Dagur - 15.02.1992, Page 9

Dagur - 15.02.1992, Page 9
Laugardagur 15. febrúar 1992 - DAGUR - 9 UNGLINGASÍÐAN íris Guðmundsdóttir f myndlistinni í Myndlistaskólanum á Ak- ureyri er nú starfrækt myndlistardeild sem er byggð upp með því sjónar- miði að hún sé undirbún- ingur fyrir þá sem hafa hug á að halda lengra og setjast í fornámsdeild. Ég heimsótti skólann og fékk sérlega góð- ar viðtökur bæði hjá kenn- urum og nemendum. Ég tók tali Katrí Gísladóttur 15 ára og Katrínu Árnadóttur 14 ára. Katrí sem er finnsk- ættuð er búin að vera meira og minna á myndlistarnám- skeiðum síðan hún var 2ja ára en Katrín síðan hún var 5 ára. Þegar ég hitti stelpurnar voru þær að mála sjálfsmynd. Þær byrja á að teikna myndina með kolkrít og mála síðan með eins eðilegum litum og mögulegt er. Erfiðast af öllu í myndlistinni finnst þeim að teikna fólk því þær segja að það sé vandasamt að ná réttum svip og hlutföllum. - Er heimanám í myndlist? Katrín: „Nei, það er ekki skylda en það er mjög gott að æfa sig heiina og undirbúa sig fyrir næsta tíma. Mér finnst tíminn oft ganga betur ef ég er búin að ákveða fyrirfram hvað ég ætla að gera og undirbúa það eitthvað? - Þwfið þið að lœra litahring- inn? Katrí: „Nei, við lærunt hann í myndmenntatímum í skólanum. Hér lærum við unt heita og kalda liti en við þurfum ekki að læra þá alla í einu heldur lærast þeir smátt og smátt.“ - Getur hver sem er teiknað, er teiknikunnátta meðfœdd? Katrín: „Ég held að hver sem er geti teiknað, það er áhugi og æfing sem skiptir mestu máli. Hugmyndaflug hefur líka mikið að segja og ntér finnst nauðsyn- legt að vera frumlegur því þá verða myndirnar skemmtilegri.“ Katrí: „Ég held að það skipti líka miklu máli að þora að prófa, þá held ég að hver sem er geti gert ágæta mynd.“ - Eruð þið djarfar og með fjörugt hugmyndaflug? Katrí: „Nei, ekki nóg, en það er um að gera að reyna.“ - Hefur kennarinn áhrif á stíl nemenda? Katrín: „Nei, hann leiðbeinir okkur út frá okkar eigin stfl.“ - Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í skólánum fyrir utan listsköpun? Katrí: „Já, í fyrra fórunt við á vinabæjamót til Lahti í Finnlandi þar sem við vorum í eina viku í finnskum myndlistarskóla. Þar voru, auk Finnanna, krakkar frá öðrunt löndum og það var gaman að sjá livað þjóðirnar eru ólíkar í myndum sínum. Mér fannst þetta alveg meiriháttar ferð. Við fórum líka og skoðuðum gullsmíðaskóla og margt fleira spennandi." - Hvað með framtíðina. Haldið þið að þið verðið myndlistarkonur? Katrín: „Það verður að koma í ljós. Ég hugsa að ég verði alltaf eitthvað viðloðandi myndlistina en hvort ég legg hana fyrir mig veit ég ekki enn. Ég á eftir að hugsa málið." Katrí: „Það er svo erfitt að segja. Ég er enn svo ung og það er svo margt sem getur breyst en ég hugsa að ég komi alltaf til með að hafa áhuga fyrir myndlist." Friðrik Haraldsson ketnur alla leið frá Sauðárkróki til að nema myndlist. Hann er á fyrsta ári í fornámsdeild. - Hvað er það sem dregur þig alla leið til Akureyrar í skóla? „Það er enginn myndlistarskóli Friðrik Haraldsson vinnur ötullega að verkefni sínu í þrívíddarform- fræöi. á Sauðárkróki og þar sem ég hef- alltaf haft gaman af því að teikna þá ákvað ég að slá til.“ - Nú veit ég að skólanum er skipt í deildir, í hvaða deild ert þú? „Fyrsti veturinn í fomámi er í rauninni undirbúningur fyrir það sem seinna kemur. Það þurfa allir að taka það sama á fyrsta árinu, sama á hvaða svið fólk ætlar, því þá er verið að byggja upp grunn- inn. Við erum búin að vera í hlut- teikningu, fjarvídd, litafræði, formfræði og erunt núna að byrja í þrívíddarformfræði. Þetta eru allt nauðsynlegir þættir fyrir allar þær listbrautir sem boðið er upp á. Það er mjög gott að byrja á grunn- inum, sérstaklega fyrir fólk eins og mig sem hefur aldrei lært neitt í sambandi við myndlist. Ég stefni á grafíska hönnun og hef því tekið námskeið í því utan venjulegs skólatíma til að undirbúa mig fyr- ir næsta vetur. Það sem mig lang- ar til að gera í framtíðinni er að fara í auglýsingateiknun því ég held að það eigi vel við mig.“ - Er félasgslíf í skólanum? „Nei, en við förunt stundum saman út að skemmta okkur. Það er sjaldan sem við förum öll sam- an því það er svo mikið af fjöl- skyldufólki liéma sem kemst ekki alltaf með.“ Anna Ingibjörg Hallgrínisdóttir og stalla hennar Svandís Björk Jóhannsdóttir. Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir er 13 ára og er nýbyrjuð á myndlistar- deildinni, reyndar er þetta hennar fyrsti tími. Það er ekki langt síðan hún flutti heim til íslands eftir að hafa búið í rúm 11 ár í Danmörku með for- eldrurn sínum. Hún segir að hún hafi aldrei heyrt um svona skóla í Dan- mörku og að þar viti hún ekki til að myndlist sé kennd í skólunum. Þetta eru því hennar fyrstu skref í myndlist og henni finnst þetta áhuga- vert. Hún er að teikna eftir uppstillingu í fyrsta skiptið og fyrinnyndin er epli í skál, kaffikanna, sítrónur og planta. Henni finnst þetta erl'itt og segir að hún hafi átt von á því að fyrsti tíminn yrði auðveldari, en henni finnst þetta skemmtilegt. Þegar hún lýkur við að teikna myndina kemur að því að hún þarf að lita hana með olíukrít en hún segist ekki vera farin að hugsa svo langt. Erum stöðugt oð undirbúo okkur Nína, Anna Elín, Sólveig, Hulda, Eydís og Laufey að bíða eftir að komast í næstu æflngu. Um síðustu helgl var haldið í íþróttahöllinni „Skrúfumót“ í frjálsum fimleikum. Alls voru það 8 félög víðs vegar að af landinu sem kepptu til úrslita. Keppt var á trampolíni, hesti, dýnu og gólfi og verðlaun voru veitt fyrir saman- lagða einnkunn. Héðan frá Akur- eyri kepptu 6 ungar og efnilegar stúlkur. Pær eru Eydís Pórarins- dóttir, Laufey Steindórsdóttir, Anna Elín Björnsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir, Hulda Steingríms- dóttir og Jónína Guðmundsdóttir, allar 16 ára að undanskilinni Sól- veigu sem er 15 ára. Þær eru bún- ar að æfa fimleika frá 3 árum til 6. Mótið kom vel út fyrir þær þó þær hefðu viljað standa sig betur. Lauf- ey hreppti 2. sætið, Hulda það 4. og Jónína það 5. Pær féllust á að hitta mig daginn eftir mótið þegar mesta álagið var liðið hjá. - Jœja stelpur, til hamingju með góðan árangur ígœr. Hvernig líður ykkur ídag? Solla: „Alveg rosalega þreytt. Ég rétt komst heim til mín í gær og sofnaði eins og steinn. Þetta var svo langur dagur, við vorum að frá kl. 11 í gærmorgun og til kl. 8.30 í gærkvöldi.“ - Nú keppið þið í frjálsum fimleikum. Hvað varð um gömlu góðu fimleikana þar sem keppt var á tvíslá, jafnvœgisslá og öðrum áhöldum? Eruð þið ekki með nein áhöldfyrir utan hestinn og trampolínið? Hulda: „Nei, en við æfum á dýnu og gólfi. Frjásir fimleikar eru nýlegt form og við erum einungis í þeim núna, þó höfum við flestar æft áhaldafimleika. Héma á Akureyri eru það bara yngri stelpumar sem æfa samkvæmt eldra forminu." - Hvað œfið þið oft í viku? Eydís: „Við æfum 4 daga í viku, 3 klst. í senn. Ef æfingamar væru fleiri þá yrðum við að láta skólann sitja á hakanum og það vill engin okkar gera. Þetta er líka alveg nóg, ég er ekki viss um að ég myndi nenna þessu ef æfingarnar yrðu fleiri.“ - Eruð þið alltaf 6 sem œfið og keppið saman? Laufey: „Já, við þurfum í rauninni að halda hópinn því á mótinu sem verður fyr- ir sunnan í næsta mánuði er keppt í hópum og þá mega ekki vera færri en 6. Þá er mjög slæmt ef ein stendur sig ekki vel því hún dregur allan hópinn niður í einkunn. Við erum sem betur fer allar mjög jafnar svo við vonum að við komum sterkar út úr mótinu í næsta mánuði.“ - Hvað eru mörg mót á ári? Anna Elín: „Þau eru 4. Það er eitt Ak- ureyrarmót, Jólamót, Skrúfumót og Trompmót sem Laufey nefndi hér áðan. Við erum stöðugt að undirbúa okkur fyrir mót, semja æfingamar og þessháttar. Við fáum uppgefnar skylduæfingar en við þurfum að semja í kringum það sjálfar og það getur verið erfitt og mikil vinna.“ - Hvernig líður ykkur fyrir mót? Þær eru sammála um að þær séu frekar taugaspenntar sem er ekki gott því þá gengur þeim verr en annars. Þær eru lang- an tíma að undirbúa sig fyrir hvert mót en segjast ekki þurfa að auka æfmgamar eða breyta um mataræði. - Haldið þið samhandi fyrir utan fim- leikana? Nína: „Já og nei. Við hittumst oft eftir æfingu og förum stundum saman á ball en eigum samt allar okkar vini. Við hittumst náttúrulega svo oft í viku að það nægir okkur eiginlega.“ - Hvernig finnst ykkur umfjöllun um fimleika ífjölmiðlum vera? Þær urðu mjög æstar yfir þessari spum- ingu. Þeim finnst umfjöllunin vera hlægi- lega léleg og til dæmis ætlar ríkissjónvarp- ið ekki að sýna myndir frá þessu móti, þó segja þær að þetta sé íslandsmót. - Skyldi þetta ekki vera nógu merkileg íþróttagrein???? - En œtla stelpurnar að halda áfram? Þær segjast ekki vera búnar að ákveða sig en þær ætla að klára veturinn og hugsa málið í sumar. Meðalaldur í fimleikum hérlendis er ekki hár og þær segjast ekki nenna að vera langtum elstar og þurfa að keppa við miklu yngri stelpur. Áhugann fyrir íþróttinni vantar ekki, en það er spuming hvenær tími sé kominn til að hætta. Svona segjast þær hafa hugsað í fyrra en allar haldið áfram svo það er aldrei að vita hvemig málin þróast. Hver veit nema þær komi til með að þjálfa nýjar og ungar stjömur í framtíð- inni!!!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.