Dagur - 26.02.1992, Side 11

Dagur - 26.02.1992, Side 11
Miðvikudagur 26. febrúar 1992 - DAGUR - 11 Iþróttir Jón Haukur Brynjólfsson Unglingamót Fimleikasambandsins: Akiireyringar heim með þrenn gullverðlaun Fjórar stúlkur frá Fimleikaráði Akureyrar tóku þátt í Ung- lingamóti Fimleikasambands íslands sem fram fór þann 15. febrúar sl. Stúlkurnar náðu góðum árangri, hrepptu þrenn gullverðlaun, ein silfurverð- laun og þrenn bronsverðlaun. Þá munaði aðeins hársbreidd að tvær stúlknanna næðu að tryggja sér þátttökurétt á Ung- lingameistaramóti íslands sem haldið var daginn eftir. Hulda Guðmundsdóttir, Mar- grét ísleifsdóttir og Sandra Hall- dórsdóttir kepptu í 4. þrepi í flokki 13-16 ára stúlkna. Hulda hlaut gullverðlaun í æfingum á tvíslá, hlaut 9,40 í einkunn, og bronsverðlaun í gólfæfingum, 8,75, og samanlögðu, 33,30. Sandra vann til gullverðlauna í stökki, fékk 9,25 einkunn. Mar- grét hlaut bronsverðlaun í stökki með einkunnina 9,05. Halla S. Bjarklind keppti í 4. þrepi 11-12 ára stúlkna og hlaut gullverðlaun í æfingum á tvíslá með 9,15 í einkunn og silfurverð- laun í stökki með 9,00. Halla S. Bjarklind vann til silfur- verðlauna. Mynd: jhb Til að fá að keppa á Unglinga- meistaramótinu þurftu keppend- ur að fá 33,50 eða meira í saman- lögðu og voru þær Hulda og Halla nálægt því. Hulda hlaut 33,30 og vantaði því 0,20 og Halla hlaut 33,25 og vantaði 0,25. Körfuknattleikur, drengjaflokkur: Haukar upp í A-riðil á besta stigahlutfaUinu Um síðustu helgi fór fram á Akureyri þriðja og síðasta umferð í B-riðli Islandsmótsins í drengjaflokki, 16-17 ára, í körfuknattleik. Sex lið leiddu saman hesta sína og urðu þrjú lið jöfn í efsta sæti, Haukar, ÍA og Þór en Haukar höfðu hagstæðasta stigahlutfallið og komust því upp í A-riðil. Þessi þrjú lið unnu alla leiki sína nema einn. Þór tapaði fyrir ÍA, ÍA fyrir Haukum og Haukar fyrir Þór. Leikirnir fóru fram í íþrótta- húsi Glerárskóla föstudag, laug- ardag og sunnudag. Úrslit urðu þessi: ÍA-Snæfell Þór-Skallagrímur 73:49 (37:17) 81:61 (37:32) UMFN-Haukar Snæfell-Þór Haukar-ÍA UMFN-Skallagrímur Þór-Haukar Skallagr.-Snæfell ÍA-UMFN Haukar-Skallagr. Þór-ÍA UMFN-Snæfell Skallagrímur-ÍA Snæfell-Haukar Þór-UMFN Lokastaðan: Haukar ÍA Þór Snæfell UMFN Skallagrímur 43:66 (17:35) 57:87 (22:40) 65:52 (27:34) 53:52 (24:27) 48:46 (21:31) 41:57 (23:28) 63:43 (39:21) 80:42 (40:22) 47:67 (18:35) 59:64 (23:38) 49:67 (24:32) 57:80 (32:48) 2:0 5 4-1 337:239 8 5 4-1 322:253 8 5 4-1 265:231 8 5 2-3 284:340 4 5 1-4 198:247 2 5 0-5 245:338 0 Skíðamót íslands: Akureyri verður til vara - ef snjólaust verður í Ólafsfirði og á Dalvík Á fundi stjórnar Skíðasam- bands íslands á mánudags- kvöldið var ákveðið að Akur- eyri yrði varastaður fyrir Skíðamót íslands sem fram á að fara á Dalvík og í Ólafs- firði í byrjun apríl. Eins og Dagur skýrði frá í síðustu viku hafa vaknað verulegar áhyggjur vegna snjóleysis á væntanlegum mótsstöðum og því þótti Ijóst að hafa yrði annan stað til vara ef ekki rættist úr veðurfarinu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær mótið verður fært ef af verður. Sigurður Einarsson, formað- ur Skíðasambands íslands, sagði í samtali við Dag að ákveðið hefði verið að hafa Akureyri til vara þannig að mótið færi ekki úr héraðinu ef þyrfti að færa það. Sagði hann að Akureyringar væru reyndar ekki búnir að gefa svar um hvort þeir vildu fá mótið en reiknaði fastlega mcð að það yrði jákvætt. Sigurður var spurður hvort ekki væri hæpið að velja Akur- eyri sem varastað þar sem ástandið hefði verið svipað þar í vetur og bærinn það stutt frá Ólafsfirði og Dalvík að búast mætti við svipuðu tíðarfari á þeim slóðum. „Nei, skíðasvæðið þar stend- ur hærra en á Dalvík og í Ólafs- firði. Við ætlum a.m.k. að bíða með að velja annan varastað og vonum að þetta gangi upp svona.“ Sigurður sagði að ákveðið yrði í þessari viku hversu lengi yrði beðið með að færa mótið. „í reglugerð er talað urn viku en þá er átt-við bikarmót þannig að fresturinn veröur eitthvað lengri. Ég myndi halda að hann ætti að vera svona 10-14 dagar,“ sagði Sigurður Einarsson. Knattspyrna: Landsliðið til Dubai Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í ferð landsliðsins til Dubai 28. febrúar til 5. mars nk. Leiknir verða tveir leikir, gegn A-landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna og U- 19 liði sama ríkis. Leikurinn gegn A-landsliðinu verður mánudaginn 2. mars en leikurinn gegn U-19 liðinu dag- inn eftir. Engir atvinnumenn eru í íslenska landsliðshópnum sem er þannig skipaður: Markverðir: Birkir Kristinsson Fram Friðrik Friðriksson ÍBV Tveir leikir í gærkvöldi Norðlendingar voru í eldlínunni í gær á tveimur vígstöðum þ.e. á Selfossi og Sauðárkróki. Fyrstu- deildarlið KA í handknattleik lék við Selfoss og Tindastóll og KR léku í úrvalsdeildinni í körfu- bolta. Nánar verður greint frá leikjunum í fimmtudagsblaði. Varnarmenn: Kristinn R. Jónsson Fram Einar Páll Tómasson Val Arnar Grétarsson UBK Þormóður Helgason KR Andri Marteinsson FH Atli Helgason Víkingi Rúnar Kristinsson KR Ólafur Kristjánsson FH Miðvallarleikmenn: Sóknarmenn: Baldur Bjarnason Fram Atli Einarsson Víkingi Baldur Bragason Val Grétar Einarsson FH Valur Valsson UBK Tómas Ingi Tómasson ÍBV Aðalfundur H.S.S.A. verður haldinn mánudagskvöldið 9. mars kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Stjórnin. Opið hús fyrir aldraða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju alla fimmtu- daga kl. 15-17. Fimmtudaginn 27. febrúar veröur dagskrá þessi: Málfríður Sigurðardóttir segir sögu. Örn Birgisson syngur einsöng. Áskell Jónsson stjórnar fjöldasöng. Veitingar seldar á vægu veröi. Allt eldra fólk og fylgdarlið þess velkomið. Undirbúningsnefndin. Um síðustu helgi var haldið fyrsta skíðagöngumót á Norðurlandi í ár en þá fór fram svokallað Tröllaskagamót á Kleifum í Oláfsfirði. Hér sést Haukur Sigurðsson ræsa út keppendur í flokkum 12 ára og yngri. Mynd: h.bi. Hentugt verslunarhúsnæði er til leigu nú þegar í Hafnarstræti 20, Akureyri. Upplýsingar gefur aðalfulltrúi, Sigurður Jóhannes- son, en upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Kaupfélag Eyfirðinga

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.