Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. janúar 1992 - DAGUR - 11
Íþróttir
Jón Haukur Brynjólfsson
Punktar frá
Þýskalandi
■ Miklar nomaveiðar hafa átt
sér stað í Þýskalandi upp á síð-
kastið. Allt er reynt til að fletta
ofan af fyrrum uppljóstrurum
STASI, austur-þýsku öryggis-
lögreglunnar sálugu og hafa
knattspyrnumenn ekki verið
undansícildir. Nú hefur einn
þeirra, Torsten Gútschow,
leikmaður Dynamo Drcsdcn,
viðurkennt að hafa veitt þeim
upplýsingar og hefur málið vald-
ið miklu fjaðrafoki ytra. Dres-
den var áður félag austur-þýsku
lögreglunnar og þar spiiaði
Gútschow m.a. við hlið
Mathiasar Sanuners, leikmanns
Stuttgart í dag. Sammer tók upp
hanskann fyrir Gútschow í við-
tali á dögunum, sagði að hann
hefði ekki haft annarra kosta
vol á sínum tíma og það ætti að
virða hann fyrir að viðurkenna
þetta í dag. Forráðamenn Dres-
den hafa lýst því yfir að Gút-
schow verði ekki látinn gjalda
þessa á neinn hátt hjá liðinu
enda um einn besta leikmann
þess að ræða.
■ Óopinbert meistaramót
Þýskalands í innanhússknatt-
spyrnu var haldið í Múnchen
um síðustu helgi. Mótinu lauk
með sigri Borussia Dortmund
sem hefur unnið það þrjú ár í
röð. Auk Borussia tóku Kais-
erslautern, Bayern Múnchen,
Bochum, Wattenscheid og
Werder Bremen þátt í mótinu.
Bochum hafnaði í öðru sæti en
liðið hefur unnið nokkur innan-
hússmót í vetur. Menn segja að
Bayern verði allt að gulli og lið-
ið græddi 1,6 milljónir marka á
mótinu (um 56 milljónir kr.).
■ Talandi um Bayern
Múnchen og peningamál þá var
liðið að gera nýjan samning við
aðalstyrktaraðila sinn, Opel, til
næstu þriggja ára. Samningur-
inn gefur Bayern 17 milljónir
marka (um 595 milljónir kr.).
Þá var upplýst að liðið fær 12,5
milljónir marka (um 438 millj-
ónir kr.) fyrir sölu á sýningar-
rétti í sjónvarp á tveimur árum.
■ Nágrannarnir Bayern,
Núrnberg, eiga ekki sama pen-
ingaláni að fagna. Félagið
skuldar nú meira en nokkurt lið
hefur gert í sögu þýsku knatt-
spyrnunnar, eða 22 milljónir
marka (um 770 milljónir). Er
talið vafasamt að liðið geti greitt
laun um næstu mánaðamót.
Peningum félagsins þykir ekki
hafa verið ráðstafað ýkja gáfu-
Iega og t.d. eru 10 Mercedes
Benz bifreiðar skráðir á klúbb-
inn fyrir starfsmenn félagsins.
Eru þá ótaldar bifreiðar leik-
manna.
* Þýska knattspyrnusamband-
ið segir að Sören Lerby fái ekkí
að starfa áfram í Þýskalandi eft-
ir tímabilið nema hann taki
þjálfarapróf sem skilyrði er að
þjálfarar hafí. Framkvæmda-
stjórinn Ole Höness gefur lítið
fyrir þetta og segir að Lerby
verði áfram þjálfari ef félagið
vilji það, knattspyrnusamband-
ið verði ekki spurt að því.
■ Bayern Leverkusen reynir
nú að endurnýja samninginn við
Brasilíumanninn Jorge de
Jorginho. Hann segir nei og vill
til Italíu en sumir segja að hann
endi hjá Bayern Múnchen.
■ Ghanamaðurinn Anthony
Yeboah vill fá 800 þúsund mörk
(28 milljónir kr.) fyrir að endur-
nýja samning sinn við
Frankfurt, sem hefur boðið
honum 400 þúsund. Ýmislegt
bendir til að hann fari til
Frakklands.
Einar Stefánsson,
Þýskalandi.
Körfuknattleikur:
Stórsigur Tindastóls á Skallagrími
Skallagrímur kom í heimsókn
til Tindastóls sl. þriðjudags-
kvöld. Móttökur gestgjafanna
voru ekki hlýjar því gestirnir
urðu að sætta sig við rúmlega
þrjátíu stiga tap, 103:70.
Bæði liðin hófu leikinn af
meira kappi en forsjá og lítil
áhersla var lögð á vörnina. Fljót-
lega náði Tindastóls þó níu stiga
forskoti, en Adam var ekki lengi
í paradís og Skallagrímur jafnaði
leikinn að nýju um miðbik hálf-
leiksins eftir góð hraðaupphlaup.
Næstu mínúturnar voru jafnar,
en heimamenn sigu síðan smátt
og smátt fram úr þrátt fyrir að
mistökin hjá þeim væru engu
minni en hjá gestunum. Staðan í
hálfleik var 51:42 fyrir Tindastól.
Greinilegt var strax í byrjun
síðari hálfleiks að nú ætluðu
heimamenn að sýna sinn mátt og
Taijiquan
á Akureyri
10. febrúar hefst í KA-húsinu á
Akureyri námskeið í kínverskri
leikfimi sem kallast Taijiquan.
Taijiquan er ein grein kín-
verskrar hnefaleikalistar og er
meira en þrjú hundruð ára
gömul.
Á síðastliðnum hundrað árum
hefur Taijiquan breyst úr bar-
dagaæfingum í mjúkar og rólegar
líkamsæfingar þar sem slökun og
kyrrð eru grundvallaratriði. Lögð
er áhersla á yfirráð hugleiðslu
yfir líkamanum og líkja sumir
Taijiquan við hugarleikfimi.
Milljónir manna í borgum og
þorpum í Kína stunda þessa leik-
fimi á hverjum morgni.
Námskeiðið hefst 10. febrúar
og verður kennt í tveimur tíu
daga törnum í morgun-, hádegis-
og kvöldtímum. Innritun og nán-
ari upplýsingar í síma 27541 eftir
kl. 21.15 á kvöldin.
tókst þeim það með ágætum, en
Tindastóll gerði 29 stig á meðan
Skallagrímur gerði 11 á fyrstu tíu
mínútum hálfleiksins. Einna
stærsta þáttinn í þessu góða starti
heimamanna átti Valur Ingimund-
arson, en hann gerði þrjár
þriggja stiga körfur í röð strax í
upphafi hálfleiksins. Eftir að
þessari góðu forystu var náð
hvíldu lykilmenn Tindastóls sig
og yngri og óreyndari leikmenn
fengu að spreyta sig. Þeir stóðu
sig þó engu verr og héldu fengn-
um hlut. Piltarnir í Skallagrími
með Birgi Mikaelsson í farar-
broddi náðu sér ekki á strik eftir
að stigamunurinn var orðinn
svona mikill, en héldu samt sinni
leikgleði allt til leiksloka.
„Við fórum í gang í seinni hálf-
leik, tókum þá framar og létum
þá ekki keyra svona á okkur eins
og í fyrri hálfleik. Um leið og við
fórum að spila stífa vörn þá datt
þetta niður hjá þeim og þeir náðu
ekki hraðaupphlaupunum,“ sagði
Valur Ingimundarson, leikmaður
og þjálfari Tindastóls eftir leik-
inn.
Besti leikmaður Tindastóls var
tvímælalaust Valur Ingimundar-
Handknattleikur:
Algerir yfirburðir Þórs
Völsungar höfðu ekki mikið að
segja í hendurnar á Þórsurum
þegar liðin mættust í 2. deild-
inni í handknattleik á Akureyri
á þriðjudagskvöldið. Þórsarar
höfðu yfirburði á öllum sviðum
og unnu stórsigur, 29:17.
Þórsarar byrjuðu strax af mikl-
um krafti og lengi vel leit út fyrir
að Húsvíkingar mundu fá enn
verri útreið en raun bar vitni.
Eftir að þeir höfðu jafnað 1:1
skoruðu þeir ekki mark í 19
mínútur á meðan Þórsarar bættu
8 við. Sóknarleikur Þórsara var
hraður og fjölbreyttur og ekki
stóð steinn yfir steini í Völs-
ungsvörninni á meðan Þórsvörn-
in var sterk og Hermann mark-
vörður í miklum ham fyrir aftan
hana. Þegar ein og hálf mínúta
var til leikhlés var staðan 13:2 en
Völsungar skoruðu tvö síðustu
mörk fyrri hálfleiks. í seinni hálf-
leik batnaði leikur Völsungs og
leikurinn jafnaðist nokkuð en
yfirburðir Þórsara voru þó greini-
legir sem fyrr.
Þórsliðið hefur í vetur margoft
sýnt hvað í því býr en hefur
stundum átt í erfiðleikum með að
halda keyrslu gegn veikari liðum.
Að þessu sinni spilaði liðið mjög
vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Sóknarleikur liðsins er hraður og
skemmtilegur og það er synd að
ekki skuli fleiri áhorfendur láta
sjá sig á leikjum þess. Það er erf-
itt að taka út einstaka menn
nema þá helst Hermann Karlsson
sem ver eins og vitlaus maður
þessa dagana og einnig er gaman
að sjá hvað Jóhann Samúelsson
er að verða sterkur.
Völsungsliðið á í erfiðleikum
og staða þess í deildinni segir
sína sögu. Liðið vantar sárlega
góða skyttu og ógnunin í sóknar-
leiknum er því lítil. Völsungar
fóru oft afar illa með færin sín,
fengu t.d. fjögur vítaköst í fyrri
hálfleik og misnotuðu öll.
Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 11/4,
Ole Nielsen 8, Rúnar Sigtrygsson 4,
Sævar Árnason 4, Aðalbjörn Svanlaugs-
son 1, Ingólfur Samúelsson 1. Hermann
Karlsson varði 17/1 skot og Ingólfur
Guðmundsson 2.
Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarsson 4,
Haraldur Haraldsson 3, Jónas Grani
Garðarsson 3, Skarphéðinn fvarsson 3/2,
Arnar Bragason 2, Vilhjálmur Sigmunds-
son 2. Heiðar Dagbjartsson varði 5/1
skot og Einar Guðmundsson 1.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Arnar
Kristinsson. Dæmdu þokkalega.
íþróttahöllin á Húsavík:
Boccia leikið allan laugardagmn
- ijáröflun boccialiðsins og útskriftarnema
Ásmundur Arnarsson, útskriftamemi, Kristbjöm Óskarsson, fyrirliði boccia-
liðsins og Arnar Guðlaugsson, þjálfari boccialiðsins.
Boccia verður leikið í íþrótta-
höllinni á Húsavík frá kl. 8
árdegis laugardaginn 1. feb. til
kl. 18 síðdegis sama dag. Það
verða Boccialið Völsungs og
lið útskriftarnema við Fram-
haldsskólann sem leika. íþrótta-
höllin verður opin allan daginn
og fólki velkomið að koma og
fylgjast með, en aðgangur er
ókeypis.
Auk þess að vera kynning á
boccia er leikurinn til fjáröflunar
fyrir boccialiðið og útskriftar-
nemana, en gengið er í hús og
fyrirtæki í bænum og áheitum
safnað. Fénu sem safnast verður
varið til að styrkja boccialiðið á
íslandsmótið, Hængsmótið og
Siglufjarðarmótið, en auk þess
mun það keppa á Þórðarmótinu
sem Kiwanisklúbburinn Skjálf-
andi á Húsavík stendur árlega
fyrir. Útskriftarnemarnir eru hins
vegar að afla fé í ferðasjóð sinn.
Ýmsar uppákomur verða á
boccialeiknum á laugardaginn,
mun þar bera hæst einvígi Krist-
björns Óskarssonar, fyrirliða
boccialiðsins og Ásmundar
Bjarnasonar, frjálsíþróttamanns
og fyrrum Ólympíufara, en þeir
félagar hafa marga hildi háð um
dagana, að sögn Arnars Guð-
laugssonar, þjálfara boccialiðs-
ins. Kristbjörn og Ásmundur
keppa kl. 11 á laugardagsmorg-
un, en aðrar uppákomur verða
nánar auglýstar í götuauglýsing-
um.
„Það er von okkar að bæjar-
búar taki vel á móti söfnunarfólk-
inu,“ sagði Arnar, er hann leit
við á skrifstofu Dags á Húsavík
ásamt Kristbirni og Ásmundi
Arnarssyni, útskriftarnema. IM
son, en ungu leikmennirnir sýndu
auk þess efnilegan leik. Hjá
Skallagrími stóð Birgir Mikaels-
son upp úr og einnig var gaman
að fylgjast með Maxim Kropachev
sem lét mótlætið aldrei fara í
skapið á sér.
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 30,
Pétur Guðmundsson 19, Ivan Jonas 12,
Einar Einarsson 10, Ingi Þór Rúnarsson
10, Björgvin Reynisson 8, Björn Sig-
tryggsson 7, Haraldur Leifsson 5, Hinrik
Gunnarsson 2.
Stig Skallugríms: Birgir Mikaelsson 21,
Maxim Kropachev 17, Sigurður E. Þór-
ólfsson 9, Þórður Jónsson 6, Þórður
Helgason 6, Hafsteinn Þórisson 6, Gunn-
ar Jónsson 3, Skúli Skúlason 2.
Dómarar: Helgi Bragason og Brynjar
Þorsteinsson. Sést hefur betri dómgæsla.
Knattspyrna:
Gunnar frá
í tvær vikur
Meiösll Gunnars Gíslason-
ar, þjálfara knattspyrnuliös
KA, reyndust ekki alvarleg
en eins og fram kom í blað-
inu í gær meiddist hann á
æfingu á mánudagskvöldið.
Gunnar sagði að liðþófi í
hnéinu hefði gefið sig og verið
fjarlægður. „Maður er bara
ánægður með að þetta var
ekki meira fyrst maður meidd-
ist á annað borð. Þetta var
svona með þvt skársta sem gat
gerst,“ sagði Gunnar sem
reiknar með að byrja að æfa
aftur eftir hálfan mánuð.
í kvöld:
Haukar-Þór
í kvöld mætast Haukar og Þór
í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik. Leikurinn fer fram í
Hafnarfirði og hefst kl. 20.
ÚrvaJsdefld
A-riðill
KR-Snæfell 105:69
Tindastóll-Skallagrímur 103:70
UMFN 17 14-3 1606:1359 28
KR 17 13-4 1560:1370 26
Tindastóll 17 9-8 1553:1528 18
Snæfell 17 3-14 1336:1598 6
Skallagrímur 17 3-14 1364:1654 6
B-riðill
Valur-ÍBK 91:%
ÍBK 17 16-1 1706:1435 32
Valur 17 10-7 1577:1499 20
UMFG 17 7-10 1433:1385 14
Haukar 16 7-9 1452:1556 14
Þór 16 2-14 1362:1565 4
Handknattleikur
2. deild
UMFA-KR 21:25
Þór-Völsungur 29:17
ÍR 10 10-0- 0 276:170 20
Þór 9 9-0- 0 246:161 18
HKN 11 8-0- 3 274:204 16
UMFA 11 7-0- 4 236:214 14
Ármann 12 5-0- 7 264:253 10
ÍH 9 5-0- 4 191:202 10
KR 10 3-1- 6 220:211 7
Fjölnir 10 3-1- 6 195:230 7
Völsungur 12 2-0-10 241:305 4
Ögri 11 0-0-11 161:296 0