Dagur - 08.05.1992, Page 1

Dagur - 08.05.1992, Page 1
Hjalteyrin EA landar 122 tonnum af rækju: Aflabrögð síðustu vikna gefa tileftii til bjartsýni - segir Willard Helgason, skipstjóri Hjalteyrin EA, togari Sam- herja hf., hefur verið á rækju að undanförnu sem Margrétin EA. Togarinn kom nýverið frá veiðum af Dohrnbanka. Land- að var 122 tonnum af stór- rækju að aflaverðmæti 38 milljónir. Hásetahluturinn los- ar 600 þúsund. Willard Helgason var skip- stjóri í þessari veiðiferð Hjalteyr- arinnar og hann segir að rækju- Elsti Svarfdælingurinn: Óskar Kr. Júlíus- son 100 ára Elsti Svarfdælingurinn verður 100 ára í dag. Oskar Kristinn Júlíusson frá Kóngsstöðum í Skíðadal heldur upp á 100 ára afmæli sitt í hófi sem haldið verður að Dalbæ á Dalvík í dag á milli kl. 14 og 17. Öskar fæddist að Hverhóli í Skíðadal og tók þar við búi árið 1916 ásamt konu sinni, Snjólaugu Aðalsteinsdóttur. Níu árum síðar fluttust þau að Kóngsstöðum þar sem hann byggði hús árið 1927. Þar bjó hann upp frá því og mun enn eiga lögheimili þar. Þeim Snjólaugu varð sex barna auðið. Þau hjónin fluttust á Dalbæ þeg- ar dvalarheimilið var tekið í notkun og þar lést Snjólaug árið veiðin þarna á vesturmiðum hafi verið ævintýraleg til að byrja með. Á tæpum þremur sólar- hringum fengu karlarnir á Hjalt- eyrinni rúm 40 tonn og við meira var ekki ráðið í vinnslunni. „Þetta er í fyrsta sinn sem Hjalteyrin fer á þessi mið. Kunn- ugir segja mér að veiðin hefjist ár hvert á þennan hátt með „stór- skoti“. Síðan verður þetta jafn- ara er frá líður. Síðustu sólar- hringana vorum við að fá afla að verðmæti allt að tvær milljónir króna á sólarhring. Rækjan er nú sótt mun dýpra en áður. Dýpst fórum við norðvestur af Víkur- álshorninu á 340 faðma. Tvö hundruð og sjötíu til þrjú hundr- uð faðmarnir gáfu best, en áður voru menn á 220 til 250 föðmun- um. Hér áður fyrr afskrifuðu menn svæðið ef rækja fannst ekki á þessu dýpi. Nú er annað komið í ljós og við verðum að kanna svæðið betur, sem er víðfeðmt. Aflabrögð síðustu vikna gefa tilefni til bjartsýni,“ sagði Will- ard Helgason. ój Splœst og spekúlerad. Mynd: Golli Steinullarverksmiðjan hf.: Samdrátturísölu Tuttugu og tveggja prósenta samdráttur varð á sölu Stein- ullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki á steinull fyrstu fjóra mánuði þessa árs miðað við fjögurra mánaða uppgjör á síðasta ári. Að sögn Einars Einarssonar, framkvæmda- stjóra, er salan þó aðeins lítil- lega undir því sem áætlað var. Á þessu ári hefur Steinullar- verksmiðjan selt 750 tonn innan- lands, en 780 tonn erlendis. Samtals gera það 1530 tonn af steinull, en á sama tíma í fyrra höfðu 1970 tonn verið seld. Einar segir að þess beri þó að gæta, að fyrstu fjórir mánuðir síðasta árs voru mjög góðir sölumánuðir. „Ég miða við áætlun ársins og í henni gerðum við ráð fyrir að seija 1550 tonn á þessum fyrstu fjórum mánuðum. Við erum því örlítið undir henni í tonnum talið, en tekjurnar eru samt 2% meiri en reiknað var með,“ segir Einar. Að sögn Einars er reiknað með 15% samdrætti í heildarsölu þessa árs. Hann segir að út frá því sé ljóst að eitthvert tap verði á rekstri fyrirtækisins, en hversu mikið segir hann að ráðist af gengisþróun á alþjóðagjaldeyris- markaði. SBG Atkvæðagreiðsla á Norðurlandi um miðlunartillögu ríkissáttasemjara: Norðlendingar sögðu já - kosningaþátttaka allt frá 12,5% upp í 45,5% 1980. Meðfram búskapnum stundaði Óskar vegagerð á sumrin um hálfrar aldar skeið, en hann var lengi verkstjóri í vegalagningu um Svarfaðar- og Skíðadal og víðar. Einnig sinnti hann öðrum störfum, vann td. í sláturhúsinu á Dalvík margar sláturtíðir. -ÞH „Heimsóknin gekk vel og þeir sýndu mikinn áhuga. Þeir komu hingað fyrst og fremst til að kynna sér sjávarútveg okk- ar en það var greinilegt að þeir voru áhugasamir um iðnaðar- framleiðslu okkar almennt. Eg hafði á tilfinningunni að þeim kæmi á óvart hve við erum með mikla og breiða fram- leiðslu,“ segir Þórhallur Bjarnason hjá OmAk hf. um heimsókn sjávarútvegsráð- herra Omans til Akureyrar og Dalvíkur en henni lauk í gær. Ráðherrann og fylgdarlið hans skoðuðu fyrirtæki og stofnanir tengd sjávarútvegi s.s. Sæplast, Fiskeldi Eyjafjarðar, Slippstöðina og Útgerðarfélag í öllum þeim verkalýðsfélög- um á Norðurlandi, sem Dagur hafði spumir af í gær, var miðl- unartillaga Guðlaugs Þor- valdssonar, ríkissáttasemjara, samþykkt. í þrem stórum félögum, Yerkalýðsfélaginu Einingu í Eyjafirði, Félagi Akureyringa. Þá skoðu þeir einnig Mjólkursamlag KEA og Y erkmennt askólann. „Við reiknum með að næsta skref verði bein samvinna í sjáv- arútvegi og trúlega þá í fiskveið- um. Þeir sýndu því áhuga að þar yrði byrjað og síðan gætu þróast upp önnur verkefni í sjávarútveg- inum,“ sagði Þórhallur en að lík- indum fara íslenskir aðilar á næstunni til Oman til að ganga frá stofnun sjávarútvegsfyrirtæk- is. Væntanlega yrði íslenska fyrirtækið OmAk hf. aðili að því en það var stofnað hérlendis sem samstarfsvettvangur íslenskra aðila um verkefni í Oman þar sem er framundan mikil upp- bygging í sjávarútvegi og fisk- verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og Verkakvennafé- laginu Öldunni á Sauðárkróki, var þátttaka undir 20%, sem þýddi að félagar í þeim sam- þykktu tillöguna. Stjóm Yinnu- veitendasambands Islands samþykkti í gær miðlunartil- OmAk hf. vinnslu. Þórhallur benti á að sendinefnd Ómans hafi verið skipuð mjög háttsettum aðilum og af því megi sjá hve mikil áhersla sé lögð á að kynnast þeim kostum sem bjóðast á íslandi. Ljóst er að íslendingar geta lagt Óman-búum til mikla þekk- ingu við uppbyggingu sjávar- útvegs og fiskvinnslu og að sögn Þórhalls gætu í kjölfarið fylgt hlutir eins og t.d. sala á ýmsum tæknibúnaði og jafnvel fiskiskip- um. Þá voru í heimsókninni reif- aðar hugmyndir eins og þær að íslenskt fiskiskip og sjómenn fari til Óman til kennslu en einnig hefur komið til tals að sjómenn frá Óman fái inni í íslenskum skólum á því sviði. JÓH löguna fyrir hönd vinnuveit- enda, en hins vegar samþykkti hún hana ekki hvað varðar álverið í Straumsvík. Hjá Verkalýðsfélaginu Ein- ingu greiddu 524 atkvæði, en á kjörskrá voru 3591. Já sögðu 337 en 180 nei. Auðir og ógildir seðl- ar voru 7. Kosningaþátttaka var 14,6%. Sævar Frímannsson, formaður Einingar, sagði að þessi lélega kosningaþátttaka hafi ekki kom- ið sér á óvart. Þátttakan hafi ver- ið sérstaklega léleg á Akureyri, en ívið skárri úti í deildum félags- ins á Grenivík, Hrísey, Dalvík og Ólafsfirði. Hjá Félagi verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri var kosn- ingaþátttaka aðeins 14%. Já sögðu 124 en nei 37. Auðir og ógildir voru 12. Jóna Steinbergs- dóttir, formaður félagsins, var vonsvikin með þessa lélegu þátt- töku og sagði engu líkara en fólki væri alveg sama um þessi mál. Dapurlegt væri að fólk tæki ekki einu sinni afstöðu til kjaramál- anna í slíkri atkvæðagreiðslu. Hjá Iðju - félagi verksmiðju- fólks á Akureyri voru 712 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 145 eða 20,36%. Já sögðu 113 en nei 31. Einn seðill var auður. Miðl- unartillagan var því samþykkt. Hjá Trésmiðafélagi Akureyrar greiddu 69 atkvæði, sem er 35,94%. Já sögðu 53 en 13.sögðu nei. Einn seðill var auður. Afspyrnuléleg þátttaka var hjá Verkalýðsfélagi Raufarhafnar. Þar voru 151 á kjörskrá, en aðeins 19 greiddu atkvæði. Kosn- ingaþátttakan var því aðeins 12,5% sem þýðir að miðlunartil- lagan var samþykkt. Mun betri þátttaka var hins vegar hjá nágrönnum þeirra á Þórshöfn. Þar voru 132 á kjörskrá og greiddu 60 atkvæði, eða 45,5%. Já sögðu 34 en 25 nei. Einn seðill var auður. Miðlunartillagan var einnig samþykkt með fremur naumum meirihluta hjá Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði. Af 597 manns á kjörskrá greiddu 221 atkvæði. Já sögðu 117 en 83 sögðu nei. Auðir seðlar voru 20 og 1 ógild- ur. Hjá Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki fengust þær upplýsingar að kosningaþátt- taka hefði verið innan við 20% og því hefði miðlunartillagan ver- ið samþykkt. Ekki tókst að afla upplýsinga um úrslit hjá Verkamannafélag- inu Fram á Sauðárkróki í gær og hjá Starfsmannafélagi Akureyr- arbæjar fengust úrslit ekki upp- gefin. í gærkvöld átti að telja atkvæði hjá Verkalýðsfélagi Presthólahrepps, Verkalýðsfélagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi og Verklýðsfélaginu Hvöt á Hvammstanga. Atkvæði verða ekki talin hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur fyrr en 13. maí. Það kemur til af því að félagið sendi kjörseðla út til félagsmanna sinna. óþh Heimsókn sjávarútvegsráðherra Ómans til íslands lauk í gær: „Reiknum með að næsta skref verði bein samvinna í sjávarútvegi“ - segir Þórhallur Bjarnason frá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.