Dagur


Dagur - 19.03.1992, Qupperneq 1

Dagur - 19.03.1992, Qupperneq 1
75. árgangur Akureyri, fimmtudagur 19. mars 1992 55. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Húsavík: Kolbeinsey fékk 80 tonn af ufsa á 12 tímum Kolbeinsey ÞH-10 kom til heimahafnar á Húsavík með 155 tonn á þriðjudag, eftir viku veiðiferð. Uppistaða aflans var ufsi og fékk skipið 80 tonn af ufsa á 12 tímum. í lokin sprakk trollið er skipverjar náðu 30-40 tonna hali. Kolbeinsey lét reka meðan skipverjar luku við að gera að aflanum, en þeir stóðu alls 26 tíma við aðgerð áður en skipið lagðist að bryggju. Skipstjóri á Kolbeinsey er Kísiliðjan: Eldur laus í rafinagnstöflu - tveggja vikna framleiðslustöðvun Vinnsla stöðvaðist í Kísil- iðjunni hf. í Mývatnssveit sl. sunnudag er skammhlaup varð í rofa og eldur laus í töfluherbergi fyrirtækisins. Starfsmenn rufu strauminn og við það slokknaði eldur- inn, skemmdir urðu tölu- verðar en engin slys á mönnum. „Það rofar til í þcssu,1* sagði Róbert B. Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, aðspurður um afleiðingar brunans. Hann reiknar með að framleiðsla stöðvist í tvær vikur eða jafnvel lengur. Kísil- iðjan stöðvar mjög sjaldan vélabúnað sinn og þar er unn- ið allan sólarhringinn svo til árið um kring. Tjónið sem bruninn olli hef- ur ekki verið metið. Róbert sagði að stoppið kæmi sér illa fyrir Kísiliðjuna en hún væri þokkalega stödd hvað birgðir varðaði og ætti að geta þjónað sínum viðskiptavinum. Róbert tekur við stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ 1. maí nk. en Friðrik Sigurðsson við stöðu framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar. Aðalfundur Kísiliðjunnar verður haldinn 30. apríl. IM Benjamín Antonsson. Kolbeinsey heldur á karfaveið- ar og siglir með afla sinn eftir næstu veiðiferð, og mun væntan- lega landa í Bremerhaven 9. eða 10. apríl. Aðalfundur íshafs, útgerðar- fyrirtækis Kolbeinseyjar, verður haldinn 24. mars nk. Er þetta fyrsti aðalfundurinn hjá fyrir- tækunum þremur, íshafi, Höfða og Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, sem haldinn er í ár, en ákveðið hefur verið að hefja sameiginleg- an rekstur þeirra. Á aðalfundi íshafs verður því skipuð ný stjórn, sameiginleg fyrir fyrirtæk- in þrjú, og mun hún taka ákvarð- anir um framhaldið á rekstri þeirra. IM Komdu þér úr pollinum!!! Mynd: Golli Náttúrulækningafélag Akureyrar: Andvirði Sogns í Olfiisi mun renna til byggingar Kjamalundar - einstaklingur gefur 1,5 milljónir til byggingarinnar Á aöalfundi Náttúrulækninga- félags Akureyrar, sem haldinn var síðastliðið þriðjudagskvöld var tilkynnt um að einstakling- ur, sem ekki vill láta nafns síns getið, hafi ákveðið að gefa eina og hálfa milljón króna til byggingar Kjarnalundar. Á fundinum kom einnig fram að ef væntanleg sala á eignum Náttúrulækningafélags íslands á Sogni í Ölfusi verði að veru- leika þýði það gjörbyltingu fyr- ir framkvæmdir við Kjarna- lund á Akureyri þar sem veru- legum hluta söluverðmætisins verði þá væntanlega varið til uppbyggingar Kjarnalundar. Þá veitti fundurinn stjórn félagsins heimild til að kannað- ir verði möguleikar á stofnun hlutafélags um Kjarnalund í framtíðinni. Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Náttúrulækningafélags Akureyrar, sagði gleðilegt til þess að vita að enn væri til fólk sem væri reiðubúið að leggja stórar upphæðir fram því bygging Kjarnalundar væri að miklu leyti gerð fyrir framlög einstaklinga og félagasamtaka. Vilhjálmur Ingi sagði ennfremur að ef fyrirhuguð sala á eignum Náttúrulækninga- félags íslands á Sogni yrði að veruleika, sem allar líkur væru á, þá myndi hún skipta sköpum fyrir framkvæmdirnar í Kjarna- lundi. Gert væri ráð fyrir að sölu- verðmæti eignanna á Sogni sé á bilinu 30 til 40 milljónir króna. Trúlega verði einhverjum hluta þess ráðstafað til greiðslu skulda en þrátt fyrir það verði verulegur hluti þess eftir til ráðstöfunar fyr- ir bygginguna í Kjarnalundi. Mögulega geti þar verið um að ræða upphæð á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gefið fyrirheit um fjárframlag til Bæjarráð Siglufjarðar: Yfirstjóm og skrifstofu- hald SR verði á Siglufirði I athugasemdum sem bæjarráð Siglufjarðar hefur gert við frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um rekstur Síldar- verksmiðja ríkisins kemur m.a. fram það álit að nauðsyn- legt sé að í lögunum komi skýrt fram að heimilisfang SR verði á Siglufirði. í fyrirliggjandi frumvarpi um að breyta Síldarverksmiðjum ríkisins í hlutafélag er ekki gert ráð fyrir ákveðnu heimilisfangi SR, en í athugasemdum bæjar- ráðs Siglufjarðar kemur fram að eðlilegt sé að yfirstjórn og skrif- stofuhald SR verði á Siglufirði þar sem afkastamesta verksmiðja fyrirtækisins sé staðsett. í bókun bæjarráðs um frum- varpið kemur fram að samkvæmt gögnum sem bæjarráð hafi undir höndum virðist augljóst að niður- felling skulda að upphæð 500 milljónir króna nægi engan veg- inn til þess að gera hlutafélagið rekstrarhæft. Af þeim sökum sé nauðsynlegt að liggi ljóst fyrir hvert hlutafjárframlag ríkisins verði. „Við viljum auðvitað að tryggt verði að Síldarverksmiðjur ríkisins geti starfað í framtíðinni. Annars er engin ástæða tii þess að breyta rekstrarformi fyrir- tækisins,“ sagði Ólöf Kristjáns- dóttir, formaður bæjarráðs Siglu- fjarðar. óþh Kjarnalundar ef Náttúrulækn- ingafélaginu takist einnig að útvega fjármagn annarsstaðar frá. Vilhjálmur Ingi sagði að ef þessi mál gengju eftir á næstu dögum eins og búist væri við yrði hafist handa um að ræða við for- ráðamenn Akureyrarbæjar og kanna hvort bæjarfélagið myndi ekki standa við sín fyrri fyrirheit. Ef svo yrði væri búið að útvega fjármagn til að ljúka fram- kvæmdum við Kjarnalund að mestu og því mætti fara að horfa til þess að starfsemi hæfist þar. Aðalfundur félagsins veitti stjórn þess síðan heimild til þess að kanna hvort æskilegt væri að gera eignarhald Kjarnalundar að hlutafélagi í framtíðinni og gefa þannig fleiri aðilum kost á að vera með sem beinir eignaraðilar að þessum framkvæmdum. Vil- hjálmur Ingi sagði að fram til þessa hefði fjáröflun vegna fram- kvæmdannan byggst að miklu leyti á gjafafé en margt væri nú breytt í þjóðfélaginu síðan hafist var handa um byggingu Kjarna- lundar og því væri nú talinn kost- ur að stofna hlutafélag um þessa eign. Vilhjálmur Ingi sagði enn- fremur að í framhaldi af þessu yrði farið að kanna með rekstur Kjarnalundar og til að byrja með yrði haft samband við heilbrigðis- yfirvöld og læknafélög í Norður- landskjördæmi eystra og rek- straráætlun endurunnin í samráði við þessa aðila þannig að tryggt verði að verkefnin nýtist innan heilbrigðisgeirans á þessu svæði. ÞI „Leiðindaástand á loðnunni núna“ „Það er leiðindaástand á loðnunni núna. Hún veiöist bara et'tir hádegi á daginn, liggur á botninuni á morgn- ana og keinur upp yflr hádag- inn en hverfur þegar fer að dimma. Þannig hefur þetta verið síðustu daga,“ sagði Aðalgeir Bjarnason, skip- stjóri á loönuskipinu Björgu Jónsdóttur ÞH, í gær. Aðalgeir sagði aö veiðisvæöiö væri nú við Snæfellsnes. Greini- legt sé að loönan er komin í hrygningarástand og því hægi á veiðinni. Spurningiri sé hvort komi ný ganga upp að landinu vestan rnegin frá cn eftir tnæl- ingu á henni bættu fiski- fræðingar 50 þúsund tonnum við loönukvótann á dögunutn. „Ef þessi ganga kemur þá bætist hálfur mánuður víð í veiðinni. Viö höfum ekki enn orðið varir við hana en mér skilst að yfirleitt koiui hún allt í einu. Ef hún kemur þá verður það ábyggilega dálítið ntagn,“ sagðj Aðalgeir. Björg Jónsdóttir hefur aflað um 11 þúsund tonna á vertíð- inni og sagði Aðaigeir að skipiö ætti nú eftir af kvöta sem svarar 5 fullfermistúrum. Verði veður skaplegt og veiði hakiist næsta hálfa mántiðinn þá muni sá kvóti nást. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.