Dagur - 08.05.1992, Síða 2

Dagur - 08.05.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 8. maí 1992 Fréttir Tillögur sjömannanefndar: Erfitt að samræma kröfur aukna framleiðni Síðastliðinn mánudag afhenti Halldóra Jónsdóttir, formaður Rauðakrossdeildarinnar á Siglufirði Heilsugæslustöð- inni á Siglufirði að gjöf þessa giæsilegu sjúkratlutningabifrcið. Valþór Stefánsson, heilsugæslulæknir, veitti bifreið- inni viðtöku. Mynd: ÁS Radarmælingar hjá lögreglunni: Reynt að róa menn niður fyrir smnarið Lögreglan á Dalvík hefur veríð iðin við radarmæiingar að undanförnu í því skyni „að róa menn niður fyrir sumarið,“ eins og lögregluþjónn komst að orði. Síðastliðinn miðviku- dag voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Ólafs- fjarðarvegi og var annar þeirra á 127 km hraða. Síðdegis í gær höfðu þrír verið stöðvaðir fyrir hraðakstur. Að öðru leyti var tíðindalítið hjá lögreglu á Eyjafjarðarsvæð- inu í gær. Einn árekstur var til- kynntur til lögreglunnar á Akur- eyri og var hann smávægilegur. Aðspurður um þá bíla sem enn eru á nagladekkjum sagði varð- stjóri hjá lögreglunni á Akureyri að líklega myndi lögreglan fara að hnippa í ökumenn í næstu viku. Lögreglan hefur til þessa ekki gert athugasemdir við það þótt eigendur bíla hafi dregið að skipta yfir á sumardekk því hálku hefur gætt á vegum þrátt fyrir að sumarið sé komið. SS og minna magn á sama tíma - segir Oddur Gunnarsson, formaður Félags kúabænda á Norðurlandi „I tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að fé til greiðslu á niðurfærslurétti til framleiðslu mjólkur verði tekið af verð- jöfnunargjaldi mjólkurinnar og á þann hátt greiða bændur og neytendur þessa niður- færslu í sameiningu. Ég tel að einfaldara hefði verið að mjólkurframleiðendur tækju skerðinguna á sig þannig að verðjöfnunargjaldið yrði ein- faldlega lækkað um það sem greiðsla fyrir skerðinguna nemur og kæmi þannig strax fram í verðlækkun til neyt- enda,“ sagði Oddur Gunnars- son, fomaður Félags kúabænda á Norðurlandi, um tillögur Sjömannanefndar um mjólk- urframleiðsluna sem kynntar voru á miðvikudag. Oddur sagði að kúabændur hefðu lagt til að þeir tækju skerð- inguna á sig að fullu en höfnuðu jafnframt framleiðnikröfunni næstu tvö ár þar sem skerðingin sjálf væri næg framleiðnikrafa þann tíma. Oddur sagði að sér virtist erfitt að samræma þær kröfur í rekstri að auka fram- Ieiðni á sama tíma og verið væri að draga framleiðslumagnið saman. Þau markmið gengju sitt í hvora áttina. Oddur sagði að nauðsynlega þyrfti að aðstoða menn við að hætta búskap sem það kysu til að ekki þyrfti að skerða jafn mikið hjá þeim sem halda framleiðslu áfram. Oddur kvaðst telja að bændur sem hefðu undir 80 þúsund lítra framleiðslu- rétt þyldu tæpast neina skerðingu ættu þeir að geta rekið bú sín með hagkvæmni. Með tillögum Sjömannanefndar hefði aðeins rofað til í málefnum kúabænda í bráð en enginn vissi hvað byggi í næsta éli. ÞI Húsavík: Bam slasaðist á hjóli I gærmorgun var barn frá Húsavík flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eftir að það hafði dottið á hjóli kvöldið áður. Lögreglan á Húsavík gat engar upplýsingar gefið um slysið þar sem það hafði ekki komið til kasta lögreglunnar. Þær upplýs- ingar fengust hjá lækni á sjúkra- húsinu á Húsavík, að barnið hafi laumast á hjól er það réði ekki við og dottið. Eftir skoðun var ákveðið að senda barnið á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til frekari skoðunar. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur hefur aflað er barnið nú á gjörgæslu- deild vegna meiðsla í kviðarholi, en ekki var búið að staðbinda áverkann. ój Kiwanismenn á Akureyri: Færa bömum reiðhjólahj áhna Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri mun um komandi helgi heimsækja öll börn á Akureyri sem fædd eru árið 1985 og færa þeim reiðhjóla- hjálma. Með því vill klúbbur- inn leggja sitt af mörkum til að auka öryggi barna í umferðinni og stuðla að almennri notkun öryggishjálma. Eitt af markmiðum Kiwanis- hreyfingarinnar er: „Börnin fyrst og fremst" og því er þessi gjöf til allra 7 ára barna þarft innlegg til verndar börnum í umferðinni. Ef eitthvert barn fætt árið 1985 fær ekki heimsókn frá Kiwanis- mönnum, vegna flutnings eða af öðrum ástæðum, er hægt að hafa samband við Ingimund í síma 22572 eða Kristinn í síma 22350. Nemendur í 9. bekk C í Gagnfræðaskóla Akureyrar fengu peningaverðlaun fyrir að hafa ekki látið glepjast af tóbaksnautninni. Halldóra Bjarnadóttir hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar afhenti þeim verðlaunin sem námu 2.000 kr. á hvem nemanda. Mynd: Goiii Átta bekkjardeildir af átján reyklausar í GA: Penmgaverðlaun til 9. bekkjar C Krabbamcinsfélag Reykjavík- ur og Tóbaksvarnanefnd ríkisins gengust nýverið fyrir könnun í unglingaskólum landsins þar sem ungmennin svöruðu spurningalista um reykingavenjur og hvort við- komandi reykti. Samhliða var efnt til happdrættis. Vinning- urinn, peningaverðlaun, var dreginn út úr röðum bekkjar- deilda sem reyndust reyklausar og féll hann í skaut 9. bekkjar c í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Stöð 2 á sama tíma,“ sagði Baldvin Bjarnason, skólastjóri, og lét þess einnig getið að auk aðalvinningsins hefðu fjórir nemendur úr 10. bekkjardeildum hlotið aukavinninga sem er afsláttarkort frá Félagi sérleyfis- hafa. „Tvær bekkjardeildir 10. bekkjar reyndust reyklausar og tveir nemendur úr hvorum bekk geta í sumar ferðast með rútum um ísland á hálfvirði". ój Úthlutun listamannalauna tilkynnt: Öm Ingi fær starfslaun sem leikhúslistamaður Að sögn Baldvins Bjarnason- ar, skólastjóra Gagnfræðaskólans á Akureyri, reyndust 8 bekkj- ardeildir af 18 bekkjardeildum skólans reyklausar. A miðviku- dagskvöldið afhenti Halldóra Bjarnadóttir, starfsmaður Krabbameinsfélags Akureyrar, happdrættisvinninginn, þ.e. 2000 krónur til hvers nemanda. Heild- arupphæðin reyndist krónur 48 þúsund, sem rennur í bekkjar- sjóð. „Þessi stund er við áttum sam- an á miðvikudagskvöldið var hin ánægjulegasta og unglingarnir mættu hundrað prósent, flest í fylgd foreldra, sem þykir nokkuð sérstakt þar sem úrslitaleikurinn í handboltanum var sýndur beint á - alls fengu 111 listamenn starfslaun Úthlutunarnefndir listamanna- launa hafa lokið störfum en alls bárust 496 umsóknir um starfslaun listamanna. Aðeins einn starfandi listamaður á Norðurlandi fékk starfslaun, en það er Orn Ingi Gíslason á Akureyri sem fékk 6 mánaða starfslaun úr listasjóði í flokki leikhúslistamanna. Örn Ingi er sennilega betur þekktur fyrir myndlist en síðustu misseri hefur hann haldið leiklist- arnámskeið fyrir börn og er skemmst að minnast ferðar Norðurljósanna á heimsmót barnaleikhópa í Tyrklandi í apríl. Alls fengu 111 listamenn starfs- laun til 6 mánaða, 1 árs og 3ja ára úr listasjóði, launasjóði myndlist- armanna, launasjóði rithöfunda og tónskáldasjóði. Að auki fengu styrk allmargir listamenn sem fengið hafa listamannalaun undanfarin ár og eru orðnir 60 ára og eldri og fengu ekki starfs- laun nú. Þar má sjá kunnugleg nöfn að norðan eins og Braga Sigurjónsson, Elías B. Halldórs- son, Guðmund L. Friðfinnsson, Kristján frá Djúpalæk, Sigurð Hallmarsson og bræðurna Stein- grím og Örlyg Sigurðssyni. Örn Ingi er þó ekki eini Norð- lendingurinn sem fær starfslaun listamanna en væntanlega sá eini sem „gerir út“ frá Norðurlandi. Kristinn E. Hrafnsson frá Ólafs- firði fær 6 mánaða starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna og Örn Magnússon frá Ólafsfirði fær 6 mánaða laun úr listasjóði í flokki tónlistarmanna. Á lista má einnig finna Guðlaug Arason, Kristínu Jónsdóttur frá Munka- þverá og sjálfsagt fleiri Norð- lendinga ef grannt er skoðað. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.