Dagur - 07.04.1992, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 7. apríl 1992
Íþróttir
Rögnvaldur Ingþórsson.
Mynd: JHB
Rögnvaldur Ingþórsson:
„Ég er bara þokkalega
ánægður með árangurimf
„Ég er bara þokkalega ánægð-
ur með minn árangur. Mér
fannst ekki nógu gott að vera
svona langt á eftir Daníel í 15
km göngunni en er mjög
ánægður með sigurinn í hinum
greinunum,“ sagði skíðagöngu-
maðurinn Rögnvaldur Ing-
þórsson frá Akureyri.
Rögnvaldur vann nokkuð
öruggan sigur í 30 km göngunni.
Vilhelm Þorsteinsson:
Erfiður og leiðinglegur vetur
„Ég átti alveg eins von á að
vinna gull í samhliðasvigi.
Þetta er öðru vísi en aðrar
greinar, eins og brautin var
núna var þetta mitt á milli þess
að vera svig og stórsvig og það
þarf öðruvísi tækni. Svo er
maður ekki að keppa við
klukkuna heldur við annan við
hliðina,“ sagði Vilhelm Þor-
stcinsson frá Akureyri sem
sigraði í samhliða svigi og vann
þar með einu gullverðlaun
Akureyringa í alpagreinum.
Vilhelm sagði að aðalatriðið
væri að ná góðu „starti“ og vera
svo á undan allan tímann. „Mér
hefur gengið nokkuð vel í þessari
grein. Þetta er í sjötta sinn sem
ég keppi í samhliðasvigi á Lands-
móti og hef alltaf komist í fjög-
urra manna úrslit. Reyndar hef
ég alltaf verið í fjórða sæti þar til
núna svo það var kominn tími til
að gera eitthvað meira. Annars
er ég ekkert alltof ánægður með
árangurinn í heildina, fór á hlið-
ina í stórsviginu en kláraði og
hlekktist á í sviginu og endaði í
sjötta sæti. Ég tel að ég hafi átt
góða möguleika á að lenda í
þriðja sæti þar.“
Vilhelm sagði að veturinn
hefði verið erfður „og raunar
hundleiðinlegur. Ég sleit liðbönd
í ökkla í byrjun janúar og svo aft-
ur nokkrum vikum seinna. Ég
hef því lítið getað æft þar til fyrir
þremur vikum. Svo hefur snjó-
leysið spilað inn í hjá mér eins og
öðrum þannig að ég get kannski
verið sáttur við minn hlut,“ sagði
Vilhelm og bætti því við að hann
vildi koma á framfæri þökkum til
Skíðaráðs Akureyrar fyrir stuðn-
inginn og eins til kennara sinna í
Verkmenntaskólanum.
Vilhelm Þorsteinsson.
Mynd: Golli
„Ég náði Geira eftir svona 10 km
og búinn að taka þá af honum 30
sekúndur. Hann náði svo ekki að
hanga í mér eftir það. Ég er
nokkuð ánægður með hvernig ég
gekk á þessu móti, formið er
reyndar búið að vera á niðurleið
síðan eftir Ólympíuleikana, bæði
vegna þess að færið hefur verið
hálfleiðinlegt þar sem ég bý og
svo þurfti ég að vinna upp
tveggja mánaða prógramm íj
skólanum á tveimur vikum. Mérí
fannst ég samt vera í ágætu formi
um helgina.“
Rögnvaldur sagðist vera skráð-
ur í tvær keppnir úti í Svíþjóð um
næstu helgi en bjóst ekkert frekar
við að komast í þær vegna anna í
skólanum. Það yrðu þá síðustu
göngurnar hjá honum á tímabil-
inu. „Svo tekur bara við undir-
búningur fyrir nýtt keppnistíma-
bil, hlaup og sumaræfingar.“
Rögnvaldur var annar af þeim
sem keppti fyrir íslands hönd í
göngu á Ólympíuleikunum. Eins
og menn muna var frammistaða
íslendinga nokkuð gagnrýnd hér
heima og Rögnvaldur var spurð-
ur álits á gagnrýninni.
„Ég hef náttúrlega ekki séð
eða heyrt allt af því sem sagt var
eða skrifað það sem maður hefur
heyrt finnst mér hálffurðulegt.
Það var t.d. margoft haft sam-
band við okkur og það virtist
nokkuð sama hvað við sögðum,
það var oftast snúið einhvern
veginn út úr því. Hvað árangur-
inn varðar er alltaf spurning hvað
á að miða við. Það voru sett lág-
mörk af Ólympíunefnd og það er
engin spurning að við náðum
þeim og áttum því tvímælalaust
að fara. Ég er persónulega mjög
ánægður með árangurinn í 10 km
og 50 km göngunum. Mér finnst
t.d. ekki lélegt að vera 4 sekúnd-
um á eftir De Zolt í 10 km og
skjóta aftur fyrir sig Rússa,
Bandaríkjamanni, Kanadamanni
og Tékka. Þetta eru allt þjóðir
sem eru með margfalt fleiri
skíðamenn og margfalt meira
fjármagn til að undirbúa sín lið,“
sagði Rögnvaldur Ingþórsson.
Ásta S. Halldórsdóttir:
Æfingar og keppni
erlendis að skila sér
„Ég er auðvitað mjög ánægð
með árangurinn enda gekk allt
upp hjá mér,“ sagði Ásta S.
Halldórsdóttir sem vann allt
sem hægt var að vinna í alpa-
greinum kvenna.
„Ég ætlaði mér að vinna bæði
svigið og stórsvigið en lagði
minni áherslu á samhliðasyigið.
Það er svona meiri leikur en auð-
vitað var ekki verra að vinna það
líka. Ég er búinn að æfa mjög vel
í vetur og er í besta formi sem ég
hef nokkurn tíma verið í.“
Ásta sagði alls ekki hægt að
spá því hvort hún myndi endur-
taka leikinn á næsta Landsmóti.
„Þetta er svo fljótt að breytast og
svo margt sem spilar inní. Það
hefur sýnt sig margoft að þeir
sem fá tækifæri til að æfa og
keppa erlendis hafa strax forskot
á þá sem heima eru. Ég er búinn
að vera mikið úti í vetur og tel að
það sé að skila sér hér. Ég stefni
að því að vera alveg í Svíþjóð
næsta vetur og vona bara að það
gangi vel. En það verða fleiri
erlendis og eiga eftir að njóta
þess.“
Ásta verður meðal keppenda á
alþjóðlegu mótunum á næstunni
og stefnir að því að gera góða
hluti þar. „Það koma þarna
sterkir einstaklingar og maður
fær tækifæri til að bæta punkta-
stöðuna í svigi og stórsvigi. Ég
geri mér ekki vonir um að vinna
Ólympíumeistarann en reyni að
standa mig eins vel og ég get,“
sagði Ásta S. Halldórsdóttir.
Ásta S. Halldórsdóttir.
Mynd: Golli
Skíðamót íslands:
ALPAGREINAR
Stórsvig karlar
1. Kristinn Björnsson, Ó. 1:32,04
2. Örnólfur Valdimarsson, ÍR. 1:32,67
3. Haukur Arnórsson, Árm. 1:33,50
4. Gísli Reynisson, Árm. 1:35,17
5. Arnór Gunnarsson, í. 1:35,22
6. Ásþór Sigurðsson, Árm. 1:36,01
7. Vilhelm Þorsteinsson, A. 1:36,33
8. Eggert Óskarsson, Ó. 1:37,34
Stórsvig konur
1. Ásta S. Halldórsdóttir, í. 1:35,61
2. Eva Jónasdóttir, A. 1:38,35
3. Hildur Ösp Þorsteinsdóttir, A 1:44,81
4. Hjördís Þórhallsdóttir, A. 1:46,38
5. Fanney Pálsdóttir, í. 1:47,16
6. Margrét Ingibergsdóttir, Fr. 1:48,65
7. Jónína Björnsdóttir, Ó. 1:50,08
8. Þórey Árnadóttir, A. 1:50,43
Svig karlar
1. Kristinn Björnsson, Ó. 1:42,88
2. Örnólfur Valdimarsson, ÍR 1:42,97
3. Arnór Gunnarsson, í. 1:47,41
4. Ásþór Sigurðsson, Árm. 1:47,76
5. Eggert Óskarsson, Ó. 1:48,39
6. Vilhelm Þorsteinsson, A. 1:48,73
7. Egill Ingi Jónsson, ÍR 1:51,15
8. Ingvi Geir Ómarsson, Árm. 1:53,18
Svíg konur
1. Asta S. Halldórsdóttir, í. 1:16,35
2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A. 1:18,04
3. Hildur Ösp Þorsteinsdóttir, A 1:24,93
4. Hjördís Þórhallsdóttir, A. 1:24,94
5. Fanney Pálsdóttir, í. 1:26,95
6. Jónína Björnsdóttir, Ó. 1:33.50
7. Guðný Hansen, Árm. 1:33,63
8. Kristín Björnsdóttir, Árm. 1:36,21
Alpatvíkeppni karlar
1. Kristinn Björnsson, Ó. 0,00
2. Örnólfur Valdimarsson, ÍR 5,98
3. Arnór Gunnarsson, í. 52,74
4. Ásþór Sigurðsson, Árm. 61,55
5. Eggert Óskarsson, Ó. 76,60
6. Egill Ingi Jónsson, ÍR 104,66
Alpatvíkeppni konur
1. Ásta S. Halldórsdóttir, í. 0,00
2. Hildur Ösp Þorsteinsdóttir, A. 141,04
3. Hjördís Þórhallsdóttir, A. 154,25
4. Fanney Pálsdóttir, í. 175,78
5. Jónína Björnsdóttir, Ó. 249,12
6. Guðný Hansen, Árm. 259,37
Samhliðasvig karlar
1. Vilhelm Þorsteinsson, A.
2. Kristinn Björnsson, Ó.
3. Örnólfur Valdimarsson, ÍR
Samhliðasvig konur
1. Ásta S. Halldórsdóttir, í.
2. Eva Jónasdóttir, A.
3. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A.
SKÍÐAGANGA
Karlar 20 ára og eldri, 30 km F
1. Rögnvaldur Ingþórsson, A. 1:19,28
2. Sigurgeir Svavarsson, Ó. 1:21,41
3. Dan Hellström, A. 1:25,19
Drengir 17-19 ára 15 km F
1. Daníel Jakobsson, í. 38:12
2. Gísli E. Árnason, f. 40:03
3. Kristján Ó. Ólafsson, A. 40:40
4. Árni Elíasson, í. 40:51
5. Tryggvi Sigurðsson, Ó. 46:56
6. Kári Jóhannesson, A. 49:34
Tvíkeppni karlar 20 ára og eldri
1. Rögnvaidur Ingþórsson, A. 10,84
2. Sigurgeir Svavarsson, Ó. 21,03
3. Dan Hellström, A.
Tvíkeppni drengir 17-19 ára
1. Kristján Ó. Ólafsson, A. 7,20
2. Gísli E. Árnason, í. 9,13
3. Árni F. Elíasson, í. 10,84
Konur 5 km H
1. Auður Ebenezersdóttir, í. 16:29
2. Thelma Matthíasdóttir, Ó. 18:08
3. Heiðbjört Gunnólfsdóttir, Ó. 19:39
4. Elín Harðardóttir, S. 21:33
Boðganga 16 ára og eldri
1. A-sveit Akureyrar 1:13,36
Kristján Ólafsson 25:23
Haukur Eirfksson 51:13
Rögnvaldur Ingþórsson 1:13,36
2. Sveit ísafjarðar 1:14,09
Árni Elíasson 25:56
Gísli Árnason 51:58
Daníel Jakobsson 1:14,09
3. A-sveit Ólafsfjarðar 1:14,39
Kristján Hauksson 25:20
Ólafur Björnsson 51:47
Sigurgeir Svavarsson 1:14,39