk- uðu um 126.25 á kíló frá nóvember 1990 til nóvember 1991. Á sama tíma hækkuðu niðurgreiðslur á dilkakjöti II. flokki um 18.51 krónu á hvert kfló. Aðrar niðurgreiðslur breyttust lítið á milli áranna 1990 og 1991 og sumar ekki neitt. Þessar upplýsingar koma fram í nóvemberhefti Hagtíð- inda. Tónlistarskólinn á Akureyri: Skólanefiid hefiir ekki bannað keimunim að starfa annars staðar í fréttatíma Svæðisútvarpsins á Akureyri í fyrrakvöld var sögð sú frétt að skólanefnd Tónlist- arskólans á Akureyri hefði samþykkt að banna kennurum skólans að taka að sér störf hjá Tónmenntaskólanum sem Roar Kvam stofnaði nú í árs- byrjun. Valgerður Hrólfsdóttir for- maður skólanefndar skýrði Degi frá því að þessi frétt væri alveg úr lausu lofti gripin. „Við höfum ekki gert neina samþykkt í þessa veru og það er engin bókun til. Enda er það vafamál hvort slíkt sé á okkar færi,“ sagði Valgerð- ur. Gunnar Frímannsson settur rekstrarstjóri skólans staðfesti ummæli Valgerðar en bætti því við að samkvæmt starfsmanna- stefnu skólans bæri kennurum sem ráðnir væru í fullt starf að biðja um leyfi ef þeir hygðust taka upp aukastörf hjá öðrum tónlistarskólum. „Þetta ákvæði hefur lengi verið í starfsmanna- stefnunni og er ekki beint gegn Tónmenntaskólanum frekar en öðrum skólum,“ sagði Gunnar. -ÞH Pétur lætur af starfi flug- málastjóra Síðastliðinn þriðjudag óskaði Pétur Einarsson, flugmála- stjóri, eftir lausn frá störfum í bréfl til samgönguráðherra. í bréfi sínu fer Pétur fram á lausn 1. júní nk., þar sem hann kýs að skipta um starfsvettvang, eftir að hafa gegnt starfi flug- málastjóra í 9 ár. Samgönguráðherra hefur orðið við beiðni Péturs, en jafnframt hefur orðið að samkomulagi að hann taki að sér sérverkefni fyrir samgönguráðuneytið, þar á með- al endurskoðun á lögum þeim er lúta að flugmálum. ój Framkvæmdir hjá Geflu: Sumarverk um miðjan vetur Eins og við höfum greint frá festi Gefla hf. kaup á flskverk- unarhúsi Fiskveiðasjóðs á Kópaskeri og mun rækjuvinnsl- an flytjast í húsið. Og menn eru þegar byrjaðir á fram- kvæmdum sem vanalega hafa þurft að bíða sumars. Búið er að grafa heilmikla skurði við fiskverkunarhúsið enda á að leggja nýjan rafstreng að húsinu að gera nýtt inntak fyr- ir vatnslögnina. Að þessu er nú unnið í skammdeginu því lítið sem ekkert frost er í jörðu. Eldsnemma síðastliðinn föstu- dagsmorgun mátti t.a.m. sjá menn vera bogra ofan í skurði í svartamyrkri en þeir höfðu lagt bílunum við skurðinn og nutu birtu frá aðalljósunum. SS Hæstu niðurgreiðslur á vöru- verði hér á landi eru á smjöri. Niðurgreiðslur vegna þess hækk- , uðu á árinu úr 368,89 krónum á kíló í nóvmeber 1990 í 495.14 krónur í sama mánuði á síðasta ári. Næst hæstu niðurgreiðslur eru á dilkakjöti II. verðflokki og voru greiddar 268.02 krónur fyrir hvert kíló í nóvember 1991. Niðurgreiðsla á nautakjöti hækk- aði úr 62,97 krónum í 69.22 krón- ur á kíló. Niðurgreiðsla á súr- mjólk hækkaði úr 30.61 krónum í 32.72 krónur á kíló og niður- greiðsla á undanrennu hækkaði svipað. Niðurgreiðsla á ostum hækkaði nokkuð eða úr 88.12 krónum í 98.28 fyrir kíló af 26% osti og úr 73.55 krónum í 82.03 krónur fyrir kíló af 17% osti. Niðurgreiðsla á skyri var 35.20 krónur í nóvember 1990 en 38.28 krónur fyrir hvert kíló í nóvem- ber 1991. Þá var niðurgreiðsla á eggjum 26.81 krónur fyrir hvert kíló í nóvember síðastliðnum, niður- greiðsla á kjúklingum 44,43 krónur, 41.00 fyrir svínakjöt og 9.71 krónur fyrir hvert kíló af hrossakjöti. Niðurgreiðslur þess- ara vörutegunda voru óbreyttar að krónutölu frá nóvember 1990. Auk framangreindra vöruteg- unda hefur ríkissjóður greitt nið- ur verð á almennum neyslufiski og svarar niðurgreiðslan til álagðs virðisaukaskatts. ÞI ári til tækjakaupa lýsir ótrúlegri skammsýni ráðamanna. Iðnskól- inn í Reykjavík er lang stærsti verkmenntaskóli íslensku þjóðar- innar. Undanfarin ár hefur farið fram mikill niðurskurður á fjár- framlögum til skólans. Þær ákvarðanir að ekkert fjármagn skuli fást til tækjakaupa á þessu ári verða einungis til þess að setja verkmenntunina enn aftar á mer- ina í íslensku menntakerfi, svo ekki sé nú talað um samanburð- inn við nágrannaþjóðir okkar. Með tilkomu aukins frelsis á flutningi vinnuafls innan Evrópu á næstu árum munu þessar aðgerðir hitta íslenskt þjóðfélag með margföldum þunga þegar erlendir iðnaðarmenn munu standa íslenskum langtum framar vegna þess hversu illa er búið að verknámi á íslandi,“ segir í þung- orðri samþykkt sambandsstjórn- ar Iðnnemasambands íslands. Bent er á að þau fyrirmæli menntamálaráðuneytis að lág- marksfjölda nema þurfi til að kenna megi einstaka greinar muni geta lengt námstíma iðn- nema. Þá muni fyrirætlanir um fækkun stöðugilda hafa þær afleiðingar að kennarar taki að sér kennslu í greinum sem þeir séu jafnvel ekki hæfir til að kenna. „Það er mat sambandsstjórnar Iðnnemasambands íslands að með lögum þessum séu stjórn- völd ekki að leysa neinn vanda, heldur búa til enn stærra vanda- mál sem mun hrjá íslenskt þjóð- félag um ókomna tíð. í hinum þróaða heimi eru menntamál efld þegar erfiðleikar steðja að en ekki skorin niður,“ segir sam- bandsstjórn iðnnema. JÓH Stór tilboð Lambahamborgarhryggur aðeins kr. 598 kg Kynninö Fimmtudag W. 15-19 Föstudag W. 15-19 Laugardag W. 15-19 Mortons grænar baunir . 29 kr. Mortons gulrætur ..... 29 kr. Pampers bleiur........... 1169 kr. Libero bleiur ....... 999 kr. Kartöflur 2kg........... 89 kr. Verslun allra Norðlendinga. Opin alla daga til kl. 22.00 MATVÖRUMARKADURINN KAIIPANGI WM OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 22.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.