Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 30. janúar 1992
Sjálfsvíg á Islandi:
Orðið tímabært að
ræða um líf og dauða
- Sigmundur Sigfússon geðlæknir vill nýta heilsugæslustöðvarnar til þess að
fylgjast með þeim sem hyggjast vinna sjálfum sér mein
Sjálfsvíg hafa verið töluvert til
umræðu í fjölmiðlum að und-
anförnu, ekki síst vegna þeirr-
ar miklu aukningar sem orðið
hefur á síðustu árum á sjálfs-
vígum ungra pilta. Þetta er
ekki sérislenskt fyrirbrigði
heldur þekkist það víða á Vest-
urlöndum. En yfirvöld heil-
brigðis- og félagsmála standa
ráðþrota frammi fyrir því.
Rannsóknir á tildrögum sjálfs-
víga eru skammt á veg komnar
hér á landi en í Kanada var gerð
víðtæk rannsókn á sjálfsvígum
ungs fólks á árunum 1971-78 og
kom þá í ljós athyglisverður
munur á annars vegar þeim sem
frömdu sjálfsvíg og hinum sem
gerðu sjálfsvígstilraun og björg-
uðust. í fyrrnefnda hópnum voru
piltar í miklum meirihluta, um
80%, og flestir þeirra höfðu gert
það gott í lífinu. Flestir höfðu
þeir myndað sterk tengsl við
aðra, gekk vel í skóla og áttu sér
markmið. í hinum hópnum voru
stúlkur í meirihluta og þeim hafði
flestum vegnað fremur illa í líf-
inu.
Öðruvísi hugmyndir um
líf og dauða
Sigmundur Sigfússon yfirlæknir á
geðdeild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri vakti athygli á þessari
könnun í grein sem birtist í 3.
hefti tímaritsins Heilbrigðismála
í fyrra.
„Já, þessi fjölgun meðal ungra
pilta stangast á við fyrri þekk-
ingu, ef svo má segja. Samkvæmt
henni aukast líkurnar á sjálfsvíg-
um eftir því sem menn eldast og
meirihluti fullorðinna sem grípa
til þessa ráðs hefur átt við geðræn
vandamál að etja. Stærstu áhættu-
hóparnir eru taldir þeir sem þjást
af þunglyndi, þeir sem misnota
áfengi eða fíkniefni og þeir sem
orðið hafa fyrir einhverjum missi
eða áföllum. Yfirleitt eru fleiri
þættir samverkandi hjá fólki sem
grípur til sjálfsvíga.
Hjá unga fólkinu virðast verða
önnur orsakalögmál að verki en
þeim fullorðnu. í aðeins fjórð-
ungi tilfella er geðrænn sjúkleiki
að baki. Það hefur öðruvísi hug-
myndir um líf og dauða og oft er
um að ræða ákvarðanir sem tekn-
ar eru í skjótræði og tilfinninga-
legu uppnámi. Ungt fólk talar
öðruvísi um dauðann, það hefur
minni kynni af honum en eldra
fólk og ræðir jafnvel opinskátt
um sjálfsvíg sem valkost.“
- Hverjar geta skýringarnar
verið á því að ungir menn sem
vegnar vel í lífinu ákveða að
stytta sér aldur?
„Um það er erfitt að segja. Ef
til vill er það einhver óþreyja og
viðkvæmni. Þeim gengur vel en
eru samt aldrei ánægðir með
árangur sinn. Hjá mörgum þeirra
er mikil innri togstreita. Tökum
sem dæmi dreng í litlum útgerð-
arbæ sem þykir vænt um plássið
sitt. Hann heyrir stöðugt svart-
sýnisraus og illt umtal um byggð-
arlagið og veit þess utan að ef
hann fer og menntar sig eru litlar
líkur á að hann eigi afturkvæmt
heim. Þetta getur ásamt öðru
orðið til þess að unglingurinn fái
það á tilfinninguna að það sé
ekkert tilhlökkunarefni að verða
fullorðinn.“
Siðferðileg skylda
okkar að reyna
- í þeirri umræðu sem á sér stað
um sjálfsvíg ungmenna eru for-
eldrar hvattir til þess að hafa
auga með hættumerkjum í fari
barna sinna. En hvernig er hægt
að merkja slíkt þegar allt virðist
leika í lyndi?
„Það er rétt að slíkt er erfitt.
Og það hefur reyndar ekki tekist
að sýna fram á það með vísinda-
legum rökum að hægt sé með sér-
stökum aðgerðum að draga úr
tíðni sjálfsvíga. Við viljum hins
vegar ekki sætta okkur við að
slíkt sé ekki hægt. Sumt hefur
raunar tekist hér á landi sem talið
er ógerlegt annars staðar. Pví
veldur fámennið og önnur sér-
kenni íslensks þjóðfélags. Þess
vegna er það siðferðileg skylda
okkar að reyna.
Raunar er það líklega ekki
allsendis rétt að hvergi hafi fyrir-
byggjandi aðgerðir gegn sjálfs-
vígum borið árangur. Fyrir
nokkru las ég um tilraun sem
gerð var á eynni Gotlandi við
Svíþjóð. Þar var læknum eyjar-
innar kennt að þekkja þunglynd-
iseinkenni og að meðhöndla þau.
Þetta hafði þau áhrif að tíðni
sjálfsvíga hrapaði niður fyrir
landsmeðaltal í Svíþjóð. Hins
vegar stóð tilraunin aðeins í þrjú
ár og var e.t.v. ekki vísindalega
marktæk af þeim sökum.
Þetta ætti hins vegar að vekja
vonir okkar um að geta gert
eitthvað í málinu. Hér á landi
höfum við byggt upp heilsugæslu-
kerfi á síðustu tuttugu árum,
einkum á landsbyggðinni, sem er
mjög gott. Hér er gott samband
milli almennings og heilbrigðis-
þjónustunnar sem sést m.a. á því
að hver landsmaður fer að með-
altali fimm sinnum á ári til læknis
og a.m.k. 95% fara einhvern tíma
til læknis á hverju ári. Þetta góða
samband ættum við að geta not-
fært okkur.“
Þarf að virkja
heilsugæsluna
- En hvað um rannsóknir á til-
drögum sjálfsvíga og högum
þeirra sem grípa til slíkra ráða?
„Guðrún Jónsdóttir geðlæknir
á Borgarspítalanum í Reykjavík
Sigmundur Sigfússon geðlæknir:
„Hljótum að geta notfært okkur
gott samband almennings og heil-
brigðisþjónustunnar.“ Mynd: Golli
gerði á sínum tíma tölfræðilega
úttekt á sjálfsvígum á íslandi, en
síðan hefur lítið verið rannsakað.
í kjölfar þessarar fjölgunar sjálfs-
víga hjá ungum piltum hefur
Rannsóknarstofnun uppeldis- og
menntamála undir forystu Þórólfs
Þórlindssonar prófessors hafið
rannsóknir á lífsviðhorfum ungra
íslendinga en þær eru skammt á
veg komnar.
Að frumkvæði lækna og félags-
málayfirvalda á Austurlandi er
embætti landlæknis að kanna
möguleikana á því að styðja fjöl-
skyldur sem orðið hafa fyrir
ástvinamissi af völdum sjálfs-
víga. Um leið er ætlunin að afla
vitneskju um bakgrunn og tildrög
sjálfsvíganna. Það var skipaður
starfshópur til að móta tillögur
um slíkar aðgerðir.
Eins og ég nefndi áðan hlýtur
að vera hægt að virkja heilsu-
gæslukerfið til þess að vera á
varðbergi gagnvart þeim sem
íhuga sjálfsvíg. Oft er það svo að
sá sem er í slíkum þönkum leitar
sér hjálpar, en ekki endilega við
þunglyndi eða öðru því sem þjáir
hann raunverulega mest. Stund-
um koma menn vegna líkamlegra
kvartana. Þarna gæti heilbrigðis-
þjónustan verið meira vakandi og
fylgst með þeim stóra hópi
manna sem þjást af þunglyndi
eða misnotar áfengi og/eða fíkni-
efni.
Hér á landi, sem annars staðar,
eru gerðar býsna margar tilraunir
til sjálfsvíga sem ekki hepprtast.
Talið er að þær séu allt að tíu
sinnum algengari en sjálfsvíg.
Bráðamóttakan á Borgarspítal-
anum fær mörg slík tilvik á
hverju ári og hefur skráð þau, en
því miður er þeim ekki öllum
sinnt nógu mikið sem gera slíkar
tilraunir. Víða erlendis er farið
að taka mjög alvarlega á slíkum
tilvikum.
í einu sveitarfélagi í Noregi er
þeim sem gera tilraunir til sjálfs-
vígs en leggjast ekki inn á sjúkra-
hús fylgt eftir og veitt aðstoð,
jafnvel þótt viðkomandi afþakki
hana. Hjúkrunarfræðingar sem
starfa að þessum málum undir
handleiðslu geðlækna og sál-
fræðinga fara heim til viðkom-
andi og gefast ekki upp þótt þeim
sé ekki hleypt inn í fyrstu
atrennu. Þar sem samband hefur
komist á hefur það undantekn-
ingalaust haft gott eitt í för með
sér. Þá er reynt að greina vand-
ann sem viðkomandi á við að
glíma og veita aðstoð og ráðgjöf.
Stundum er vandinn fjárhagslegs
eðlis og þá er viðkomandi vísað
til félagsmálastofnunar. Vandinn
getur lfka átt sér rætur í líkam-
legum kvilla og í mörgum tilvik-
um þarf ekki mikið til að ráða bót
á honum.“
Glímt við sorgina
- Kemur til greina að taka þessar
aðferðir upp eftir Norðmönnum?
„Um það er ekki gott að segja.
Læknar eru ekki einhuga um það
Á þessu línuriti má sjá hvernig sveiflur hafa orðið í tíðni sjálfsvíga ungmenna og fullorðinna á hverju ári frá 1961-
1990. Hér sést að fjölgun sjálfsvíga ungmenna hefur verið ívið meiri á síðustu árum og að tíðnin fylgir nákvæmlega
sama háttbundna mynstri Og hjá þeim eldri. (Heimild: Rannsóknastöð uppeldis- og menntamála)
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVEFÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1984-1.fl. 01.02.92-01.08.92 kr. 55.908,38
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, janúar 1992.
SEÐLABANKI ÍSLANDS