Dagur - 26.02.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 26. febrúar 1992
Fréttir___________________________________________________________________
Úthlutun úr „safnpotti“ heilbrigðisráðuneytisins til sjúkrastofnana:
Hlutur sjúkrahúsa á Norðurlandi heldur rýr
Þessa dagana eru forsvars-
menn sjúkrahúsa og heilsu-
gæslustöðva á Norðurlandi að
fá í hendur erindi frá heilbrigð-
isráðuneytinu þar sem tilkynnt
er um úthlutun fjárveitinga-
valdsins af 499 milljóna safnlið
heilbrigðisráðuneytisins til
heilbrigðisstofnana um allt
land. Edda Hermannsdóttir í
heilbrigðisráðuneytinu vildi í
gær ekki upplýsa hver hlutur
sjúkrastofnana á landsbyggð-
inni væri, þar sem ólokið væri
úthlutun til sjúkrastofnana á
höfuðborgarsvæðinu. I eftir-
farandi samantekt er ekki get-
ið Sjúkrahússins á Sauðár-
króki, sem kemur til af því að
forsvarsmenn þess höfðu í gær
ekki vitneskju um hlut þess í
nefndum 499 milljónum af
safnlið heilbrigðisráðuneytis-
ins.
Sjúkrahúsið á Blönduósi
Samkvæmt niðurskurðarfrum-
varpinu átti Sjúkrahúsið á
Blönduósi að spara 10,6 milljónir
króna á árinu. Að sögn Bolla
Ólafssonar, framkvæmdastjóra
sjúkrahússins, gerðu stjórnendur
þess ráð fyrir um 6,5 milljóna
króna sparnaði með þeim tillög-
um sem sendar voru til ráðuneyt-
isins. Á þeim tillögum og endan-
legri niðurskurðartölu munar aft-
ur á móti nálægt tveimur milljón-
um króna.
„Þetta eru mikil vonbrigði því
við reiknuðum með að fá um sex
milljónir upp í niðurskurðinn.
Hinsvegar fáum við einungis 2,6
milljónir króna og það þýðir að
við þurfum að vinna allar sparn-
aðaraðgerðir okkar upp að nýju.
Ég vil á þessu stigi málsins ekki
segja neitt til um hvernig reynt
verður að leysa málið, en með til-
lögum þeim sem við sendum suð-
ur fylgdi greinargerð þess efnis
að frekari aðgerðir myndu þýða
stórfellda röskun á starfsemi
sjúkrahússins,“ sagði Bolli Ólafs-
son.
Niðurskurður á framlagi til
Vestur-Húnavatnssýsla:
Brúna tók
af Bergá
„Það er útlit fyrir að mynd-
ast hafi klakastífla einhvers
staðar fyrir ofan brúna og
hún síðan brostið og flóðið
sópað með sér brúnni,“ seg-
ir Ólafur B. Óskarsson,
bóndi í Víðidalstungu og
oddviti Þorkelshólshrepps.
Þegar bóndinn í Litluhlíð,
fremst i Víðidal, ætlaði að
skreppa upp á Víðidalstungu-
heiði fyrir skemmstu, komst
hann að þvi að brúin yfir
Bergá var horfin. Brúin var
byggð fyrir rúmum tíu árum
síðan, járnbitabrú með tré-
dekki og hefur hún komið í
góðar þarfir þegar fé hefur
verið keyrt fram á heiði til
sleppingar. Að sögn Ólafs hef-
ur einnig verið töluvert um að
ferðafólk notaði brúna, því þó
nokkur umferð er upp á Víði-
dalstunguheiði og suður úr að
sumarlagi.
„Ég býst ekki við að bænd-
um lítist vel á að fara að reka
féð fram á heiði upp á gamla
mátann, svo sjálfsagt verður
ný brú byggð yfir ána í vor,“
segir Ólafur. SBG
heilsugæslu á Blönduósi og
Skagaströnd var samkvæmt
frumvarpi 1,2 milljónir króna, en
500 þús. krónur af því fást til
baka og segir Bolli að það nægi til
að endar náist saman í þeim
rekstri.
Sjúkrahúsið á
Hvammstanga
Sjúkraúsið á Hvammstanga átti
samkvæmt frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar að spara 4,8 milljónir
króna. Endanlegar niðurskurðar-
tölur eru aftur á móti 3,8 milljón-
ir króna, en ein milljón fékkst til
baka.
Heilsugæslunni á Hvamms-
tanga var gert að spara 700 þús.
krónur, en upp í það koma 300
þús. krónur.
„Við gerðum tillögur um allan
þennan sparnað en vonuðumst
náttúrlega til að fá eitthvað til
baka. Ætlunin er að reyna að
standa við þær tillögur sem við
gerðum og skrimta með því, en
það þýðir fækkun um tvo
starfsmenn. Við munum engu að
síður reyna að halda uppi
óbreyttri þjónustu,“ segir Guð-
mundur Haukur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri sjúkrahússins
á Hvammstanga.
Skógræktarfélag Þingeyinga
og Búnaðarsamband S-Þing.
gengust fyrir almennum fundi
að Ýdölum sl. laugardag.
Fundarefnið var uppgræðsla
örfoka lands. í því sambandi
var m.a. rætt um Hólasand og
friðun í Kinnarfelli. Framsögu-
menn voru Andrés Arnalds,
gróðurverndarfulltrúi Land-
græðslu ríkisins og Jón Guð-
Heilbrigðisráðherra hefur gef-
ið út framkvæmdaleyfi vegna
fyrirhugaðrar byggingar 1.
áfanga viðbyggingar við dval-
arheimili aldraðra, Hvamm á
Húsavík. Um er að ræða 1950
fm byggingu, með 19 þjónustu-
íbúðum sem ýmist verða bú-
seturéttaríbúðir eða íbúðir í
eigu Dvalarheimilis aldraðra
sf. í húsinu verður einnig sam-
komusalur, lyfta og auk þess
nýr aðalinngangur fyrir alla
bygginguna.
Áætlað er að byggingarkostn-
aður við umræddan áfanga verði
145 milljónir og að kostnaður við
byggingu hans skiptist niður á
þrjú ár, þannig að áfanginn verði
tilbúinn á árinu 1994. Fyrirhugað
er að vinna fyrir 50 milljónir á
þessu ári, svo framarlega sem
útvegun fjármagns tekst. Gert er
ráð fyrir að eignaraðilar Dvalar-
heimilis aldraðra sf. og væntan-
legir eigendur búseturéttaríbúð-
anna greiði 40% kosnaðar, 40%
verði tekin að láni og Fram-
kvæmdasjóður aldraðra greiði
20% af kostnaði við bygginguna.
Hönnun verksins er í góðum
Fjóröungssjúkrahúsiö
á Akureyri
Fjórðungssjúkrahúsinu var gert
að skera niður um 56 milljónir
króna, en það fékk aðeins 12
milljónir til baka, eða ríflega 21
prósent.
Til þess að bregðast við 56
milljóna niðurskurðinum var
gripið til almennra sparnaðarað-
gerða, sem miðuðu að hagræð-
ingu í vinnu og að minnka kostn-
að við öll innkaup á rekstrarvör-
mundsson plöntulífeðlis-
fræðingur Rannsóknastofu
landbúnaðarins.
Hólmfríður Pétursdóttir, for-
maður Skógræktarfélags Þingey-
inga, sagði aðspurð um fundinn,
að þar hefðu ekki verið sam-
þykktar neinar ályktanir eða
ákvarðanir verið teknar, fyrst og
fremst hefði verið um að ræða
Svonefndir Alþýðubandalags-
dagar verða á Akureyri og,í
Eyjafirði dagana 27.-29.
febrúar. Þessa daga munu for-
ystumenn Alþýðubandalagsins
heimsækja fyrirtæki og stofn-
anir, ræða við starfsfólk og
hitta sveitarstjórnarmenn,
forsvarsmenn verkalýðs-
hreyfingar og atvinnulífs að
máli.
Almennir stjórnmálafundir
verða haldnir í Alþýðuhúsinu á
Akureyri fimmtudaginn 27.
febrúar kl. 20.30, í Tjarnarborg í
Ólafsfirði föstudaginn 28. febrú-
ar kl. 20.30 og í Víkurröst á Dal-
vík laugardaginn 29. febrúar kl.
14.00.
Dagskránni lýkur svo laugar-
dagskvöldið 29. febrúar með árs-
hátíð Alþýðubandalagsfélaganna
um. Ekki var gert ráð fyrir að
lokunum á deildum um lengri
tíma, en hins vegar að draga
umtalsvert úr starfsemi spítalans.
Sjúkrahúsið á Siglufirði
„Við fengum tvær og hálfa millj-
ón fyrir sjúkrahúsið. Samkvæmt
því þurfum við að skera niður um
4,2 milljónir," sagði Jón Sigur-
björnsson, framkvæmdastjóri
Sjúkahússins á Siglufirði
Jón segir að fylgt verði tillög-
um, sem forsvarsmenn sjúkra-
hússins hafi gert til heilbrigðis-
fræðslufund um uppgræðslu.
Hún sagði fundinn hafa verið
mjög góðan og fróðlegan. Rætt
var um friðun og uppgræðslu
Kinnarfells við Skjálfandafljót,
en Skógræktarfélag Ljósvetninga
vinnur að málinu, sem Hólmfríð-
ur sagði að væri áhugavert verk-
efni.
Einnig var rætt um uppgræðslu
Hólasands, sem er milli Reykja-
við Eyjafjörð sem haldin verður
á Fiðlaranum á Akureyri. Allir
stuðningsmenn Alþýðubanda-
lagsins og gestir þeirra eru vel-
komnir með húsrúm leyfir.
(Fréttatilkynning)
Eyjaíjörðiir:
Starf bygginga-
fulltrúa auglýst
Héraðsnefnd Eyjafjarðar hef-
ur ákveðið að auglýsa lausa til
umsóknar stöðu byggingafull-
trúa Eyjafjarðar.
Sigtryggur Stefánsson, fyrrver-
andi byggingafulltrúi, lést á síð-
asta ári og síðan hefur Jósavin
Gunnarsson gegnt starfinu. óþh
ráðuneytisins um sparnað, en
samkvæmt þeim sé allt kapp lagt
á að ekki þurfi að skerða þjón-
ustu.
Niðurskurður framlaga til
heilsugæslustöðvarinnar á Siglu-
firði nam 600 þúsundum, en
helmingur þeirrar upphæðar
fékkst til baka.
„Auðvitað tekur þess niður-
skurður á, en það er fyrst og
fremst fyrir velvilja starfsfólksins
sem þetta vonandi gengur upp.
Við stefnum á það að vera innan
fjárlaga,“ sagði Jón.
Sjúkrahúsið á Húsavík
Forsvarsmönnum Sjúkrahússins
á Húsavík var gert að leita leiða
til að spara 13,2 milljónir á þessu
ári. Samkvæmt ákvörðun fjár-
veitingavaldsins fær það samtals
4 milljónir króna til baka, 2,5
milljónir til sjúkrahússins og 1,5
milljón króna til heilsugæslu-
stöðvarinnar.
Ólafur Erlendsson, fram-
kvæmdastjóri, sagðist í gær ekki
vera búinn að fá tilkynningu frá
heilbrigðisráðuneytinu um hlut
Sjúkrahússins á Húsavík og því
gæti hann ekki tjáð sig um málið.
óþh/SBG
hverfis og Mývatnssveitar. „Þetta
eru bara svo geigvænlega stór
svæði í sýslunni sem eru svo illa
farin og nauðsynlegt er að græða.
Svo er náttúrlega alltaf komið að
því sama, peningaleysinu. Það
voru gerðar tilraunir í sumar og
lúpínu sáð, í samráði við Land-
græðslu ríkisins. Það er kannski
möguleiki að hægt sé að taka
svona stór svæði fyrir og sá í þau
með þeirri tækni sem er komin
til. Og ekki síst í samvinnu við
áhugamannahópa sem vilja beina
kröftum sínum að því að græða
upp stór svæði. Það kom fram á
fundinum að það eru miklir
möguleikar fyrir hendi,“ sagði
Hólmfríður. Hún sagðist hafa
heimildir fyrir því að á Hólasandi
hefðu fundist gamlar kolagrafir,
svo hann hefði einhvern tíma
verið skógi vaxinn og gaman væri
að geta séð slíkt á ný.
Hólmfríður sagði að t.d. væri
ótrúlega mikið búið að græða
upp ofan við þorpið í Mývatns-
sveit með því að dreifa þar úr-
gangi úr görðum.
Um 40-50 manns sóttu fundinn
að Ýdölum og miklar umræður
urðu að framsöguræðum
loknum, fjöldi fyrirspurna barst
og velt var upp ýmsum hliðum á
málunum. Það kom t.d. fram að
verið væri að athuga með nýjar
landgræðsluplöntur sem falla bet-
ur að íslensku landslagi en lúpín-
an.
„Austurhlulinn af Hólasandi
er í mikilli fokhættu. Þar stóð til
að Landgræðslan girti, en það er
hætt við að ekki verði af því í
sumar. Sumir eru þó farnir að
gæla við þá hugmynd að áhuga-
menn geti girt eitthvað af þessu
sjálfir ef þeir taka sig saman. Við
vorum mjög ánægð að Búnaðar-
sambandið skyldi standa að fund-
inum með okkur, en það er ekki
síður hagur fyrir bændurna að
græða Iandið,“ sagði Hólmfríður.
IM
Skógræktarfélag Þingeyinga:
Það væri gaman að sjá Hólasand skógivaxiim á ný
- segir Hólmfríður Pétursdóttir, formaður félagsins
eftir Ýdalafundinn um uppgræðslu örfoka lands
Dvalarheimilið Hvammur á Húsavík:
Viðbygging með nítján íbúðum
- framkvæmdaleyfi hefur verið veitt
gangi og reiknað með að hægt
verði að bjóða það út í maí og
hefja síðan framkvæmdir í júní.
IM
Alþýðubandalagsdagar á
Akurevri og í Eyjafirði