Dagur - 26.02.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. febrúar 1992 - DAGUR - 5
Fundur Stafnbúa um eignarhaldið á fiskinum í sjónum:
Hvaðan komu Bergi-Hugimi 250 mflljónimar?
- Styrmir Gunnarsson líkir sægreifunum við Sameinaða verktaka en Hannes Hólmsteinn
segir að útgerðarmenn taki ekki neitt frá neinum
Snjólfur Ólafsson í ræðustóli. Aðrir á myndinni frá vinstri: Helgi Þorsteins-
son fundarstjóri, Hannes Hólmsteinn, Valdimar Bragason og fjærstur er
Styrmir Gunnarsson. Mynd: -ph
Það urðu fjörugar umræður á
fundi Stafnbúa, félags sjávar-
útvegsnema í Háskólanum á
Akureyri, sl. laugardag. Fund-
urinn fór fram í Víkurröst á
Dalvík og var fjölsóttur. Þar
fengu menn að upplifa
flokksbræðut úr Sjálfstæðis-
flokki takast á um fiskveiði-
stefnuna og heyrðu akureyrsk-
an útgerðarmann mæla með
því að Olafur G. Einarsson
beitti íslenska menntamenn
sömu aðferðum og Maó hinn
kínverski gerði við þarlenda
kollega þeirra.
Eins og fram kom í blaðinu í
gær voru frummælendur fjórir,
þrfr að sunnan og heimamaður-
inn Valdimar Bragason, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Dalvíkinga. Fundurinn hófst kl.
13.30 og að loknum framsöguer-
indum gaf fundarstjórinn, Helgi
Porsteinsson bæjarritari á
Dalvík, orðið frjálst. Svo eftir-
sótt var orðið að umræðurnar
stóðu til klukkan að ganga sjö.
Frummælendurnir fjórir höfðu
ekki færri en þrjár skoðanir á því
hvernig fara bæri með eignar-
haldið á fiskinum í sjónum.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Morgunblaðsins vildi leggja nið-
ur núverandi kvótakerfi og taka
upp auðlindagjald. Snjólfur
Ólafsson dósent við Háskóla
íslands vildi halda í kvótakerfið
með nokkrum lagfæringum og
bæta við það auðlindagjaldi. Þeir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
lektor við HÍ og Valdimar Braga-
son vildu báðir halda í núverandi
kvótakerfi en voru andvígir auð-
lindagjaldi. Að vísu höfðu þeir
hvor sinn háttinn á að nálgast þá
niðurstöðu, Valdimar talaði út
frá reynslu og hagsmunum
útgerðarmannsins en Hannes var
öllu fræðilegri og sagði að hinn
frjálsi markaður ætti að ráða því
hverjir væru best fallnir til að
veiða fisk, ríkið væri þar bara til
trafala.
Til hvers var barist?
Það voru þeir flokksbræður,
Styrmir og Hannes, sem harðast
deildu á þessum fundi, raunar
með innskoti frá Sve'rri Leóssyni
útgerðarmanni á Akureyri.
Styrmir hélt því fram að núver-
andi kvótakerfi með framsalsrétti
væri óréttlátt ríkisafskiptakerfi.
Hann hóf mál sitt á að líkja sam-
an tveimur málum sem hefðu
verið grundvallaratriði í utanrík-
ismálum, annars vegar utanríkis-
og varnarmál og hins vegar land-
helgismál.
„Við, sem skipuðum okkur í
sveit með málsvörum aðildar
íslands að Atlanshafsbandalag-
inu og varnarsamningsins við
Bandaríkin gerðum það af hug-
sjónaástæðum ... Við tókum ekki
þátt í þessari baráttu til þess, að
200 einstaklingar og SIS gætu
sankað að sér 6 milljörðum
króna. Við teljum það afskræm-
ingu og misnotkun á þeim hug-
sjónum, sem við gengum til liðs
við ... íslenska þjóðin stóð sam-
einuð í harðri baráttu fyrir
útfærslu fiskveiðilögsögunnar ...
íslenska þjóðin háði ekki þessa
baráttu, fullhugar Landhelgis-
gæslunnar hættu ekki lífi sínu í
þessari baráttu, til þess eins að
afhenda fámennum hópi útgerð-
armanna þessa auðlind til eignar
rúmum áratug síðar og það
endurgjaldslaust.“
Mesta eignatilfærsla
sögunnar
Síðar í ræðu sinni sagði Styrmir
að þessi gjöf til útgerðarmann-
anna væri „ekkert annað en stór-
felldasti ríkisstyrkur í saman-
lagðri útgerðarsögu íslendinga.
Hvaðan komu útgerðarfélaginu
Bergi-Huginn í Vestmannaeyjum
þau verðmæti, sem þetta fyrir-
tæki seldi Útgerðarfélagi Akur-
eyringa fyrir 250 milljónir króna í
desember? Frá ríkinu. Hvað
borgaði Bergur-Huginn fyrir
þessi verðmæti... Ekki krónu,
I ekki einseyring. Hvað er þetta
annað en styrkur?" Styrmir benti
einnig á að aðrir sem hlut ættu að
máli, svo sem sjómenn og fisk-
verkunarfólk í Eyjum, hefðu
ekki fengið neitt út úr þessari
kvótasölu nema atvinnumissi sem
stafar af minnkandi kvóta í Eyj-
um.
„Þá er sagt,“ sagði Styrmir
ennfremur, „að gagnrýni á kvóta-
kerfið sé árás á landsbyggðina og
að þeir, sem mæla með einhvers
konar gjaldtöku fyrir réttinn til
þess að veiða fiskinn vilji leggja
sérstakan skatt á landsbyggðina.
Ég spyr ykkur: er hægt að hugsa
sér meiri skatt á Vestmannaeyjar
en að taka frá Vestmannaeying-
um réttinn til þess að veiða og
vinna 1600 tonn af þorski? ... Það
má deila um það hvort núverandi
kvótakerfi er mesta eignatilfærsla
I frá upphafi íslandsbyggðar eða
frá siðaskiptum. Um hitt verður
ekki deilt, að þetta er ein mesta
eignatilfærsla í sögu þessarar
þjóðar.“
Um talsmenn kvótakerfisins
sagði Styrmir að þeir hefðu lagt
til hliðar allar röksemdir nema
eina: „þeir segja, að kvótakerfið
sé nauðsynlegt til þess að koma á
nauðsynlegri hagræðingu í
útgerð. ... í fyrrakvöld lýsti for-
maður Landssambands ísl.
útvegsmanna yfir því í sjónvarps-
viðtali, að útgerðin væri svo illa
stödd, að annað hvort yrði að
lækka laun í landinu eða grípa til
annarra aðgerða, sem mundu
hafa í för með sér kjaraskerðingu
... Þetta þýðir að þjóðin á að
afhenda útgerðarfyrirtækjunum
milljarða og aftur milljarða til
þess að þeir geti hagrætt. En til
viðbótar eiga launamenn nú að
taka á sig launalækkun til þess að
meðaltalsútgerðin geti borið sig.“
Sex markmið Snjólfs
Greinilegt var að ræða Styrmis
hafði mikil áhrif á fundarmenn
því margir urðu til þess að spyrja
hann frekar út úr í umræðunum.
En fyrst er að geta málflutnings
annarra frummælenda. Snjólfur
Ólafsson hefur unnið að því á
vegum viðskiptadeildar HÍ að
móta fiskveiðistefnu og skýrði
hann niðurstöður sínar út á fund-
inum. Hann lýsti sex markmiðum
sem slík stefna yrði að nálgast: 1.
Fiskveiðiarðurinn verði sem
mestur. 2. Allir íslendingar njóti
afraksturs af auðlindum hafsins,
en þeir sem hafa verið mjög háðir
þeim, og eru það, njóti afrakst-
ursins í ríkari mæli en aðrir. 3.
Rekstrarumhverfi sjávarútvegs
sé sambærilegt við rekstrarum-
hverfi annars atvinnurekstrar í
landinu og sem best. 4. Tekjuöfl-
un ríkisins sé réttlát og hagkvæm.
5. Frelsi einstaklinga og fyrir-
tækja sé sem mest. 6. Breytingar
frá núgildandi kerfi skapi sem
minnst vandkvæði.
Varðandi fyrsta markmiðið
sagði Snjólfur að hann kæmi ekki
auga á aðra leið til þess að
minnka afköst og auka afrakstur
flotans og vinnslunnar en þá að
fækka útgerðarstöðum. Það vildi
hann ekki nefna byggðaröskun
heldur byggðaþróun sem hann
sagði nauðsynlegt að menn
horfðust í augu við. Til þess að
nálgast annað markmiðið þarf að
koma á auðlindagjaldi sem ríkis-
sjóður innheimti og ráðstafaði að
hluta til þess að jafna rekstrar-
skilyrðin. Þar mætti líka hugsa
sér styrki til að auðvelda fólki að
flytja milli staða, t.d. á þá lund að
ríkið keypti húseignir þeirra.
Hann sagðist telja auðlindagjald
réttlátari skattlagningu en virðis-
aukaskatt og tekjuskatt enda
myndu slíkir skattar lækka með
gildistöku auðlindagjaldsins.
Hættið gjaldtöku-
kjaftæðinu
Valdimar var eindregið fylgjandi
núverandi kvótakerfi sem hann
sagði skapa góða möguleika á
hagræðingu, aðrir kostir sem
nefndir hefðu verið væru allir
lakari. Hann neitaði því að fyrir-
tæki í sjávarútvegi hefðu tekið of
mikið til sín, þvert á móti hefði
greinin skilað of miklu til baka til
þjóðfélagsins, enda væru nú sex
af hverjum tíu fyrirtækjum á
gjaldþrotabraut. Vissulega væru
til illa rekin fyrirtæki í sjávarút-
vegi og einnig væru brotalamir á
núverandi kerfi. En eins og stað-
an væri nú „væri ekki úr vegi, að
þjóðin sameinaðist um að styrkja
höfuðatvinnugrein sína“ sem ætti
í erfiðri samkeppni við ríkis-
styrktan sjávarútveg í öðrum
löndum, „t.d. með því að leggja
af kröfu og mér liggur við að
segja kjaftæði um auðlindaskatt
eða veiðileyfagjald. ... Við skul-
um ekki kasta þessari viðspyrnu
fyrir róða og sökkva okkur í fen
hagfræðilega rangrar og félags-
lega hættulegrar kröfu um skatt-
heimtu undir því yfirskini að ver-
ið sé að jafna aðstöðu atvinnu-
greina og lífskjör fólks í landinu.
Slíkt mundi þvert á móti rýra lífs-
kjör allra..."
Þjóðin á fiskinn,
ekki ríkið
Síðastur frummælenda talaði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
og flaug víða eins og honum ein-
um er lagið. Hann færði þrjár
höfuðröksemdir fyrir stuðningi
sínum við kvótakerfið. Það væri í
fyrsta lagi hagkvæmt, í öðru lagi
réttlátt og í þriðja lagi væri engin
önnur leið til. Varðandi hag-
kvæmnina sagði hann að í núver-
andi kerfi keyptu aflaklærnar
fiskifælurnar út úr greininni,
skipum fækkaði og kvóti flyttist á
þá staði og þau fyrirtæki þar sem
hann nýtist best. Hins vegar væru
gallar á núverandi kerfi og þeir
helstir að kvótarnir væru bundnir
við skip, að kerfið væri ekki
altækt, þe. enn væru leyfðar
krókaveiðar utan kvóta, og að
öryggið væri ekki nógu mikið
vegna þess að reglur væru óskýr-
ar. Af þessum sökunt gengi hag-
ræðing ekki eins fljótt fyrir sig og
ella.
Varðandi auðlindagjald vildi
hann svara Styrmi þannig að 250
milljónirnar sem Bergur-Huginn
fékk fyrir kvótann væru ekki
teknar frá neinum heldur hefðu
þær orðið til fyrir sparnað og hag-
ræðingu. Það væri nefnilega að
verða til nýr arður í sjávarútvegi
og hann byggðist ekki á tapi ann-
arra. Villan í málflutningi þeirra
sem aðhylltust auðlindagjald væri
sú að í þeirra augum væri það
ekki þjóðin sem ætti fiskinn held-
ur ríkið. Reynslan af ráðstöfun
ríkisvaldsins á fjármunum væri
hins vegar ekki j)að góð að hún
réttlætti aukna skattheimtu.
Lærisveinn Maós
formanns
Að framsöguerindum loknum
hófust umræður. í þeim voru
frummælendur raunar lengst af í
ræðustóli, en allmargir lögðu
fram fyrirspurnir til þeirra eða
vörpuðu fram stuttum athuga-
semdum. Hér er því miður ekki
rúm til að tíunda þær umræður
eins og skyldi en einn rnaður
verður þó að fá pláss hér, enda sá
óbreyttra fundarmanna sem
lengst staldraði við í ræðustóli.
Sverrir Leósson var heldur
óhress með málflutning þeirra
Styrmis og Snjólfs. Hann sagðist
ekki hafa átt von á að heyra frá
Styrmi að nauðsynlegt væri að
setja á veiðileyfagjald en svo
brygðust krosstré sem önnur tré.
Hann sagðist vita að ekkert kerfi
væri fullkomið, heldur ekki
kvótakerfið, en að gjaldtaka af
sjávarútvegi væri slæm fyrir
landsbyggðina. Enda væri
umræðum um hana stjórnað af
hámenntuðum mönnum sem
hefðu ekki lifað með fólkinu úti í
sjávarplássunum. Þess vegna
legði hann til við menntamála-
ráðherra að hann skikkaði þessa
menn til þess að verja ákveðnum
tíma úti á meðal fólksins. Þegar
honum var bent á að þetta hefði
verið reynt austur í Kína brá
hann ekki svip heldur sagði að
það væri ekki verra að læra af
Kínverjum.
Þess má svo geta í lokin að
þessi fundur á Dalvík var sá síð-
asti í röð funda um mótun sjávar-
útvegsstefnu sem Stafnbúi hefur
efnt til á jafnmörgum stöðum á
Norðurlandi. Lokahnykkurinn í
þessari hrinu verður eins dags
ráðstefna sem haldin verður á
Akureyri 14. mars nk. -ÞH
Sjávarréttakvöld
Sjávarréttakvöld
28.-29. feb.
tUÍÍLC
í veislusal
Greifans
„STÁSSINU"
Glæsilegt hlaðborð með yfir 30 tegundum af
sjávarréttum bæði heitum og köldum réttum.
T.d.: Sniglar í blaðdeigspoka, innbökuð skelfiskkæfa,
grillaður smokkfiskur, kryddleginn fiskur, fyllt tindabykkja,
reyksoðinn fiskur, marinneraðar gellur, stórlúðusteikur
, og margt fleira.
Gestakokkur verður
hinn landskunni
Gunnar Páll
Rúnarsson,
yfirmatreiðslumaður
á veitingastaðnum
„Við tjörnina"
í Reykjavík.
Einstakt tækifæri til að njóta
sjávarrétta eins og þeir gerast bestir!
Munið að panta borð tímanlega, sími 26690.