Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 7. apríl 1992
ENSKA KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson
Man. Utd. er nú á beinu brautinni
- Leeds Utd. steinlá gegn City - „Toddi“ á bekknum hjá Forest - Allar gáttir galopnar hjá Tottenham
í síðustu viku voru leiknir all-
margir leikir í 1. deild, þar á
meðal sigraði Man. Utd. lið
Norwich á útivelli og með
þeim sigri komst Manchester
liðið á topp deildarinnar. Og
eftir leiki helgarinnar er staðan
sú að Man. Utd. heldur efsta
sætinu, hefur eins stigs
forskot, en það sem kannske
er meira um vert, liðið hefur
leikið tveim leikjum minna en
Leeds Utd. En þá eru það leik-
ir laugardagsins í 1. deild.
■ Með sigri á útivelli gegn
Manchester City hefði Leeds
Utd. komist í efsta sætið að nýju,
en af því varð ekki og City burst-
aði Leeds Utd. 4:0. Markatalan
gefur þó ekki rétta mynd af leikn-
um, Tony Coton átti sannkallað-
an stórleik í marki City og
Rodney Wallace fór illa með
dauðafæri fyrir Leeds Utd. í upp-
hafi síðari hálfleiks. Ekkert gekk
upp hjá Leeds Utd. í leiknum á
meðan allt heppnaðist hjá City
og sennilega fór síðasta von
Leeds Utd. um titilinn í vaskinn á
Maine Road. Andy Hill kom City
yfir með föstum skalla á 11. mín.
og Mike Sheron bætti öðru marki
City við eftir góða sókn á 33.
mín., en rétt áður hafði Sheron
varið á línu frá Wallace. Leeds
Utd. setti allt í sóknina í síðari
hálfleik, en áhættan tókst ekki,
Niall Quinn skoraði þriðja mark
City og Mark Brennan bætti því
fjórða við undir lokin.
Úrslit FA-bikarinn undanúrslit
Liverpool-Portsmouth 1:1
Norwich-Sunderland 0:1
1. deild
Chelsea-West Ham 2:1
Coventry-Arsenal 0:1
Crystal Palace-Everton 2:0
Luton-Wimbleuon 2:1
Manchester City-Lceds Utd. 4:0
Nottingham For.-ShefTield Wed. 0:2
Sheffield Utd.-Oldham 2:0
Southampton-Q.P.R. 2:1
Tottenham-Aston Villa 2:5
2. deild
Barnsley-Derby 0:3
Bristol City-Leicester 2:1
Cambridge-Millwall 1:0
Chariton-Plymouth 0:0
Grimsby-Bristol Rovers 0:1
Middlesbrough-Watford 1:2
Newcastle-Tranmere 2:3
Oxford-Wolves 1:0
Southend-lpswich 1:2
Swindon-Port Vale 1:0
Úrslit í vikunni: 1. deild
Arsenal-Nottingham For. 3:3
Aston Villa-ShefFieid Utd. 1:1
Everton-^outhampton 0:1
Liverpool-Notts County 4:0
Norwich-Manchester Utd. 1:3
Tottenham-West Ham 3:0
Wimbledon-Nottingham For. 3:0
2. deild
Ipswich-Bamsley 2:0
Plymouth-Grimsby 1:2
Port Vale-Blackbura 2:0
Portsmouth-Charlton 1:2
Tranmere-Bristol City 2:2
Watford-Brighton 0:1
Wolves-Newcastle 6:2
Bristol Rovers-Southcnd 4:1
Derby-Cambridgc 0:0
Leicester-Middlesbrough 2:1
Millwall-Oxford 2:1
■ Sorgarsaga Tottenham á
heimavelli hélt áfram eins og sjá
mátti í sjónvarpinu er liðið tók á
móti Aston Villa. Gary Lineker
náði forystu fyrir Tottenham á 5.
mín. og þegar liðið komst í 2:0 á
14. mín. með sjálfsmarki Shaun
Teale virtist fátt geta komið í veg
fyrir sigur Tottenham, en annað
kom á daginn. Villa hafði ekki
skorað mark á útivelli í 1. deild
frá nýársdegi, en afspyrnuléleg
vörn og markvarsla Tottenham
bætti úr því fyrir leikmenn Villa.
Kevin Richardson, Ian Olney,
Dwight Yorke og tvö mörk á síð-
ustu 5 mín. frá Tony Daley sem
kom inná sem varamaður og
Cyrille Regis tryggði Villa 5:2
sigur og til þess að kóróna allt lét
Lineker, Nigel Spink markvörð
Villa verja frá sér vítaspyrnu.
Með slíkri frammistöðu í næstu
leikjum virðist Tottenham á
góðri leið með að falla í 2. deild.
■ Southampton vann dýrmætan
sigur gegn Q.P.R. og virðist nú
hafa bjargað sér frá falli, en stutt
er síðan liðið virtist dæmt til að
falla í 2. deild. Úrslitin í leiknum
ultu á tveim vítaspyrnum í síðari
hálfleik, Tim Flowers í marki
Southampton varði vítaspyrnu
Clive Wilson á 63. mín. og aðeins
mín. síðar skoraði Alan Shearer
úr vítaspyrnu fyrir Southampton
eftir að hafa verið skellt af Jan
Stejskal markverði Q.P.R. sigur-
mark Southampton. Iain Dowie
hafði náð forystunni fyrir Sout-
Undanúrslitaleikimír í FA-bik-
arnum fóru fram á sunnudag í
hlutlausum völlum, Norwich
mætti Sunderland á Hills-
borouth og á Highbury mættust
Liverpool og Portsmouth. Og
þaö sem meira er, enn er mögu-
leiki á því að tvö lið úr 2. deild
leiki til úrslita á Wembley.
■ 2. deildarlið Sunderland varð
bikarmeistari árið 1973 og þá var
liðið einnig í 2. deild, en lagði þó
að velli hið fræga lið Leeds Utd.
Nú á liðið möguleika á því að
endurtaka afrekið eftir að hafa
sigrað 1. deildarlið Norwich með
eina marki leiksins sem John
Byrne skoraði á 34. mín. og hann
hefur því skorað í hverri umferð.
Markið kom eftir bestu sókn
leiksins, David Rush braust upp
hægri vænginn, gaf góða send-
ingu til Brian Atkinson sem sendi
fyrir á Byrne sem skaílaði af
Tony Daley skoraði glæsilegt mark
fyrir Aston Villa gegn Tottenham.
hampton eftir sendingu Glenn
Cockerill í fyrri hálfleik, en
Q.P.R. án Ray Wilkins, auk þess
sem Andy Sinton fór meiddur
útaf, náði að jafna með marki
Les Ferdinand á 63. mín., en
Q.P.R. varð síðan að játa sig
sigrað eftir mjög gott gengi að
unanförnu.
öryggi í netið. Sunderland átti
skilið að sigra í fremur slökum
leik þar sem Anton Rogan í
vörninni, Paul Bracewell á miðj-
unni og Rush í sókninni áttu góð-
an leik fyrir liðið. Leikmenn
Norwich að Mark Bowen undan-
skildum léku undir getu og stuðn-
ingsmenn Sunderland fögnuðu
gífurlega í leikslok er sæti í
úrslitaleiknum á Wembley var í
höfn.
■ Um tíma leit út fyrir í hinum
undanúrslitaleiknum að 2. deild-
arlið Portsmouth færi í úrslit, en
Liverpool náði að jafna í fram-
lengdum leik og liðin verða því
að mætast að nýju nk. mánudag.
Pað leit illa út hjá Liverpool er 10
mín. voru eftir af framlenging-
unni, manni færri vegna meiðsla
Steve McManaman, og Darren
Anderton sem Liverpool er á
höttunum eftir slapp í gegn eftir
■ West Ham virðist hins vegar á
hraðri og öruggri leið í 2. deild
eftir tap gegn Chelsea og liðið hef-
ur misst allt sjálfstraust. Chelséa
tók forystu á 26. mín., skot frá
Graham Stuart sem stefndi
framhjá var potað inn af Dennis
Wise sem var tilbúinn á fjær-
stönginni. Strax á næstu mín.
jafnaði Clive Allen fyrir West
Ham með fallegu skoti, en þetta
var hans fyrsti leikur með West
Ham eftir að hafa verið keyptur
frá Chelsea. Það var síðan Tony
Cascarino sem skoraði sigurmark
Chelsea snemma í síðari hálfleik
er hann skallaði inn sendingu
Steve Clarke og Chelsea hafði
síðan undirtökin til loka.
■ Luton hefur á undanförnum
árum sloppið á undraverðan hátt
við fall í 2. deild og enginn skyldi
afskrifa liðið nú. Luton sigraði
Wimbledon 2:1 og harðjaxlar
Wimbledon réðu ekki við létt-
leikandi og skemmtilegt lið
Luton í leiknum. John Fashanu
náði forystu fyrir Wimbledon
strax á 6. mín., en um miðjan
fyrri hálfleik jafnaði Imre Varadi
sem er í láni frá Leeds Utd. með
föstu skoti af stuttu færi. Sigur-
mark Luton á 64. mín. skoraði
síðan David Preece eftir send-
ingu frá Chris Kamara.
■ Sheffield Wed. stefnir að öðru
sætinu í 1. deild eftir góðan sigur á
útivelli gegn Nottingham For. og
þar með sæti í Evrópukeppni að
ári. Carlton Palmer átti stórleik á
sendingu Warren Neill og skor-
aði með skoti sem Bruce Grobb-
elaar náði ekki að halda. Aðeins
3 mín. voru eftir er John Barnes
tók aukaspyrnu fyrir Liverpool
sem markvörður Portsmouth
Alan Knight varði í stöng, en
Ronnie Whelan var réttur maður
á réttum stað hjá Liverpool og
potaði boltanum í markið, hans
fyrsta mark í rúma 18 mánuði.
Sanngjörn úrslit í s'tórgóðum
leik, en þrátt fyrir að Liverpool
væri mun meira með boltann þá
fékk Portsmouth betri færi. Alan
McLoughlin brendi af úr dauða-
færi og síðar varði Grobberlaar
ótrúlega vel frá honum. Liver-
pool saknaði Jan Molby, en
Steve Nicol, Barnes og Ian Rush
voru allir með og liðið verður að
leika betur í síðari leiknum á
Villa Park ef það ætlar sér í
úrslitin gegn Sunderland.
Þ.L.A.
miðjunni hjá Seff. Wed. og vörn
liðsins mjög örugg. David Hirst
skoraði síðara mark liðsins rétt
fyrir hlé, en áður hafði Paul
Williams gert fyrra markið eftir
undirbúning Palmer. Þorvaldur
Örlygsson var á beknum hjá For-
est í leiknum í fyrsta sinn í vetur,
en kom ekki inná.
■ Meistarar Arsenal virðast
vera að komast í sitt rétta form,
en það er of seint. Liðið sigraði
Coventry á útivelli með eina
marki leiksins sem Kevin Camp-
bell skoraði rétt fyrir hlé.
■ Eftir markalausan fyrri hálf-
leik í leik Crystal Palace gegn
Everton náði Chris Coleman for-
ystu fyrir Palace snemma í þeim
síðari. Það var síðan Mark Bright
úr vítaspyrnu sem gulltryggði sig-
ur Palace með síðara marki
liðsins.
■ Sheffield Utd. vann góðan sig-
ur gegn Oldham 2:0 þar sem
Dane Whitehouse náði forystu
fyrir Sheff. Utd. í fyrri hálfleik og
í þeim síðari bætti Ian Bryson
öðru marki við.
2. deild
Að venju stefnir í æðislega bar-
áttu í 2. deild þar sem fjöldi liða
á möguleika á því að komast
upp. En 2. deildin er gífurlega
erfið, eða eins og Howard Wilkin-
son stjóri Leeds Utd. sagði eitt
sinn „þar rífa hundarnir hvern
annan á hol“. Blackburn er að
fatast flugið, en hið stórgóða lið
Ipswich hefur nú tekið örugga
forystu. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Manchester Utd. 35 19-13- 3 56:25 70
Leeds Utd. 37 18-15- 4 65:35 69
Sheffield Wednesday 36 18- 9- 9 56:48 63
Arsenal 36 15-13- 8 63:41 58
Liverpool 35 15-13- 742:31 58
Manchester City 36 16- 9-1149:42 57
Crystal Palace 37 13-13-1149:55 52
Aston Villa 37 14- 9-14 42:39 51
Chelsea 37 12-13-12 45:50 49
Nottingham For. 35 15- 9-1152:50 48
QPR 37 10-17-10 42:41 47
Shelfield Utd. 36 13- 8-15 55:5547
Everton 37 11-13-13 45:42 46
Wimbledon 3711-13-13 44:46 46
Oldham 37 12- 8-17 55:60 44
Norwich 3611-11-14 45:51 44
Southampton 35 11-10-14 35:47 43
Totlenham 35 12- 6-17 47:51 42
Coventiy 36 10-10-16 34:38 40
Luton 36 8-11-18 30:60 35
Notts County 36 7-10-19 35:54 31
West Ham 35 6-10-19 29:53 29
2. deild
Ipswich 39 21-10- 8 60:40 73
Cambridge 41 18-15- 8 55:37 69
Blackburn 39 19- 9-11 59:42 66
Charlton 40 18- 9-0 48:43 63
Derby 4018- 8-14 56:4562
Leicester 39 18- 8-13 51:47 62
Middlesbrough 3717-10-1045:33 61
Swindon 39 16-11-12 64:51 59
Portsmouth 38 16-10-12 57:44 58
Southend 41 16- 9-16 59:57 57
Wolves 39 15-10-14 52:44 55
Bristol Rovers 41 14-12-1551:57 54
Watford 40 15- 8-17 42:44 53
Millwall 40 15- 8-17 56:64 53
Tranmere 38 12-16-10 47:47 52
Barnsley 4014- 9-17 31:5051
Bristol City 41 11-14-15 46:59 47
Grimsby 39 12-10-17 44:56 46
Newcastle 4111-13-17 60:75 46
Oxford 40 12- 8-20 57:62 44
Sundcrland 36 12- 7-1748:51 43
Brighton 4011-10-19 48:63 43
Plymouth 40 11- 9-20 36:55 42
Port Vale 41 9-13-19 37:5240
John Byrne, í miðið, skoraði sigurmark Sunderland gegn Norwich og hefur nú skorað í hverri umferð FA-bikarsins.
Verða tvö 2. deildarlið
í úrslitum á Wembley?