Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 30. janúar 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Krafa um hátekju-
og flármagnsskatt
Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um
að leggja beri sérstakan skatt á hátekjufólk
og fjármagnseigendur. Venjulegt launafólk
hefur oft rætt þetta mál sín á milli, forsvars-
menn verkalýðshreyfingarinnar hafa hreyft
því opinberlega en stjórnmálamenn afar
sjaldan. Það er helst að frambjóðendur fé-
lagshyggjuflokkanna svonefndu hafi rámað í
það skömmu fyrir alþingiskosningar að þeim
hafi lengi fundist sjálfsagt að skattleggja fjár-
magnstekjur með einhverjum hætti. Fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa oftast
setið hjá þegar slíka skattheimtu ber á góma
eða fundið framkvæmd hennar flest til for-
áttu. Máltækið segir að orð séu til alls fyrst.
Reynslan hefur þó sýnt að þegar umræðan
snýst um að skattleggja hátekjufólk og fjár-
magnseigendur sérstaklega eru töluð orð
léttvæg fundin.
Síðustu daga hefur krafan um að skatt-
leggja beri hátekjufólk og fjármagnseigendur
fengið byr undir báða vængi. 900 milljóna
króna skattfrjáls greiðsla Sameinaðra verk-
taka til eigenda sinna var eflaust sá dropi
sem fyllti mælinn. Þolinmæði almennings
gagnvart valdhöfunum er á þrotum. Óbreyttir
launþegar spyrja sig hvort ríkið hygli fjár-
magnseigendum á kostnað annarra þjóð-
félagsþegna. Enginn getur svarað þeirri
spurningu neitandi. Verkin sýna merkin: All-
ar vaxtatekjur eru skattfrjálsar, hvaða nafni
sem þær nefnast; skattafsláttur er veittur
vegna hlutabréfakaupa; eignaskattur er
greiddur af nafnverði hlutabréfa en ekki
markaðsverði auk þess sem arðgreiðslur af
hlutabréfum eru skattfrjálsar upp að vissu
marki. Síðast en ekki síst bera arðbær sparn-
aðarform á borð við spariskírteini ríkissjóðs
og húsbréf engan eignaskatt. Á hinn bóginn
eru allar launatekjur skattlagðar að fullu svo
og eignir, ef þær eru í einhverju öðru „formi“
en verðmætum pappírssneplum.
Almenningur fær ekki skilið að það sé
flóknara að setja lög sem kveða á um skatt-
lagningu fjármagnstekna en lög sem skerða
greiðslur barnabóta eða ellilífeyris.
Almenningur fær heldur ekki skilið að sér-
stakt skattþrep á hátekjufólk geti eyðilagt
núgildandi staðgreiðslukerfi skatta. Æ fleiri
þykjast sjá að slíkar fullyrðingar séu komnar
frá varðhundum núverandi kerfis; frá þeim
öflum sem vilja viðhalda ranglætinu. Því mið-
ur bendir flest til að svo sé. BB.
„Og þetta er síður en svo mál bænda einna. Fjðldi fólks í bæjum og kauptúnum þessa lands hefur einnig viðurværi
sitt af þessari framleiðslu og það fólk fylgist vel með því sem verið er að gera,“ segir Guðmundur m.a. í grein sinni.
Stalín er ekki hér
Ein uppákoman rekur nú aðra á
vettvangi stjórnmálanna. Sú
nýjasta er í boði utanríkisráð-
herra, en í kjölfar nokkurra
„harðra“ funda með bændum
fullyrti hann að bændasamtökin
og Framsóknarflokkurinn hefðu
skipulagt rógsherferð gegn sér
upp á stalínskan máta! Það er
greinilegt að blessaður ráðherr-
ann hefur farið létt yfir söguna
sína, því eins og Illugi Jökulsson
benti á í útvarpspistli, þá er það
ekki Stalínismi þó „sveitaprestur
afhendi úrklippu úr Tímanum"!
Ráðherrann getur því andað
léttar. Stalín er ekki hér!
Hvorki utanríkisráðherra né
nokkurn annan þarf að undra þó
óróa gæti hjá bændum og sam-
tökum þeirra þegar vegið er að
hagsmunum þeirra. Undanfarin
10-12 ár hafa bændur dregið sam-
an framleiðslu í aðalbúgreinum
sínum um að meðaltali 30%.
Jafnframt hafa útflutningsbætur
nánast verið afnumdar, stórlega
dregið úr niðurgreiðslum og ýmis
framlög til landbúnaðarins verið
skert stórlega. Að mati bænda
hafa því meginmarkmið tillagna
Dunkels þegar verið uppfyllt hér
á landi og engin ástæða til að gera
það aftur.
Þegar rætt er um að gefa inn-
flutning búvara frjálsan má ekki
gleyma því að sé reiknað á orku-
grundvelli, er um helmingur
þeirra búvara sem við neytum
innfluttur. Þetta eru auðvitað að
mestum hluta búvörur sem við
getum ekki framleitt sjálf, en
búvörur engu að síður. Þetta eru
rök til að verja okkar eigin
búvöruframleiðslu og bændur og
raunar stór hluti þjóðarinnar vill
að það verði gert.
Það kann að virðast sem það sé
ekki stór hluti þó leyfður verði 3-
5% innflutningur af „okkar“
búvörum. Málið snýst bara ekki
um hvort það sé mikið eða lítið.
Við eigum að halda í þá verð-
mætasköpun sem við getum og
meðan við ekki höfum neitt ann-
að betra fyrir það fólk að gera
Guðmundur Stefánsson.
sem stundar landbúnað og vinnur
við úrvinnslu þeirra, eigum við
að sjálfsögðu að reyna að halda í
búvöruframleiðslu okkar. Það er
bara útúrsnúningur að segja eins
og ráðherrann að hann „treysti"
bændum og hafi „trú“ á þeim.
Það verður líka að búa þeim
starfsskilyrði og hér er ekki verið
að spyrja hvort einhverjir bænd-
ur verði eftir, heldur hvort land-
búnaður sem atvinnugrein verði
Hjá Námsgagnastofnun er komin
út ný kennslubók, Smíði, og er
einkum ætluð til notkunar hjá
nemendum í 4.-7. bekk grunn-
skóla. Höfundar bókarinnar eru
Árni Árnason, Búi Kristjánsson
og Ólafur Ólafsson.
Smíði er ekki tæmandi kennslu-
bók í smíðum heldur byggir hún
á völdum verkefnum sem ætla má
að börn á aldrinum 9-12 ára gætu
haft áhuga á. Engar flóknar
smíðasamsetningar koma fyrir í
bókinni.
Bókin skiptist í 6 kafla og er
hér áfram. Og þetta er síður en
svo mál bænda einna. Fjöldi fólks
í bæjum og kauptúnum þessa
lands hefur einnig viðurværi sitt
af þessari framieiðslu og það fólk
fylgist vel með því sem verið er
að gera.
Því er haldið fram og með
réttu, að bændur fjalli um mál sín
á mjög málefnalegan hátt. Til að
drepa málinu á dreif tekur utan-
ríkisráðherra til bragðs að
kveinka sér undan bændum og
segir að þeir séu vondir við sig.
Sumir segja jafnvel að bænda-
stéttin hafi orðið sér til skammar
vegna þess hve einhverjir ein-
staklingar hafi kveðið fast að
orði. Það getur verið að sá húmor
og það mál sem talað er í sveitum
þyki ekki fínt í utanríkisráðu-
neytinu nú um stundir, en hingað
til hefur þó ekki þótt skömm að
því. Flokkur utanríkisráðherrans
hefur oft látið bændur „finna fyr-
ir því“. Það var því vonum seinna
að bændur létu ráðherrann
„heyra það“. Það er þess utan
gott og hollt fyrir utanríkisráð-
herra að finna, að það er a.m.k.
ekki alltaf hægt að fá allt - fyrir
ekki neitt.
Guðmundur Stefánsson.
Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokks-
ins í Norðurlandskjördæmi eystra.
efni þeirra skv. eftirfarandi:
Kubbar, innileikföng, spil og
þrautir, nytjahlutir, útileikföng,
leikbrúður. Helstu atriðum við
smíði verkefnanna er lýst
nákvæmlega og textinn er hafður
eins stuttur og hægt er. Fjöldi
ljósmynda og teikninga eru til
útskýringar um gerð og samsetn-
ingu hluta. Við lok hvers verk-
efnis er getið fleiri útfærslumögu-
leika. Verkefni bókarinnar eiga
að henta bæði til einstaklings- og
hópvinnu og er nánar getið um þá
möguleika í inngangi hvers kafla.
(Fréttatilkynning.)
Ný kennslubók um smíði
Safnahúsið á Sauðárkróki:
Fyrirlestur um áhrif fiskveiði-
stjómunar á hagsmunaaðila
Stafnbúi, félag sjávarútvegs-
nema við Háskólann á Akur-
eyri, gengst fyrir röð fyrirlestra
um fiskveiðistjórnun. Þriðji
fyrirlesturinn verður haldinn í
Safnahúsinu á Sauðárkróki
sunnudaginn 2. febrúar nk. og
hefst kl. 15.00.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina
„Áhrif fiskveiðistjórnunar á
hagsmunaaðiia“. Framsöguerindi
flytja: Snær Karlsson, Verka-
mannasambandi íslands; Árni
Benediktsson, íslenskum sjávar-
afurðum; Einar Svansson, fram-
kvæmdastjóri og Kristján B.
Garðarsson, iðnráðgjafi.
Að framsöguerindum loknum
verður opnað fyrir fyrirspurnir og
almennar umræður.
Stafnbúi og bæjarstjórn Sauð-
árkróks bjóða alla velkomna á
fyrirlestur þennan.