Dagur - 07.04.1992, Síða 9
Þriðjudagur 7. apríl 1992 - DAGUR - 9
Jón Haukur Brynjólfsson
Handknattleikur, 2. deild:
Norðanliðin lögðu Þorberg og félaga
Norðlensku Iiðin Þór og
Völsungur léku síðustu leiki
sína í 2. deild íslandsmótsins í
handknattleik þegar liðin
mættu Aftureldingu um helg-
ina. Bæði liðin luku þátttöku
sinni með sigri, Völsungur
sigraði 27:23 og Þór 31:14. Eft-
ir Ieik Þórs og Völsungs fengu
Þórsarar afhent verðlaun fyrir
sigurinn i 2. deildinni.
Leikur Völsungs og Aftureld-
ingar á föstudagskvöldið var jafn
lengst af og gestirnir höfðu yfir í
hléi, 11:12. Um miðjan seinni
hálfleik fór hins vegar að draga í
sundur með liðunum og munaði
þar mest um stórleik Vilhjálms
Sigmundssonar sem fór á kostum
í Völsungsliðinu. Þess má geta að
landsliðsþjálfarinn Þorbergur
Aðalsteinsson, sem einnig þjálfar
Aftureldingu, lék með liði sínu
en meiddist á fingri og varð að
yfirgefa völlinn.
Mörk Völsungs: Vilhjálmur Sigmunds-
son 14, Jónas Grani Garðarsson 5, Arnar
Sævar Árnason skoraði 12 mörk fyr-
ir Þór og ...
Bragason 3, Skarphéðinn ívarsson 2,
Haraldur Haraldsson 2, Haukur Viðars-
son 1.
...Vilhjálmur Sigmundsson 14 fyrir
Völsung.
Mörk UMFA: Siggeir Magnússon 9,
Dagur Jónasson 5, Gunnar Guðjónsson
4, Tryggvi Scheving 4, Eyþór Einarsson 1.
Yfírburðir Þórs
Þórsarar byrjuðu með sitt sterk-
asta lið á laugardeginum að Rún-
ari Sigtryggssyni undanskildum
sem er meiddur. Liðið hafði
algera yfirburði og staðan var
orðin 17:6 í hléi. í seinni hálfleik
fengu varamennirnir að spreyta
sig og stóðu fyrir sínu, ekki síst
Samúel Árnason, ungur strákur
úr 3. flokki sem spilaði sinn fyrsta
meistaraflokksleik og stóð sig
vel.
Þórsarar fengu afhent sigur-
launin að leik loknum og er óhætt
að segja að þeir hafi verið vel að
sigrinum komnir, liðið tapaði
aðeins einu stigi í mótinu og segir
það sína sögu.
Mörk Þórs: Sævar Árnason 12, Jóhann
Samúelsson 5, Ólafur Hilmarsson 4, Ole
Nielsen 3, Samúel Árnason 3, Atli Rún-
arsson 1, Hörður Sigurharðarson 1,
Kristinn Hreinsson 1, Aðalbjörn Svan-
laugsson 1.
Mörk UMFA: Siggeir Magnússon 6,
Dagur Jónasson 3, Tryggvi Scheving 3,
Viktor Viktorsson 1, Gunnar Guðjóns-
son 1.
Rut Sverrisdóttir.
Rut íþróttamaður Akureyrar
Rut Sverrisdóttir, sundkona úr
Óðni, var um helgina kjörin
íþróttamaður Akureyrar 1992.
Kjörinu var lýst á ársþingi
ÍBA.
Rut átti frábært keppnistímabil
og setti fjölda íslandsmeta í
flokki sjónskertra á árinu. Há-
punkturinn var þó eflaust þegar
hún setti heimsmet í 200 m bak-
sundi á Sundmeistaramóti
íslands í maí.
Freyr Gauti Sigmundsson,
júdómaður úr KA, varð í 2. sæti
í kjörinu, Haukur Eiríksson,
skíðagöngumaður úr Þór, í 3.
sæti, Jón Stefánsson, frjáls-
íþróttamaður úr UFA, í 4. sæti
og Alfreð Gíslason, handknatt-
leiksmaður úr KA, í 5. sæti.
Knattspyrna:
Leiftursmeim vfldu
ekki hafa Zoran
Ekkert verður af því að Júgó-
slavinn Zoran Cougoric leiki
með 2. deildarliði Leifturs í
knattspyrnu í sumar eins og til
stóð.
Leiftursmenn hafa ákveðið að
láta Zoran fara en hann hefur æft
með liðinu undanfarna mánuði.
„Það eru ýmsar ástæður fyrir
þessu. Marteinn Geirsson þjálf-
ari hafði efasemdir um hann sem
leikmann strax í upphafi og hann
hefur ekki staðið undir vænting-
um. Svo hefur hann ekki fallið
vel inn í leikmannahópinn, ekki
náð sambandi við strákana og
það skiptir miklu máli,“ sagði
Þorsteinn Þorvaldsson, formaður
knattspyrnudeildar Leifturs.
Hann sagði að hinn Júgóslavinn,
sem einnig heitir Zoran, yrði
áfram hjá liðinu enda ríkti
ánægja með hann.
Einar Einarsson, sem nýlega
skipti úr KA í Leiftur, meiddist í
æfingaleik um helgina og var á
tímabili haldið að krossbönd í
hnéi hefðu gefið sig. Nú er komið
í ljós að sperrileggur fór úr liði og
ætti Einar að vera kominn á fulla
ferð innan 2-3 vikna.
Blakvertíðinni lokið:
KA hafiiaði í 3. sæti
- stelpurnar kræktu í bikar
Blakvertíðinni lauk um helgina
með síðustu leikjunum á
Islandsmóti meistaraflokks
karla og kvenna. Karlalið KA
lék úti gegn ÍS og HK, sigraði
nýbakaða íslandsmeistara ÍS
en tapaði fyrir HK og endaði
því í 3. sæti. Þá fór fram loka-
keppni í neðri hluta 1. deildar
kvenna og þar fór KA með sig-
ur af hólmi.
KA-menn spiluðu á föstudags-
kvöldið við Stúdenta og unnu í
fjórum hrinum, 15:11, 15:7,
11:15 og 15:10. KA-menn léku á
köflum nokkuð vel en Stúdentar
sýndu ekki sitt rétta andlit, voru
án Hou Xiao Fei, þjálfara síns,
og söknuðu hans greinilega.
Á laugardaginn mættust síðan
HK og KA í fimm hrinu leik þar
sem HK-ingar sigruðu og tryggðu
sér um leið 2. sætið í deildinni.
Lokatölur í hrinunum urðu
15:13, 10:15, 1:15, 15:7 og 15:10.
KA-menn höfðu forystuna lengi
framan af fyrstu hrinu en héldu
ekki haus, náðu síðan tveimur
góðum en það dugði ekki til.
„Hugarfarið hjá okkur var
ekki rétt og mönnum fannst þetta
ekki skipta nægilega miklu máli.
Ef litið er á veturinn í heild er ég
nokkuð sáttur við árangur okkar
en ég hefði viljað ná 2. sætinu.
Við misstum þrjá smassara frá
síðasta tímabili og ég held að það
megi ekkert lið við slíku. Svo
töpuðum við tveimur stigum á
kæru og þegar þetta er allt tekið í
reikninginn held ég að við getum
verið þokkalega ánægðir með
þetta,“ sagði Haukur Valtýsson,
fyrirliði KA.
Kvennalið KA tók þátt í eins
konar neðri hluta keppni um
helgina ásamt Þrótti N. og Þrótti
R. en Völsungur og Sindri voru
ekki með. KA vann báða leikina,
Þrótt R. 3:0 og Þrótt N. 3:1 og
hlaut sérstakan verðlaunabikar
að launum.
Stefán Magnússon og félagar lögði ÍS öðru sinni en töpuðu fyrir HK.
Mynd: JHB
Bjarni Þórhallsson hefur verið
ein aðal driffjöðurinn í KA-lið-
inu í vetur.
Bjami
bestur
Bjarni Þórhallsson, KA, var
kjörinn besti leikmaðurinn í
1. deild karla á lokahófi
blakmanna á laugardags-
kvöldið.
Bjarni hefur verið í einu af
aðalhlutverkunum hjá KA og
leikið mjög vel. Þetta er annað
árið i röð sem KA-maður
verður fyrir valinu en í fyrra
var það. Þröstur Friðfinnsson.
Þórey Haraldsdóttir hjá ÍS var
kjörinn besti leikmaðurinn í 1.
deild kvenna.
Halla og Kata
í landsliðið
Tveir af leikmönnum
kvennaliðs KA í blaki hafa
verið valdar í landslið sem
tekur þátt í 6 liða móti á
Gíbraltar á næstunni.
Þetta eru þær Halla Hall-
dórsdóttir og Katrín Pálsdótt-
ir. Hrefna Brynjólfsdóttir var
einnig valin í liðið en gaf ekki
kost á sér af persónulegum
ástæðum. Liöið heldur utan á
föstudaginn.
Handknattleikur
2. deild:
Völsungur-UMFA 27:23
Þór-UMFA 31:14
Þór 18 17-1-0 498:339 35
ÍR 17 14-2-1 451:313 30
HKN 17 13-0-4 426:342 26
UMFA 15 8-0-7 326:317 16
Ármann 16 7-0-9 365:359 14
ÍH 16 7-0-9 368:374 14
KR 16 6-1-9 353:339 11
Völsungur 185-1-12379:43111
Fjölnir 16 4-1-11 318:394 9
Ógri 18 0-0-18 280:512 0
Blak
1. deild karla:
HK-Þróttur N. 3:0
ÍS-KA 1:3
Þróttur R.-Þróttur N. 3:1
HK-KA 3:2
ÍS 20 17- 3 56:18 34
HK 20 15- 5 47:26 30
KA 20 14- 6 50:25 28
Þróttur R. 20 8-12 31:43 16
Þróttur N. 20 5-15 25:48 10
Umf.Skeið 20 1-19 8:57 2