Dagur - 15.02.1992, Side 18

Dagur - 15.02.1992, Side 18
Ot - CJI IOAH — CPO I* I* iunchicniip I 18 - DAGUR - Laugardagur 15. febrúar 1992 Kvikmyndasíða Jón Hjaltason Ætli við íslendingar fáum að sjá Stone og Douglas að náttstörfum í Basic Instinct? Hvað er klám? - Michael Douglas; klámhundur eða listrænn leikari? Nýjasta kvikmynd Michaels Douglas, Basic Instinct, hefur vakið upp deilur vestan hafs. Hún þykir nokkuð hrottafengin á köflum, sem er nú reyndar hreint aukaatriði, hitt er verra að í einar fimm mínútur samfleytt sést Douglas láta vel að aðalkven- leikkonunni, Sharon Stone; bæði klæðlítil og seinast nakin. Sam- faraatriðin eru fleiri og í eitt sinn sér bíófarinn hvar kona, sem lög- reglan yfirheyrir vegna morðs, krossleggur Iærin og opinberar um leið að hún er ekki í neinum nærbuxum. Allt þetta hefur farið hressilega fyrir brjóstið á kvik- myndaeftirlitinu vestan hafs sem er nú eftiröðru því að allt frá því Joe Eszterhas seldi handritið að myndinni fyrir litlar 180 milljónir íslenskar krónur hefur Basic Instinct verið til vandræða. Jafn- vel áður en tökur hófust hafði framleiðandinn Irwin Winkler sagt upp kvartandi undan því að leikstjórinn Paul Verhoeven væri upptekinn af því einu að sýna fáklædda kroppa „í misjafnlega æstu ástandi“. Einu sinni eða tvisvar fór Eszterhas í fýlu en var lempaður til. Síðastliðið vor urðu framleiðendur myndarinnar fyrir árásum homma og lesbía er töldu að sér sneytt vegna hugmyndar- innar um lesbíu-morðingja. Basic Instinct er nefnilega ekki klám- mynd eins og við sumir þekkjum er kíkjum (sárasjaldan) í bláu möppur ónefndra myndbanda- húsa. Hér er á ferðinni spennu- mynd sem er mögnuð upp með morðum sem hugnast kynvilltum illa. Douglas er lögreglumaður í San Francisco. Hann eltist við fjöldamorðingja og kemst þá í kynni við hina samkynhneigðu Sharon Stone en hún er rithöf- Þjóðverjar, sagan og Óskarirai Nú styttist óðum í Óskarsverð- launahátíðina og eftir því eru menn áfjáðari að spá um úrslit. Að undanförnu hefur kvikmynd pólskættaða leikstjórans Agni- eszka Holland, um gyðingaof- sóknir Þjóðverja á árum seinni heimsstyrjaldar, fengið ýmsar viðurkenningar vestan hafs og verið talin líklegasta bíómyndin til að hljóta Óskarinn eftirsótta sem besta „erlenda kvikmyndin“. Holland byggir verk sitt á sannri frásögn Solomen Perel af því hvernig ungur gyðingapiltur flýði ofsóknir nasista með því að þykj- ast vera hreinræktaður Aríi. Nú hafa mál skipast svo að Europa, Europa, en það er heiti títtnefndrar kvikmyndar Hollander, hefur enga möguleika á að vinna Óskar. Pýska átta- manna nefndin, sem velja átti fulltrúa Þýskalands á hátíðina, lét sem Europa, Europa, væri ekki til og ákvað raunar að engin þýsk kvikmynd væri nógu góð til keppni um Öskarinn. Viðbrögðin við þessari ákvörðun átt- menninganna hafa ekki látið á sér standa og þeir verið sakaðir um kynþáttafordóma og jafnvei tilhneygingar til að vilja falsa söguna. Hollander gerir því skóna að ef til vill hafi myndin snert óþægilega og sára punkta í sálarlífi Þjóðverjanna átta. Engar skýringar hafa komið frá nefndinni á athæfi hennar. Getgátur ýmiskonar hafa því komist á loft og farið víða. Þýska vikuritið Der Spiegel hefur eftir einum ónefndum dómnefndar- manni: „Það er bara ekki hægt að láta annað eins rusl og þetta koma fyrir sjónir bandarísku kvikmyndanefndarinnar. “ Aðrir hafa gert því skóna að myndin hafi ekki þótt nógu þýsk. Þýski framleiðandi myndarinnar, fyrir- tækið CCC Filmkunst, mótmælir þessu harðlega. Að vísu hafi Europa, Europa mestmegnis ver- ið filmuð í Póllandi en hins vegar sé þýska aðalmál myndarinnar, hún hafi fengið fjárstyrk frá þýsk- um aðilum, leikararnir séu flestir þýskir og að auki hafi opinberir aðilar merkt myndina sem þýska framleiðsluvöru. Enn er ekki öll nótt úti fyrir Europa, Europa því að fyrirtæk- ið Orion Classic, er dreifir mynd- inni í Bandaríkjunum, hefur haf- ið mikla herferð til að fá Europa tilnefnda til Óskarsverðlauna, þá fyrir einhverja aðra þætti, leik- stjórn eða þvíumlíkt. Orion hef- ur fengið stuðning þýskra leik- stjóra og Volker Schlöndorff, en mynd hans Tin Drum vann „út- lenda-Óskarinn“ árið 1979, er ómyrkur í máli: „Við ættum að skammast okkar. Þetta er ekki aðeins heimskuleg ákvörðun heldur einnig í hæsta máta póli- tískt. Ég er hræddur um að hún muni skemma fyrir þýskum kvik- myndagerðarmönnum um ókomna framtíð.“ Leikstjórinn Agnieszka Holland tek- ur við Golden Globe verðlaununum í sumar fyrir mynd sína Europa, Europa, Úr kvikmyndinni Europa, Europa. Stone veltir um steinum Enn á ný hefur kvikmyndaleik- stjóranum Oliver Stone tekist að rumska við bandarísku þjóðinni. í nýrri og áleitinni kvikmynd um morðið á 35. forseta Bandaríkj- anna, John F. Kennedy, gerir hann gælur við samsæriskenning- una; þá hugmynd að valdamiklir aðilar hafi staðið á bak við morð- ið á forsetanum. Það var í nóvember 1963 að forsetinn féll fyrir kúlu launmorðingja og fékk um leið þann vafasama sess í sög- unni að verða fjórði forseti Bandaríkjanna til að láta Iífið fyrir morðingjahendi. Stone er alls ekki á þeim bux- unum að gera heimildarmynd um morðið á Kennedy; hann hrærir saman staðreyndum og skáldskap og útkoman verður tilþrifamikil spennumynd. Hann hefur söguna á morðinu og hinni eiginlegu rannsókn er fór fram á eftir en byrjar síðan einleik þar sem sett eru á svið málaferli á hendur Úr mynd Kevins Costner um morðið á JFK. athafnamanni frá New Orleans (Tommy Lee Jones). Jim Garri- son (Kevin Costner) sækir málið en ákæran er meint hlutdeild í morði Kennedys. Meðal aukaleikara í þessari mynd Stones eru nokkrir þunga- vigtarmenn í Hollywood eins og Sissy Spacek, Joe Pesci, Gary Oldman, Jack Lemmon, Walter Matthau, John Candy, Kevin Bacon og Donald Sutherland. undur og jafnframt ákaflega grunsamleg. Þegar kvikmyndatökum lauk sagði Stone að hún og Douglas hefðu gengið eins langt og hugs- ast gat á kynlífssviðinu. „Svo langt að ég get ekki ímyndað mér að þeir fái stimpil frá kvikmynda- eftirlitinu." Basic Instinct ér búin að fá stimpilinn en vandinn er sá að fá R-mat eins og það heitir vestan hafs en það þýðir að börn megi horfa á kyikmyndina en aðeins í fylgd með fullorðnum. Eftir að hafa séð Basic Instinct tvívegis ákvað kvikmyndaeftirlitið (The Motion Picture Association af America’s classification board) að þrýsta NC-17 mati á myndina. Þetta voru hin verstu tíðindi fyrir framleiðendurna því að í Banda- ríkjunum þýðir NC-17 einfald- lega að myndin sé bönnuð öllum er ekki hafa náð 17 ára aldri. Þegar tíðindin spurðust ráða- mönnum hjá Carolco, en þeir framleiða þetta tæplega tveggja og hálfs milljarðs ævintýri, og Tri-Star, sem dreifir, tóku þeir samstundis upp skærin og byrj- uðu að brýna. Á móti þeim stóðu leikstjórinn Verhoeven og Douglas og neituðu öllum mála- miðlunum; Basic Instinct yrði ekki klippt til að fá R-mat. Ekki er enn útséð um hvor sigrar, Mammon eða hin blóðheita list. En víst er um það að ef einhverjir geta borið sigurorð af Mammoni Hollywood þá eru það þeir félag- ar Verhoeven og Douglas. Hollenski leikstjórinn er þekktur fyrir ofbeldisfullu stórgróða- myndirnar RoboCob og Total Recall og Douglas er án vafa einn virtasti leikarinn og framleiðand- inn í Hollywood þessa dagana. En ætti Tri-Star að fara eftir hug- boði hans? Sumir benda á vel- gengni Fatal Attraction og segj- ast sannfærðir um að Basic Instinct muni spjara sig á sama hátt fái hún til þess tækifæri. En fjáraflamennirnir eru hik- andi. Síðan Henry and June kom út hefur engin kvikmynd komið á markaðinn vestan hafs með NC- 17 mati. Leikstjórar fá fyrirmæli um að skila inn kvikmyndum sem í mesta lagi fá R-mat. Kvik- myndafyrirtækin eru ekki reiðu- búin að útiloka unga bíófara frá kvikmyndum sínum, þeim er öll- um stefnt inn á hinn arðvænlega táningamarkað. Fjölmörg kvik- myndahús neita að sýna bannað- ar myndir og jafnvel dagblöð vilja ekki taka við auglýsingum þegar um NC-17 myndir er að ræða. Og hver ætli verði svo niður- staðan? Þar sem ekki er leyfilegt að setja tvær útgáfur sömu bíó- myndar á markað í Bandaríkjun- um er útilokað að búa til vægari útgáfu Basic Instinct og bjóða bæði upp á hana og þá uppruna- legu. Líklegast er því að Verhoeven og Douglas verði að sætta sig við að myndin verði klippt til fyrir bandaríska bíófara en sýnd óstytt í öðrum löndum. Og enn á ný vaknar spurningin; af hverju er það svo að kvik- myndagerðarmönnum leyfist óátalið að lýsa ofbeldi og fá fyrir það hrós - eins og til dæmis í The Silence of the Lambs, Cape Fear og JFK - en ef gera á gælur við kynlíf verður allt vitlaust?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.