Dagur - 07.04.1992, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 7. apríl 1992
Fréttir
Sauðárkrókur:
Bæjarmála-
puiiktar
■ í kjölfar viðræðna við Bif-
reiðastjórafélagið Braut um
málefni leigubifreiða á Sauð-
árkróki hefur bæjarráð sam-
þykkt að óska eftir því við
samgöngumálaráðuneytið að
skipuð verði umsjónarnefnd
fólksbifreiða fyrir Sauðár-
krók.
■ Lagt hefur verið fram í
bæjarráði uppkast að kauptil-
boði í fasteignina Skagfirð-
ingabraut 21 (gömlu kjörbúð-
ina), sem er í eigu Kaupfélags
Skagfírðinga, vegna fyrirhug-
aðrar stjórnsýslumiðstöðvar á
Sauðárkróki. Eignarhlutföll í
uppkastinu eru: Byggðastofn-
un 40%, Sauðárkróksbær 30%
og Héraðsnefnd Skagfirðinga
30%. Kauptilboðið hljóðar
upp á 23,5 milljónir króna og
miðast við að eignin verði
afhent 1. maí nk. Bæjarráð
hefur falið bæjarstjóra að gera
kauptilboð f.h. bæjarins og
jafnframt að hefja lántöku því
viðvíkjandi.
■ Bæjarráð leggur til við
bæjarstjórn að svohljóðandi
tillaga varðandi stofnun kjör-
dæmissamtaka á Norðurlandi
vestra verði samþykkt:
„Bæjarstjórn Sauðárkróks
samþykkir að Sauðárkróksbær
taki þátt í stofnun nýrra lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra.“
■ Bæjarráð hefur falið bæjar-
stjóra að sækja um útlitsbreyt-
ingar á Gamla barnaskólanum
(Aðalgötu 2) til bygginga-
nefndar í framhaldi af greinar-
gerð Leifs Blumenstein um
endurbyggingu hússins.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt að úthluta Trésmiðjunni
Ási lóðum til byggingar rað-
húsa við Grenihlfð.
■ Félagsmálaráð hefur sam-
þykkt að fela Ungmennafélag-
inu Tindastóli umsjá 17. júní
hátíðarhaldanna í sumar.
■ íþróttaráð hefur samþykkt
fyrir sitt leyti umsókn Knatt-
spyrnudeildar Tindastóls um
afnot af íþróttahúsi dagana
19.-21. júní nk. undir iðn- og
vörusýningu.
■ íþróttaráð hefur samþykkt
að krefjast þess að þriggja-
mannanefnd, sem lagt hefur
fram tillögu að breyttu skipu-
lagi íþróttaráðs og félagsmála-
ráðs, leggi fram greinargerð
um breytingar á rekstri íþrótta-
mannvirkja og rökstyðji
hvernig hagnaður eða hagræð-
ing sé af þeim breytingum fyrir
Sauðárkróksbæ.
■ Atvinnumálanefnd hefur
samþykkt að formaður nefnd-
arinnar fundi með forsvars-
mönnum stærstu fyrirtækja
bæjarins til að ræða við þá um
atvinnumálin og gefi nefndinni
síðan skýrslu.
■ Félagsmálaráð hefur sam-
þykkt svohljóðandi ályktun
vegna frumvarps til laga um
málefni fatlaðra: „Til að
tryggja skilvirkni þjónustu við
fatlaða og að hún verði við
hæfi þeirra sem hennar njóta,
er nauðsynlegt að stjórnsýslu-
leg og fagleg umsjón þjónust-
unnar verði sem næst þeim er
á henni þurfa að hatda. Með’
lagasetningum er sífellt verið
að færa fleiri félagsleg verk-
efni og skyldur frá ríki til
sveitarfélaga og þar með auka
á fjárhagsbyrði þeirra. Til að
mæta þessari auknu byrði er
augljóst að nýir tekjustofnar
verða einnig að koma til.“
Skipverjar á Árbak taka inn trollið. M>'nd: ,,orscir Baidursson.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Árbakur EA með full-
fermi úr fyrstu veiðiferð
- Kaldbakur væntanlegur með fullfermi
Árbakur EA, togari Útgerðar-
félags Akureyringa hf., kom til
löndunar sl. sunnudag með
fullfermi, þ.e. 170 tonn.
„Togarinn reyndist vel í alla
staði í fyrstu veiðiferðinni,“
sagði Árni Ingólfsson, skip-
stjóri.
Togarar Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. hafa aflað nokkuð vel
að undanförnu. í síðustu viku var
unninn afli úr þremur togurum.
Harðbakur EA landaði 180 tonn-
um síðasta dag marsmánaðar.
Hrímbakur EA var næstur inn
með 158 tonn og þá Svalbakur
með 130 tonn. Afli togaranna var
blandaður. Hrímbakur EA er
farinn til veiða en ekki Svalbak-
ur. Togaranum er ætlað að vera
fyrstur- til löndunar eftir páskafrí
þannig að inniveran nú er óvana-
lega löng. Á sama hátt er Árbak
EA haldið lengur inni vegna
páskanna. Kaldbakur EA er
næstur til löndunar. Togarinn
kemur fyrr inn en ætlað var, þar
sem Sveinn Hjálmarsson, skip-
stjóri, og menn hans hafa fengið
góða veiði að undanförnu og eru
að fylla togarann. ój
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Ályktun um framhaldsskóla
í Þingeyjarsýslum
- liggur fyrir fundi í dag
Ráðstefna um skólamál verður
haldin á Húsavík 10. aprfl nk.
og hefst hún í Félagsheimilinu
kl. 13.30. Markmið ráðstefn-
unnar er að leggja drög að
skólastefnu sýslnanna fyrir
framhaldsskólastigið og sam-
ræma starf skólanna í hérað-
inu. Fyrir fundi Bæjarstjórnar
Húsavíkur, sem hefst kl. 16 í
dag í Félagsheimilinu, liggur
tillaga að ályktun um fram-
haldsskóla í Þingeyjarsýslum
sem borin er fram að Þorvaldi
Vestmann (D), forseta bæjar-
stjórnar og Stefáni Haraldssyni
(B), bæjarfulltrúa.
Tillagan er svohljóðandi:
„Bæjarstjórn Húsavíkur tekur
undir sameiginlega ályktun
skólanefnda framhaldsskólanna á
Laugum og á Húsavík frá 16.
janúar s.l. og hvetur til að nú
þegar verði teknar upp viðræður
milli sveitarstjórna á svæðinu um
heilstætt framhaldsskólaskipulag
í Þingeyjarsýslum. Hugsanlegur
samstarfsvettvangur gætu orðið
héraðsnefndir sýslanna.
Bæjarstjórn Húsavíkur undir-
strikar mikilvægi Framhaldsskól-
Amtsbókasafnið á Akureyri:
Heildarútláii jukust milli ára
ans á Húsavík fyrir sveitarfélag-
ið. Skólinn hefur nú verið starf-
ræktur í u.þ.b. 5 ár og ótvírætt
sannað gildi sitt. Húsavíkurbær
hefur með beinum og óbeinum
hætti unnið að uppbyggingu skól-
ans og ber þar hæst byggingu
Undarleg afmælisgjöf:
„Það kom svipur
á konumar“
- segir afmælisbarnið
Jónas Þór Sigurgeirsson, raf-
virki á Blönduósi, hélt upp á
þrítugsafmæli sitt um helgina.
Það er svo sem ekki í frásögur -
færandi, nema hvað vinnufé-
lagar hans í Blönduvirkjun
færðu honum lifandi grís í
tilefni dagsins.
„Þeir færðu mér stóran pakka
sem ég tók utan af á stofugólfinu
og mér brá heldur betur í brún
þegar ég sá hverskyns var, en
hafði náttúrlega gaman af þess-
um húmor og mun ábyggilega
aldrei gleyma þessari gjöf. Þetta
vakti einnig mikla lukku í veisl-
unni og það kom svipur á kon-
urnar þegar ég tók grísinn upp úr
kassanum,“ segir Jónas.
Að sögn Jónasar geymdi hann
grísinn, sem er tveggja mánaða
gamall, í bílskúrnum fyrstu nótt-
ina, en fór síðan með hann í fóst-
- yfir 106 þúsund bindi lánuð út í fyrra
Heildarútlán á bókum, hljóð-
bókum og myndböndum hjá
Amtsbókasafninu á Akureyri á
árinu 1991 voru 106.478 bindi
á móti 103.621 bindi árið 1990.
Útlán hafa þannig aukist um
2,75% milli ára eða um 2.875
bindi. Þá voru 4.010 bindi lán-
uð til skipa, skóla og stofnana
sem er aukning frá fyrra ári um
lánuð út.
Bókakassar fóru flestir á
togara Samherja, alls 1.174
bindi. Togarar Útgerðarfélags
Akureyringa fóru með 1.080
bindi á haf út og síðan kemur
Dvalarheimilið Hlíð með 368
bindi.
Myndbandaeign safnsins jókst
um 90 titla og á Amtsbókasafnið
nú 224 myndbönd. Alls voru
3.111 myndbönd leigð út á síð-
asta ári.
Skráðir gestir á lestrarsal voru
5.450 á móti 5.299 árið áður, eða
um 20 á dag til jafnaðar. Aðsókn-
in var mest í nóvember, eða 622
gestir og bókanotkunin á lestrar-
sal einnig mest í nóvembermán-
uði. SS |
ur í sveitina þaðan sem grísinn er
ættaður. Þar ætlar hann að
geyma afmælisgjöfina til hausts-
ins og fylgjast með vexti gríssins.
Þegar Dagur hafði samband
við Jónas í gær þar sem hann var
við störf uppi í Blönduvirkjun,
kvaðst hann fá lítinn frið fyrir
félögum sínum sem sífellt væru
að rýta á hann, en sagðist samt
kunna vel við þennan húmor.
SBG
Handverkskonur milli heiða:
Félag 66 kvenna undirbýr
markað að Fosshóli í sumar
825 bindi.
Þessar tölur koma fram í árs-
skýrslu Amtsbókasafnsins á
Akureyri 1991. Þar kemur einnig
fram að 72 lánþegar, aldraðir og
öryrkjar, nutu heimsendingar-
þjónustu, en félagar í Soroptim-
istaklúbbi Akureyrar annast út-
keyrslu á bókum einu sinni í
viku.
Flestir fengu lánaðar bækur á
safninu í janúarmánuði en þá
voru lánuð út 10.239 bindi. Lak-
asti mánuðurinn að þessu leyti
var júní þegar 6.376 bindi voru
„Handverkskonur milli heiða,“
kalla þær sig, 66 konur úr
þremur sveitarfélögum, Bárð-
ardal, Ljósavatnshreppi og
Fnjóskadal, sem ákveðið hafa
að setja upp markað á Fosshóli
á sumri komanda og selja þar
heimaunnar vörur og minja-
gripi.
„Við lítum á þetta sem tilraun,
en erum bjartsýnar. Við erum að
skapa okkur sjálfum vinnu en
erum ekki með neitt dútl. Kon-
urnar eru ákveðnar að bregðast
við samdrættinum með þessum
hætti. Dulið atvinnuleysi meðal
kvenna í sveitunum er mikið.
Þær hafa tíma aflögu á veturna
sem þeim er í raun nauðsynlegt
að nýta til tekjuöflunar,“ sagði
Jóhanna Rögvaldsdóttir, Stóru-
völlum, aðspurð um handverks-
hópinn. Auk hennar eru Hólm-
fríður Eiríksdóttir á Fosshóli og
Helga Erlingsdóttir í Landamóts-
seli upphafskonur að stofnun
hópsins. Þær efndu til funda í
febrúar í Bárðdælahreppi og
Ljósavatnshreppi og á þeim
fundum gengu 46 konur í félagið.
í ljós kom að konur í Fnjóskadal
höfðu áhuga á að vera með, og
eftir að þriðji fundurinn hafði
verið haldinn voru félagskonur
orðnar 66.
Svæðið er stórt og félagskonur
margar, en þær hafa skipt sér nið-
ur í fjóra vinnuhópa og koma
saman 1-2 í viku til að vinna fyrir
markaðinn, hver með sitt verk-
efni. „Við komum saman til að
efla andann, áhugann og hug-
myndaauðgina," sagði Jóhanna.
Handverkskonurnar hugsa sér
að setja upp söluvagn eða sölu-
tjald í sumar og sjá til hvernig
gengur áður en stokkið er út í
stórframkvæmdir. „Við ætlum að
fara varlega eins og kvenna er
siður. En við sáum tölur um að
þarna færu 2000 manns á dag um
í 75 daga, eða alls um 150 þúsund
ferðamenn yfir sumarið. Við höf-
um rætt um 10. júní sem opnun-
ardag markaðsins. Það er svo
gaman hvað áhuginn er mikill og
hvað konurnar eru fullar af eld-
móði,“ sagði Jóhanna. IM
Flskmlölun Nor&urtands ö Dalvík - Rskverð ó markaöl vikuna 29.034)4.041992
Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verð Meðalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti
Grálúða 82 60 81,69 1.541 125.878
Hlýri 30 30 30,00 334 10.020
Hrogn 118 114 115,97 1.151 133.484
Karfi 50 14 40,30 1.388 55.942
Lúöa 350 350 350,00 6 2.100
Rauðmagi 100 40 47,69 4.796 228.726
Skarkoli 50 50 50,00 92 4.600
Steinbítur 45 44 44,74 242 10.828
Ufsi 50 44 44,28 1.962 86.868
Ýsa 103 102 102,75 212 21.784
Þorskur 95 40 88,92 41.910 3.726.612
Þorskur, smár 79 46 73,33 5.525 405.151
Samtals 81,25 59.447 4.829.888
Dí«ur birtlr vikulega tóflu yfir flskverö hjá FisHmlölun Noföurlands á DaWk og grelnlr þar frá veróinu
sem fékkst I vtkunní é undan. Þetta er gert! Ijósi þess aö hlutverk fiskmarkaöa f verömyndun
fslenskra sjávarafurða hefur vaxiö hrööum skrefum og þvl sjálfsagt að gera lesendum Waöslns
kleift aö fylgjast meö þróun markaösverös á fiski hér á Noröurlandi.