Dagur


Dagur - 15.02.1992, Qupperneq 5

Dagur - 15.02.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 15. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Efst í HUGA Svavar °ttesen Landsmenn vilja ekkiniður- skurð i heilbrigðiskerfinu Það sem er efst í huga mínum þessa dag- ana er hin mikia umræða, sem orðið hefur í þjóðfélaginu um hið svokallaða íslenska velferðarkerfi. Nú berast þau tíðindi frá hag- fræðideild Háskóla íslands í Reykjavík að íslenska heilbrigðiskerfið sé hið dýrasta í heimi. Þetta kom mér í sjálfu sér ekki svo mjög á óvart. En er heilbrigðiskerfið íslenska þá ekki líka eitt hið manneskjulegasta og besta í heiminum? Ég er eindregið þeirrar skoðunar að nauð- synlegt sé að fara vel með það fé sem við landsmenn greiðum í hinn sameiginlega sjóð, skatta til ríkisins og bæjarfélaganna. Þess vegna er ekki nema sjálfsagt að reyna af fremsta megni að gæta sparnaðar og hagræðingar í öllum rekstri hjá ríki og bæjarfélögum. En nú vendi ég mínu kvæði í kross. Ég fór að hugleiða það að ég er einn af þeim fjöl- mörgu, sem hef greitt kostnaðinn við að koma upp þessu ágæta heilbrigðiskerfi. Árið 1992 er hið fertugasta og þriðja sem ég greiði mína skatta og skyldur til þjóðfélags- ins. (Ég er ekki langskólagenginn og byrjaði bví að greiða skatta 16 ára). Ég man tímana tvenna. Um 1940 var ég skorinn upp við kviðsliti á gamla sjúkrahús- inu við Spítalaveginn. Fimmtíu árum síðar, 1990, var ég svo skorinn upp á Fjórðungs- sjúkrahúsinu og var það allstór aðgerð. Árið 1940 lá ég 7 daga á sjúkrahúsinu eftir uþþ- skurðinn en aðeins 5 daga eftir aðgerðina 1990. Eftir því sem ég best veit eru þeir sendir heim samdægurs sem skornir eru upp við kviðsliti í dag. Já, það hefur eðlilega margt breyst á 50 árum. Við Eyfirðingar og nágrannar okkar fyrir austan og vestan hljót- um að hrósa happi yfir því að á Akureyri skuli vera jafn fullkomið sjúkrahús og raun ber vitni og þar skuli alltaf vera til taks hið hæfasta fólk til að taka á móti okkur ef eitt- hvað bjátar á heilsufarslega. Allir hljóta að vera sammála um það að slíkt er ómetan- legt. Ég er þeirrar skoðunar að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eigi að efla svo sem frekast má. Það hlýtur að gefa auga leið, að það er mjög kostnaðarsamt að senda sjúkl- inga héðan að norðan til Reykjavíkur, auk þess sem það hefur slæm áhrif á sjúklinginn sjálfan og aðstandendur. Að lokum þetta: Þegar ég hugleiði þá umræðu sem verið hefur að undanförnu í þjóðfélaginu um niðurskurð í heilbrigðiskerf- inu og að mér finnst ómarkvissar aðgerðir ríkisvaldsins á mörgum sviðum þess, þar sem starfsfólk margra heilbrigðisstofnana veit varla hvers það á að vænta í framtíð- inni, þá vil ég segja það að stjórnmálamenn verða að.fara með mikilli gát þegar heilbrigð- iskerfið er annars vegar. Það er sjálfsagt að gæta hagræðingar og sparnaðar, en einu megum við aldrei gleyma. Við höfum byggt upp mjög traust og gott heilbrigðiskerfi og það kostar mikla peninga að reka það. Af þeirri umræðu í þjóðfélaginu, sem orðið hef- ur undanfarið, geta stjórnmálamenn dregið þá ályktun að landsmenn eru ekki tilbúnir til að samþykkja niðurskurð í heilbrigðiskerfinu sem nokkru nemur. Því þarf að finna í næstu fjárlögum aðra pósta til að skera niður. |j|| FUFAN Fundur þriðjudaginn 18. feb. kl. 21.00. Mætum öll. Stjórnin. Leikklúbburinn Saga 15 ára afmæli L.S. verður haldið þann 22. febrúar kl. 16.00 í Dynheimum, Akureyri. Gamlir og nýir félagar velkomnir. Upplýsingar hjá Systu í síma 96-21764. Bridge - Bridge Einmenningskeppni Fyrsta spilakvöld í einmenningskeppni Bridgefé- lags Akureyrar verður haldið þriðjudaginn 18. febrúar og hefst kl. 19.30. Spilað verður í Hamri. Allir bridsáhugamenn velkomnir. Bridgefélag Akureyrar. ---------------- ÚTBOÐ Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Afalmennu og pólitísku siöferöi stjórnmálamanna Nú eru forsetakosningar í aösigi vestur í Banda- ríkjunum og þá bregst það ekki aö fjölmiðlar fyll- ast af sögum um siðferöisþrek frambjóðenda. Einn sigurstranglegasti frambjóðandi Demókrata varð að viöurkenna að um tíma hefði hjónaband hans ekki verið upp á það besta og því hefði hann freistast til að skrlða nokkrum sinnum upp í til vandalausrar konu. Það verður æ algengara, ekki síst í hinum eng- ilsaxneska heimi, að fæti só brugðið fyrir stjórn- málamenn með því að afhjúpa einhverja Ijós- fælna bletti úr einkalífi þeirra. Af þessu mætti draga þá ályktun að engilsaxneskir póiitfkusar séu óvenjulega siðvilltir og allflestir haldnir ein- hverjum afbrigðilegum kenndum. Eða þá að fjölmiölar í þessum iöndum séu óvenju opnir fyrir sögum af einkalífi, einkum kyn- Iffi stjórnmálamanna. Ég hallast helst að þvf að það síðarnefnda sé raunin. Ekki eru þeir skárri í Bretlandi. í sföustu viku lenti formaður Frjáls- lyndra demókrata í verstu málum vegna þess að einhver hafði komist á snoðir um að hann heföi gerst helst til fjölþreifinn þegar einkaritari hans átti í hlut - um nokkurra mánaöa skeið árið 1986. Af þessum sökum var pólitískur frami mannsins f uppnámi. Fyrir skömmu keypti ég mér Sunday Times. Þar var sagt frá dómara nokkrum sem hafði hrökklast úr embætti eftir að upp komst að hann hafði keypt sér þjónustu vændiskonu. Fréttin var hins vegar ekki um það heidur að nú væri konan hans að fara frá vesalings manninum. Önnur frétt var þar einnig sem snerti einkalíf stjórnmála- manns. Að þessu sinni var um aö ræða Harold Macmillan forsætisráðherra íhaldsflokksins á ár- unum 1957-63. Nú er komin út bók um þennan mann og í henni er því haldið fram aö hann hafi verið haldinn svo ákafri ást á móður sinni að hún hafi gert honum ókleift að eiga í eðlilegu ástar- sambandi við konur. Þeir látnu fá ekki einu sinni aö hvfla f friði. Satt að segja á ég dálítið erfitt með aö sjá að hve miklu leyti fréttir af þessu tagi eigi erindi til almennings. Nú veit ég að kynlíf og einkalíf manna getur vissulega haft áhrif á hegöun þeirra á opinberum vettvangi. En ég á enn eftir aö sjá aö formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi eða frambjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum séu verr til forystu fallnir af því þeir misgripu sig í ástamálunum. Þegar ég las um framhjáhald Bill Clintons hins bandarfska rifjaðist upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum gengu mergjaðar sögur meðal blaðamanna og eflaust fleiri hópa um ævintýralega hegðun ákveöins stjórnmálamanns hér á landi. Hann átti að hafa dottiö upp í hjá hinum aðskiljanlegustu konum, stundum við fáránlegar aðstæður. Blaða- menn skemmtu sér ágætlega við þessar sögur en ég held að það hafi ekki hvarflaö að neinum þeirra að gera sér mat úr þeim eöa leggja vinnu í að kanna sannleiksgildi þeirra. Enn síður datt mönnum í hug að þetta fjöl- skrúðuga ástalíf - ef sögurnar áttu þá við rök að styðjast - geröi viökomandi óhæfari til að stunda stjórnmál. Ef eitthvað var óx hann frekar í áliti hjá okkur en hitt. Hefðu þessar sögur gengið meðal kollega okk- ar vestanhafs eöa austan má ganga að þvi gefnu að fjöldi blaðamanna og Ijósmyndara hefði fylgt hverju fótmáli viðkomandi og reynt allt hvaö af tók aö hafa uppi á einhverju „fórnarlambi“ hins losta- fulla frammámanns. Sem betur fer er íslensk blaðamennska ekki enn oröin jafnþróuö og meðal engilsaxa að þessu leyti. Á hinn bóginn mætti hún vera nokkuð þró- aðri í umfjöllun sinni um pólitískt siögæöi stjórn- málamanna. Hér á landi komast menn upp meö aö eyða milljörðum króna af almannafé eins og það væri skotsilfrið þeirra og eru meira að segja svo ósvífnir að gangast vlö því. En pressan hreyf- ir hvorki legg né lið til að láta þá axla hina póli- tísku ábyrgð á óráðsíunni. Og hér á landi komast ráðherrar upp með að ráðast á fjölmiðla úr ræðustói á Alþingi og bera upp á þá hlutdrægni og óvönduð vinnubrögö, að ekki só talað um framlag einstakra þingmanna. Hvað myndu þeir þá segja ef viö færum að haga okkur eins og engilsaxnesku kollegamir? VEGAGERÐIN V. Vegagerð ríkisins óskar eftir tiiboðum í eftirtalin verk á Norðurlandi eystra: 1. Norðurlandsvegur í Öxnadal, Engi- mýri - Varmavatnshólar. Lengd kafla 9,6 km, magn 260.000 rúm- metrar. Verki skal lokið 1. ágúst 1993. Útboö- sgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 17. febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. mars 1992. 2. Eyjafjarðarbraut eystri, um Þverá. Lengd kafla 0,8 km, magn 30.000 rúm- metrar. Verki skal lokið 1. júlí 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. febrúar nk. Skila skal til- boðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. mars 1992. Vegamálastjóri. AKUREYRARBÆR Akureyrarhöfn auglýsir deiliskipulag fiskihafnar Uppdráttur er sýnir tillögu aö deiliskipulagi svæöis, sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, lóö Slippstöövarinnar hf. í noröri og lóð Útgerðar- félags Akureyringa hf. í suöri liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Akureyrarhafnar, Óseyri 16, 2. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 13. mars 1992, þannig aö þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila á hafnarskrifstofuna, Óseyri 16, eða á bæjarskrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 2. hæö, fyrir kl. 15.00 13. mars 1992. Hafnarstjóri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.