Dagur - 19.03.1992, Page 2

Dagur - 19.03.1992, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 19. mars 1992 Fréttir Reiðhöllin: Mikill emhugur á Norðlenskum hestadögum - fegurðardrottningin í söðli og tveir hestar á flugstökki með einn mann „Það er gífurleg samstaða og einhugur í öllum við undirbún- ing sýningarinnar. Ég spái því að þetta sé upphafið að öðru og meira samstarfi,“ sagði Baldvin Kr. Baldvinsson í gær, en þá var hann staddur í Reið- höllinni í Reykjavík við undir- búning Norðlenskra hestadaga, fjölbreyttrar sýningar sem þar verður haldin nk. fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnu- dag. Það eru hestamenn í Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjaiirði, Þingeyjarsýslum og Hólaskóla sem að sýningunni standa og ganga æfingar vel, að sögn Baldvins. Dagskrá sýninganna er fjöl- breytt. Hún hefst með fánareið norðlenskra hestamannafélaga og því að blásið er til leiks af Atla Guðlaugssyni trompetleikara. Allar þrjár sýningarnar hefjast kl. 20.30. í næsta atriði sýna nemendur frá Hólaskóla taumhringsvinnu sem Eyjólfur ísólfsson stjórnar. Síðan verða stóðhestar sýndir, þar á meðal Hjörtur frá Tjörn, eign Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga. Tölt- arar koma fram, þar á meðal þekktir hestar, Hausti og Fálki. Sex afkvæmi Elds 950 frá Stóra- Hofi verða sýnd. Hann er í eigu hrossaræktarsambandanna í Húnavatnssýslum. Unglingar frá Hestamannafé- laginu Létti á Akureyri koma fram á sýningu sem Kolbrún Kristjánsdóttir, æskulýðsfulltrúi FH, stjórnar. Síðan verður sýnd- ur þáttur úr þjóðsögum um sr. Magnús. Nemendur Hólaskóla sýna munsturreið. Kynbótahryss- ur í B-flokki verða sýndar. Atriði úr þjóðsögunum um sr. Odd frá Miklabæ verður sýnt. Þá er komið að hléi á dag- skránni og sýningargestum gefst kostur á að skoða iðnaðarvörur sem Norðlendingar hafa á boð- stólum í sýningarbásum. Hólanemendur munu síðan sýna hindrunarstökk sem Eyjólf- ur ísólfsson stjórnar. Kynbóta- hryssur í A-flokki koma fram, en Páll Bjarki stjórnar því atriði. Tveir glæsilegir töltarar af Norðurlandi eru næstir, en síðan ræktunarsýning frá Leifi í Keldu- dal. Síðan er munsturreið sem fjöldi hesta tekur þátt í. Nemendur Hólaskóla hafa skorað á einn fremsta hesta- íþróttakeppnismann landsins, Sigurbjörn Bárðarson, í einvígi um hæsta stökk á hesti. íþrótta- hestar verða kynntir undir stjórn Hermanns Ingasonar og fleiri. Fegurðardrottning Norður- lands, Pálína Halldórsdóttir, kemur fram ríðandi í söðli. Baldvin vildi taka það sérstak- lega fram að Pálína kæmi ekki fram á sundbol á sýningunni, eins og fram hefði komið í útvarps- umfjöllun. Húnvetnskur póstur heitir glæsilegt atriði úr Húna- vatnssýslu, sem felst í því að ísólfur Þórisson stendur samtímis á tveimur hestum sem hann hleypir á flugstökk. Næstur á dagskrá er sjálfur Djákninn á Myrká. Síðastur kemur glæsilegur hestur, Hrímn- ir frá Hrafnagili, eigandi og knapi er Björn frá Varmalæk. „Ég hef heyrt að Hrímnir hafi aldrei verið betri,“ sagði Baldvin. I lokin er sýningin blásin af og hún endar með mikilli blyssýningu. Aðgangur að sýningunni kost- ar 1000 krónur fyrir fullorðna en 500 krónur fyrir yngri en 12 ára. Flugleiðir bjóða helgarpakka frá Húsavík, Akureyri og Sauðár- króki í sambandi við sýninguna. IM Heildarafli fyrstu sex mánuði kvótaárs: saman um rúm 15 þúsund tonn - grálúðuveiðin hefur stóraukist Heildarafli fyrstu sex mánuði yfirstandandi fiskveiðiárs nem- ur 559.245 tonnum samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifé- lagi Islands. Eins og kunnugt er hófst fiskveiðiárið 1. sept- ember 1991 og stendur til 31. ágúst 1992. Sé litið til einstakra fiskteg- unda þá hefur þorskaflinn minnkað í ár sé miðað við sama tíma í fyrra. Þorskur hefur vart gefið sig á togslóð síðustu mán- uði og þorskaflinn minnkar á íslandsmiðum ár frá ári. Sjó- menn og útgerðarmenn jafnt sem fiskifræðingar hafa miklar áhyggjur vegna þessa. Frá 1. september 1991 til 29. febrúar 1992 bárust 99.582 tonn af þorski á land en 1. september 1990 til 28. febrúar 1991 115.074 tonn. 125.381 tonn bárust hins vegar á land frá 1. september 1989 til 28. febrúar 1990. Ýsuaflinn hefur einnig dregist saman. Atján þúsund og eitt hundrað tonn voru komin á land Föstudagur: Hinir geðþekku gleðigjafar Sniglabandið í sínu allra besta formi Ath! Nýr rótari - Miðaverð kr. 1.000 Laugardagur: Skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit Nú mæta allir! Guðmundur Hjálmarsson heiðursgestur kvöldsins Miðaverð kr. 1.000 Fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld: Ingvar Grétarsson n_rtU ^ í bænurí' Fimmtudagur: Happy hour kl. 21.30-22.30 Snyrtilegur klæðnaður Borðapantanir I síma 24199 BesW 29. febrúar en á sama tíma í fyrra voru tonnin 31.663. Svipað er að segja um ufsann og þorskinn og ýsuna, en karfa- veiðin er á sömu nótum og í fyrra. Grálúðuveiðin hefur gefið mun betur í ár en í fyrra, enda hefur sókn í grálúðu stóraukist, sem er afleiðing þess að illa hefur gengið með þorskinn. Sé litið á samanlagðar aflatölur bolfisks þá eru á kvótaárinu nú komin 228.070 tonn á land. Við- hlítandi tala frá í fyrra er 245.805 tonn. Árið áður var hún 343.822. Síldveiðar hafa gengið betur í ár en í fyrra. í lok febrúar voru 92.744 tonn komin á land á móti 90.331 tonnum í fyrra. Loðnu- veiðin hefur gengið mun betur sem alþjóð veit. Um síðustu mánaðamót var aflinn 418.833 tonn, en í byrjun mars í fyrra 222.353 tonn. Rækjuaflinn hefur einnig aukist, en hörpuskelsveið- in dregist saman. í lok febrúar 1990 var heildar- afli íslendinga 913.873 tonn eftir hálfs árs úthald. í fyrra í byrjun mars var hann 577.462 tonn, en þar munaði mestu um að loðnu- veiðarnar brugðust. í ár hefur loðnan aftur komið inn í aflatölur Sérkjarasamningur á Blönduósi: Samþykktur af báðum aðilum Sérkjarasamningur á milli Verkalýðsfélags Austur-Húna- vatnssýslu og Blönduósbæjar, sem undirritaður var með fyrirvara í síðustu viku, hefur verið samþykktur bæði af bæjarstjórn og verkalýðsfé- lagi. Fyrirhuguðu framhaldi á verkfallsaðgerðum á Ieik- skólanum Barnabæ hefur því verið aflýst. „Ég er nokkuð ánægður með þennan samning, en hann hefur í för með sér um 7% meðaltals hækkun á launum hjá starfs- mönnum bæjarins í A- og B- launaflokkum. Byrjendalaun í A-flokki hækka t.d. úr 46 þús. krónum í nær 54 þús. krónur og það eru náttúrlega lægstu launin sem við erum alltaf að berjast fyrir að hækki,“ segir Valdimar Guðmannsson, formaður Verka- lýðsfélags Austur-Húnavatns- sýslu. Valdimar segir að auk þess sem beinar launagreiðslur hækki, verði smávægilegar breytingar varðandi orlof starfsmanna og fatapeninga. Hann segist persónu- lega ennþá ekki vera ánægður, en miðað við sérkjarasamning hafi ekki verið hægt að vænta þess að ná mikið lengra. SBG í auknu mæli og heildaraflinn er því 759.245 tonn. ój ■ í bókun bæjarráðs frá 12. febrúar er lýst yfir ánægju með núverandi þjónustu sérleyfis áætlunarbifreiða til og frá Siglufirði og óskað eindregið eftir því að núverandi sérleyf- ishafar haldi sínum sérleyfum við endurúthlutun þeirra. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði Magnúsar Eiríkssonar í áhorfendapalla í íþröttahús. Tilboð hans var lægst fimm tilboða í verkið og hljóðaði upp á 487.920 kr., sem er 65,4% af 746.385 kr. kostnaðaráætlun. Aðrir sem gerðu tilboð eru Ólafur Kára- son, Hjálmar Jóhannesson, Sigurður Konraðsson og Berg hf. ■ Sóiveig Jónsdóttir hefur boðið Siglufjarðarbæ til sölu máíverk af Hvanneyri við Siglufjörð eftir Svein Þórarins- son. Bæjarráð fjallaði um erindið og þakkaði boðið en hafði ekki áhuga á kaupunum. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að nýta sér ekki forkaupsrétt að hlutafjáraukningu í Ferða- bæ. ■ Bæjarráð hefur hafnað erindi Framtaks hf. um bæjar- ábyrgð og er vísað til þess að samkvæmt sveitarstjórnarlög- um sé óheimilt að veita slíkar ábyrgðir. ■ Ekkert verður framkvæmt við Siglufjarðarhöfn í ár, en á árunum 1993 og 1994 gerir hafnarnefnd ráð fyrir að unnið verði við nýja viðlegukantinn, raflagnir, vatnslagnir og þekju, auk þess sem sett verði upp ljósamastur og löndunarkrani. Við innri höfnina verði stefnt að því að koma fyrir raflögnum og vatnslögnum. Einnig verði stefnt að því að fá dýpkun við nýja viðlegukantinn og breikka rennuna að innri höfninni. ■ Kristján Rögnvaldsson, hafnarvörður, hefur lagt til að nýja viðlegukantinum verði gefið nafnið Ingvarsbryggja t höfuðið á Ingvari Guðjóns- syni, útgerðarmanni. Hafnar- nefnd hefur samþykkt þessa nafngift. ■ Bygginga- og skipulags- nefnd hefur samþykkt erindi fþróttabandalags Siglufjarðar um Ieyfi til aö byggja kvist á austurhlið skemmunnar á Hóli, en ráðgert er að nota þá aðstöðu sem við þessa breyt- ingu skapast fyrir tímatöku á göngumótum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.